Morgunblaðið - 28.10.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.10.2001, Blaðsíða 34
SKOÐUN 34 SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ FYRR á þessu ári færði Náttúru- fræðistofnun rök fyrir því að um- fangsmikil skógrækt gæti ógnað hefðbundnum búsvæðum rjúpu. Fleiri náttúrufræðingar hafa bent á að lífríki landsins geti stafað hætta af óvarkárum skógræktar- og upp- græðsluaðgerðum og er skemmst að minast umræðu um barrtré í þjóð- garðinum á Þingvöllum. Talsmenn skógræktarinnar hafa hafnað þessu sem fjarstæðu og Skógræktarfélag Íslands samþykkti ályktun á síðasta aðalfundi þar sem mótmælt er „órökstuddum fullyrðingum þess efnis að aukin skógrækt skapi vá fyr- ir lífríki Íslands“. Jafnframt „hvatti fundurinn til málefnalegrar umræðu og markvissrar eflingar á vistfræði- legum áhrifum skógræktar“. Með ályktuninni féll Skógræktar- félagið því miður í gryfju þess ómál- efnalega málstaðar sem það gagn- rýnir, en ég tek heils hugar undir hvatningu þess um málefnalega um- ræðu og í þeim tilgangi er grein þessi skrifuð. Ég býst við að ég tali fyrir sjónarmiðum náttúrufræðinga og hófsamra náttúruverndarsinna, þótt vissulega geti ég ekki fullyrt neitt um það. Innlendur trjágróður lítils metinn Skógrækt á Íslandi á sér ríflega 100 ára sögu. Fyrstu áratugina gekk á ýmsu meðan menn voru að fikra sig áfram með tegunda- og kvæma- val, en öllum er nú orðið ljóst að ýms- ar erlendar trjátegundir þrífast hér ágætlega og geta myndað samfellda skóga. Jafnframt er ljóst að með markvissum aðgerðum er unnt að endurskapa upprunalegan birkiskóg landsins. Frumkvöðlar skógræktar voru margir vel gefnir hugsjóna- menn, sem áttu auðvelt með að hrífa fólk með sér í framtíðarhugsjóninni um að klæða landið skógi og endur- gjalda þannig „skuld okkar við land- ið“. Þannig varð skógræktarhug- sjónin snemma samofin ungmenna- félags- og landgræðsluhugsjónum um heilbrigða sál í hraustum líkama og heibrigða þjóð í ræktuðu landi. Því miður varð sú stefna snemma of- aná að litlu skipti hvaðan trén kæmu eða hvers eðlis þau væru, bara að þau yxu vel og yrðu há og beinvaxin. Íslenskur trjágróður gat í fæstum tilvikum keppt við innfluttan hvað þetta snerti og hann varð því í margra augum að „drasli“ sem mátti fórna. Þótt margt hafi lagast virðist þetta viðhorf enn vera ríkt hjá Skóg- ræktarfélagi Íslands, Skógrækt rík- isins og Héraðsskógum, meginstoð- um íslenskrar skógræktar til langs tíma. Skógrækt breytir landi og lífríki Mörg þúsund Ís- lendingar stunda trjá- rækt í frístundum sín- um, enda hollt og gefandi tómstunda- gaman. En auk þess að vera mikilvægt tóm- stundagaman er skóg- rækt nú stunduð sem vaxandi atvinnuvegur í sveitum landsins, með mörg hundruð millj- óna ríkisframlögum ár hvert. Í hverjum landsfjórðungi er unnið að sjálfstæð- um landshlutabundnum skógrækt- arverkefnum í anda Héraðsskóga- áætlunarinnar og samtals er stefnt að því að þrefalda skóglendi landsins á næstu 40 árum, þ.e. auka það um 240 þúsund hektara. Þessi ríkisstyrktu skógræktar- verkefni munu hafa í för með sér meiri breytingar á láglendi Íslands