Morgunblaðið - 28.10.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.10.2001, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2001 33 bregðast við hættunum af hryðjuverkum aukin um nokkur hundruð milljónir dollara. Hryðjuverk eru sálrænt stríð Umræðan í fræði- tímaritum var hins vegar á þann veg að menn þyrftu að var- ast að gera of mikið úr hættunni og ganga of langt í hræðsluáróðri. Haustið 1998 skrifaði Ehud Sprinzak, pró- fessor í stjórnmálafræði við Hebreska háskól- ann í Jerúsalem, grein í tímaritið Foreign Pol- icy þar sem hann komst að þeirri niðurstöðu að það væru hvorki sannanir né rök fyrir því að í aðsigi væri nýr „póstmódernískur“ tími hryðjuverka þar sem nafnlausir hryðjuverka- menn fremdu fjöldamorð með efna- eða sýkla- vopnum. Hin raunverulega ógn fælist ekki í árás í líkingu við Hiroshima heldur ofsa- hræðslu, sem breiddist út í kjölfar smávægi- legrar efna- eða sýklavopnaárásar þar sem nokkrir tugir manna létu lífið. „Við verðum að muna að hryðjuverk snúast ekki um að myrða,“ skrifaði hann. „Þau eru sálrænt stríð, sem fer þannig fram að morð á nokkrum mönnum eiga að færa okkur hinum heim sanninn um að við séum næst. Fiskisög- ur, kvíði og móðursýki í kjölfar slíkra, óum- flýjanlegra atburða gætu leitt til þess að fólk flýi heilu hverfin, jafnvel heilu borgirnar, þannig að af gæti hlotist manntjón. Það gæti einnig leitt til krafna, sem ekki væri hægt að neita, um að vígbúa öll Bandaríkin gegn efna- og sýklavopnaárásum, sama hversu fáránlegur kostnaðurinn kynni að verða.“ Í janúar/febrúar hefti tímaritsins Foreign Affairs árið 1998 birtist grein eftir Richard Betts, prófessor í stjórnmálafræði og stjórn- anda Stofnunar um rannsóknir á stríði og friði við Columbia-háskóla í New York, um hina nýju ógn. Þar segir hann að ein einföld stað- reynd ætti að vekja meiri ugg með Banda- ríkjamönnum vegna sýklavopna en kjarnorku- og efnavopna. Sýklavopn séu bæði mjög skað- vænleg og auðvelt að verða sér úti um þau. Kjarnorkuvopn séu mikil drápstól, en erfitt að nálgast þau. Efnavopn sé auðvelt að nálgast, en ekki jafnhættuleg. Hann bendir á að árið 1993 hafi verið gerð úttekt á vegum hins op- inbera og kom þar meðal annars fram að með því að dreifa 100 kílóum af miltisbrandsgróum úr flugvél á kyrrlátu kvöldi yfir Washington- borg mætti gera ráð fyrir því að á milli ein og þrjár milljónir manna létu lífið. Það væri 300 sinnum meira mannfall en af myndi hljótast ef 1000 kílóum af sarin-gasi yrði dreift með sama hætti. Betts bendir á að ein helsta hættan stafi af reiði lítilla ríkja eða trúar- og menningarhópa, sem líti svo á að Bandaríkin séu illt afl, sem standi í vegi fyrir þeirra sjálfsögðu og eðlilegu vonum og væntingum. Hann bendir á að tæp- lega hefði verið reynt að sprengja World Trade Center ef Bandaríkjamenn hefðu ekki stutt Ísraela, keisarann í Íran og íhaldsstjórn- ir arabaríkja. Hann kveðst ekki vera að mæl- ast til þess að Bandaríkin taki upp einangr- unarstefnu, en óneitanlega verði menn að horfast í augu við það að víðari hagsmunir geti stangast á við það skylduboð að vernda „heimalandið“ svo notað sé það orð, sem hefur verið mjög áberandi í umfjöllun um viðbrögðin við hryðjuverkunum 11. september. Í grein í Foreign Affairs sumarið 1999 