Morgunblaðið - 30.10.2001, Page 31

Morgunblaðið - 30.10.2001, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2001 31 HUGTAKIÐ sameiginlegt nor- rænt gildismat er orðið svo sjálf- sagt að ýmsir telja það vera inni- haldslausan orðalepp. Við skulum þó engu að síður fjalla um raunveruleikann. Við Evrópu og heiminum í heild sinni blasa miklar breyt- ingar. Þessar breytingar hafa áhrif á líf okkar allra, bæði til góðs og ills. Það er ekki síst sameiginlegum grunngildum að þakka að sam- félög okkar geta tekist á við djúp- tækar breytingar án þess að kreppa dynji yfir og hrun verði. Hefðir okkar vísa einnig út á við Norrænt samstarf um alþjóðleg málefni gefur okkur tækifæri til að hafa áhrif. Besta leiðin er að vinna saman að sameiginlegum norrænum gildum og sameigin- legum hagsmunum. Á árinu 2002 hafa Norðmenn með höndum formennsku í Nor- rænu ráðherranefndinni. Mark- mið mitt er að styrkja þetta nor- ræna samstarf ríkisstjórna en við forsætisráðherrarnir getum ekki tekið ákvörðun um lífsþrótt. Þeir sem völdin hafa verða að sameinast í Norðurlandaráði og Norrænu ráðherranefndinni svo norrænt samstarf geti öðlast styrk. Fjöldi frammámanna í nor- rænum þjóðþingum og fjölmargir ráðherrar taka þátt í þinginu í Kaupmannahöfn í vikunni. Samsemdarkreppan í norrænu samstarfi eftir lok kalda stríðsins er nú einungis söguleg staðreynd. Samstarfið hefur fundið sér nýja mynd og ný málefni og við því blasa ný verkefni á Norðurlönd- um og grannsvæðum þeirra, í Evrópu allri og jafnvel á hnatt- ræna vísu. Norrænt samstarf gegnir mikilvægu hlutverki í öllu þessu samhengi. Við erum skuldbundin af því sem norrænar þjóðir eiga sameig- inlegt og verðum að reyna að nýta okkur það. Finnar sinntu formennsku í þessu samstarfi ríkisstjórna á af- ar fagmannlegan hátt og hafa á yfirstandandi ári beint sjónum að réttindum norrænna borgara. Hvernig verður okkur kleift að taka næsta skref í þessu sam- starfi? Finnar tóku meðal annars mikilvæg skref í átt til þess að einfalda samskipti og flutning innan norrænu ríkjanna. Þetta er dæmi um hagnýtt og gott samstarf Árás hryðjuverkamanna gegn Bandaríkjunum sýnir hvað greini- legast þörfina fyrir að geta tekist á við ný verkefni. Þessi grimmd- arlega árás hittir lýðræðið og manngildið í hjartastað og þar með okkar opnu norrænu sam- félög. Norðurlöndin öll eiga mikilla sameiginlegra hagsmuna að gæta við að styrkja alþjóðlegt samstarf gegn hryðjuverkastarfsemi. Við eigum nú þegar aðild að þeirri baráttu á ýmsum vettvangi. Möguleikarnir eru þó ekki full- nýttir með aðild að SÞ, ESB og NATO. Við viljum auka norrænt samstarf og veita gagnkvæma að- stoð við rannsóknarstofustörf og öflun varabirgða bóluefnis. Við komum þeim til hjálpar sem nú þjást í Afganistan og flóttamannabúðum. Við verðum að stuðla að því að komist verði hjá mannlegum hörmungum. Við verðum einnig að kynna okkur þær ástæður sem liggja að baki hryðjuverkastarfsemi. Kjarni að- stoðar við fátækustu löndin að veita þeim stuðning og létta þeim skuldabaggana. Þess vegna vilja Norðmenn hafa forgöngu um að kannaður verði möguleikinn á að stofna norrænan sjóð sem styrki starf- semi sem snýst um að koma í veg