Morgunblaðið - 30.10.2001, Síða 14

Morgunblaðið - 30.10.2001, Síða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ        ●       ●                    !" # $$ ! "%&' ()! BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðar hefur samþykkt að Rafhareiturinn svo- kallaði, sunnan við Lækinn, verði endurbyggður sem íbúðasvæði og að lóðarhafar vinni frumdrög að deiliskipulagi sem miði að því. Nú- verandi skipulag gerir ráð fyrir iðn- aði á svæðinu. Fulltrúar Samfylkingar telja hins vegar eðlilegra að nýtingin hefði verið ákveðin í samvinnu við vinnu- hóp um íbúðir fyrir aldraða en hug- myndir lóðarhafa miða að því að byggðar verði íbúðir fyrir eldri borgara á lóðinni. Á fundi í skipulags- og umferð- arnefnd í síðustu viku var tekið fyrir erindi Gígant ehf. sem fest hefur kaup á lóðinni. Þar var óskað eftir breytingu á núgildandi deiliskipu- lagi í þá veru að á lóðinni verði gert ráð fyrir íbúðabyggð fyrir eldri borgara í 2 – 5 hæða húsum. Gera tillögudrögin ráð fyrir u.þ.b. 15.000 fermetra byggingarmagni og yrði afmörkun skipulagssvæðisins um 14.000 fermetrar. Íbúðirnar 40–110 fermetrar að stærð Í greinargerð frá arkitektastof- unni Batteríinu, sem unnið hefur drög að teikningum fyrir Gígant, kemur fram að miðað er við að íbúð- irnar yrðu allt frá 40 fermetrum til 110 fermetra að stærð. Gert er ráð fyrir að sólar njóti í flestum íbúð- anna í að minnsta kosti 4 klukku- stundir á tímabilinu milli jafndæg- urs á vori og jafndægurs á hausti. Þá er lagt til að 5. hæðin verði næst Læknum og er það m.a. gert til þess að fá skuggavarpið út fyrir garðana á milli húsanna. Bílastæði yrðu í bílageymslu og meðfram Lækjargötu og er gert ráð fyrir að allar íbúðir fengju bílastæði í bílageymslunni. Kemur fram í greinargerðinni að lóð Gígant sé tæplega 11.000 fer- metrar að stærð. „Umhverfis lóðina eru lóðarsneplar í eigu bæjarins sem eðlilegt væri að lóðarhafar tækju yfir eftir nánara samkomu- lagi til að auðvelda uppbyggingu á lóðinni. Alls væri hér um að ræða ca. 3000m²,“ segir í greinargerðinni. Þá kemur fram að á þessu stigi sé miðað við að þeirri kvöð verði þing- lýst á allar íbúðir að þær megi að- eins selja einstaklingum 50 ára og eldri. Fyrirvari um fjölda íbúða og byggingarmagn Í samþykkt skipulags- og bygg- inganefndar á málinu segir að fallist sé á að lóðarhafar vinni frumdrög að deiliskipulagi reitsins á grundvelli fyrirliggjandi hugmynda í samráði við nefndina. Er settur fyrirvari um endanlegt samþykki nefndarinnar á fjölda íbúða, byggingarmagni og skipulaginu að öðru leyti, þar til fyr- ir liggur tillaga sem nefndin er fylli- lega sátt við. Tillaga minnihlutans um að vísa hugmyndunum til vinnuhóps um íbúðir fyrir aldraða var hins vegar felld. Í bókunum fulltrúa Samfylk- ingar í skipulags- og umferðarnefnd og í bæjarráði er því mótmælt að lóðarhafar fái að stjórna gerð deili- skipulagsáætlana þar sem forsend- ur bæjarins og þarfagreining liggi ekki fyrir. Í bókun bæjarráðsmanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks segir hins vegar að skipulags- vinnan vegna lóðarinnar sé í eðlileg- um farvegi og verði nýting svæðisins rædd til hlítar líkt og gert er við aðrar skipulagsbreytingar. Bæjarráð samþykkir endurbyggingu á Rafhalóðinni Íbúðir fyrir eldri borgara við Lækinn Hafnarfjörður                            LÍTIL bygging sem nú er að rísa út- undir Gróttu hefur kannski vakið at- hygli vegfarenda en þar er um að ræða borholuhús yfir nýjustu bor- holu Hitaveitu Seltjarnarness. Húsið er hannað af arkitektunum Helgu Bragadóttur og Ágústu Sveinbjörnsdóttur en skipulagning lóðarinnar við húsið og hákarlaskúr- inn, sem er þar hjá, verður einnig samkvæmt þeirra hönnun. Jón H. Björnsson hitaveitustjóri segir ekki venjulegt að gera þetta á þennan hátt. „Það var farið fram á að við myndum hafa eitthvað annað en venjulegt hitaveituhús af því að þetta er á svo viðkvæmum stað,“ segir hann og bætir því við að hug- myndin sé að þetta verði eins og úti- listaverk. „Svo er meiningin að setja gler í gaflana þannig að það verði hægt að horfa inn á vélarnar.