Morgunblaðið - 28.10.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.10.2001, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2001 35 ✝ RagnheiðurKristín Magnús- dóttir fæddist að Vatnshorni við Steingrímsfjörð 14. ágúst 1901. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi mánudag- inn 22. október síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Ingi- björg Magnúsdóttir og Magnús Júlíus Jónsson. Systkini Ragnheiðar voru Magnús, f. 25.11. 1891, d. 27.5. 1959, Jón, f. 22.4. 1895, d. 29.4. 1957, Guðrún, f. 13.11. 1896, d. 14.7. 1976, Svein- ína, f. 23.7. 1905, d. 2.7. 1996, og Ing- unn, f. 26.10. 1913, d. 7.2. 1996. Þegar Ragnheið- ur var um fermingu flutti hún ásamt fjölskyldu sinni að bænum Feigsdal við Arnarfjörð. Þar bjó hún fram undir miðjan aldur er hún flutti suður í Kópa- vog og bjó þar til dauðadags. Útför Ragnheiðar fer fram frá Kópavogskirkju á morgun, mánudaginn 29. októ- ber og hefst athöfnin klukkan 15. Mig langar í nokkrum orðum að þakka þér, elsku Ranka mín, sam- veruna síðustu 43 æviár þín af þeim 100 sem þú hlaust í vöggugjöf. Þegar ég sat hjá þér síðustu dag- ana þína eða næturnar, hvarflaði hug- urinn til liðinna ára og minningarnar hrönnuðust upp. Þær eru svo margar í mínu lífi sem tengjast þér á einn eða annan hátt. Inga amma, mamma hennar mömmu, og þið systur henn- ar, Sveina og þú, voruð alltaf hjá okk- ur á jólunum eins og við öll önnur há- tíðleg tækifæri. Jólagjafirnar frá ykkur voru alltaf þær stærstu og bestu og gefnar af mikilli gleði. Við vorum svo heppin systkinin að þar sem þið Sveina áttuð engin börn urð- uð þið eiginlega eins og ömmur okkar líka. Það var gott að koma til ykkar á Digranesveginn og seinna á Álfatröð- ina og fá eitthvað gott í gogginn, láta skutla sér, hlýða sér yfir lexíurnar, gista eða hvað annað það sem barnið eða seinna unglingurinn þurfti á að halda í það og það sinnið. Alltaf mátt- uð þið vera að að hjálpa. Þegar ég var svo orðin mamma og bjó á hjara ver- aldar, öðru nafni Árbænum, voru það aðallega þið sem hélduð í mér lífinu með heimsóknum ykkar og andlegum stuðningi, þar sem ég var að grotna niður úr einsemd og áhyggjum yfir veiku smábarni. Þetta og allt hitt sem ég geymi í hjarta mínu þakka ég þér af heilum hug, elsku frænka. Megir þú hvíla í friði. Hafdís Erla Baldvinsdóttir. Sómakonan Ragnheiður K. Magn- úsdóttir lést mánudaginn 22. október á sjúkrahúsi Reykjavíkur í Fossvogi. Ragnheiður eða Ranka, eins og hún var ávallt kölluð af vinum sínum, hélt nýlega upp á hundrað ára afmælið sitt ásamt fjölskyldu og vinum. Það var stórkostlegt að sjá hve mikil reisn var yfir þessari gömlu konu. Nú er komið að endalokum þessarar kynslóðar. Ranka var síðust systkinanna til að kveðja þennan heim. Lengi bjuggu systurnar þrjár Ranka, Sveina og Inga ásamt móður sinni Ingibjörgu við Digranesveg í Kópavogi en Ingi- björg lést í hárri elli á tíræðisaldri. Inga giftist en Sveina og Ranka bjuggu áfram saman meðan heilsan leyfði. Síðustu elliárin bjó Ranka á sambýli fyrir aldraða við Gullsmára í Kópavogi. Systurnar unnu allar hörðum höndum og oft var mannmargt á heimili þeirra. Systkinabörn