Morgunblaðið - 30.10.2001, Side 16

Morgunblaðið - 30.10.2001, Side 16
AKUREYRI 16 ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ TVEIR piltar, annar tvítugur og hinn 22 ára, hafa verið dæmdir í tveggja mánaða fangelsi, sem skilorðsbundið var til tveggja ára samkvæmt dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra. Þá voru þeir einnig dæmdir til að greiða skaðabætur en piltarnir voru ákærðir fyrir fjársvik. Fært þótti að fresta ákvörðun um refsingu þriðja manns- ins skilorðsbundið til tveggja ára. Einn þeirra var ákærður fyrir þjófnað, en hann stal skíðum og skíða- skóm úr sameign í fjölbýlishúsi við Tjarnarlund í mars síðastliðnum, sem hann notaði síðan við að svíkja út línu- skauta í Skíðaþjónustunni. Þá stal hann tékkhefti úr húsi einu í bænum og notaði 8 tékka í viðskiptum við ýmsar verslanir í bænum, samtals að upphæð tæplega 80 þúsund krónur. Annar mannanna gaf út 7 tékka úr sama hefti sem hann vissi að var stol- ið, samtals að upphæð um 154 þús- und. Féð var notað í verslunum á Ak- ureyri og Reykjavík. Þriðji pilturinn gaf út einn tékka að upphæð um 41 þúsund krónur. Vörum sem hann fékk á þann hátt var skilað til versl- unarinnar. Refsingu hans var frestað skilorðsbundið til tveggja ára. Ákærðu játuðu skýlaust þá hátt- semi sem þeim var gefin að sök. Einn piltanna hefur verið dæmdur til sektargreiðslu vegna brota á ávana- og fíkniefnalöggjöf og annar hefur tvívegis gengist undir sektar- greiðslur vegna brota á sömu löggjöf sem og vegna ölvunaraksturs. Nokkru af þeim munum sem menn- irnir komust yfir var skilað. Það ásamt ungum aldri, skýlausri játn- ingu sem og því að báðir hafa farið í vímuefnameðferð frá því að brotið var framið gerði að verkum að unnt þótti að fresta fullnustu fangelsisvistarinn- ar og hún yrði látin niður falla að tveimur árum liðnum haldi þeir al- mennt skilorð. Héraðsdómur Norðurlands eystra Skilorðsbundið fangelsi vegna fjárdráttar VETUR er genginn í garð og heilsaði hann Norðlendingum með viðeigandi hætti. Snjókoma var á sunnudag og jörð varð fljótt al- hvít. Vinkonurnar Laufey og Sunneva tóku snjónum fagnandi og náðu að hnoða í snjókarl úti í garði. Mikil hálka var á götum bæj- arins og urðu tvö minniháttar óhöpp í umferðinni á sunnudag, sem rekja má til hennar. „Öku- menn skautuðu aðeins í hálk- unni,“ sagði varðstjóri lögregl- unnar. Lenti annar bíllinn á umferðarmerki en hinn lenti utan vegar. Varðstjórinn sagði það sína reynslu að menn keyrðu var- lega í fyrstu hálku vetrarins, en þegar frá liði slaknaði á athygl- inni. Mikil ös var á hjólbarðaverk- stæðum bæjarins um helgina og í gærdag, enda ekki seinna vænna en skipta yfir á vetrardekkin. Morgunblaðið/Kristján Vinkonurnar Laufey og Sunneva voru nokkuð ánægðar með snjókarlinn sinn. Veturinn heilsaði með snjókomu NÝ heimasíða Verkalýðsfélagsins Einingar-Iðju hefur verið opnuð, en það voru þau Kristín Hjálmarsdótt- ir og Jón Helgason sem sameig- inlega opnuðu síðuna með formleg- um hætti. Þau voru um árabil í framvarðasveit þeirra tveggja fé- laga sem sameinuðust í Einingu- Iðju fyrir rúmum tveimur árum. Jón Helgason var lengi formaður Verkalýðsfélagsins Einingar og Kristín Hjálmarsdóttir formaður Iðju, félags verksmiðjufólks á Ak- ureyri. Við vinnslu síðunnar var lögð áhersla á að hafa uppbyggingu hennar einfalda og skýra. Þannig er henni ætlað að gegna best því hlut- verki sínu að auðvelda aðgengi hins almenna félagsmanns að ýmsum upplýsingum er varða félagið, rétt- indamál launafólks o.fl. Meðal þess sem finna má á síðunni eru fjöl- breyttar upplýsingar um félagið og starfsemi þess, svo sem stjórnir, nefndir og trúnaðarmenn félagsins. Einnig má nefna upplýsingar um sjúkrasjóð, orlofshús, lög og reglu- gerðir, kjarasamninga, námskeið og þá viðburði sem framundan eru og þannig má áfram telja. Hugmyndin er að í framtíðinni geti fólk í aukn- um mæli notað heimasíðuna til að reka ýmis