Morgunblaðið - 30.10.2001, Síða 28

Morgunblaðið - 30.10.2001, Síða 28
LISTIR 28 ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ TÓNLISTARDAGAR Dómkirkj- unnar eru nú haldnir í tuttugasta sinn. Sú venja hefur verið iðkuð að fá til flutnings ný tónverk og að þessu sinni varð fyrir valinu Þuríður Jóns- dóttir tónskáld, sem hefur verið bú- sett á Ítalíu í rúman áratug, sem flautuleikari og tónskáld. Framlag hennar til tónlistardaga Dómkirkj- unnar í upphafi vetrar 2001 var verk- ið Rauður hringur en texti þess er dreginn að úr ýmsum áttum, úr ítalskri ballöðu eftir E. Pagliarani, Biblíunni (Predikaranum, 3. bréfi Jakobs og sálmunum), Spámannin- um eftir K. Gibran og broti úr ljóði eftir Saint-John Perse. Þuríður notar rafhljóðin bæði sem undirleik og samleik á móti kór og einsöngvurum og sem millispil er hreint rafverk. Fyrsti hluti verksins er mjög þétt unninn, á köflum „kaót- ískur“ en markviss er þessi fjöltóna þáttur mjög áhrifamikill. Andstæða þessa er hreinn og hljómfagur kór- þáttur án undirleiks og síðan tekur við einsöng- ur. Á eftir nokkuð hvöss- um milliþætti rafhljóða, er leiðir mjög skemmti- lega yfir í undirleik fyrir kórinn, sem læðist inn í lagið, syngja fyrst karla- raddir og við tekur fal- legur kórkafli, er aftur fær á sig kaótíska hljóm- mynd með einsöngvur- um og kór. Niðurlag verksins er tekið úr Sálmunum og er lýsandi fyrir lok þess. „Engin ræða, engin orð, ekki heyrist raust þeirra. Og þó fer hljómur þeirra um alla jörðina.“ Rauður hringur er áhrifamikið sam- pil rafhljóða og söngs, vel samið verk, einfalt í formi en tónferlislega oft flókið. Svo sem dæmt verður af fyrstu hlustun var frumflutningur- inn mjög sannfærandi og vel útfærð- ur hjá kór og einsöngvurum, undir stjórn Matreins H. Friðrikssonar. Alina Dubik söng þrjú rússnesk sönglög, eftir Glinka og Rimskí- Korsakov, falleg og viðkvæm söng- lög er hún söng sérlega fallega. Lög- in eftir Glinka voru Sofðu, engillinn minn og Lævirkinn en eftir Rimskí- Korsakov Hvað mig dreymir. Fal- legur undirleikurinn á píanó var í höndum Hrefnu Eggertsdóttur. Al- ina Dubik söng einnig mjög fallega sinn einsöng í kórverki eftir Mend- elssohn, við íslenskaðan texta Krist- jáns Vals Ingólfssonar. Áður en hið nýja verk Þuríðar Jónsdóttur var flutt aftur, svo sem venja er á tónlistardögum Dómkirkj- unnar, flutti Dómkórinn tónverk sem ber ís- lenska nafnið Eitt er orð Guðs, sem Kristján Valur þýðir en í efnis- skrá er hugsanlegt að nafn ljóðskáldsins Jean Racine (ekki Racie) hafi verið misritað, nema rétt sé. Racine, ásamt Corneille, voru mestu leikritaskáld Frakka og samtímamenn Lullys. Hvað um það, þá var þetta fallega kórverk sérlega vel sungið. Dómkórinn er skipaður góðu söngfólki og var at- hyglisvert hversu fjölskipaðar karla- raddirnar voru og er greinilegt, að kórinn hefur eflst mjög og sýndi það, svo ekki verður um villst, sérstak- lega í verki Þuríðar, að kórinn er í fínu formi og mun fá tækifæri til að sýna það enn betur á tónleikum kórsins í Landakotskirkju, Kirkju Krists konungs, 14. nóvember, þar sem flutt verður nútímatónlist og kantata eftir J.S. Bach. Þetta voru sérlega góðir tónleikar og munu verða mörgum eftirminni- legir fyrir frábært tónverk Þuríðar Jónsdóttur, Rauður hringur, þar sem teflt er saman rafhljóðum og kórsöng, sem féllu einstaklega vel saman í sannfærandi tónferli, er byggist á sambræðslu tónalla og ótó- nalla tónhugmynda, nokkuð sem er að verða mikilvægur grunnur þess sem nýjast er að gerast þar sem fræðilega