og lífríki þess en nokkrar aðrar fyr- irsjánlegar framkvæmdir. Skógur (þ.e. samfelldur trjágróður sem nær meira en 5 metra hæð) er eins og all- ir vita gjörólíkur opnu blönduðu landslagi. Þetta á við hvort sem menn beita vistfræðilegum, ræktun- arfræðilegum, sjónrænum eða menningarlegum rökum. Skógur breytir landslagi og „ógnar“ þar með því landslagi sem fyrir er. Skógur breytir líka veðri, birtuskilyrðum, vatnsbúskap og jarðvegsefnasam- setningu landsins og „ógnar“ þar með lífsskilyrðum þeirra plantna og dýra sem fyrir voru á svæðinu. Með þessu er ég ekki að segja að allar breytingar séu slæmar og þær eru mismunandi eftir þeim trjátegund- um sem notaðar eru. Mestar lífrík- isbreytingar verða í samfelldum barrskógi eftir að hann hefur náð að lokast. Þótt lífríkisbreytingar séu óumflýjanlegar taka þær langan tíma og á fyrstu árum og áratugum nýræktarinnar getur gróska þess líf- ríkis sem fyrir var aukist tímabundið vegna skjól- og friðunaráhrifa. Skógrækt og náttúruvernd fer ekki alltaf saman Af framansögðu leiðir að menn þurfa að fara með gát, ígrunda vel markmið skógræktarinnar og reyna að horfa áratugi fram í tímann. Hvernig landslag viljum við? Hvern- ig skóg? Til hvers er hann? Hverju fórnum við? Hvernig breytir skóg- urinn umhverfi og lífríki? Eru þær breytingar að öllu leyti jákvæðar og æskilegar? Er rétt að nota ríkis- styrki til að gjörbreyta lífríki lands- ins, eða á að nota þá til að endurheimta upp- runalegan gróður þar sem við á og gera það búsældarlegra þar sem við á? Þetta eru mikl- vægar spurningar sem varða ekki aðeins skóg- ræktaraðila, heldur alla Íslendinga um langa framtíð. Þessar spurn- ingar snerta einnig al- þjóðasamninga, svo sem samning SÞ um vernd líffræðilegrar fjölbreytni, sem Ísland er fullgildur aðili að. Almenningur og stjórnvöld virð- ast enn líta á alla skógrækt sem nátt- úruvernd. Þetta er rangt. Náttúru- vernd er samrýmanleg við skógrækt sem hefur það að markmiði að end- urheimta upprunaleg gróðurlendi landsins. Skógrækt til viðarfram- leiðslu er afbrigði landbúnaðar sem getur verið í ágætri sátt við náttúru- verndarsjónarmið, sé rétt að henni staðið og landsvæði valin sem ekki hafa hátt náttúruverndargildi. Til- viljanakennd trjárækt á víðavangi með innfluttum tegundum, t.d. undir merkjum Landgræðsluskóga, er hinsvegar í beinni andstöðu við nátt- úruverndarsjónarmið. Í ríkisstyrktu landbótaskógakerfi sem hefur end- urheimt vistkerfa að leiðarljósi á tví- mælalaust að nota innlendar tegund- ir, þ.e. birki, reynivið, blæösp og innlendar víðitegundir, svo sem gul- víði og loðvíði. Vandræðahugtakið „fjölnytja- skógur“ og annað gagnrýnivert Það er í þessum grundvallaratrið- um sem sjónarmið margra náttúru- fræðinga og unnenda íslenskrar náttúru annars vegar og skógrækt- araðila hins vegar stangast á. Í skjóli almenns velvilja þjóðarinnar hafa skógræktaraðilar og ríkisvaldið ekki gætt sem skyldi að samþætta skóg- rækt við sjálfsögð náttúruverndar- og landslagsverndarsjónarmið með því að gera skýran greinarmun á mismunandi gerðum nýskóga og til- gangi þeirra. Í stað þess hafa