Morgunblaðið - 28.10.2001, Page 58

Morgunblaðið - 28.10.2001, Page 58
ÍSLENSKA gamanleikritið Blessað barnalán er fyrsta verkið sem Leik- félag Akureyrar setur upp á þessu leikári. Frumsýnt var um síðustu helgi og var því mikið um dýrðir í leikhúsinu gamla. Höfundurinn, Kjartan Ragn- arsson, var viðstaddur frumsýn- inguna en hann samdi verkið handa Leikfélagi Reykjavíkur fyrir rúm- um tuttugu árum og naut það mik- illa vinsælda og gekk lengi fyrir fullu húsi á fjölum Iðnó. Þetta er í fyrsta sinn síðan þá sem verkið er sett upp aftur í atvinnuleikhúsi. Leikstjóri uppfærslunnar á Ak- ureyri er Þráinn Karlsson og koma alls ellefu leikarar fram í henni, þ.á m. góðkunningjar akureyrskra leikhúsunnenda á borð við Sögu Jónsdóttur, Aðalstein Bergdal, Sunnu Borg og Skúla Gautason. LA frumsýndi Blessað barnalán um síðustu helgi Í hópi vinsælustu gamanleikrita Kjartan Ragnarsson, höfundur verksins, og Jón Þórisson, sem sá um leikmynd og búninga, heilsa upp á leikarana Aðalstein Bergdal, Þor- stein Bachmann og Sögu Jónsdóttur í lok frumsýningarinnar. Saga Jónsdóttir leikkona og Þráinn Karlsson leikstjóri brostu út að eyrum að lokinni frumsýningu. Morgunblaðið/KristjánLeikkonurnar María Páls- dóttir og Laufey Brá Jóns- dóttir glaðbeittar í lok frumsýningarinnar. FÓLK Í FRÉTTUM 58 SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Tangarhöfða 2, 110 Reykjavík, www.bilabudrabba.is JÓLIN NÁLGAST! VINSÆLA AMERÍSKA JÓLASKRAUTIÐ KOMIÐ. SKOÐIÐ EINNIG SÝNISHORN Á HEIMASÍÐUNNI OKKAR. EINNIG NOKKRAR VÖRUR Á TILBOÐSVERÐI. VERÐ FRÁ 399. FYRSTIR KOMA - FYRSTIR FÁ! SÍMI 564 0000 - www.smarabio.is Sýnd kl. 2, 5.10, 8 og 10.30. Mán kl. 5.10, 8 og 10.30. Sýnd kl. 3.30, 5.40, 8 og 10.20. Sýnd kl. 2 og 4. Mán kl. 4. Með íslensku tali Moulin Rouge er án efa besta mynd ársins hingað til...  E.P.Ó. Kvikmyndir.com  Empire SV Mbl  DV  Rás 2 Ótrúlegar tæknibrellur, brjáluð spenna og veisla fyrir augu og eyru. Þú hefur aldrei séð annað eins. Nýjasta sýnishornið úr Lord of the Rings er sýnt á undan Ótrúlegar tæknibrellur, brjáluð spenna og veisla fyrir augu og eyru. Þú hefur aldrei séð annað eins. Nýjasta sýnishornið úr Lord of the Rings er sýnt á undan Miðasala opnar kl. 13 Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.15.Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Mán kl. 4, 6, 8 og 10. Stórstjörnurnar Julia Roberts, Billy Crystal, Catherine Zeta-Jones og John Cusack fara hér á kostum í stórskemmtilegri rómantískri gamanmynd sem fjallar um fræga fólkið, ástina og önnur skemmtileg vandamál. 