bundnar tónferlisaðferðir eru ekki lengur meginmarkmið tón- rænnar sköpunar. TÓNLIST D ó m k i r k j a n Flutt voru verk eftir Glinka, Korsa- kof, Mendelssohn, Fauré og frum- flutt tónverk fyrir kór, einsöngvara og tölvu eftir Þuríði Jónsdóttur. Flytjendur voru Alina Dubik, Hrefna Eggertsdóttir, Magnea Gunnarsdóttir, Anna Sigríður Helgadóttir, Guðlaugur Viktorsson Valgerður Benediktsdóttir og Dómkórinn undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar. Sunnudagurinn 28. október 2001. TÓNLISTARDAGAR DÓMKIRKJUNNAR Áhrifamikið samspil rafhljóða og söngs Þuríður Jónsdóttir Jón Ásgeirsson LJÁÐU þeim eyra er yfirskrift dagskrár á Súfistanum bókakaffi í verslun Máls og menningar við Laugaveg í kvöld kl. 20. Lesið verður upp úr nýút- komnum og væntanlegum bókum fyrir alla fjölskylduna: Anna G. Ólafsdóttir: Niko; Yrsa Sigurðar- dóttir: B10; Kristín Helga Gunn- arsdóttir: Í Mánaljósi – ævintýri Silfurbergþríburanna; Helgi Guðmundsson: Marsibil og Ragn- heiður Gestsdóttir: 40 vikur. Lesið úr bókum á Súfistanum ALÞINGI hefur auglýst eftir mynd- listarmönnum til að taka þátt í forvali að lokaðri hugmyndasamkeppni um gerð listaverks í þjónustuskála Al- þingis. Byggingin er 2.500 fermetrar og er hugmyndin sú að listamaður vinni verk sem verður hluti af vegg inni í byggingunni sem klæddur verður með grófhöggnum grágrýtis- steinum, í anda útveggja Alþingis- hússins. Geta áhugasamir sent inn umsókn- ir ásamt greinargóðum upplýsingum um listferil sinn og mun forvalsnefnd velja allt að fjóra listamenn úr hópi umsækjenda til að gera tillögu að umræddu verkefni í lokaðri hug- myndasamkeppni, en 200.000 krónur verða greiddar fyrir tillögugerðina. Í kjölfarið verður tekin ákvörðun um hvaða tillaga verður valin til út- færslu, en um þá ákvörðun sér dóm- nefnd skipuð fulltrúum útboðsaðila og Sambands íslenskra myndlistar- manna. Skilfrestur umsókna fyrir forvalið er til 14. nóvember, en nánari upplýs- ingar um samkeppnina og tilhögun umsókna er að finna í útboðsauglýs- ingu Ríkiskaupa. Samkeppni um listskreytingu  FJÓRÐA bókin í bókaflokknum um galdrastrákinn Harry Potter og félaga hans í Hogwartskólanum eftir rithöfundinn J.K. Rowling kemur í bókaverslanir í dag. Bókin heitir Harry Potter og eldbikarinn og er sú lengsta til þessa, um 550 blaðsíður. „Fyrsta upplag bókarinnar, sem er óvenju stórt, hverfur nánast jafnóð- um úr lagerhúsnæði forlagsins vegna fyrirframpantana bókabúða og ein- staklinga. Harry Potter og eldbikar- inn er sú bók sem hefur selst hraðast af öllum bókum sem gefnar hafa verið út í heiminum. Í þessum mánuði náði heimssalan á Harry Potter-bókunum 120 milljóna eintaka markinu,“ segir Snæbjörn Arngrímsson hjá bókafor- laginu Bjarti, sem gefur bækurnar út. Í nýrri grein í Time-tímaritinu er reynt að greina hvað veldur þessum gífurlegu vinsældum. „Gagnrýnendur eru flestir á einu máli um að Harry Potter og eldbik- arinn sé merkasta bókin í bóka- flokknum um Harry. Fyrri bækurnar hefðu verið stórkostlegar en með þessari bók tekst J.K. Rowling að stíga enn eitt skrefið fram á við,“ seg- ir Snæbjörn. Nýjar bækur UNDANFARIN ár hefur verið mjög skemmtilegt að fylgjast með Nemendaleikhúsinu og hafa sýningar þess oft og tíðum verið með athygl- isverðustu sýningum leikársins. Að mörgu leyti er hér um framsækið leikhús að ræða sem er óhrætt við að takast á við nýjungar og oft eru ný ís- lensk verk á sýningarskrá leikhússins og þá gjarnan leikrit sem samin eru sérstaklega fyrir útskriftarhópinn. Í vetur verður