Morgunblaðið - 28.10.2001, Síða 21

Morgunblaðið - 28.10.2001, Síða 21
mið. Sumar listahátíðir byggjast al- gjörlega á því að kaupa inn list, og það er misjafnt hve hátíðirnar leggja mikla áherslu á að koma eig- in list á framfæri. Við leggjum mikla áherslu á að gera það, þótt við viljum líka fá hingað góða lista- menn utanfrá. Þeir stóru erlendu listamenn sem hafa komið á Listahátíð gegnum árin hafa gefið okkur alveg ný viðmið, og sýnt okk- ur eitthvað sem við þekktum ekki áður. Þess vegna eigum við ekki að flytja inn aðra listamenn en þá bestu – og frekar fólk sem er að hefja ferilinn en þá sem hafa verið í sviðsljósinu lengi. Listahátíð hefur reyndar verið mjög heppin hvað þetta varðar. Pavarotti var upp á sitt allrabesta þegar hann kom hingað, þó svo að hann hafi ekki fyllt Laugardalshöll. Hann var bara ekki þekktari hér þá en það.“ Hljóðverk eftir Finnboga og kamm- erverk eftir Jón Nordal Það vekur strax athygli þegar dagskrá Listahátíðar er skoðuð, að tónlistarviðburðir eru ekki síður merkir og margir en undanfarin ár, enda löng hefð fyrir sterkum tón- listarprófíl á hátíðinni. Fiðluleikar- inn Maxim Vengerov er þegar tal- inn einn þriggja bestu fiðluleikara heims í dag, 26 ára gamall. June Anderson er stórstjarna í óperu- heiminum, og þykir standa ein sem arftaki þeirrar frægu söngkonu Joan Sutherland í mörgum þekkt- ustu hlutverkum Donizettis, Bell- inis og Verdis. Sígaunasveitin Taraf de Haïdouks hefur vakið mikla at- hygli á síðustu árum, enda er tón- list hennar algjörlega einstök. Kúbumennirnir sem hingað koma urðu frægir á einni nóttu þegar þeir sungu Banana Boat Song í af- mæli Harrys Belafontes í fyrra. Þeir eru hljómsveit án hljóðfæra. Syngja það sem annars er spilað – hvort sem það eru saxófónar eða dillandi hrynsveit. Fengur verður að nýju verki eftir Jón Nordal sem Kammersveit Reykjavíkur frum- flytur á hátíðinni, og eflaust munu margir stefna á tónleika Sigur Rós- ar og Kronos kvartettsins, en það hlýtur að teljast stórviðburður á heimsmælikvarða. Listahátíð hefur pantað nýtt hljóðverk af Finnboga Péturssyni myndlistarmanni, og verður það sýnt á opnun Listahátíð- ar. Myndlistarsýningar á Listahátíð verða margar og fjölbreyttar, en forvitnilegt verður fyrir Íslendinga að sjá sýningu hollenska lista- mannsins Aernout Mik, sem sagður er brjóta öll lögmál listarinnar og vekja upp ótal spurningar um eðli hennar og innihald. Ekki er á aðra viðburði hallað þótt trúlega verði stærsti viðburðurinn á hátíðinni Ís- landsfrumflutningur á Hollendingn- um fljúgandi eftir Wagner, í upp- færslu nafntogaðra Wagnerista. Í samtökum evrópskra listahátíða Nýr ballett eftir Auði Bjarna- dóttur byggður á Sölku Völku verð- ur frumsýndur, Pétur Grétarsson og Sigurður Flosason verða með af- ar spennandi verkefni sem heitir „Raddir þjóðar“ þar sem þeir nota gamlar upptökur og spinna með þeim. Ólafur Elíasson verður með sýningu í Gallerí i8 og í Hafnarhús- inu verður stór samtímasýning ís- lenskra myndlistarmanna, svo eitt- hvað sé nefnt. Tvær leiksýningar koma að utan, sem eru sérstaklega ætlaðar börnum, „Týndar mömmur og talandi beinagrindur“ frá Pero leikhúsinu verður í Gerðubergi og í Íslensku óperunni verður spænska sýningin „Ambrossia“, svo eitthvað sé nefnt. Þess má geta að Listahá- tíð var tekin inn í Samtök evrópska listahátíða EFA nú í vikunni, en þar eiga 80 listahátíðir aðild og inn- gönguskilyrði eru mjög ströng. Listahátíð var ein þriggja hátíða sem voru teknar inn á aðalfundi í leynilegri atkvæðagreiðslu eftir að 4 framkvæmdanefndir samtakanna höfðu mælt með inngöngu. Sígaunasveitin Taraf de Haïdouks. begga@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2001 21 Lið-a-mót FRÁ Apótekin H á g æ ð a fra m le ið sla FRÍHÖFNIN Tvöfalt sterkara með gæðaöryggi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.