Morgunblaðið - 30.10.2001, Side 2

Morgunblaðið - 30.10.2001, Side 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isÆtlar að verða kóngur á Old Trafford/B5 Ragnar hættur að þjálfa Haukakonur/B1 12 SÍÐUR48 SÍÐUR Sérblöð í dag Á ÞRIÐJUDÖGUM FJÖLSKIPAÐUR dómur Héraðsdóms Reykjavík- ur dæmdi í gær Þórunni Sigurveigu Aðalsteins- dóttur, 67 ára, í tveggja ára fangelsi fyrir að beita skipulögðum blekkingum til að fá sjö karlmenn til að lána sér tæpar 30 milljónir króna á árunum 1992 til 2000. Að auki var ákærða sakfelld fyrir misneyt- ingu með því að hafa fengið enn einn karlmann til að lána syni hennar hálfa aðra milljón króna og til að veðsetja íbúð sína til tryggingar 1,2 milljóna króna veðskuldabréfi sem sonur ákærðu var skuld- ari á. Ákærða var hinsvegar sýknuð af ákæru fyrir að hafa notað sér félagsleg og andleg bágindi síð- asttalda mannsins til að afla sér rúmra 23 milljóna króna sem var endurgjald sem hún áskildi sér fyrir heimilisaðstoð hjá honum. Ákærða var dæmd til að greiða fjórum mann- anna rúmar 3 milljónir í skaðabætur, en bótakröf- um hinna fjögurra, um 52 milljónum króna, var vís- að frá dómi. Ákæru á hendur syni ákærðu var vísað frá dómi en hann var ákærður fyrir aðild að fjár- svikunum og fyrir að hagnýta sér hluta fjárins. Hafði samband við mennina símleiðis Í dómi héraðsdóms kemur fram að ákærða hafði samband við mennina að fyrra bragði símleiðis og blekkti þá til að lána sér peninga. Er það niðurstaða dómsins að hún hafi stundað fjársvikin óslitið í mörg ár og mikið fjártjón orðið af brotum hennar sem væri virt til refsihækkunar. Segir ennfremur að ákærða hafi beitt „ótrúlegum ósannindum gagn- vart einstökum karlmannanna, eins og þeim að segja börn sín alvarlega veik og jafnvel að þau væru látin“. Taldi dómurinn þetta til merkis um styrkan og einbeittan brotavilja ákærðu, sem einnig væri virt henni til þyngingar við ákvörðun refsingar. Dómur héraðsdóms var skipaður Guðjóni St. Marteinssyni dómsformanni, og héraðsdómurun- um Gretu Baldursdóttur og Hirti O. Aðalsteins- syni. Verjandi ákærðu var Örn Clausen hrl. og verj- andi meðákærða var Sveinn Andri Sveinsson hrl. Af hálfu efnahagsbrotadeildar ríkislögreglu- stjóra sótti málið Helgi Magnús Gunnarsson fulltrúi. 67 ára kona dæmd í 2 ára fangelsi fyrir að blekkja milljónatugi út úr karlmönnum Ákærða talin hafa beitt ótrúlegum ósannindum HÉRAÐSDÓMUR Reykjavík- ur hefur dæmt þrjá karlmenn fyrir innflutning á tæplega einu kílói af hassi. Mennirnir sammæltust um innflutninginn en efnið keyptu þeir í Kaupmannahöfn og sendu til Íslands í pósti. Toll- verðir fundu efnið í póstsend- ingu 28. nóvember sl. Tveir mannanna hlutu þriggja mánaða fangelsisvist en sá þriðji var dæmdur í fimm mánaða fangelsi en hann hafði fyrr á árinu verið handtekinn með nokkurt magn af kókaíni og amfetamíni. Þrír dæmd- ir fyrir innflutn- ing á hassi TUTTUGU og fimm ára karlmaður, Ásbjörn Leví Grétarsson, hefur við yfirheyrslur hjá lög- reglunni í Reykjavík játað að hafa orðið manni að bana í íbúð við Bakkasel í Breiðholti aðfaranótt sunnudags. Hinn látni hét Finn- bogi Sigurbjörnsson, fæddur 22. september 1957, til heimilis á Lind- argötu 58 í Reykjavík. Hann var ókvæntur og barnlaus. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úr- skurðað Ásbjörn Leví í gæsluvarðhald til 16. nóvember nk. Að sögn lögreglunn- ar í Reykjavík hitti hann Finnboga á veit- ingastað í miðborg Reykjavíkur á laugar- dagskvöld. Þeir fóru saman á heimili hans í Bakkaseli þar sem hann leigir herbergi í kjallara raðhúss. Þar kom til átaka sem lauk með því að hann lagði til Finnboga með hnífi. Samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglu bar hann Finnboga yfir í garð skammt frá þar sem hann fannst látinn. Nokkur stungusár fundust á líkinu, á hálsi og víðar, en niðurstöður krufningar liggja ekki fyrir. Lögregla fékk tilkynningu um há- reysti við húsið aðfaranótt laugar- dags. Lögregla sá blóðbletti fyrir ut- an húsið og merki um átök. Ásbjörn Leví var handtekinn skömmu síðar og við húsleit fann lögreglan hníf sem talinn er hafa verið notaður við verknaðinn. Ásbjörn var nokkuð ölv- aður þegar hann var handtekinn en við yfirheyrslur á laugardag játaði hann á sig morðið. Ekkert bendir til þess að fleiri hafi verið viðriðnir verknaðinn, að sögn lögreglu. 25 ára karlmaður úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald Játaði að hafa orðið manni að bana í íbúðinni Finnbogi Sigurbjörnsson VERSLUNARFÓLK í Kringlunni er komið í jólaskap og verið er að setja upp jólaljós, kransa og annað skraut sem tilheyrir hátíð ljóss og friðar í verslunarmiðstöðinni. Ívar Sigurjónsson, markaðsstjóri Kringlunnar, segir að skreyting- arnar séu tveimur vikum fyrr á ferðinni þetta árið en hingað til hefur tíðkast. Skreytingar inni í verslunum bíða þó enn um sinn. Ívar segir ástæðuna fyrir því að snemma er skreytt í Kringlunni í ár vera þá að mönnum þar á bæ hafi þótt tilefni til að létta mönn- um skammdegið í fyrra fallinu með ljósum og ilmandi grenigrein- um jafnt innandyra sem utan. Jóla- lögin fara þó ekki að hljóma fyrr en 1. desember og jólasveinarnir halda sig í fjöllunum þar til í jóla- mánuðinum. Morgunblaðið/Ásdís Helgi Sigurbjartsson var í óðaönn að hengja upp jólaskraut í Kringlunni í gær. Jólaskrautið snemma á ferðinni í ár SLÖKKVILIÐI Akureyrar barst beiðni um hjálp vegna manns sem hafði farið úr hnjálið uppi í Bröndu- gili í Djúpadal í Eyjafjarðarsveit á sjötta tímanum í gær. Maðurinn var að leita að kind sem sést hafði til í gilinu er slysið átti sér stað. Eiginkona mannsins var með hon- um og hringdi í Neyðarlínuna sem hafði síðan samband við slökkvilið- ið. Fjórir sjúkraflutningamenn og læknir voru komnir á slysstað með sjúkrabíl um klukkustund síðar. Jón Knútsen, varðstjóri hjá Slökkviliði Akureyrar, segir að að- stæður hafi verið mjög erfiðar á slysstað, mikið stórgrýti sé í gilinu, en slysið varð töluvert hátt uppi í gilinu. Fleiri björgunarmenn kallaðir til aðstoðar Kalla þurfti fleiri til aðstoðar og komu sjö menn frá Björgunarsveit- inni Dalbjörgu í Eyjafjarðarsveit á vettvang og hjálpuðu til við að koma manninum niður úr gilinu. Var hann fluttur á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri til frekari aðhlynningar. Var líðan hans eftir atvikum góð. Slasaðist í fjárleitum Erfiðar aðstæður á slysstað ÖKUMAÐUR bíls sem ekið var í suðurátt á Vesturlands- vegi er talinn hafa sofnað und- ir stýri skammt frá Grund- artanga síðdegis á sunnudag. Bifreið hans fór yfir á rang- an vegarhelming og skall á annarri bifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Alls voru sex manns í bíl- unum. Þremur var ekið til Akraness til aðhlynningar en meiðsli þeirra voru ekki alvar- leg. Bílarnir voru óökufærir og eru jafnvel taldir ónýtir. Dráttarbílar drógu þá af vett- vangi. Talinn hafa sofn- að undir stýri

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.