fyrir stríðsátök. Lögð verður áhersla á samskipti við þjóðkjörna full- trúa undir for- mennsku Norð- manna í Norðurlandaráði. Við hlökkum til að takast á við upp- byggjandi samstarf á næsta ári. Ráð- herranefndin og Norðurlandaráð eru tvær hliðar á sama peningi, því sameig- inlega gildismati sem liggur til grundvallar starf- semi okkar. Við höf- um þörf hvert fyrir annað við að byggja upp pólitískan styrk og munum í sameiningu knýja á um framkvæmd góðra mála. Norðmenn nefna formennsku sína „Norðurlönd morgundags- ins“. Við viljum horfa til framtíðar. Þess vegna verða börn og ung- lingar efst á baugi hjá okkur. Við verðum að bæta uppeldis- og lífs- skilyrði þeirra barna og unglinga á Norðurlöndum sem eiga undir högg að sækja. Við verðum að berjast gegn kynþáttahatri og ótta við hið framandi. Við verðum líka að auka möguleika barna og unglinga á að taka þátt í þróun samfélagsins og norrænu sam- starfi. Við ætlum að auka mögu- leika á gagnkvæmum heimsókn- um. Þannig eykst gagnkvæmur skilningur norrænna þjóða. Við viljum líka koma á fót hugmynda- banka um skóla morgundagsins. Á þann hátt er hægt að styrkja skóla á Norðurlöndunum öllum. Við höfum í hyggju að bjóða til norræns ráðherrafundar á breið- um grundvelli til að rökræða öfl- ugt norrænt starf fyrir börn og unglinga. Við hyggjumst einnig tengja þessa starfsemi grannsvæðunum með því að beina athygli að heil- brigði og lífsskilyrðum barna og unglinga í Norðvestur-Rússlandi og Eystrasaltsríkjunum. Nor- ræna ráðherranefndin styður verkefni sem varða nánustu grannsvæði Norðurlanda. Öryggi matvæla er miðlægt pólitískt málefni á Norðurlöndum öllum. Sameiginlegir hagsmunir okkar eru miklir á því sviði. Ör- yggi matvæla er því annað lyk- ilatriði á verkefnaskránni á for- mennskutíma Norðmanna. Við munum leggja fram að- gerðaáætlun um aukið öryggi matvæla á Norðurlöndum næsta ár á fundi þeirra norrænu ráð- herra sem bera ábyrgð á mál- efnum matvæla. Öryggi matvæla fjallar um heil- brigðismál, umhverfi, verslun og hagsmuni neytenda. Bæta þarf gagnkvæm tengsl framleiðenda, neytenda og yfirvalda. Þess vegna verður einnig að móta nor- ræna aðgerðaáætlun í málefnum neytenda til að tryggja áhrif neytenda á mótun stefnu á mat- vælasviðinu. Norrænu ríkin hafa umtalsverðar tekjur af alþjóðlegri verslun í landbúnaði og fiskveið- um. Þörf er á aukinni norrænni eindrægni til að geta látið að sér kveða á fjölþjóðleg- um vettvangi þar sem alþjóðlegar reglur um verslun með matvæli eru mótaðar. Þriðji mikilvægi áhersluþátturinn á formennskutíma Norðmanna verður sá að fylgja eftir hinni norrænu 20 ára áætlun um sjálf- bæra þróun á Norð- urlöndum og grann- svæðum þeirra. Norðurlöndin bera hvert um sig aðalábyrgð á því að framfylgja áætlun- inni. Norrænu ríkin hyggjast í sameiningu fylgja þessu metnað- arfulla verkefni eftir. Sé litið til þess sem er að ger- ast á alheimsvísu hyggjast SÞ halda leiðtogafund um sjálfbæra þróun í Jóhannesarborg á næsta ári. Með honum er verið að minn- ast áratugarafmælis Ríóráðstefn- unnar 1992 og fylgja henni eftir. Þessi sameiginlega norræna áætlun, sem ryður braut hvað svæðisbundið samstarf ríkja varð- ar, veitir okkur