erindi sín við félagið og þar með sparað sér sérstaka ferð á skrifstofuna. Síðan var unnin hjá Anza ehf. á Akureyri en textagerð og ýmis um- sjón var í höndum Fremri kynning- arþjónustu á Akureyri. Slóðin á síð- una er www.eining-idja.is. Eining – Iðja opnar heimasíðu Jón Helgason og Kristín Hjálmarsdóttir opna heimasíðu Einingar – Iðju. VEGAGERÐIN og Hríseyjarhrepp- ur standa þessa dagana fyrir fram- kvæmdum í Hrísey, er lúta að því að endurbyggja og styrkja Lambhaga- veg, frá höfninni að Einangrunar- stöðinni, alls um 1,4 km kafla. Þessi vegarkafli verður svo bundinn slit- lagi næsta sumar. Fyrirtækið Björgun vinnur að því að koma efni til eyjarinnar, alls um 10.000 rúmmetrum, sem notað er í veginn og í námu til seinni tíma. Dæluskipið Perla er notað til verks- ins en skipið dælir upp efni af hafs- botni utan við netalagnir við ósa Þor- valdsdalsár og dælir því upp í fjöruborðið í eynni. Þar tekur Eyjólf- ur Jónsson verktaki í Hrísey við efn- inu og sér um að keyra það í veginn. Lambhagavegur er eini vegur í Hrís- ey sem Vegagerðin hefur með að gera en aðrar götur í eynni eru í eigu og umsjá hreppsins. Vegafram- kvæmdir í Hrísey Morgunblaðið/Sigurður Oddsson Dæluskipið Perla dælir efni, sem notað er í vegagerð, upp í fjöruborðið. Hrísey ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa fær um miðjan næsta mánuð 7- 8000 þorskseiði frá Hafrannsókna- stofnun. Þau munu í fyrstu fara í framhaldseldi í kerum á Hauga- nesi, en þar hefur ÚA komið sér upp aðstöðu, að því er fram kemur í frétt á heimasíðu félagsins. Næsta sumar er gert ráð fyrir að seiðin hafi náð um 300 gramma stærð og verða þau þá sett í sjókvíar í Eyjafirði og alin áfram. Verkefnið mun að líkindum standa í þrjú ár og er það liður í þorskeld- isrannsóknum ÚA. Þess er vænst að rannsóknin muni skila fróðleg- um niðurstöðum varðandi eldi á þorski. Ótímabær kynþroski eld- isþorks hefur verið vandamál, en við tilraunaaðstæður bæði hér á landi og í Noregi hefur þorskur orðið kynþroska mun smærri en gerist að jafnaði í náttúrunni, oft þegar hann er aðeins nokkur hundruð grömm að þyngd. Dregur þá mjög úr vaxtarhraða hans og fóðurnýting er verri. Því þykir þýðingarmikið að finna leiðir til að seinka eða koma í veg fyrir kyn- þroska hjá eldisþorski. ÚA mun hafa samstarf við Haf- rannsóknastofnun og Háskólann á Akureyri vegna þessa verkefnis. Útgerðarfélag Akureyringa Allt að 8.000 þorsk- seiði verða sett í framhaldseldi UMHVERFISSVIÐ Dalvíkur- byggðar hefur samið við fyrirtækið Snertil í Kópavogi um að annast upp- setningu á svo kölluðu landupplýs- ingakerfi fyrir Dalvíkurbyggð. Þetta gengur í stórum dráttum út á að tölvuskrá og hnitasetja öll mannvirki. Allar teikningar verða „skannað- ar“ og aðrar þær upplýsingar sem áhugaverðar teljast svo sem lagnir og lóðir. Kerfið virkar á þann hátt að fyrst birtist loftmynd af byggðarlag- inu og ef smellt er á húsnúmer eða sveitabæ er hægt að sjá fasteigna- mat, hverjir íbúarnir eru og allar þær teikningar sem til eru af viðkomandi eign. Vinna við þessa skráningu er þegar hafin. Verkfræðistofa Norðurlands sér um allar GPS innmælingar þar sem tæknideild sveitarfélagsins hefur ekki yfir að ráða slíku tæki enn. Þetta kemur fram á heimasíðu sveitarfé- lagsins. Samið um upp- setningu á land- upplýsingakerfi Dalvíkurbyggð DALVÍKURBYGGÐ hefur auglýst eftir ferða- og atvinnumálafulltrúa í fullt starf fyrir sveitarfélagið. Um er að ræða nýtt starf og er gert ráð fyrir að ferða- og atvinnumála- fulltrúi taki til starfa um næstu áramót. Honum er m.a. ætlað að bera ábyrgð á, samræma og hafa umsjón með starfsemi Dalvíkur- byggðar á sviði ferða-, atvinnu-, markaðs- og kynningarmála, rit- stýra heimasíðu sveitarfélagsins og hafa umsjón með gerð upplýsinga- efnis og útgáfu, svo eitthvað sé nefnt. Ferða- og atvinnumála- fulltrúi ráðinn Dalvíkurbyggð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.