Morgunblaðið - 02.11.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.11.2001, Blaðsíða 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ný sending af peysum Gott tilboð á Löngum laugardegi. www.jaktin.is Bankastræti 8, sími 511 1135 Sérverslun með ítalskar vörur fyrir dömur og herra 25% afsláttur af Microfiber kuldajökkum JAKKA- DAGAR Laugavegi 76 sími 551 5425Vinnufatabúðin Laugavegi 23, sími 551 5599 Langur laugardagur DÚNDURTILBOÐ 30% afsláttur af öllum úlpum í verslun 20% afsláttur af öllum Color Kids fatnaði Láttu sjá þig! UMHVERFISRÁÐHERRA hefur borist fimm stjórnsýslukærur vegna úrskurðar Skipulagsstofnunar þar sem fallist er á fyrirhugaða landfyll- ingu í Arnarnesvogi en kærufrestur rann út síðastliðinn föstudag. Er þess krafist að úrskurður Skipulagsstofn- unar verði felldur úr gildi og að lagst verði gegn landfyllingu í Arnarnes- vogi. Kærendur eru Náttúruvernd rík- isins, Fuglaverndarfélag Íslands, Náttúruverndarsamtök Íslands, hóp- ur íbúa við Arnarnesvoginn og víðar í Garðabæ og loks Brynja Dís Vals- dóttir. Í kæru íbúanna segir að athyglis- vert sé að Skipulagsstofnun taki und- ir öll meginatriðin í málflutningi þeirra sem mótfallnir eru áformum um landfyllingu í Arnarnesvogi. „Í úrskurðinum er ekki að finna eitt ein- asta atriði sem mælir með því eða réttlæti að af landfyllingu verði. Það stingur því gjörsamlega í stúf við for- sendur úrskurðarins að niðurstaða stofnunarinnar skuli vera sú að fall- ast á landfyllinguna. Með samþykki sínu gengur stofnunin gegn eigin rökum án þess að leitast við að skýra af hverju,“ segir í kærunni. Ekki tekið tillit til byggðarinnar Gagnrýnt er að Skipulagsstofnun hafi í úrskurði sínum einungis tekið tillit til landfyllingarinnar sjálfrar en ekki byggðarinnar sem fyrirhuguð er á henni né þeirrar smábátaumferðar sem fylgja muni henni. Segja íbúarn- ir það ekki í samræmi við lögum mat á umhverfisáhrifum, þar sem segir að taka eigi tillit til beinna og óbeinna áhrifa fyrirhugaðrar fram- kvæmdar og þeirrar starfsemi sem henni fylgir. Afmörkun Skipulags- stofnunar sé enn fráleitari í ljósi þess að matið á óbeinu áhrifunum kæmi til kasta stofnunarinnar við umfjöll- un um nýtt aðalskipulag. Í kæru íbúnna eru tilgreind ýmis rök sem mæla á móti framkvæmd- inni og lúta þau helst að sjónrænum áhrifum, hávaðamengun, áhrifum á fuglalíf og mörkum sveitarfélaga til hafsins. Þá er á það bent að sýnt hafi verið fram á að framkvæmdin muni hafa umtalsverð umhverfisáhrif en í lögum um mat á umhverfisáhrifum er það forsenda þess að lagst sé gegn framkvæmd í úrskurði. Bent er á að landfyllingin stangist á við náttúru- verndaráætlun en umrætt svæði sé á náttúruminjaskrá auk þess sem landfyllingin er sögð vera í mótsögn við Staðardagskrá 21. Loks segir að ekki hafi verið for- sendur til að fallast á valkost fram- kvæmdaraðila þar sem þeir hafi látið hjá líða að tilgreina aðra kosti fyrir utan óbreytt ástand, eins og þeim beri lögum samkvæmt. Ekki gert að endur- heimta votlendi Í kæru Náttúruverndar ríkisins eru færð rök fyrir því að fram- kvæmdin hefði skaðleg áhrif á fugla- líf, bent er á að vogurinn sé á nátt- úruminjaskrá, sjónræn áhrif og hljóðmengun er tíunduð auk þess sem mikilvægi vogsins sem útivistar- svæðis er undirstrikað. Þá er það gagnrýnt að framkvæmdaraðila sé ekki gert að grípa til mótaðgerða til að endurheimta votlendi. Síðasttöldu gagnrýnina er einnig að finna í kæru Fuglaverndarfélags Íslands en þar er það einnig gert að kröfu að efnistakan vegna uppfylling- arinnar fari í umhverfismat. Félagið setur sig einnig gegn smábátahöfn í voginum og gerir það að tillögu sinni að skipulögð verði vöktun á fuglafánu svæðisins verði af framkvæmdunum. Náttúruverndarsamtök Íslands setja fram þá varakröfu í kæru sinni að umhverfisráðherra fresti ákvörð- un í málinu þar til fyrir liggja upplýs- ingar um þau atriði sem Skipulags- stofnun segir vanta fullnægjandi upplýsingar um varðandi fram- kvæmdina. Þá er farið fram á að áður en ákvörðun verði tekin liggi fyrir mat ráðherra á stjórnsýslu- og laga- legum afleiðingum þess að ráðast í fyrirhugaða framkvæmd með tilliti til stöðu svæðisins á náttúruminjaskrá, bæjarverndar og alþjóðlegra skuld- bindinga. Fimm kærur til umhverfisráðherra Arnarnesvogur Íbúar telja ekkert réttlæta úrskurð Skipulagsstofnunar um landfyllingu Morgunblaðið/Árni Sæberg Fyrirhugað er að landfyllingin verði í framhaldi af þeim fyllingum sem þegar eru út í voginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.