einmitt eitt slíkt verk á fjölum Nemendaleikhússins, eftir El- ísabetu Jökulsdóttur. Fyrsta verkefni útskriftarhóps leiklistardeildar Listaháskóla Íslands á þessu hausti er hins vegar hið víð- fræga og vinsæla verk Bertolts Brechts og Kurts Weills: Túskild- ingsóperan. Verkið sömdu þeir fé- lagar á þremur mánuðum árið 1928, þeir voru reyndar á kafi í öðru verk- efni, en litu á Túskildingsóperuna sem ágæta æfingu fyrir hitt verkið sem var ópera í fullri lengd sem kall- ast Uppgangur og hrun Mah- agonnýborgar og þeir luku við í kring- um 1930. Það verk náði reyndar aldrei viðlíka vinsælum og Túskild- ingsóperan sem sló í gegn strax með fyrstu uppfærslu hennar (sýningar frumuppfærslunnar urðu 400). Óper- ur þeirra Brechts og Weills eru þó engar venjulegar „óperur“ því báðir fyrirlitu þeir þetta listform, sem var að þeirra mati staðnað og tilgerðar- legt. Túskildingsóperan telst til æsku- verka Brechts en ásamt þeim verkum sem hann samdi skömmu fyrir út- legðina frá Þýskalandi og á útlegð- arárum sínum hefur það haldið nafni hans á lofti sem einum merkasta leik- húsmanni tuttugustu aldarinnar. Tú- skildingsóperan er byggð á öðru verki, Betlaraóperunni eftir Bretann John Gay sem skrifuð er nákvæmlega tveimur öldum fyrr (1728) og er öðr- um þræði satíra á ítölsku óperuna. Brecht færir verkið fram um tæpa öld í tíma og gerist það um aldamótin 1900 í Lundúnaborg. Verkið fjallar um glæpalýð og annað undirmálsfólk og ber sterk höfundareinkenni Brechts; í því má sjá sterka sam- félagsádeilu og samúð með þeim sem minna mega sín. En það er ekki síst vegna tónlistar Kurts Weills sem á slíkum vinsældum að fagna sem raun ber vitni. Mörg laga verksins teljast sígild og má t.d. nefna sönginn um Sjóræningja-Jennýju og braginn um Makka hníf. Túskildingsóperan hefur verið sviðsett mörgum sinnum á Ís- landi, bæði hjá atvinnuleikhúsum sem og áhugamannaleikfélögum. Verkið var meðal annars sýnt í Þjóðleikhús- inu 1972 í leikstjórn Gísla Alfreðsson- ar. Nemendaleikhúsið nýtur aðstoðar bestu fagmanna úr íslensku leikhúsi við þessa uppfærslu. Viðar Eggerts- son leikstýrir verkinu og þýðendur þess eru í fremstu röð sinna líka: Þor- steinn Þorsteinsson þýðir óbundið mál og Þorsteinn Gylfason söngtext- ana. Vytautas Narbutas gerir leik- myndina, Filippía I. Elísdóttir bún- ingana og Egill Ingibergsson hannar lýsingu. Tónlistarstjórn er í höndum Tryggva M. Baldvinssonar og hljóm- sveitina skipa, ásamt honum, ellefu nemendur á fyrsta ári tónlistardeild- ar Listaháskólans. Þessi samvinna leiklistarnema og tónlistarnema skól- ans er til fyrirmyndar og jók það verulega á stemninguna á sýningunni að hafa svo stóra og kraftmikla hljóm- sveit utansviðs. (Það hefði jafnvel ver- ið enn skemmtilegra ef hljómsveitin hefði verið sýnileg, en rýmið býður kannski ekki upp á það.) Síðastliðin ár hafa útskriftarhópar Nemendaleikhússins verið mannaðir afbragðs leikaraefnum og hópurinn í ár er þar engin undantekning. Öll geisluðu þau af öryggi og krafti og lögðu sig hundrað prósent fram í hlut- verkum sínum. Og þótt ungur aldur þeirra vinni stundum á móti túlkun þeirrar reynslu sem persónurnar búa yfir er útkoman engu að síður áhrifa- ríkt og bráðskemmtilegt leikhús. Þau Ólafur Egill Ólafsson og Brynja Val- dís Gísladóttir voru tilþrifamikil og eftirminnileg í hlutverkum herra og frú Peachum og voru gervi þeirra og búningar frábærlega hönnuð af Fil- ippíu. Frú Peachum minnti einna helst á pöddu, sem er í takt við kar- akterinn. Ólafur Egill hefur