fjalla fræðimennirnir John Mueller og Karl Mueller um ógnina af sýklavopnum. Þeir segja að þrátt fyrir það hvað þau séu hættuleg sé mjög erfitt að dreifa þeim. Ef það eigi að gera úr flugvél þurfi að fljúga lágflug, sem væri mjög vanda- samt. Benda þeir á að japönsku samtökin Aum Shinrikyo, sem myrtu tólf manns með því að dreifa sarin-gasi í neðjanjarðarlestakerfi Tók- ýó, hefðu níu sinnum reynt að nota sýklavopn með því að dreifa þeim af húsþökum eða sprauta úr bílum. Enginn hefði hins vegar lát- ist í þessum árásum og raunar hefði enginn tekið eftir að þær hefðu verið gerðar. Sýklavopn fyrst notuð fyrir tvö þúsund árum Sýklavopn eru síður en svo ný af nálinni. Fyrstu dæmin um að efnavopn hafi verið notuð eru rúmlega tvö þúsund ára göm- ul, en sagt hefur ver- ið frá því að þjóðflokkur Skýþa, sem voru forn-íranskir hirðingjar, hafi dýft örvaroddum í dýraskít og stungið í rotnandi hræ til þess að gera vopn sín banvænni. Á fjórtándu öld hentu tatarar líkum manna, sem fengið höfðu svarta dauða, yfir borgarmúra óvinanna. Japanar vörpuðu flóm sýktum af svarta dauða yfir kín- verskar borgir og er talið að nokkur hundruð og jafnvel þúsundir manna hafi látist. Engin ríki hafa hins vegar gert jafnmiklar rann- sóknir á sýklavopnum og Bandaríkin og Sov- étríkin sálugu á meðan Írakar skipa sennilega þriðja sætið. Hins vegar stunduðu einnig Frakkar, Þjóðverjar, Japanir og Bretar slíkar rannsóknir. Sögu sýklavopna er lýst í nýrri bók, Germs, eftir þrjá blaðamenn The New York Times, Judith Miller, Stephen Engelb- erg og William J. Broad. Bókin kom út rétt eftir hryðjuverkin í september og trónir nú efst á bóksölulistum í Bandaríkjunum. Hinni umfangsmiklu sýklavopnaáætlun Sovétmanna er lýst í bókinni Biohazard eftir stjórnanda áætlunarinnar, Ken Alibek. Bandaríkjamenn voru atkvæðamiklir í sýklavopnarannsóknum og -framleiðslu fram- an af kalda stríðinu. Árið 1969 ákvað Richard Nixon Bandaríkjaforseti einhliða að hætta notkun sýklavopna og í upphafi árs 1970 til- kynnti hann að hætt yrði að framleiða þau til hernaðarnota. Tilkynntu Bandaríkin að þau hefðu eytt birgðum sínum og breytt rannsókn- arstofunum þannig að þar færu aðeins fram rannsóknir til að efla varnir. Ekkert hefur komið fram, sem sýnir að þetta hafi ekki verið gert. Árið 1972 var síðan sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um bann við efnavopnum gerður og undirrituðu bæði Bandaríkjamenn og Sovét- menn hann og staðfestu. 143 ríki hafa nú gert slíkt hið sama, en hins vegar er eftirlit með að hann sé virtur ekki skipulagt. Ákvörðun Nix- ons var gerð af siðferðislegum hvötum, en hins vegar skipti ekki litlu máli að menn gerðu sér grein fyrir því að sú tækni, sem verið væri að þróa, gæti komist í hendur vafasamra aðila með annarlega hagsmuni. Sovétmenn vildu verða einráðir í sýklahernaði Sovétmenn ákváðu hins vegar að nú væri komin upp staða, sem gerði þeim kleift að verða einráðir í sýklahern- aði. Þeir töldu vís- indamönnum sínum trú um að sáttmáli Sam- einuðu þjóðanna væri ekkert annað en feluleikur til að leyfa Bandaríkjamönnum að halda áfram sýklavopnaáætlun sinni óáreittir. Alibek lýsir því í bókinni um áætlun Sov- étmanna hvernig þúsundir apa voru drepnar í sýklavopnatilraunum á afskekktum