“ Borholan, sem er ein af fjórum borholum hitaveitunnar, var boruð árið 1994 og gefur allt að 40 sek./l af 107°C heitu vatni. Búist er við að uppsetningu húss- ins verði lokið á næstu vikum. Morgunblaðið/Golli Borholuhúsið er langt komið og lýkur framkvæmdum á næstu vikum. Borholuhús við Gróttu Seltjarnarnes BÚSTAÐASAFN Borgarbókasafns- ins heyrir nú sögunni til. Lestr- arhestar í austurbænum þurfa þó ekki að örvænta, því í staðinn hefur Kringlusafn í Borgarleikhúsi tekið til starfa, en það var opnað fyrir al- menning í gær eftir formlega opn- un á laugardag. Meðal nýjunga á nýja staðnum er sérstök leik- húsbókmenntadeild þar sem hægt verður að nálgast leikverk, leik- húsmál og fleira tengt leiklistinni. Að sögn Dóru Thoroddsen deild- arstjóra Kringlusafns hefur verið geysileg vinna að flytja safnið úr Bústaðakirkju í tengibygginguna milli Kringlunnar og Borgarleik- hússins. „Þetta eru svona 70 þúsund bækur og tímarit en það hafa allir verið afskaplega duglegir og sam- huga um þetta. Ég segi nú ekki að þetta hafi gengið snurðulaust fyrir sig en ótrúlega vel þó,“ segir hún. Nýja safnið er alls um 740 fer- metrar að stærð en að hluta til er það í gömlu húsnæði Borgarleik- hússins þar sem eitt sinn var starf- ræktur Leynibarinn svokallaði. Húsnæðið sem safnið hafði áður til afnota í Bústaðakirkju var einungis um 370 fermetrar svo miklu munar á aðstöðunni, ekki bara fyrir al- menning heldur líka starfsmenn safnsins. „Við vorum þarna veltandi hvert innan um annað í Bústaða- safni. Til dæmis er kaffistofan mun betri en í Bústaðasafni þar sem menn voru sitjandi hver á öðrum. Það eru um 19 manns sem vinna hér á staðnum þannig að aðstaðan er miklu þægilegri og betri fyrir þá.“ „Eins og moldvörpur út úr hól“ Það fyrsta sem maður tekur eftir er hversu bjart er yfir safninu, enda er gluggi yfir allri annarri langhlið húsnæðisins. Þetta er mikill munur frá því sem áður var. „Það var ekki einn einasti gluggi í Bústaðasafni,“ segir Dóra og hlær. „Einhver var að kvarta yfir því að það yrði allt of mikil birta á skrifstofunum hérna en arkitektinn sagði að við værum bara orðin svo vön molbúalífinu og værum eins og moldvörpur út úr hól. Þannig að það verður mikill munur að sjá dagsbirtuna, til dæmis á veturna þegar maður fer í vinn- una í myrkri og aftur heim í myrkri.“ Hún bætir því við að nú séu starfsmennirnir eiginlega komnir úr „neðra“ eins og þeir köll- uðu safnið í Bústaðakirkju sín á milli í gamni en það var í mótsetn- ingu við það „efra“ sem átti þá við kirkjustarfið sem fram fór á hæð- inni fyrir ofan safnið. Þó að rými fyrir almenning sé miklu stærra á nýja staðnum en þeim gamla eru færri bækur í safn- inu nú en áður. Dóra segir að þetta komi til vegna þess að í nýjum bókasöfnum sé lögð áhersla á mikla yfirsýn og lægri hillur þannig að hlutfallslega rúmast færri bækur í Kringlusafni. „Það liggur reyndar meira frammi af bókakostinum núna því geymslurnar voru svo troðnar niðurfrá. En það hefur ver- ið grisjað heilmikið af gömlu og dauðu efni úr bókakostinum.“ Leikhúsbókmenntadeildin í Kringlusafni er ný af nálinni en þar verður hægt að nálgast efni tengt leikhúsi og leikverkum. Dóra segir stefnt að samstarfi við Borgarleik- húsið í tengslum við þessa nýju deild og hefur sérstakri samstarfs- nefnd verið komið á laggirnar. „Við vonum að það verði þannig að við kynnum efni sem leikhúsið er með á fjölunum hverju sinni og leikarar komi jafnvel hingað niður, en þetta Útibú Borgarbókasafnsins flutt úr Bústaðakirkju í Kringluna 70 þúsund bækur á nýjum stað Austurbær Morgunblaðið/Árni Sæberg Dóra Thoroddsen deildarstjóri segir mikinn mun á aðstöðunni en safnið flutti úr 370 fermetra húsnæði í 740 fermetra. Morgunblaðið/Kristinn Blíðfinnur var meðal þeirra sem heimsóttu Kringlusafn á laugardag þegar það var formlega opnað.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.