áttu heimili hjá þeim langtímum saman einnig var annað frændfólk og vinir alltaf velkomið. Magnús maðurinn minn var einn af þeim sem bjuggu hjá þeim þegar hann kom að vestan og þegar ég kom í fjölskylduna var mér tekið opnum örmum.Við Magnús leigðum þá hjá Unni dóttur Ingu og Baldvini manninum hennar í litlu húsi rétt við hús systranna og mömmu þeirra. Ranka vann á Kóavogshælinu og í félagsheimili Kópavogs um margra ára skeið. Hún var mikill dugnaðar- forkur eins og hún átti ætt til. Hún var fremur heilsuhraust gegnum árin og naut þess að ferðast um landið. Ranka var sögufróð og með afbrigð- um minnug enda mikill lestrarhestur. Hún þekkti landið sitt vel og hafði gaman af því að segja frá og syngja en hún kunni mikið af vísum og kvæðum. Seinni árin sátu systurnar og prjón- uðu bæði lopapeysur og sjónvarps- sokka svo eitthvað sé nefnt. Hún var skapgóð og hafði gaman af því að ræða við fólk. Ragnheiður var heill fróðleiksbrunnur og oft var gaman að hlusta á hana segja frá æskuárum sín- um og búskaparháttum eins og þeir voru í byrjun aldarinnar. Ég vil að lokum kveðja þessa mekt- arkonu. Blessuð sé minning hennar. Valborg Soffía Böðvarsdóttir. RAGNHEIÐUR KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR ✝ Þórlaug SvavaGuðnadóttir fæddist í Reykjavík 2. desember 1924. Hún lést 23. október síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Guðni Stígsson, löggilding- armaður, og Margrét Guðbrandsdóttir, bú- sett í Reykjavík. Systkini Þórlaugar eru: Sigrún, Lára, Friðrik, látinn, María og Haukur, látinn. Hálfbróðir þeirra var Guðmundur Jónsson, látinn. Uppeldissystir þeirra var Sveinssína Baldursdóttir, látin. Þórlaug giftist Guðmundi J. Kristjánssyni, vegg- fóðrara- og dúklagn- ingameistara 8. maí 1943. Þau eignuðust fimm börn. Þau eru: Guðni, f. 30.9. 1942, Örn, f. 14.7. 1946, Áslaug, f. 28.11. 1949, Þórlaug, f. 25.12. 1954 og Al- bert, f. 20.10. 1965. Afkomendur Þór- laugar og Guðmund- ar eru nú orðnir 35 talsins. Útför Þórlaugar fer fram frá Bú- staðakirkju á morgun, mánudag- inn 29. október, og hefst athöfnin kukkan 13.30. Tengdamóðir okkar hún Lilla eins og hún var alltaf kölluð lést á Land- spítalanum í Fossvogi eftir að hafa glímt við erfið veikindi undanfarin tvö ár. Kynni okkar beggja af henni hóf- ust er við hófum búskap með dætrum hennar í Bakkagerðinu á efri hæðinni, en þar hófu öll börn Lillu og Munda sinn búskap. Oft var þar þröng á þingi en Lilla sem var húsmóðir af gamla skólanum sá um ört stækkandi hóp- inn sinn af dugnaði og væntumþykju. Lilla hafði skemmtilegan húmor og ákveðnar skoðanir og í fjörugum sam- ræðum í Bakkagerðinu mátti oft sjá glampa í augum hennar þegar hún kom með skemmtilegt innlegg í sam- ræðurnar. Það er sárt fyrir okkur að sjá á eftir þessari góðu konu, en þó vitum við að eftir erfið veikindi er hún hvíldinni fegin. Við viljum kveðja þig með þess- um fallega sálmi: Þú, einn sem leystir eymdarbönd og öll vor bættir meinin vönd, þú sest nú Guðs við hægri hönd, upp hafin yfir jarðar lönd. Verk föðurins er fullkomnað, þá ferð þú heim í dýrðarstað, og skyggir á þig skýið það, er skilur jörð og himin að. En gegnum