Morgunblaðið - 30.10.2001, Page 29

Morgunblaðið - 30.10.2001, Page 29
VERK sænska leikskáldsins Augusts Strindberg voru að miklu leyti vanrækt hér á landi framan af síðustu öld. Fröken Júlía var ekki sett á svið fyrr en 1924 af Leik- félagi Reykjavíkur og Leikfélagi Akureyrar 1933; Faðirinn í Þjóð- leikhúsinu 1958; Kröfuhafarnir sem fyrsta verk á litla sviði þess 1964; og loks Dauðadansinn hjá Leik- félagi Reykjavíkur 1974. Skömmu síðar gafst hérlendum leikhúsá- horfendum tækifæri til að sjá Strindberg í nýstárlegum búningi: Fröken Júlía – alveg óð var sýnd 1976 í leikstjórn Ingu Bjarnason og Nigels Watson. Síðustu fimmtán árin hefur held- ur vænkast hagur strympu: Fað- irinn var sýndur af Leikfélagi Reykjavíkur 1987; 1992 kom Orion- teatern frá Svíþjóð hingað með Draumleik sem gestaleikhús; Pelík- aninn var sýndur af Nemendaleik- húsinu 1993; Glæpur og glæpur var sýndur af áhugaleikfélaginu Leyndum draumum 1997 í leik- stjórn Ingu Bjarnason; og Fröken Júlía kom enn og aftur alveg óð fram á sjónarsviðið í sumar sem leið. Auk þessa má nefna nokkur Strindbergverk sem útvarpað hef- ur verið, t.d. Leikur að eldi 1988 og nú síðast Þjóðvegurinn um síðustu páska. Stórt safn leikrita skáldsins var þýtt og gefið út af Einari Braga 1992, sem hlaut þýðingar- verðlaun sænsku akademíunnar 1999 fyrir þýðingar sínar úr sænsku á íslensku, auk þess sem Þórarinn Eldjárn hefur þýtt tölu- vert eftir Strindberg, m.a. leikritin Föðurinn og Þjóðveginn auk skáld- verksins Inferno sem kom út 1998. Þessi upptalning er á engan hátt tæmandi en sýnir að áhugi á þessu sænska leikskáldi sem fæddist fyr- ir einni og hálfri öld virðist vera meiri meðal leikhúsfólks sem stendur utan atvinnuleikhúsanna - en þau hinsvegar hafa hunsað skáldið að mestu. Strindberg-hópurinn ætlar sér að kynna verk skáldsins nú í haust með því að sýna Dauðadansinn á leiksviði, lesa upp þrjú önnur helstu verk hans (Kröfuhafa, Föð- urinn og Fröken Júlíu) og halda málþing um Strindberg og verk hans. Þetta er a.m.k. þriðja verk Strindbergs sem Inga Bjarnason setur upp á íslensku leiksviði. Hún hefur gersamlega snúið við blaðinu frá því að hún setti upp eina ný- stárlegustu sýningu sem sést hefur hér á landi, Fröken Júlíu – alveg óða. Hér er nálgunin svo hefðbund- in að ætla mætti að sýningin væri ekki langt frá því sem höfundurinn hugsaði sér þegar hann lauk við að skrifa leikritið fyrir réttum hundr- að árum. Hér er treyst á að nú- tímaáhorfendur finni einhvern samhljóm með þeim persónum sem höfundur mótaði samkvæmt samtíð sinni. Og svo skelfilega hægt gengur heimsforbetrunin að áhorfendur kannast vel við það helvíti hjóna- bandsins sem Strindberg lýsir hér. Hlátrasköllin sem tilsvör persón- anna vöktu voru ekki tilkomin vegna ódýrra gamanmála heldur vegna þess að áhorfendum fannst fyndið hve höfundurinn hitti nagl- ann á höfuðið æ ofan í æ þegar hann lýsti samskiptum hjónanna og aðkomumannsins sem verður leik- soppur þeirra. Það er alls óvíst að eins færi ef t.d. Faðirinn eða Fröken Júlía væru sett upp á jafnhefðbundinn máta – ætla mætti að þær breyt- ingar sem orðið hafa á viðhorfum til feðraveldisins og stéttaskipting- arinnar kæmu í veg fyrir að áhorf- endur