Morgunblaðið - 02.11.2001, Blaðsíða 43
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001 43
Í BYRJUN þessa
mánaðar afhenti und-
irritaður menntamála-
ráðherra tæplega
3.200 undirskriftir
stúdenta við Háskóla
Íslands. Tilefni undir-
skriftanna var að mót-
mæla fyrirhugaðri
hækkun á innritunar-
gjöldum við skólann
og kröfðust stúdentar
þess að hækkunin yrði
dregin til baka.
Menntamálaráðherra
hefur þagað þunnu
hljóði frá því að mót-
mælin voru afhent og
ekki veitt nein svör
við gagnrýni stúdenta. Stúdentaráð
samþykkti nýverið ályktun þar sem
ráðið krefst þess að ráðherrann
veiti stúdentum skýr svör um hvort
boðuð hækkun verði dregin til
baka.
Óeðlilegt framsetning
í fjárlögum
Forsaga málsins er sú að í nýju
fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir
40% hækkun á innritunargjöldum
stúdenta við Háskóla Íslands. Sam-
kvæmt lögum mega innritunar-
gjöld aðeins standa undir kostnaði
við innritun nemenda. Engin rök
hafa verið færð fyrir því að sá
kostnaður hafi skyndilega aukist
um 40%. Rétt er að minna á að að-
eins eru 2 ár frá því að innrit-
unargjöldin voru síðust hækkuð.
Framsetning boðaðra hækkana í
fjárlagafrumvarpinu
er mjög óeðlileg. Þar
er sagt að innritunar-
gjöldin eigi að vera
ákveðið hlutfall af út-
gjöldum til kennslu.
Þetta er mjög óeðli-
legt í ljósi þess að inn-
ritunargjöld má ekki
nota til að standa und-
ir kostnaði við kennslu
heldur einungis kostn-
að við innritun nem-
enda. Framsetning
hækkana innritunar-
gjalda í fjárlagafrum-
varpi er hins vegar
engin tilviljun.
Menntamálaráðherra
er að reyna að breyta innritunar-
gjöldum í almenn skólagjöld. Nám
við Háskóla Íslands skal hins vegar
vera skólagjaldalaust skv. lögum.
Órofa samstaða stúdenta
Um leið og fjárlagafrumvarpið
leit dagsins ljós hóf Stúdentaráð
undirskriftasöfnun til að mótmæla
fyrirhuguðum hækkunum og skor-
aði á stúdenta að leggja sér lið.
Viðbrögð stúdenta voru skýr og af-
dráttarlaus. Á rúmum tveimur sól-
arhringum skrifuðu tæplega 3.200
stúdentar undir mótmælin og
kröfðust þess að ráðherrar fjár-
mála og menntamála dragi hækkun
innritunargjalda til baka. Þetta
þýðir að næstum því hver einasti
stúdent sem mætti í skólann þessa
daga skrifaði undir mótmælin.
Þessi fjöldi undirskrifta lýsir órofa
samstöðu meðal stúdenta og ein-
dregnum vilja þeirra til þess að
brjóta á bak aftur þessa tilraun til
að koma á skólagjöldum við Há-
skólann.
Háskólinn standi fast
á stefnu sinni
Stúdentaráð hefur skorað á há-
skólayfirvöld að mótmæla fyrirhug-
aðri hækkun innritunargjalda og
sent inn tillögu á háskólafund
þessa efnis. Háskólafundur kemur
saman 1. nóvember nk. Háskólaráð
hefur áður lýst því yfir í bókun að
innheimta gjalda af stúdentum til
rekstrar skólans sé ekki vilji Há-
skólans og stefna beri að lækkun
innritunargjalda með því að Al-
þingi auki fjárveitingar til skólans.
Stúdentaráð treystir því að há-
skólayfirvöld haldi fast við þessa
stefnu sína. Stúdentaráð mun berj-
ast af krafti gegn tilraun mennta-
málaráðherra til að breyta innrit-
unargjöldum í almenn skólagjöld.