sameiginleg við- mið í stefnumótun til langs tíma og í samstarfi á sviði umhverf- ismála. Norðurlöndin taka fund- inn í Jóhannesarborg alvarlega. Norðurlönd hafa tekið áskorun- inni. Þessi sameiginlega norræna starfsáætlun um að standa við skuldbindingar okkar á breiðum grundvelli þýðir að við erum und- irbúin fyrir næsta skref, að vinna sameiginlegum norrænum verk- efnum fylgi á fundinum í Jóhann- esarborg. Þetta verkefni fær full- an forgang undir formennsku Norðmanna í ráðherranefndinni. Sjónum verður í auknum mæli beint að norrænu samstarfi á sviði umhverfismála á höfum úti undir formennsku Norðmanna í ráðherranefndinni. Norðursjávar- ráðstefnan í Björgvin á næsta ári gegnir þar lykilhlutverki. Norðurlöndin geta nýtt Norð- ursjávarráðstefnuna til þess að auka á ný þrýsting á bresk yf- irvöld hvað varðar losun geisla- virkra efna frá kjarnorkuverinu í Sellafield á Norðvestur-Englandi. Losun þaðan hefur langvinn og neikvæð áhrif á líf í hafinu, okkar mikla matarbúri. Það ber að sinna norrænum hagsmunum gagnvart ESB og Evrópu á vettvangi norræns sam- starfs. Norrænu forsætisráð- herrarnir hafa að nýju hafið um- ræður um evrópsk málefni á fundum sínum. Við fylgjumst með því sem mótar framtíð og stækk- un ESB frá norrænum sjónarhóli. Svo virðist sem skilningur á nor- rænu samstarfi fari vaxandi innan ESB. Það ber fagurt vitni um norrænt samstarf að forsætisráð- herrar norrænu ESB-ríkjanna skuli hittast fyrir fundi í Evr- ópuráðinu. Norræn samstaða hefur styrkst og endurnýjast með auknum tengslum við granna okkar í suðri og austri. Á sunnudaginn var átt- um við norrænu forsætisráð- herrarnir víðtækar viðræður í Kaupmannahöfn við starfsbræður okkar frá Eystrasaltsríkjunum. Sameinuð búa Norðurlöndin yf- ir miklum styrk. Sameinuð getum við styrkt tengsl okkar enn frek- ar innan Norðurlandanna og gagnvart grannsvæðum okkar þannig að það hafi áhrif í víðara samhengi. Norðmenn ætla sér að leggja allt það af mörkum sem þeim er fært til að auka lífsþrótt norræns samstarfs á formennskutímabili sínu á árinu 2002. Það sem Norðurlönd- um er sameiginlegt Samstarf Það ber að sinna norrænum hagsmunum gagnvart ESB og Evrópu, segir Kjell Magne Bondevik, á vettvangi norræns samstarfs. Höfundur er forsætisráðherra Noregs. Kjell Magne Bondevik ekki eru r alla, þó starfsemi aka á móti urðdeild. ð vera að ólk á milli á jólunum það mjög að þessu,“ segir að essu mjög gt hversu ástandið. tarfsmenn undirbúa r flutning- Hún segir að færri aðgerðir hafi verið gerðar dagana fyrir verkfallið til að undirbúa vinnustöðvunina. „Miðað við venjulega vinnuviku eru stundum 20 aðgerðir skipulagðar en þær eru kannski þrjár núna, jafnvel fjórar,“ segir Hrafnhildur. Hún seg- ir að biðlistinn eftir aðgerð hafi lengst vegna þessa. Þrettán sjúkraliðar í níu stöðu- gildum starfa nú á deildinni en fimm sjúkraliðar í 3,5 stöðugildum sögðu upp störfum áður en fyrsta verkfall- ið skall á. „Þær vinna mikið næt- urvaktir og óþægilegar vaktir þann- ig að það hefur verið bagalegt að missa þær út,“ segir Hrafnhildur. Hún segist þó fullviss um að þær muni koma aftur til starfa náist al- mennilegir samningar. „Þetta er orðið afar