gætu skilið persónurnar á grundvelli samtíðar þeirra. Þessi sýning er mun trúrri frum- textanum heldur en sýning á speg- ilverkinu Hver er hræddur við Virginíu Woolf sem nú gengur á litla sviði Þjóðleikhússins. Það er ólíku saman að jafna, þeirri ber- strípun tilfinninganna sem það leik- rit hefur að viðfangsefni og þau hófstilltu þungu skot sem persón- urnar í Dauðadansinum aðhyllast. Það er skemmtileg tilviljun að nú gefst tækifæri til að bera þessi tvö ólíku en náskyldu verk (og leik- stjórnaraðferðirnar) saman. Þýðing Einars Braga er trú frumtextanum og málfarið hæfir vel tíðarandanum á ritunartíma verksins, án þess að vera of fornlegt. Inga Bjarnason á hrós skilið fyr- ir hófstillinguna í leikstjórninni. Helga Jónsdóttir verður miðju- punktur í þessari uppfærslu, kona sem aldrei missir stjórn á skapi sínu því þá veit hún að allt er glat- að. Hún kemur ótal hliðum persónu sinnar til skila með því að nota all- an tilfinningaskalann á lágu nót- unum. Leikur hennar var ákaflega vel unninn og umfram allt fallegur. Sigurður Karlsson átti erfiðara með að laga sig að taumhaldi leik- stjórans og fá ekki að láta gamm- inn geisa. Fyrir vikið varð leikur hans einhæfur og máttlítill og per- sóna hans féll í skuggann af hjón- unum skaphörðu, en þannig er hún líka frá höfundarins hendi. Erling- ur Gíslason dró upp stórskemmti- lega mynd af persónu sinni; hér er kafteinninn kenjótti lifandi kominn með alla sína galla en líka svo með- aumkunarverður þar sem hann beitir öllum sínum kúgunarkrafti á móti klækjum konu sinnar. Leikmyndin var hefðbundin stofuleikmynd, að mörgu leyti vel valin og hæfileg. Vandinn er sá að ef öll umgjörðin er natúralísk stingur hvert einasta frávik í stúf við þá mynd sem maður gerir sér af hversdagslífinu fyrir hundrað ár- um. Sídd á pilsföldum og kven- mannshári og þau einstaka atriði þar sem brotið er í bága við fyr- irmæli höfundar fara að skipta verulegu máli; t.d. að málverkið af frúnni var ekki á milli heiður- skransanna og að kafteinninn fleygði ekki eigum frúarinnar út um gluggann – þar fór táknræn merking fyrir ofan garð og neðan. Nærfærnisleg lýsing setti fallegan svip á sýninguna og sömuleiðis tón- listin. Þetta er umfram allt falleg sýn- ing þar sem trúmennska við frum- textann situr í fyrirrúmi. Inga Bjarnason fer nærfærnum höndum um verk Strindbergs enda vakir fyrst og fremst fyrir henni að hug- myndir höfundarins eigi greiða leið að áhorfendum í gegnum hófstillt- an leik í vandaðri sýningu. LEIKLIST S t r i n d b e r g - h ó p u r i n n í s a m v i n n u v i ð L e i k f é l a g R e y k j a v í k u r Höfundur: August Strindberg. Þýðandi: Einar Bragi. Leikstjóri: Inga Bjarnason. Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Aðstoðarleikstjóri: Gunnar Gunnsteinsson. Leikarar: Erlingur Gíslason, Helga E. Jónsdóttir, Jóna Guðrún Jónsdóttir og Sigurður Karlsson. Laugardagur 27. október. DAUÐADANSINN Helvíti hjóna- bandsins Morgunblaðið/Kristinn Leikur Helgu Jónsdóttur var ákaflega vel unninn og umfram allt fallegur og Erlingur Gíslason dró upp stór- skemmtilega mynd af persónu sinni, segir Sveinn Haraldsson meðal annars í umsögn sinni. Sveinn Haraldsson LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2001 29 „ERUÐ þið búin að frétta það? Það er búið að banna misþyrmingar á kynfærum kvenna í Sómalíu.