þeir búið til blandhugtakið „fjölnytja- skógur“ sem lætur vel í eyrum, en er gagnslaust við alla skipulagningu og stýringu því það felur í sér allar gerðir skóga: nytjaskóg, skjólskóg, verndarskóg, landgræðsluskóg, landbótaskóg, útivistarskóg, kolefn- isskóg, o.s.frv. Sem dæmi um sérkennilegar áherslur í ríkisstyrktri skógrækt má nefna að í skilgreindum Land- græðsluskógum er hlutfall innlendra tegunda, í þessu tilviki birkis, ein- ungis um 50%, afgangurinn er blanda innfluttra tegunda eins og sitkagrenis, stafafuru, lerkis, alaska- aspar og elris. Eftir hálfa öld þegar stórvaxnar innfluttar tegundir hafa náð yfirhöndinni munu þessir „land- græðsluskógar“ eiga fátt eitt skylt við okkar upprunalegu birkiskóga. Héraðsskógar ganga enn lengra í „öfugum rasisma“ með því að gróð- ursetja norska ilmbjörk í stað ís- lenskrar í „fjölnytjaskóga“ sína! Í þeim lögum og reglugerðum um skógrækt sem höfundur þessarar greinar hefur séð er ekki minnst á tegundasamsetningu, eða nokkrar kvaðir um lágmarksnotkun inn- lendra tegunda. Margt annað en óhófleg notkun innfluttra tegunda er gagnrýnivert í störfum skógræktaraðila. Sam- kvæmt lögum um mat á umhverfis- áhrifum er skylt að tilkynna stórar skógræktarframkvæmdir til Skipu- lagsstofnunar áður en í þær er ráðist þannig að skipulagsstjóri geti úrskurðað hvort setja skuli þær í umhverfismat eða ekki. Mér er þó ekki kunnugt um að skógræktarað- ilar hafi sinnt þessari skyldu. Fullgróið kjarrlendi hefur til skams tíma verið plægt til að gróðursetja þar „annan“ trjágróður, þótt aug- ljóslega skorti ekki viðarlaust land, og votlendi ræst fram til að planta þar skógi. Á öllum þessum sviðum þurfa skógræktaraðilar að taka sjálfum sér tak, því annars er tímaspursmál hvenær almenningur snýst gegn þeim, eins og dæmin sýna frá ná- grannalöndum okkar. Í Skotlandi hafa skógræktaryfirvöld t.d. gjör- breytt áherslum á undanförnum ára- tug til samræmis við náttúruvernd- arsjónarmið. Umhverfisyfirvöld þurfa vissulega líka að stórauka vit- und sína um mikilvægi íslensks líf- ríkis og tryggja að lög og reglugerðir sem lúta að hverskyns skógrækt og landgræðslu verði virt og samræmd við umhverfisverndarlöggjöf, lífrík- isverndarsjónarmið og skuldbind- ingar landsins gagnvart alþjóða- samningum. Nauðsynlegar úrbætur Til úrbóta þarf í fyrsta lagi að flýta vinnu við ný og samræmd lög um skógrækt og landgræðslu (þ.m.t skógræktar- og uppgræðslufélög, bændaskógrækt, landshlutaskóg- rækt, uppgræðslu vegna fram- kvæmda, svo sem vega og virkjana). Í þessum lögum yrðu ákvæði um þrjár gerðir styrkhæfra nýskóga með skilgreindri tegundasamsetn- ingu, landgerð og ræktunartækni, þ.e: Viðarskógar/nytjaskógar til fram- leiðslu viðarafurða á frjósömu landi í einka- eða ríkiseign sem ekki er talið verðmætt vegna náttúruverndar- sjónarmiða eða annarra landnytja. Engar kvaðir yrðu um notkun inn- lendra trjátegunda eða meðferð lands, aðrar en almennt gerast í landbúnaði. Heildarhlutdeild styrk- veitinga til nytjaskóga yrði aldrei meiri en u.