Morgunblaðið - 30.10.2001, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 30.10.2001, Qupperneq 15
A MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2001 15 BÆJARRÁÐ Kópavogs hefur ákveðið að vísa ákvörðun um álagn- ingu fasteignagjalda til gerðar fjár- hagsáætlunar 2002. Tillaga Kópa- vogslista, um að endurskoða álagningarprósentuna þannig að endurskoðað fasteignamat frá 15. september sl. leiddi ekki til hækk- unar heildarálaga á Kópavogsbúa, var hins vegar felld. Í samþykkt bæjarráðs frá því á fimmtudag segir að upplýsingar um áætlaðar tekjur og gjöld Kópavogs- bæjar 2002 séu skilyrði fyrir raun- hæfri ákvarðanatöku um álagningu gjalda næsta árs. Einnig þurfi að kanna áhrif af skattalækkanatillög- um ríkisstjórnarinnar sem lagðar voru fram 3. október sl. Tillagan var samþykkt með þrem- ur atkvæðum gegn tveimur. Sömu- leiðis var tillaga Kópavogslistans felld með þremur atkvæðum gegn tveimur. Beðið með ákvörðun um fast- eignagjöld Kópavogur er allt í mótun.“ Þegar má sjá vísi að þessu samstarfi, því frammi í af- greiðslu safnsins liggja bækurnar um Blíðfinn eftir Þorvald Þor- steinsson, en nú er verið að sýna í Borgarleikhúsinu leikrit sem byggt er á þeim. Blíðfinnur sjálfur, hold- gerður af Gunnari Hanssyni leik- ara, kom svo í heimsókn í safnið á laugardag þegar það var formlega opnað. Í bráðabirgða- húsnæði í 28 ár Að sögn Dóru átti húsnæðið í Bú- staðakirkju einungis að vera til bráðabirgða þegar bókasafnið var opnað þar árið 1973 og er því búið að vera í bráðabirgðahúsnæði í 28 ár. „Á þeim tíma átti að rísa nýtt að- alsafnshús hérna í Kringlunni sem búið var að teikna og Bústaðasafnið átti bara að vera þangað til að það hús risi,“ segir Dóra. Eins og kunn- ugt er varð ekkert úr þeim áform- um heldur fluttist aðalsafnið í Gróf- arhús í Tryggvagötu í fyrra. Það er þó ekki aðeins nafn úti- búsins sem breytist heldur einnig opnunartíminn, en að sögn Dóru mun hann taka mið af opnunartíma Kringlunnar. Þannig verður opið til klukkan 19 þrjá daga vikunnar þeg- ar opið er til hálf sjö í Kringlunni og á fimmtudögum þegar Kringlan er opin fram eftir kvöldi verður safnið opið til klukkan 21. Þá verður opið í Kringlusafni á sunnudögum. Dóra segir að nokkurrar eft- irvæntingar hafi gætt meðal bóka- unnenda í hverfinu eftir því að safn- ið væri opnað. „Það var mjög mikið hringt og maður fann mikinn spenning og tilhlökkun. Og strax á sunnudaginn var komið heilmikið af fólki sem nánast lá hér á gler- hurðinni, en þá var lokað hjá okk- ur.“ Það stóð líka heima að þegar safnið var opnað almenningi klukk- an 10 í gærmorgun var þó nokkuð af fólki þegar komið á stjá til að handfjatla bækur og annað bóka- safnsefni. Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.