Morgunblaðið - 02.11.2001, Side 2
FRÉTTIR
2 FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Þrjár rimmur í handknattleik við
Norðmenn / C3, C4
Árni Gautur fær mikið hrós í blöð-
um í Noregi og Portúgal / C1
8 SÍÐUR Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is
4 SÍÐUR
Pappírslist í blindni
Eyðimerkurblómið
Fatahönnuðir
Feng shui
Mjúkir steinar
Auðlesið efni
Sérblöð í dag
KRISTJÁN Ragnarsson, formaður
LÍÚ, sagði í ræðu sinni á aðalfundi
sambandsins í gær að ekki væri
lengur hægt að horfa fram hjá verð-
mun á skipaolíu á Íslandi og Fær-
eyjum. Hann sagði ástæðu til opin-
berrar rannsóknar á verðmyndun á
olíu hér á landi. Talsmenn olíufélag-
anna segja útvegsmenn ekki styðjast
við réttar tölur í samanburði sínum.
Viðskiptaráðherra segir eðlilegast
að Samkeppnisstofnun fjalli um
þessi mál, hún hafi gert það áður, en
ekkert óeðlilegt komið í ljós.
Kristján sagðist í ræðu sinni oft
hafa rætt um verðmun á olíu til fiski-
skipa. Nú keyrði um þverbak í þessu
efni. Hann benti á að verð á olíu í
Færeyjum hefði í gær verið 21,70
krónur fyrir lítrann. Verð á sam-
bærilegri olíu hérlendis væri hins
vegar 27,36 krónur eftir þriggja
króna lækkun í gær eða 26% hærra.
„Forsvarsmenn olíufélaganna hafa
leitast við að skýra þennan verðmun
hér og í Færeyjum með því að full-
yrða að olía sé undirboðin þar,
hversu trúlegt sem það nú er.“
Kristján sagði útgerðina nota um
300 milljónir lítra af olíu á ári og
næmi mismunur á álagningu í krón-
um talið um einum milljarði króna á
ári.
Samkeppnisstofnun
fjalli um málið
Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar-
og viðskiptaráðherra, segir það hlut-
verk Samkeppnisstofnunar að fylgj-
ast með því hvort eðlileg vinnubrögð
séu viðhöfð í verðlagningu hér á
landi. Hún segist ekki gera sér grein
fyrir því nákvæmlega hvað Kristján
eigi við með því að krefjast opinberr-
ar rannsóknar á verðmyndun olíu
hér og hvort hann sé þá að tala um
rannsókn Samkeppnisstofnunar.
„Við búum við frjálsa verðmyndun
í landinu og það er fyrst og fremst
Samkeppnisstofnun sem hefur því
hlutverki að gegna að fylgjast með
því að ekki sé beitt óeðlilegum vinnu-
brögðum. Ég tel eðlilegast að Sam-
keppnisstofnun fjalli um þessi mál
og hún hefur gert það oftar en einu
sinni en aldrei komið neitt út úr því
sem gefið hefur til kynna að þarna sé
eitthvað óeðlilegt á ferðinni,“ segir
Valgerður.
Verðsamningar í fæstum
tilfellum tengdir við listaverð
Kristinn Björnsson, fram-
kvæmdastjóri Skeljungs, segist al-
mennt séð furða sig á því að Krist-
jáni Ragnarssyni hafi tekist á 30 ára
ferli sínum sem formaður og fram-
kvæmdastjóri að hafa alltaf einn
kafla í ræðunni eins, sá snúist um
árás á olíufélögin.
„Það vekur furðu mína að hann
skuli endurtaka þessar sömu setn-
ingar ár eftir ár á þessum fundum
þegar honum hefur í hvert skipti
verið svarað málefnalega og sagt
hvernig þessum málum væri háttað.
Mér dettur ekki til hugar annað en
honum sé fullkunnugt um það, að
samningar Skeljungs við langflesta
viðskiptavini sína eru ekki tengdir
við listaverð, heldur allt aðrar verð-
formúlur. Þeir eru að fá olíuna á
miklu hagstæðara verði og við bjóð-
um upp á ýmsa möguleika þar, m.a.
að tengja verðið beinlínis við heims-
markaðsverð, þannig að þeirra verð
er að draga dám af sveiflum á olíu-
mörkuðum eins og þær eru hverju
sinni.“ Kristinn segir að það sé fyrst
og fremst Statoil frá Noregi sem
bjóði verð í Færeyjum sem sé undir
verði á heimsmarkaði. Hann segir að
fulltrúar frá Statoil hafi fyrir
skömmu gengið á fund Skeljungs til
að bjóða vörur og þeim hafi verið til-
kynnt að Skeljungur væri reiðubú-
inn að kaupa af þeim t.d. skipaolíu á
því útsöluverði sem Statoil bjóði í
Færeyjum.
Erlend skip á olíu á
lægra verði í Færeyjum
Geir Magnússon, forstjóri Olíufé-
lags Íslands, segir að sé skráð verð á
olíu til fiskiskipa í Færeyjum borið
saman við skráð verð á Íslandi komi í
ljós að verðið sé sambærilegt og
jafnvel lægra á Íslandi. Olían í Nor-
egi sé hinsvegar dýrari en á Íslandi.
„Menn verða að leita skýringa á
þessu verðlagi í Færeyjum hjá öðr-
um en okkur. Við höfum ítrekað
reynt að fá skýringar hjá okkar við-
semjendum en fá svör fengið. Við vit-
um hinsvegar að færeyskar útgerðir
kaupa ekki olíu á sama verði og er-
lend skip fá á olíu í Færeyjum.“
Formaður LÍU gagnrýnir verðmun á skipaolíu
Álagning nemur
1 milljarði króna
Óraunhæfur samanburður að mati olíufélaganna
BRESKU freigátunni HMS Scylla,
er lenti í árekstri við varðskipið Ægi
í þorskastríðinu árið 1973, verður
sökkt í Whitsand-flóa við strendur
Bretlandseyja árið 2003. Samtök
sem hyggjast kaupa skipið fengu
leyfi í vikunni til að sökkva því, en
vonast er til að með tímanum muni
mjúkir kórallar taka sér bólstað á
skipsflakinu og fjölbreytt lífríki sem
því fylgir verða kjörstaður kafara.
Í netútgáfu The Times er sagt frá
því að íslensk og bresk stjórnvöld
hafi kennt hvort öðru um árekst-
urinn sem varð þegar Ægir var að
verja íslenska togara í þorskastríð-
inu.
Áður en hægt verður að sökkva
freigátunni þarf að hreinsa hana
vandlega svo hún valdi ekki meng-
un. Ástralar hafa góða reynslu af
því að „búa til“ kóralrif með þessum
hætti. Fjöldi skipsflaka liggur á
sjávarbotni við Bretlandsstrendur,
en þau eru flest illa farin og því
hættuleg köfurum.
Freigátu úr
þorskastríði
sökkt fyrir
kafara
VIÐRÆÐUM Félags tónlistar-
kennara og FÍH við launanefnd
sveitarfélaga lauk á ellefta tíman-
um í gærkvöld, en viðræður hófust
klukkan fjögur í gær. Nýr fundur
er boðaður kl. 11.30 í dag.
Þórir Einarsson ríkissáttasemj-
ari sendi í gær frá sér fréttatil-
kynningu í tilefni af fréttum frá
umræðum í borgarstjórn Reykja-
víkur um mat á kröfugerð tónlistar-
skólakennara. Þar segir að kröfur
kennara frá miðvikudegi hafi verið
metnar til rúmlega 70% hækkunar
og að teknu tilliti til lífeyrissjóðs-
iðgjalda sé matið um 80% við lok
samningstíma árið 2004. Á móti
komi til frádráttar aukagreiðslur
sem gert er ráð fyrir að falli niður
og hafi enn ekki verið metnar.
Einnig hefur verið boðað til
samningafundar í kjaradeilu ríkis
og sjúkraliða klukkan 11.30 í dag
en enn hefur ekkert miðað í kjara-
deilunni. Næsti fundur með launa-
nefnd sveitarfélaga og Reykjavík-
urborgar verður mánudaginn 5.
nóvember. Þá hefur ríkissáttasemj-
ari boðað fulltrúa um tuttugu
sjálfseignarstofnana á samninga-
fund á þriðjudag. Hinn 12. nóvem-
ber nk. hafa allir sjúkraliðar boðað
til verkfalls, en fram að þessu hafa
aðeins starfsmenn ríkisins og
sjálfseignarstofnananna Grundar
og Áss í Hveragerði lagt niður
störf.
Sjúkraliðar og tónlistarkennarar
fjölmenntu í Ráðhús Reykjavíkur
við upphaf borgarstjórnarfundar í
gær og skoruðu á borgarstjórn að
stuðla að samningum í kjaradeilu
tónlistarkennara og sveitarfélaga.
Nokkrir borgarfulltrúar gerðu
kjaramál þessara stétta að umtals-
efni í byrjun fundarins og borg-
arstjóri setti fram þá hugmynd að
sveitarstjórnarmenn og tónlistar-
menn nýttu kjaradeiluna til að ná
fram breytingum á fyrirkomulagi
tónlistarkennslu.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri sagði kjaradeilu tón-
listarkennara tengda því fyrir-
komulagi sem nú ríkti á tónlistar-
kennslu og taldi ástæðu til að ræða
það fyrirkomulag í tengslum við
deiluna. Sagðist hún vera á þeirri
skoðun, eins og margir sveitar-
stjórnarmenn, að grunnskóla- og
tónlistarskólakennsla væri best
komin hjá borginni en ríkið sæi um
framhaldsskóla og háskóla.
Morgunblaðið/Ásdís
Tónlistarkennarar fjölmenntu í Ráðhúsið við upphaf borgarstjórnarfundar til að minna á kjarabaráttu sína.
Kröfur metnar til
70% hækkunar
SJÁLFSTÆÐISMENN í borgar-
stjórn lögðu í gær fram tillögu þess
efnis að borgarstjórn samþykkti að
hætta þegar í stað grjótnámi í Geld-
inganesi. Júlíus Vífill Ingvarsson,
einn borgarfulltrúa minnihlutans,
mælti fyrir tillögunni en hún var
einnig lögð fram á fundi borgarráðs
23. október en felld þá. Tillagan var
felld í borgarstjórn með 8 atkvæðum
meirihlutans gegn 7 atkvæðum
minnihluta.
Í greinargerð með tillögunni er
bent á að upplýst hafi verið að ekki sé
þörf fyrir höfn í Eiðsvík fyrr en eftir
30–40 ár og að erlendir sérfræðingar
hafi komist að því að ekki yrði þörf
fyrir hafnargerð á höfuðborgarsvæð-
inu fyrr en eftir 50 ár. Segir einnig að
grjótnám sem nú er hafið muni aug-
ljóslega valda kostnaðarauka þegar
svæðið byggist upp og að grjótnámið
sé orðið að mestu umhverfisspjöllum
sem unnin hafi verið í landi borgar-
innar.
Árni Þór Sigurðsson, borgar-
fulltrúi Reykjavíkurlistans, sagði
Sundahöfn verða fullbyggða eftir 20–
30 ár og því væri fyllilega eðlilegt að
huga að frekari hafnargerð nú þegar.
Hann sagði aðalspurninguna þá
hvernig Geldinganesið yrði nýtt til
framtíðar, skynsamlegast væri að
hafa íbúðarbyggð austast með
ströndinni til móts við íbúðarbyggð í
Staðahverfi og hann sagði að vestur-
hlutinn hentaði vel til atvinnustarf-
semi. Sagði hann sjálfstæðismenn
ekki hafa bent á hvar annars staðar
væri unnt að fá nýtt athafnarými.
Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti
sjálfstæðismanna í borgarstjórn,
sagði það skoðun sjálfstæðismanna
að Geldinganesið ætti að vera
íbúðarbyggð.
Fellt að
hætta grjót-
námi í Geld-
inganesi