“ Heitasta bæn Waris Dire er að þessi orð muni áður en langt um líður ber- ast sem eldur í sinu um Afríku og heiminn allan. Og að það sama gerð- ist „í næsta landi, og því næsta þar á eftir, þar til allar konur veraldarinn- ar verða óhultar fyrir þessari ógn“. Waris Dire berst gegn umskurði á konum sem tíðkast enn þann dag í dag í fjölmörgum ríkjum Afríku og reyndar víða um heim. Í þeim til- gangi hefur hún gerst sérlegur sendiboði Sameinuðu þjóðanna í bar- áttu þeirra gegn þessu ofbeldi sem vofir yfir tveimur milljónum stúlkna á hverju ári – eða sex þúsund á degi hverjum. Og í þeim tilgangi hefur hún skrifað sjálfsævisögu sína, Eyði- merkurblómið, sem nú er komin út í íslenskri þýðingu Höllu Sverrisdótt- ur. En hver er Waris Dire? Margir þekkja hana sem eina af frægustu fyrirsætum heims og fagurt andlit hennar hefur prýtt forsíður ótal tískublaða og tímarita. Hún er fædd og uppalin í Sómalíu, nánar tiltekið er hún fædd inn í hirðingjafjölskyldu sem lifði á gæðum náttúrunnar (sem oft voru af skornum skammti). Sex ára gömul var hún ábyrg fyrir sextíu til sjötíu dýra hjörðum sauðkinda og geita (bræður hennar gættu stærri dýranna, úlfaldanna og nautgrip- anna), hún rak hjarðirnar á beit í eyðimörkinni og fjölskyldan flutti sig um set, allt eftir þörfum dýranna hverju sinni. Nafn hennar, Waris, þýðir „eyðimerkur- blóm“ og skýrir það tit- ilinn á sjálfsævisögunni. Fyrstu tólf æviár sín lifði Waris hinu óbreytta en erfiða lífi hirðingjans, án þess að hafa hugmynd um hvernig lífið gekk fyrir sig í öðrum heimshorn- um. Hún var sátt við líf- ið að flestu leyti og lýsir æsku sinni af hlýju og væntumþykju. Snemma varð hún uppreisnar- gjörn, fékk orð á sig fyr- ir að vera frökk og lét engan vaða yfir sig. Sá eiginleiki hennar átti eftir að koma enn betur í ljós þegar hún tók þann kost að strjúka að heiman fremur en að giftast sextugum manni sem var tilbúinn að borga föður hennar fimm kameldýr fyrir hana. Frásögnin af flótta Warisar er æv- intýri líkust: Hún leggur af stað í dögun með vitund móður sinnar; hleypur dögum saman yfir eyði- mörkina, matar- og vatnslaus; horf- ist nær dauða en lífi í augu við ljón; sleppur naumlega undan nauðgun fyrstu mannanna sem buðu henni bílfar og kemst við illan leik til Mo- gadishu þar sem frændi hennar býr. Til að gera langa sögu stutta þá ræð- ur hún sig í vist hjá sendiherra Sóm- alíu í London sem var kvæntur einni móðursystra hennar – og þar með er hún skyndilega komin í hringiðu vestrænna lifnaðarhátta sem að öllu leyti eru eins ólíkir því lífi sem hún áður þekkti og frekast getur. Lýsing Warisar á kynnum sínum af hin- um nýja heimi minnir um margt á ferðasögur fyrri tíma, þar sem söguhetjan kemur á framandi slóðir og er slegin furðu yfir öllu því sem fyrir augu ber, enda gætu andstæður heimalandsins og stór- borgarinnar varla ver- ið meiri. Frásögn hennar er lifandi og greinilegt að hún hefur góða tilfinningu fyrir því að segja sögu á þann hátt að athygli lesandans er ætíð vakandi. Í London beið hennar engin sæluvist, starf hennar sem