Háskólayfirvöld verða að leggja lóð
sín á vogarskálarnar. Háskólinn
getur ekki verið stefnulaus í einu
stærsta hagsmunamáli háskóla-
manna.
Tilraun til að koma
á skólagjöldum
Menntamálaráðherra hefur
reynt hvað hann getur til að koma
á skólagjöldum við Háskóla Ís-
lands. Fyrst með beinni lagasetn-
ingu. Síðan með því að skekkja
samkeppnisstöðu skólans gagnvart
hinum einkareknu háskólum þann-
ig að Háskólinn endi með að vera
tilneyddur til að biðja um heimild
til að taka upp skólagjöld til að
geta keppt við einkaskólana á jafn-
réttisgrundvelli. Loks þegar allt
annað þrýtur er reynt að breyta
nær einu gjöldunum sem Háskól-
anum er heimilt að innheimta, inn-
ritunargjöldunum, í almenn skóla-
gjöld.
Alþingi virði vilja stúdenta
Stúdentar hafa ætíð barist af
krafti gegn öllum hugmyndum um
skólagjöld og okkur hefur tekist að
hrinda á bak aftur öllum tilraunum
stjórnvalda í þeim efnum. Stúd-
entar hafa oft þurft að þola mót-
læti, oft höfum við þurft að beita
óhefðbundnum leiðum til að ná
fram markmiðum okkar en alltaf
þegar stúdentar hafa þanið rödd
sína af álíka krafti og undanfarnar
vikur hefur þjóðin lagt við hlustir.
Stjórnvöld ganga nú eins langt og
þau þora og þetta mál er próf-
steinn á samtakamátt stúdenta.
Ég er þess fullviss að stúdentar
munu standast prófið. Ég trúi því
og treysti að Alþingi Íslendinga
virði vilja stúdenta og komi í veg
fyrir fyrirhugaða hækkun innrit-
unargjalda.
Ætlar menntamálaráðherra
að hunsa vilja stúdenta?
Þorvarður
Tjörvi Ólafsson
HÍ
Stúdentar, segir Þor-
varður Tjörvi Ólafsson,
hafa ætíð barist af krafti
gegn öllum hugmyndum
um skólagjöld.
Höfundur er formaður Stúdenta-
ráðs Háskóla Íslands.
ÁRIÐ 2001 er af
hálfu Sameinuðu þjóð-
anna tileinkað sjálf-
boðaliðum. Það kemur
ekki á óvart þar sem
starfssvið Sameinuðu
þjóðanna um allan
heim tengist að miklu
leyti störfum margs-
konar hópa sjálfboða-
liða sem með einum
eða öðrum hætti
leggja samlöndum sín-
um eða erlendum
frændum lið við mann-
úðarmál af ýmsum
toga.
Ísland er gott dæmi
um land þar sem sjálfboðaliðar
gegna stóru hlutverki fyrir sam-
félagið og velferð þess.
Slysavarnafélagið Landsbjörg
eru ein stærstu sjálfboðaliðasam-
tök landsins, en innan þeirra raða
starfa ríflega 18.000 félagar í
björgunarsveitum, slysavarna- og
unglingadeildum. Sameiginlegt
baráttumál þeirra er að bjarga
mannslífum og verðmætum og
koma í veg fyrir slys. Við þessi
störf nýtur félagið trausts og vel-
vildar þjóðarinnar og ráðamanna
hennar.
Björgunarsveitir
Björgunarsveitir Slysavarna-
félagsins Landsbjargar eru ríflega
eitt hundrað talsins og í þeirra röð-
um eru á fimmta þúsund sjálfboða-
liða sem eru til taks að nóttu sem
degi allan ársins hring. Sú fag-
mennska sem einkennir starf ís-
lenskra björgunarsveita á sér fáar
hliðstæður og hefur vakið eftirtekt
víða um heim.
