Morgunblaðið - 30.10.2001, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 30.10.2001, Qupperneq 20
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 20 ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SIGURÐUR Helgason, forstjóri Flugleiða, fékk í gær afhentan gull- pening og viðurkenningarskjal Nordisk Markedsforbund, sem er samband markaðsfélaga á Norð- urlöndum, fyrir framlag sitt til markaðsmála á Norðurlöndum. Marianne Jelved, efnahags- málaráðherra Danmerkur og sam- starfsráðherra Norðurlanda fyrir Danmörku, afhenti Sigurði verð- launin við hátíðlega athöfn í tengslum við setningu þings Norð- urlandaráðs, í Börsen, kauphöllinni í Kaupmannahöfn. Um 150 manns úr viðskiptalífi og stjórnmálum voru viðstaddir athöfnina. Sigurður Helgason sagði í samtali við Morgunblaðið eftir athöfnina að þessi verðlaun væru viðurkenning til Flugleiða og starfsmanna Flugleiða. „Það er fyrst og fremst verið að verðlauna þann árangur sem við höfum náð í markaðsmálum bæði í Skandinavíu og í leiðakerfi Flug- leiða. Flugleiðir hafa náð mjög stórum markaðshluta milli Skandinavíu og Bandaríkjanna. Jafnvel núna þegar Flugleiðir hafa fellt niður 33% af flugi til Bandaríkjanna þá eru samt fleiri bein flug frá Íslandi til Banda- ríkjanna heldur en samanlagt frá Noregi, Svíþjóð og Finnlandi,“ sagði Sigurður og benti á að það sýndi hve Flugleiðir væru hlutfallslega stórar á þeim markaði. „Við höfum einnig náð stórri markaðshlutdeild. Til dæmis fljúga 30% af öllum Skandinövum sem fljúga til Boston með Flugleiðum og 20% af öllum Norðmönnum sem fljúga til Ameríku fljúga með Flug- leiðum.“ Hann sagði viðurkenninguna jafn- framt taka til aukins ferða- mannafjölda hérlendis. „Flugleiðir hafa verið að auka mjög ferða- mannafjöldann til Íslands. Það hefur verið meiri fjölgun ferðamanna til Íslands heldur en nokkurra annarra landa í Evrópu undanfarin ár og áratug“, sagði hann. Tilkynnt var 1. október sl. að Sig- urður hefði hlotið viðurkenninguna en þá átti hann þess ekki kost að veita henni viðtöku. Sigurði Helga- syni afhent markaðsverðlaun Norðurlanda Steinn Logi Björnsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Flugleiða, Davíð Oddsson, forsætisráðherra, Sig- urður Helgason, forstjóri Flugleiða, Marianne Jelved, efnahagsmálaráðherra Danmerkur og samstarfsráðherra Norðurlanda fyrir Danmörku, og Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. VEIÐISTOFN þorsks við Ísland er um 230 milljónir fiska á aldrinum 4- 11 ára, að mati Guðmundar Guð- mundssonar, tölfræðings á hagfræði- deild Seðlabanka Íslands. Þetta kom fram í erindi hans á málstofu hag- fræðideildarinnar í gær en erindið nefndi Guðmundur Hvað eru margir þorskar í sjónum? Í erindinu kynnti hann mikilvæg- ustu gögn sem notuð eru til að meta stofnstærð veiðanlegs þorsks við Ís- lands. Sagði hann að einkum væri beitt þremur aðferðum eða jöfnum sem allar hefðu sína kosti og galla. Sagði hann að í þessum útreikningum væru ótal skekkjur sem þyrfti að leið- rétta, til dæmis væri erfitt að mæla sókn í fiskistofnana þar sem skip og veiðarfæri væru misjöfn og tækni- framfarir örar. Eins þyrfti að meta ótal önnur atriði og því gæti skekkjan orðið talsverð. Sagði Guðmundur að hin svokallaða tímaraðagreining gæfi hvað besta niðurstöðu. Nefndi Guð- mundur að togararall Hafrannsókna- stofnunarinnar byggðist meðal ann- ars á slíkri greiningu. Sagði hann togararallið vera góða mælingarað- ferð og hafa heppnast vel. Hinsvegar hefði veiðarfæratækni þróast hratt á undanförnum árum og það eitt gæti dregið úr áreiðanleika togararallsins. Rallið þyrfti að framkvæma eins frá ári til árs og því myndi kosta mikla fjármuni að aðlaga það nýrri tækni. Morgunblaðið/Þorkell Guðmundur Guðmundsson, tölfræðingur í hagfræðideild Seðlabanka Ís- lands, kynnir gögn sem notuð eru til að meta stofnstærð veiðanlegs þorsks. 230 milljónir þorska í sjónum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.