sterka og góða söngrödd sem naut sín vel. Arn- björgu Hlíf Valsdóttur tókst vel að koma til skila tvíræðni dótturinnar, Pollýjar Peachum, var barnalega ein- læg í aðra röndina og en sýndi líka klækindalega hlið gleðikonunnar. Flutningur hennar á söng Sjóræn- ingja-Jennýjar var frábær. Ívar Örn Sverrisson var flottur á velli og líflegur í hlutverki Makka hnífs og trúverðugur sem kvennagull. Unnur Ösp Stefánsdóttir var reffileg í hlutverki Lúcýjar Brown og samleik- ur hennar og Arnbjargar Hlífar var skemmtilega útfærður. Dúett þeirra Pollýjar og Lúcýjar var með skemmtilegri senum sýningarinnar. Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikur pút- umömmuna Jennýju og myndaði svartur búningur hennar skemmti- lega andstæðu við hvítan búning hinna pútnanna. Samband Jennýjar og Makka hnífs er flóknasta samband verksins og í því er fólgin saga sterkra ástríðna, grimmdar og svika. Þetta kemur skýrast fram í dúett sem þau syngja rétt áður en Jenný svíkur hann í hendur lögreglunnar. Þeim Vigdísi Hrefnu og Ívari Erni tókst vel upp þótt ungur aldur ynni þarna vissulega nokkuð á móti trúverðug- leika. Í söngnum naut Vigdís Hrefna sín betur en Ívar Örn sem skorti nokkuð á raddstyrk. Gísli Pétur Hinriksson hafði lík- amsburðina með sér í hlutverki tíg- ursins, Browns lögreglumanns og bassarödd hans hæfði gervinu vel. Tinna Hrafnsdóttir var skemmtileg- ust í hlutverki Jakobs krókfingurs, en skopgervið sem hún bar í hlutverki Smiths fangavarðar var kannski full- ýkt. Flest leikaraefnanna leika fleiri en eitt hlutverk og saman mynduðu þau litríka hópa betlara og gleði- kvenna. Eins og fyrr er nefnt er það frábær hópur fagmanna sem hannar um- gjörð sýningarinnar og var hlutur þeirra Vytautasar og Filippíu sér- staklega eftirtektarverður. Viðar Eggertsson getur verið afar sáttur við útkomuna; hann hefur náð því besta út úr leikhópnum og skapað af- ar skemmtilega sýningu sem engum ætti að leiðast á. Ástir og átök í undirheimum Morgunblaðið/Golli „Síðastliðin ár hafa útskriftarhópar Nemendaleikhússins verið mann- aðir afbragðs leikaraefnum og hópurinn í ár er þar engin undantekn- ing. Öll geisluðu þau af öryggi og krafti og lögðu sig hundrað prósent fram í hlutverkum sínum,“ segir Soffía Auður Birgisdóttir m.a. LEIKLIST N e m e n d a l e i k h ú s i ð Höfundar: Bertolt Brecht og Kurt Weill. Íslensk þýðing óbundins máls: Þorsteinn Þorsteinsson. Íslensk þýð- ing bundins máls: Þorsteinn Gylfa- son. Leikstjóri: Viðar Eggertsson. Leikarar: Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Brynja Valdís Gísladóttir, Gísli Pét- ur Hinrikson, Ólafur Egill Egilsson, Ívar Örn Sverrisson, Tinna Hrafns- dóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir og Vigdís Hrefna Pálsdóttir. Tónlistar- stjóri: Tryggvi M. Baldvinsson. Hljómsveit: Anna S. Þorvaldsdóttir, Gestur Guðnason, Hrafn Ásgeirs- son, Ingi Garðar Erlendsson, Katrín Jörgensen, María Marteinsdóttir, Melkorka Ólafsdóttir, Ólafur Björn Ólafsson, Óttar Sæmundsson, Ragn- heiður Bjarnadóttir, Sturlaugur Jón Björnsson og Tryggvi M. Baldvins- son. Leikmynd: Vytautas Narbutas. Búningar: Filippía I. Elísdóttir. Ljósahönnun og tæknistjórn: Egill Ingibergsson. Aðstoð við ljós: Sig- urður Kaiser. Söngþjálfun: Elín Sig- urvinsdóttir og Sverrir Guðjónsson. Tangódans: Ástrós Gunnarsdóttir. Aðstoð á sýningum: 1. bekkur leik- listardeildar LHÍ. Smiðjan, föstu- dagur 26. október. TÚSKILDINGSÓPERAN Soff ía Auður Birgisdótt ir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.