þjónustustúlku sómal- skrar yfirstéttarfjölskyldu minnir einna helst á sögur af húsbændum og hjúum í upphafi aldarinnar – meira að segja vantar ekki að sonurinn á heimilinu fari á fjörurnar við hana – og þegar fjölskyldan hverfur tilbaka til Sómalíu stendur hún slypp og snauð á götunni eftir margra ára húsmennsku sem líkja mætti við þrældóm. Hún byrjar að vinna fyrir sér á skyndibitastað og deilir her- bergi með vinkonu sinni á KFUM. En áður en lagt um líður er hún „uppgötvuð“ af umboðsmanni tísku- ljósmynda og hefur sinn ævintýra- lega feril sem ljósmyndafyrirsæta. Í dag telst Waris Dire til hóps of- urfyrirsætna, um líf hennar hefur verið gerð heimildarmynd og skrif- aðar ótal tímaritsgreinar. En mark- mið hennar í lífinu er ekki að auðgast og njóta veraldlegra gæða; það sem hún segist meta mest er góð heilsa því sjálf hefur hún þurft að þola ára- langar líkamlegar þjáningar vegna umskurðarins sem framkvæmdur var á henni fimm ára gamalli. Mark- mið hennar er að hjálpa konunum í Afríku og berjast gegn misþyrming- um á kynfærum þeirra, sem valda ómældum þjáningum og í mörgum tilvikum ótímabærum dauða. Hún er ómyrk í máli þegar hún ræðir þessa „hefð“ og neitar því alfarið að hún sé að lítilsvirða menningu heimalands síns með því að gagnrýna opinber- lega umskurð kvenna. Hún er stolt af því að vera Sómali og þykir vænt um heimaland sitt. Í Sómalíu hefur geis- að linnulaust stríð síðasta áratuginn og Waris sér samhengi á milli ætt- bálkaerjanna og umskurðarins: „Þessar ættbálkaerjur eiga rætur sínar, líkt og umskurðarhefðin, í sjálfelsku, valdasýki og árásargirni karlmanna. Mér leiðist að þurfa að segja það en það er nú samt satt. Hvort tveggja á rætur sínar í yfir- ráðasýki karlmanna og þörf þeirra til að standa vörð um það sem þeir telja sig eiga og konur teljast til eigna karlmannsins, bæði lagalega og sam- kvæmt gamalli hefð. Kannski gæti landið mitt breyst í paradís ef við fengjum að skera af þeim eistun. Með því að fjarlægja þessa upp- sprettu karlhormónsins myndum við koma í veg fyrir styrjaldir, nauðg- anir, morð og þjófnaði. Og kannski, ef við skærum undan þeim og skild- um þá eftir án þess að vita hvort þeir lifðu af eða þeim blæddi til ólífis, kannski myndu þeir þá skilja hvað þeir hafa verið að gera konunum sín- um.“ (233) Eyðimerkurblómið er holl lesning fyrir værukæra vesturlandabúa. Þetta er saga sem veitir lesanda inn- sýn í framandi heim og ætti að geta aukið skilning okkar á því hvernig heimurinn er handan túngarðsins. Og síðast en ekki síst ætti lestur þessarar bókar að hvetja okkur öll til að taka þátt í baráttu höfundar gegn því ólýsanlega ofbeldi sem umskurð- ur kvenna er – að svo miklu leyti sem okkur er það fært. Waris Dire er stödd á Íslandi um þessar mundir til að kynna bókina og baráttumál sitt. „…ef við fengjum að skera af þeim eistun…“ Soff ía Auður Birgisdótt ir BÆKUR S j á l f s æ v i s a g a Eftir Waris Dire. Íslensk þýðing: Halla Sverrisdóttir. JPV útgáfa 2001, 234 bls. EYÐIMERKURBLÓMIÐ Waris Dire Nýbýlavegi 12, Kóp., sími 554 4433. SATÍN NÁTTFÖT með bómullarvernd frá kr. 2.900 Náttskyrtur án bómullarverndar frá kr. 1.000

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.