þ.b. 40%. Skjólbelti til að afmarka ræktar- lönd og veita skjól. Notkun hrað- vaxta erlendra víðitegunda yrði leyfð í skjólbelti, en stefnt að vali og kyn- bótum heppilegra íslenskra gulvíði- klóna. Ef um blönduð skjólbelti er að ræða yrði aðeins veittur styrkur til gróðursetningar innlendra trjáteg- unda, þ.e. birkis og ilmreynis, í slík skjólbelti. Landgræðsluskógar eða vist- heimtarskógar til endurheimtar upprunalegs gróðurlendis á rýrari útjörð. Einungis innlendar tegundir yrðu leyfðar, þ.e. birki, blæösp, ilm- reynir og víðitegundir og notast yrði við vistvænar ræktunaraðferðir. Þessir skógar gætu jafnframt nýst til kolefnisbindingar. Að minnsta kosti 50% af heildarfjárframlögum ríkisins til skógræktar færu í þennan flokk. Lögin mundu jafnframt heimila sveitarfélögum og félagasamtökum að rækta blandaða útivistarskóga. Undirritaður sér ekki sérstaka ástæðu fyrir ríkið til að styrkja slíka skógrækt, en þó má hugsa sér það ef hlutfall innlendra tegunda fer yfir 75%. Í lögunum yrðu ákvæði um teg- undaval og aðferðafræði vegna allra uppgræðsluaðgerða sem fram- kvæmdaaðilar sjá um, svo sem vegna vega og virkjana. Lögin kvæðu á um það að allar stærri skógræktar- og landgræðsluaðgerðir, t.d. 100 ha. eða stærri, færu í skilgreint matsferli til að tryggja aðkomu allra hlutaðeig- andi. Til að forðast óþarfa skrif- finnsku þyrfti e.t.v. að lagfæra lög um mat á umhverfisáhrifum að þessu leyti. Ákvæði yrðu einnig um vernd mikilvægra landslagsgerða, jarðmyndana og búsvæða, svo sem búsetulandslags, víðerna, hrauna, gíga, jarðhitasvæða, mýrlendis, hallamýra, vatnsbakka, birkiskóga og birkikjarrs. Skýr takmarkandi ákvæði yrðu um notkun innfluttra plöntutegunda í hverskonar upp- græðsluaðgerðum, þ.m.t. við frá- gang vega og annarra mannvirkja og jafnframt hvetjandi ákvæði um notk- un innlendra tegunda og staðargróð- urs. Slík lög þyrftu síður en svo að draga kraft úr skógræktarstarfi en mundu beina því inn á farsælli braut- ir í betri sátt við umhverfissjónar- mið. Í öðru lagi þurfa umhverfisyfir- völd nú þegar að hefja vinnu við „framkvæmdaáætlun um vernd ís- lensks lífríkis“ eins og samningur SÞ um vernd líffræðilegrar fjölbreytni kveður á um. Grundvallarhugsun og markmið slíkrar áætlunar yrði að vernda þann auð sem við eigum í ís- lenskri náttúru og lífríki og tryggja að allar aðgerðir sem hugsaðar eru til að auðga grósku landsins og bæta mannlíf þess taki mið af uppruna- legri náttúru landsins en snúist ekki upp í umhverfisslys sem komandi kynslóðir þurfi að glíma við. SKÓGRÆKT OG NÁTTÚRUVERND Snorri Baldursson Tilviljanakennd trjárækt á víðavangi með innfluttum teg- undum, segir Snorri Baldursson, er í beinni andstöðu við náttúru- verndarsjónarmið. Höfundur er líffræðingur. – 10 ár á Íslandi – AFMÆLISTILBOÐ ® Síðan 1936 Í tilefni af 10 ára afmæli Rainbow á Íslandi: Ótrúlegt tilboð Ath. Takmarkað magn. Nánari uppl. í síma 893 6337 & 567 7773 Hrein fjárfesting ehf. Dalbraut 3, 105 Reykjavík, s. 567 7773 ERUM FLUTT Dalbra ut 3 Reykj avík ERU M F LUT T Dalb raut 3, R eyk javí k Samkvæmisfatnaður Mikið úrval Nýbýlavegi 12, Kóp., s. 554 4433
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.