stöðum. Sýklavopnin voru framleidd í risavöxnum tönkum og ótrúlegu magni, ef marka má Ali- bek. Sem dæmi um aðferðir Sovétmanna má nefna bólusótt. Útrýming bólusóttar er senni- lega eitt helsta afrek Alþjóðaheilbrigðisstofn- unar Sameinuðu þjóðanna, WHO. Eftir að hún tókst var hætt að bólusetja smábörn við bólu- sótt. Sovétmenn áttuðu sig á því að nú kæmi ný kynslóð, sem yrði móttækileg fyrir bólusótt og þegar sovéskt læknateymi var sent til Ind- lands til að hjálpa til í baráttunni gegn bólu- sótt þar var útsendari sovésku leyniþjónust- unnar, KGB, með í för. Hann sneri aftur með mjög öflugt afbrigði af sóttinni og árið 1990 voru Sovétmenn þess umkomnir að framleiða á milli 80 og 100 tonn af veirunni á ári, vopni, sem aðallega hefði hrifið á börn. Sovétmenn héldu áfram sýklavopnaáætlun sinni eftir að Mikhaíl Gorbatsjov komst til valda og 1990 var varið 1000 milljörðum króna til hennar. Eitt stórslys átti sér stað meðan Sovétmenn ráku áætlun sína. Fyrst var greint frá því í þýsku tímariti árið 1979 að miltisbrandur hefði orðið þúsund manns að bana í verksmiðju skammt frá Sverdlovsk í Úralfjöllum. Á þeim tíma neituðu Sovétmenn að þeir hefðu brotið gegn sýklavopnasáttmálanum. Í bók Alibeks er þessu hins vegar lýst. Starfsmanni láðist að greina afleysingavakt frá því að fjarlægð hefði verið sía án þess að ný hefði verið sett í stað- inn og þegar nýja vaktin hóf störf var milt- isbrandsgróum blásið út í andrúmsloftið. Nú er talið að á milli 66 og 105 manns hafi látið lífið, en engu að síður líkir Alibek atvikinu við Tsjernóbýl-slysið. Í kjölfarið lét Leoníd Brésnev, þáverandi leiðtogi Sovétríkjanna, flytja sýklavopnaframleiðslu til afskekktari héraða. Alibek segir að birgðunum, sem fram- leiddar voru af sýklavopnum á Sovéttímanum, hafi nú verið eytt. Í umfjöllun M.F. Perutz um bók hans í The New York Review of Books segir hins vegar að það sé erfitt að staðreyna það þar sem aðgangur hafi ekki verið veittur að þremur mannvirkjum, sem enn gætu verið í notkun. Þá tilheyrði Alibek hinum borgaralega armi sýklavopnaáætlunarinnar og ekkert bendi til þess að herinn hafi hætt við sína sýklavopnaáætlun. Enn á eftir að koma í ljós hver stendur á bak við miltisbrandsárásirnar í Bandaríkjun- um. Það er hins vegar ljóst að öll meðferð sýkla af þessu tagi er hættuleg og einu gildir hver ásetningurinn er þegar af stað er farið því að efnin geta endað í höndum ólíklegustu aðila, hvort sem þeir eru úr röðum múslíma eða manna, sem sannfærðir eru um yfirburði hvíta kynstofnsins. Hryðjuverkasamtök hefðu aldrei bolmagn til að þróa sýklavopn upp á eigin spýtur. Sú geta er aðeins á valdi ríkja. Hryðjuverkasamtökin geta hins vegar nýtt sér þá tækni og birgðir, sem fyrir eru, og nú koma afleiðingarnar af því í ljós. Morgunblaðið/Ásdís Við Tjörnina. Enn á eftir að koma í ljós hver stendur á bak við miltis- brandsárásirnar í Bandaríkjunum. Það er hins vegar ljóst að öll meðferð sýkla af þessu tagi er hættuleg og einu gildir hver ásetning- urinn er þegar af stað er farið því að efnin geta endað í höndum ólíklegustu aðila, hvort sem þeir eru úr röðum músl- íma eða manna, sem sannfærðir eru um yfirburði hvíta kyn- stofnsins. Laugardagur 27. október 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.