Við sérhæfingu einstakra björg-
unarhópa á undanförnum árum
hefur orðið til mikil sérþekking á
hinum margvíslegu aðstæðum sem
upp kunna að koma bæði til sjós og
lands. Félagsmenn sækja þá sér-
þekkingu víða að, jafnt
innan lands sem utan.
Björgunarsveitirnar
hafa yfir að ráða
einkar öflugum búnað-
ar- og tækjakosti.
Ísland er harðbýlt
land sem sést glöggt á
þeim náttúruöflum
sem móta landið, á
sama tíma býr þar fá-
menn en dugmikil
þjóð. Þar af leiðandi
er það hlutfallslega afl
sem björgunarsveitir
félagsins leggja til
samfélagsins við
stóráföll mjög mikið.
Langstærstur hluti þeirra við-
bragðsaðila sem sinna björgunar-
og öryggisstörfum á vettvangi
stóráfalla eru sjálfboðaliðar úr
björgunarsveitum Slysavarna-
félagsins Landsbjargar.
Slysavarnadeildir
Innan Slysavarnafélagsins
Landsbjargar eru starfandi um 80
slysavarnadeildir sem hafa það að
meginmarkmiði að koma í veg fyrir
slys og óhöpp. Öflugt fræðslu- og
útgáfustarf einkennir starf þeirra
ásamt átaksverkefnum af ýmsum
toga, svæðisbundnum eða sam-
starfsverkefnum á landsvísu. Víða
um land styðja slysavarnadeildirn-
ar einnig við bakið á björgunar-
sveitunum, aðstoða þær við fjárafl-
anir og veita þeim margháttaðan
stuðning vegna útkalla og aðgerða.
Unglingadeildir
Innan unglingadeilda félagsins
hefur mikill fjöldi ungs fólks fundið
athafnaþrá sinni farveg til heil-
brigðra og uppbyggjandi starfa.
Unglingadeildirnar eru 35 talsins
og starfa í tengslum við björgunar-
sveitir félagsins víða um land. Þar
kynnist ungt fólk starfi björgunar-
og slysavarnadeilda. Gildi ung-
lingadeildastarfsins er í megin at-
riðum tvíþætt, annars vegar að
skapa unglingum spennandi og já-
kvæðan vettvang í frítímum og
hinsvegar mótast þar framtíðar
björgunar- og slysavarnafólk.
Félagið á mjög ánægjulegt sam-
starf við Bandalag íslenskra skáta
á þessum vettvangi.
Framfaraspor í öryggismálum
Slysavarnafélagið Landsbjörg
hefur allt frá upphafi lagt grunninn
að ýmsu því sem í dag mótar öryggi
þjóðarinnar, jafnt í starfi sem leik.
Má þar nefna: kaup og rekstur á
fyrstu björgunarþyrlu landsins,
uppbyggingu og rekstur Tilkynn-
ingaskyldu íslenskra skipa, upp-
byggingu og rekstur Slysavarna-
skóla sjómanna, einnig er félagið
einn af stofnaðilum Umferðarráðs
auk þess að vera frumkvöðull í
björgunarmálum á Íslandi.
Þannig eru og munu sjálfboðalið-
ar Slysavarnafélagsins Lands-
bjargar halda áfram að vera leið-
andi afl í björgunar-, slysavarna-
og æskulýðsmálum íslensku þjóð-
arinnar.
Slysavarnafélagið
Landsbjörg
Jón Gunnarsson
Sjálfboðaliðastarf
Slysavarnafélagið
Landsbjörg hefur allt
frá upphafi, segir Jón
Gunnarsson, lagt
grunninn að ýmsu því
sem í dag mótar öryggi
þjóðarinnar, jafnt í
starfi sem leik.
Höfundur er formaður Slysavarna-
félagsins Landsbjargar.
VEGNA plássleysis í
blaðinu verður hér
stiklað á stóru í mjög
stuttu máli um mennt-
un, vinnuskyldu og
störf tónlistarkennara
almennt.
Útskrift frá kennara-
deildum er á háskóla-
stigi og telst jafngild
BA-prófi sem er þriggja
ára háskólanám. