Morgunblaðið - 02.11.2001, Blaðsíða 53
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001 53
Guðmundur kvæntist 1948 Sigrid
Kristinsson bókasafnsfræðingi. Þau
eignuðust fjögur börn, þar af lifa
þrjú föður sinn. Sigrid andaðist eftir
nokkurra ára vanheilsu sumarið
2000. Hún var mikilhæf kona sem
stóð þétt að baki Guðmundar í öllu
lífi hans.
Það var á vordögum 1974 að leiðir
okkar Guðmundar lágu saman. Ég
sem nýútskrifaður tæknifræðingur,
starfsmaður Rafmagnsveitu
Reykjavíkur. Hann sem hönnuður
aðveitustöðvar Korpu við Vestur-
landsveg. Þetta var upphaf rúmlega
tíu ára náins samstarfs við marg-
háttaðar byggingarframkvæmdir á
vegum Rafmagnsveitunnar. Sam-
starf sem leiddi til einlægrar tryggr-
ar vináttu allt til lokadags.
Því fór fjarri að við værum alltaf
sammála og stundum gneistaði á
milli. En sá þráður sem spunninn
var slitnaði aldrei þótt á hann
reyndi. Um nokkurra ára bil, eða
þar til að hann hætti að þola vosbúð,
slóst hann í hóp góðra veiðifélaga í
árlegar veiðiferðir á Arnarvatns-
heiði, en hann hafði á yngri árum
verið lagtækur laxveiðimaður. Þar
stundaði hann silungsveiðina af
sömu nákvæmni og elju og hann
hafði tamið sér við önnur störf. Þar
kom í ljós djúp virðing fyrir nátt-
úrunni og ógleymanlegar eru ljós-
myndir sem hann tók við þau tæki-
færi. Frá þeim stað er nú gott að
eiga minningu þegar hann nú er
genginn til móts við nýjar víddir.
Að leiðarlokum er hér kvaddur
með þakklæti og virðingu dreng-
skaparmaður. Um leið eru börnum
hans, tengdabörnum og afkomend-
um færðar innilegustu samúðar-
kveðjur, frá mér og konu minni.
Blessuð sé minning Guðmundar Kr.
Kristinssonar.
Magnús Sædal.
Hemingway hefur bók sína Hverj-
um klukkan glymur á tilvitnun í
kvæði frá síðari hluta miðalda þar
sem segir meðal annars: ,,Enginn
maður er eyland, dauði sérhvers
manns smækkar mig því ég er
íslunginn mannkyninu; spyr þú því
aldrei hverjum klukkan glymur, því
hún glymur þér.“ Sé þetta rétt
hversu mikið smækkar þá dauði vin-
ar mig, vinar, sem hefur verið
traustur vinur í tæpa hálfa öld?
Þegar ég kveð Mumma vin minn
streyma ótal góðar minningar fram,
fluguklúbburinn á heimilum klúbb-
félaganna á hverjum mánuði í mörg
ár og veiðitúrarnir í framhaldinu
þegar framleiðsla vetrarins var
reynd, svo og ótal aðrar samveru-
stundir, bæði á vinnustað og á heim-
ilum okkar, þegar margt var spjallað
og krufið.
Guðmundur var vandvirkasti
maður sem ég hef kynnst, hand-
bragðið á öllum teikningum hans var
óviðjafnanlegt, enda var hann virtur
af öllum byggingamönnum, kolleg-
um og öðrum samstarfsmönnum.
Vandvirknina og heiðarleikann hlaut
hann í arf úr foreldrahúsum, sonur
heiðurshjóna, sem ekki máttu vamm
sitt vita í neinu og heiðarleiki og eft-
irbreytnivert líferni voru höfð í fyr-
irrúmi Kjörorð Mies Van der Rohe
,,minna er meira“ var leiðarljós Guð-
mundar í öllu því sem hann skapaði,
því þar réði einfaldleikinn og tært
form ríkjum. Hann var smekkmað-
ur, fagurkeri, svo sem verkin sýna,
Búrfellsvirkjun, Esso-húsið, Raf-
veituhúsið, SPRON, Háskólabíó,
gamla heimilið okkar Steffíar í
Mávanesi 7 o.s.frv.
Honum sárnaði, ef illa var að
verki staðið, hataði allt lélegt hand-
verk og stóð fast á sínu og sínum
smekk. Ég kallaði hann stundum
ráðherrann, þegar mér fannst hann
öllu vilja ráða í sambandi við bygg-
ingar.
Þegar lífsförunauturinn Sigrid
lést fyrir skömmu eftir erfið veikindi
held ég að hann hafi ekki langað til
að lifa lengur, enda var þá stutt eftir.
Við Steffí sendum börnunum,
tengdabörnunum, barnabörnunum
og þér Helga einlægar samúðar-
kveðjur og biðjum Guð að styrkja
ykkur á þessari kveðjustund.
Hafðu þökk fyrir samfylgdina
góði vinur.
Davíð.
✝ Helena Geirs-dóttir Zoëga
fæddist í Reykjavík
12. júní 1920. Hún
varð bráðkvödd að
heimili sínu í Hæðar-
garði 20 í Reykjavík
22. október síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Guðfinna
Helga Guðmunds-
dóttir, f. í Botni í
Súgandafirði 25. júní
1892, d. 9. febrúar
1971, og Geir H.
Zoëga, f. í Reykjavík
1. nóvember 1896, d.
25. mars 1978. Hálfsystir, sam-
feðra, er Ester, f. 10. febrúar 1925.
Helena, f. 18. ágúst 1964, og Hild-
ur, f. 8. september 1966. 3) Erna
Ólöf, f. 12. maí 1950, gift Michael K.
Rothe, f. 6. mars 1947. Dætur
þeirra eru Stella Michelle, f. 3. jan-
úar 1969, og Cristie Lynn, f. 6.
október 1974. Barnabarnabörnin
eru orðin átta. Helena giftist 10.
desember 1961 eftirlifandi eigin-
manni sínum, Ernst Pálssyni, f. 12.
janúar 1933 í Þýskalandi.
Helena ólst upp frá sex ára aldri
á Hofsstöðum í Hálsasveit og
stundaði nám við Héraðsskólann í
Reykholti. Árin 1938 til 1940 dvaldi
hún við nám og störf í Kaupmanna-
höfn. Hóf þar nám í tannsmíði en
hélt til Íslands eftir hernám Þjóð-
verja með Esju frá Petsamo í Finn-
landi í október 1940. Frá um 1955
stundaði Helena verslunarstörf í
Reykjavík.
Útför Helenu fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Helena giftist 1. júlí
1943 Ólafi Guttorms-
syni húsateiknara, f. 9.
desember 1919, d. 23.
mars 1983. Þau skildu.
Dætur þeirra eru: 1)
Anna Guðlaug, f. 2.
október 1943, gift
Kristni R. Guðmunds-
syni, f. 14. nóvember
1935. Dætur hennar
eru Helena Björk, f. 1.
febrúar 1965, Anna
Valdís, f. 2. ágúst 1966,
og Arna Guðlaug, f.
19. febrúar 1973. 2)
Helga Guðrún, f. 9.
nóvember 1945, gift Halldóri Páls-
syni, f. 27. júlí 1943. Þeirra dætur:
Að áliðnum haustdegi lést þessi
mæta og góða kona. Hún varð bráð-
kvödd á heimili sínu í Reykjavík,
þar sem hún var fædd og hafði alið
nær allan sinn aldur. Virkileg
Reykjavíkurmær. Það var líka kom-
ið haust í lífi hennar því árin voru
orðin mörg. En sjálf var hún samt
enn þá eins og sumarið, geislandi af
gleði og lífsorku, svo manni fannst
sem hjá henni stæði tíminn kyrr og
aldurinn einnig, e.t.v. væri enginn
aldur og kannski fengjum við að
njóta samvistar við hana enn um
langa hríð. En einmitt þess vegna
var lát hennar svo óvænt og erfitt
að sætta sig við í fyrstu. Auðvitað
var líkaminn farinn að gefa sig
nokkuð, sérstaklega eftir mikil veik-
indi í byrjun sumars þótt aldrei
kvartaði hún eða léti uppi að sér liði
ekki vel, heldur lét jafnan eins og
ekkert væri því ekki vildi hún að við
hefðum af henni áhyggjur eða fyr-
irhöfn. Slík var hennar lund.
Hún var af þekktu merkisfólki
komin og bar það með sér, var höfð-
ingleg í fasi og framgöngu, háttvís
svo af bar og ljúf í skapi. Virt og dáð
ættmóðir var hún, fyrirmynd hinna
yngri, gleðigjafi sem sárt er saknað.
Faðir hennar var Geir H. Zoëga,
þekktur maður hér á landi. Hann
rak kolaverslun í Reykjavík og hafði
umboð fyrir enskar togaraútgerðir.
Hann stofnaði og rak Ferðaskrif-
stofu Zoëga, en hún var mjög um-
svifamikil í ferðaþjónustu hér á sín-
um tíma, eins og eldri menn muna.
Rakti hann ættir sínar til Jóhann-
esar Zoëga, sem var sjálfur danskur
maður og tugthúsmeistari í Reykja-
vík á fyrstu árum þess en af-
komendur hans voru allir þekktir
athafnamenn, kaupmenn, útgerðar-
menn og embættismenn. Frammá-
menn í þjóðfélaginu á þessum tíma
tengdust gjarnan fjölskylduböndum
sín á milli. Því er það, þegar flett er
upp í bókinni um Zoëgaættina, að
þar ber mörg ættarnöfnin á góma.
En Helena stærði sig ekki af þess-
um ættartengslum. Hún ólst upp
hjá móður sinni, sem var barnsmóð-
ir Geirs H. Zoëga, og hét Guðfinna
Helga Guðmundsdóttir, ættuð frá
Súgandafirði. Örlögin höguðu því
svo að þau giftust ekki en Geir hélt
jafnan góðu sambandi við barns-
móður sína og dóttur. Sömuleiðis
var Helena, eða Stella eins og hún
var af mörgum kölluð, alla tíð í mjög
góðum tengslum við föðurfjölskyldu
sína. Þær mæðgur áttu fyrstu árin
m.a. heima að Hofsstöðum í Borg-
arfirði þar sem móðir Helenu vann
fyrir þeim sem ráðskona og Helena
lauk prófi frá Héraðsskólanum í
Reykholti. Þá fluttu þær til Reykja-
víkur. Nokkru síðar, eða um það bil
sem Helena varð gjafvaxta, fannst
föður hennar tími til kominn að hún
aflaði sér frekari menntunar og var
þá horft til útlanda. Og það varð úr
að hún fór til Kaupmannahafnar þar
sem hún dvaldi í nær tvö ár á heim-
ili föðursystur sinnar, Ástu Zoëga
Ólafsson, sem þar rak gistiheimili.
Jafnframt hóf hún nám í tannsmíði.
Minntist hún þessa tíma ávallt með
mikilli hlýju og notfærði sér vel þá
forfrömun sem hún hlaut þar. Til
eru myndir af Helenu þar sem hún
spókar sig á götum Kaupmanna-
hafnar, sem þá var enn höfuðborg
okkar, ung, hnarreist og glæsileg að
vanda. Og ekki er að vita hvað orðið
hefði ef seinni heimsstyrjöldin hefði
ekki skollið á um þessar mundir.
Helena ákvað að fara heim og tók
sér far með Esjunni frá Petsamo í
Finnlandi ásamt 257 öðrum Íslend-
ingum er þangað komu frá Norð-
urlöndunum öllum í október 1940.
Esjan kom síðan til Reykjavíkur og
lagðist að hafnarbakkanum hinn 15.
október og var vel fagnað. Þetta
voru Petsamo-fararnir margfrægu.
Trúlegt er að töluvert hafi nú fækk-
að í röðum þeirra.
Auðvitað gat ekki hjá því farið að
svo falleg og gjörvuleg ung stúlka
sem Helena var vekti athygli ungu
mannanna í borginni eftir að heim
var komið. Leið enda ekki á löngu
áður en hún kynntist manninum
sem átti eftir að verða fyrri eig-
inmaður hennar. Það var Ólafur
Guttormsson húsateiknari, sonur
Guttorms Andréssonar, sem var
mikilsmetinn arkitekt og hefur skil-
ið eftir sig mörg mjög falleg hús í
eldri hluta borgarinnar, en lést fyrir
aldur fram. Þau Helena áttu saman
mörg góð ár og áttu saman þrjár
ljóshærðar dætur en leiðir skildi þó
að lokum. Auðvitað hefur það verið
erfiður tími. En öll él birtir upp um
síðir og Helena kynntist eftirlifandi
eiginmanni sínum, Ernst Ziebert
Pálssyni, hermannlegum manni,
fríðum sýnum og vöskum í fram-
göngu. Glaðsinna og vinmörgum.
Ernst fæddist og ólst upp í Þýska-
landi stríðstímans og bar sjálfur
menjar stríðsins eftir að hafa slasast
af sprengjubrotum. Hann kom til
Íslands fullþroska ungur maður
ásamt tveimur systrum sínum og
settist hér að. Í desembermánuði
nk. hefðu þau Helena haldið upp á
40 ára brúðkaupsafmæli sitt, ef Guð
hefði lofað.
Nú fóru í hönd athafnasöm ár.
Ferðir um landið, sérstaklega Suð-
urlandið þar sem þau áttu marga
vini, og til útlanda. Vinmörg voru
þau og gestrisin með afbrigðum
enda var oft gestkvæmt á heimili
þeirra. Dæturnar uxu úr grasi og
giftust. Barnabörn og barnabarna-
börn hafa smám saman bæst í hóp-
inn og öll hafa þau mætt einstakri
hlýju og atlæti Helenu og Ernst.
Yngsta dóttirin giftist til Bandaríkj-
anna og er hún nú hingað komin að
kveðja móður sína ásamt dóttur
sinni. Nokkrar ferðir fóru Helena
og Ernst þangað að heimsækja af-
komendur sína, síðast í fyrrasumar.
Og þetta var gagnkvæmt. Helena
vann á ýmsum stöðum hér í borg
meðan hún mátti, fyrst og fremst
við verslunarstörf, og gat sér þar
gott orð. Munu ýmsir eldri Reykvík-
ingar minnast hennar frá þeim tíma.
Um tíma ráku þau hjón saman
bóka- og gjafavöruverslun. Snemma
byggðu þau sér sumarbústað við
Meðalfellsvatn í Kjós, í næsta ná-
grenni við aðra dóttur sína og
tengdason, og undu þar öllum
stundum, ekki síst eftir að þau
hættu að vinna úti. Það færði þeim
alla tíð mikla og einlæga gleði að
sinna bústaðnum og náttúrunni um-
hverfis hann og þá ekki síst að róa
til fiskjar í vatninu en Helena þótti
afar fiskin. Hún hafði einnig sér-
stakt dálæti á fuglunum mörgu sem
þarna syngja daginn langan. Allt
sumarið vildu þau helst vera við
vatnið. Og einnig þar var gest-
kvæmt.
Ég átti því láni að fagna að kynn-
ast þeim hjónum og gerast tengda-
sonur þeirra fyrir nokkrum árum.
Ég hafði að vísu áður komið inn í líf
þeirra sem læknir. Mér er það
minnisstætt hve vel þau tóku mér
þá sem og alltaf síðan. Alltaf var
maður velkominn og alltaf var jafn
gaman að koma í Hæðargarðinn þar
sem þau bjuggu alla sína tíð og
höfðu búið sér sérstaklega hlýlegt
og aðlaðandi heimili. Það var upp-
hefð að fá að kynnast þeim og njóta
gestrisni þeirra og hlýju.
En nú er þessi góða kona látin.
Kvöldið áður hafði hún setið og
glaðst í hópi nær allra afkomenda
sinna og einnig talað við dóttur sína
vestra, hress og glöð. Næsta dag
var hún öll. Þannig var hennar
kveðjustund. Hjá þeim sem eftir lifa
er söknuðurinn mikill og tóm í sálu
manns en þá er gott að eiga góðar
minningar um góða konu.
Kristinn R. Guðmundsson.
Elskuleg amma okkar lést að
kvöldi mánudagsins 22. október sl.
Þegar við systurnar sitjum hér sam-
an hellast yfir okkur hlýlegar minn-
ingar um þessa yndislegu konu.
Hvern hefði grunað að sunnudag-
urinn, þegar öll fjölskyldan kom
saman, væri síðasti dagurinn henn-
ar hér með okkur? Hún sem bar sig
alltaf svo vel og kvartaði aldrei.
Þess vegna kom andlát hennar
eins og reiðarslag yfir okkur öll.
Amma okkar var falleg kona, glæsi-
leg og tignarleg, og vakti aðdáun og
virðingu þeirra sem til hennar
þekktu. Hæverska og lítillæti var
henni í blóð borin sem og alúð og
gestrisni og mátti það merkja á hlý-
legu og fallegu heimili sem þau afi
bjuggu sér í Hæðargarðinum. Alltaf
var notalegt að koma til þeirra, mót-
tökurnar hlýlegar og allt það besta
sem til var í húsinu borið á borð fyr-
ir gesti og gangandi.
Þeir voru líka ófáir sumardagarn-
ir sem við systur eyddum í góðu yf-
irlæti í sumarbústaðnum þeirra afa
og ömmu við Meðalfellsvatn. Bú-
staðurinn var þeirra annað heimili,
þeirra líf og yndi og bar öll merki
þeirrar ástúðar og umhyggju sem
einkenndi ömmu alla tíð. Myndirnar
sem koma upp í huga okkar eru af
ömmu úti í garði að hlúa að blóm-
unum sínum á meðan afi dyttaði að
bústaðnum. Garðurinn í kring, stór
og gróinn, fullur af fallegum blóm-
um og trjám og fyrir börnin var
þetta eins og að koma í ævintýra-
land. Gestkvæmt var í bústaðnum
og aldrei að tómum kofanum komið
hjá ömmu og afa. Hjá þeim svign-
uðu borðin ávallt undan kræsingum
sem voru töfraðar fram á mettíma.
Amma hafði einstakt lag á því að
hæna að sér smáfuglana í sveitinni
og þökkuðu þeir gjarnan fyrir
brauðmolana með því að sitja á ver-
öndinni og syngja. Minnistæðar eru
líka brennurnar á Eyrinni og veiði-
ferðirnar á „Stellunni“ en úr þeim
ferðum kom amma oftast með
stærsta fenginn.
Á bernskuárum okkar systra,
þegar við bjuggum í Hveragerði,
var það alltaf tilhlökkunarefni að
heimsækja ömmu í skóbúðina á
Laugaveginum þar sem hún vann í
mörg ár. Mikið líf og fjör var á
Laugaveginum á þessum tíma og
sátum við oft við gluggann og horfð-
um á iðandi mannlífið líða framhjá.
Jólaboðin hjá afa og ömmu voru líka
þau skemmtilegustu, öll fjölskyldan
kom saman í Hæðargarðinum, jafnt
stórir sem smáir fjölskyldumeðlimir
í fjóra ættliði og áttu saman not-
arlega kvöldstund. Við viljum þakka
ömmu okkar fyrir þann tíma sem
við áttum saman og fyrir þá gleði
sem samverustundirnar með henni
veittu okkur. Guð geymi þig, elsku
amma okkar.
Elsku afi, mamma, Gulla, Lóló og
aðrir aðstandendur.
Við sendum ykkur okkar dýpstu
samúðarkveðjur.
Helena Björk, Anna Valdís
og Arna Guðlaug.
Í dag verður til moldar borin vin-
kona okkar Helena Zoëga. Lát
hennar bar brátt að þótt við vissum
að síðustu árin hefði hún ekki geng-
ið heil til skógar. En hún bar sig
ætíð vel og leit alltaf svo vel út að
maður áttaði sig ekki á að hún var
veilli en maður hélt.
Við kynntumst fyrir um fjórum
áratugum og bar aldrei skugga á
vinskap okkar enda var Stella, eins
og hún var oftast kölluð, mörgum
mannkostum búin. Við minnumst
sérstaklega ánægjulegra samveru-
stunda í sumarbústöðum okkar við
Meðalfellsvatn. Þar undu Stella og
Ernst, seinni maður Stellu, sér ein-
staklega vel og voru þau þar oftast
langdvölum á sumrin. Þar stundaði
Stella af miklum dugnaði allskonar
garðrækt og var t.d. nýbúin að sjóða
niður sultu og saft þegar hún lést.
Stella og Ernst voru sérlega gest-
risin og nutu þess að taka vel á móti
gestum.
Stella eignaðist þrjár dætur í
fyrra hjónabandi, barnabörn og
barnabarnabörn sem hún dáði öll
mikið.
Við munum sakna Stellu mjög um
ókomna tíð en gleðjumst jafnframt
að hafa átt óvenju margar og gleði-
legar samverustundir með henni og
Ernst á síðastliðnu sumri.
Við biðjum Stellu allrar blessunar
og vottum Ernst, Önnu, Gullu,
Ernu, eiginmönnum þeirra svo og
barna- og barnabarnabörnum okkar
dýpstu samúð.
Ragnheiður og Walter.
HELENA G.
ZOËGA
Fleiri minningargreinar um Hel-
enu G. Zoëga bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
Davíð Osvaldsson
útfararstjóri
Sími 551 3485 • Fax 568 1129
Áratuga reynsla
í umsjón útfara
Önnumst alla þætti
Vaktsími allan sólarhringinn
896 8284