5 hágæða bíósalir MOULIN ROUGE! FRUMSÝNING Hausverkur Frá framleiðendum Big Daddy kemur drepfyndin gamanmynd um klikkaðar kær- ustur og vitlausa vini! Hvað gera bestu vinir Silvermans þegar kærastan er að eyðileggja ævinlangan vinskap? Þeir ræna henni að sjálfsögðu!!! Þú deyrð úr hlátri! Varúð!! Klikkuð kærasta! Glæsileg leysigeislasýning á undan myndinni. LAUF hefur að geyma 14 lög og texta sem öll eru eftir Hörð Torfa- son. Lögin byggjast á gróinni hefð trúbadúrs- og vísnalaga, en Hörður lætur þann ramma þó ekki þrengja að sér. Hér fær hann til liðs við sig góðan hóp manna til að gefa lögunum fjöl- breyttari og fyllri hljóm og lagasmíð- arnar koma stundum við á óvæntum stöðum. Diskurinn hefst til dæmis á gospel-laginu „Brekkan“ en þar er Hörður og kórinn reyndar ekki endi- lega að syngja Guði til dýrðar heldur er boðskapurinn fremur sá að treysta á sjálfan sig: „Ég vil sjá og sigra/ég sættist ekki á minna.“ Spila- gleðin er auðheyranleg í „Floginn“ sem er nett „röffaður“ blús og loka- lagið, „Fíflið“, er í anda rússneskra tregasöngva. Burðarvirkið er þó norræn vísnalagahefð þar sem flytj- andinn tekur sér stöðu við hlið með- aljónsins og hversdagslífsins með hógværum laglínum og jarðbundn- um, oft ádeilukenndum textum. Þegar Hörður Torfa er annars vegar, eru textarnir órjúfanlegur þáttur laganna og ekki ortir aðeins til skrauts eða uppfyllingar. Rödd Harðar býr yfir allskyns blæbrigð- um enda hefur maðurinn kallað sig „eins manns leikhús“ og getur auð- veldlega talað fyrir munn allra þeirra litríku persóna sem hann sendir á sviðið í lögum sínum. Þarna má finna rónann á botninum, hræsn- arann, pervertinn og fleiri, þar sem Hörður hæðist góðlátlega að for- dómafullu samfélagi sem vill baka alla í sama kökuformi. Helsti gallinn í þessum „leikhúslögum“ er að þótt textarnir séu oft hnyttnir og skemmti- legir, þjóna laglínurnar aðeins þeim tilgangi að vera undirleikur fyrir sögurnar en eru ekki nógu bitastæðar á eig- in forsendum. Bestu lög plötunnar finnst mér þau þar sem Hörður fer persónu- legri leið og setur fram vangaveltur um lífið og ástina, því þar næst jafnvægi milli laglínu og texta og hvort styður við annað, eins og í lögunum „Takkinn“, „Lauf“ og „Stormur“. Í því síðastnefnda má finna línurnar: „Þú hefur meir en væntumþykju vakið/ég vona að sólin rjúfi gat á þakið“. Mér þótti líka gít- arleikurinn allur vel heppnaður á disknum, áberandi fallega mjúkur og áreynslulaus og jafnvel má heyra smávegis kántríhljóm hér og þar sem ekki skemmir fyrir. Hér er kannski ekki á ferðinni tímamótaverk á ferli Harðar og hann fer varlega í brot og beygjur á hefð- inni, en hins vegar gerir hann hlutina af einlægni og heiðarleika sem hefja lög hans og texta upp úr miðjumoð- inu. Laufin sem hann sendir okkur á þessu hausti, ættu því ekki að svíkja aðdáendur flökkuskáldsins þraut- seiga. Tónlist Heiðarleg haustlauf Hörður Torfason Lauf Ofar/Edda Lauf. Ný plata frá Herði Torfasyni sem fær hér til liðs við sig Einar Val Scheving sem sér um trommur og áslátt, Jón skugga á bassa og Vilhjálm Guðjónsson „altmulig- mann“ sem, auk þess að sjá um upp- tökustjórn og hljóðblöndun, leggur lið við raddir, gítar, bassa, orgel, slagverk o.fl. Ofar gefur út, Edda dreifir. Steinunn Haraldsdóttir Hörður Torfason hefur ætíð gefið sig allan í túlkun tónlistar sinnar. Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.