skýið glöggt þú sér, hvar göngum áfram mæddir vér og mænum augum eftir þér, til arftöku með ljóssins her. Og þú ert ætíð þínum hjá, er þig með trúaraugum sjá, þú lýsir þeim og leiðir þá til lífs og sigurs himnum á. (Björn Halld. frá Laufási.) Þorvarður Jón Guðmundsson, Baldvin G. Heimisson. Á morgun kveðjum við móðursyst- ur mína, Þórlaugu eða Lillu eins og hún var ævinlega kölluð. Við bjuggum í mörg ár í sama húsi. Foreldrar mínir og systur og Lilla og Mundi og þeirra börn. Þær systur voru samrýndar og við krakkarnir á svipuðu reki og ól- umst upp eins og systkin. „Drekku- tímarnir“ voru ýmist heima hjá mér eða hjá Lillu eða bara í næsta húsi en þar bjuggu afi og amma. Enginn þurfti að hafa lykil um hálsinn í þá daga því alltaf var einhver heima ein- hvers staðar. Það var margt brallað á þessum bernskuárum og er ég hugsa til baka þá var alltaf svo gaman og næstum alltaf sólskin. Ekki vorum við alltaf bæjarins bestu börn en sama á hverju gekk aldrei skammaði Lilla okkur heldur tók á brekum okkar af sinni al- kunnu ljúfmennsku. Þessar tvær fjölskyldur fóru á sumrin saman í Borgarfjörðinn að veiða, Þingvallahringinn á sunnudög- um og ógleymanleg er langferð ein norður í Fljót 1947 að heimsækja frændfólk þeirra systra. Þá var gist fyrstu nóttina í Andakílnum, aðra nótt á Króknum og loks ekið til Haga- nesvíkur. Þaðan fórum við ríðandi inn í Fljót. Á veturna fórum við oft á skauta á Tjörninni og skíði eða sleða upp í Ártúnsbrekkur. Öll samskipti við Lillu og Munda voru ljúf og góð enda bæði mætar manneskjur. Heimili þeirra hefur allt- af staðið okkur opið og þegar við Ótt- ar giftum okkur og engin íbúð var laus í fjölskylduhúsinu fluttum við í Bakkagerðið til þeirra og var okkur tekið opnum örmum. Við vorum líka samtaka frænkurn- ar þegar ég átti mitt fyrsta barn og hún sitt yngsta barn og var aðeins tveggja mánaða munur á strákunum. Margar minningar koma upp í hug- ann sem mætti hafa í heila bók en ég læt hér staðar numið og þakka frænku minni samfylgdina. Ég votta Munda, börnum og þeirra fjölskyldum innilega samúð. Blessuð sé minning Lillu. Vigdís (Viddý). ÞÓRLAUG SVAVA GUÐNADÓTTIR                                        !"  # $  %   %&&' (    #       ) "  !"    !  "   #  " $ %& ' ( # ) )$'  *#  " $ %+ )  $ %) ,  -$ $ % " +  $ %) .                                   !   "  #      $%$   #        !!" # #  $%& '%&  && ( ( '(& #(& '(& $' $& ( ( "$'  !!" && ( ( "$'  !!" )*! '+ ''%&  ,- ( ( "$'  !!" ) "&   ''%&  & &% &  & &-                                   !!"  !" #$ %&'(!&&)! !  !"&&)! !* +( )! ",'' -!  !"&&)!   . &",'' /&0   !"&",'' )  #,!  !"&&)! ,0   !"&",'' 0"! $ + &&)! 01'  !"&&)! ! 12 #30&",'' 1 ! 12! ) 1 ! 1 ! 12!$                                    !      "  # $   !"# $% "& '!! '  ! ("# $% "& ) $ *!+,! ! * ! "% $% "& -  "% .!" ! ) +/0% 1 $%  ! % 2!-1 *"& + -%" $% "& -!!$ ! $+,3 "%1                               !   " !    ! " #$#%   !& Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson útfararstjóri Traust persónuleg alhliða útfararþjónusta. Áratuga reynsla. Símar 567 9110 & 893 8638 utfarir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.