erfitt, sérstaklega fyrir sjúklingana og okkur starfsfólkið sem erum að harka í þessu til að láta þetta ganga. Við viljum fara að fá samstarfsfólk okkar inn aftur,“ seg- ir Hrafnhildur. Allir sjúkraliðar í Sjúkraliðafélagi Íslands hafa boðað þrjú þriggja sól- arhringa verkföll til viðbótar, það fyrsta um miðjan nóvembermánuð og það síðasta um miðjan desember. Samkvæmt upplýsingum úr húsa- kynnum ríkissáttasemjara stendur til að boða til fundar í kjaradeilu sjúkraliða og ríkisins einhvern tím- ann í þessari viku. Morgunblaðið/Kristinn andspítalans á Grensásdeild var lokað í gærmorgun. Ellefu sjúklingar voru fluttir á gibjörg S. Kolbeins deildarstjóri hér að flytja rúm til vegna flutninga sjúklinga. afgönsku raðstoð og skar leiðir juverk. annars að eptember s á Banda- ræðið, hið mikilvæg t fram að nna og t. ítrekuðu ðamanna- forsætis- janna á n ætli að aráttunn- eð því að rri alþjóð- oft tengist smygli á a á að efla Force, eða m komið Svía árið up Rasm- forgöngu innuhóps- i. anna kom töðugleiki hagsþróun ðjuverka- í Banda- ríkjunum. Hagvöxtur verður nokkru minni en áður var búist við, en áfram verður afgangur af rík- isbúskap allra landanna. Samkvæmt spám sem gerðar hafa verið eftir hryðjuverkaárásina er búist við 1– 1,5% hagvexti í Noregi á þessu og næsta ári, og í Danmörku er búist við því að vöxturinn verði 1,2% á þessu ári og 1,7% á næsta ári. Sam- svarandi tölur komu ekki fram fyrir Svíþjóð og Finnland á blaðamanna- fundinum, en ráðherrarnir sögðu allir að hryðjuverkaárásin myndi ekki valda verulegum breytingum á hagvaxtarspám, enda hefðu merki efnhags- lægðarinnar verið orðin skýr löngu fyrir hana. Geir H. Haarde fjár- málaráðherra sagði í samtali við Morgunblað- ið að minnkandi hagvöxtur á Íslandi væri að langmestu leyti tilkominn vegna annarra ástæðna, og að hryðjuverkaárásirnar hefðu ekki valdið mikilli breytingu. Hann sagði þó hugsanlegt að efnahagsáhrifin af árásunum gætu orðið nokkru meiri á Íslandi en á hinum Norðurlönd- unum vegna sérstakrar stöðu Flug- leiða og mikilvægis ferðamannaiðn- aðar á Íslandi. Áhyggjur Norðmanna, Íslend- inga og fleiri þjóða af starfsemi kjarnorkuendurvinnslustöðvarinn- ar í Sellafield komu lítillega til um- ræðu á fundi forsætisráðherranna í gær, en umhverfisráðherrum land- anna hefur verið falið að fjalla frekar um málið. Nýlegar mælingar hafa sýnt aukna geislavirkni í hafinu við Noregsstrendur og er hún rakin til losunar geislavirkra efna frá Sella- field. Í skýrslu sem gerð var fyrir Evrópuþingið, og sem kynnt var fyrir fáeinum dögum, kom fram að slys í Sellafield gæti valdið tvöfalt meiri mengun heldur en hlaust af sprengingunni í Tsjerno- byl-kjarnorkuverinu í Hvíta-Rúss- landi á sínum tíma. Norðurlandaráðsþingi lýkur á morgun, miðvikudag. Þá munu varnar- og utanríkisráðherrar Norðurlandanna gefa ráðinu skýrslu. sþing sem hófst í Kaupmannahöfn í gær m- 8 Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, kíkir yfir öxlina á norsk- um starfsbróður sínum, Kjell Magne Bondevik, á þingi Norðurlanda- ráðs sem hófst í Kaupmannahöfn í gær. Formaður KSÍ situr í undirbúnings- nefnd

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.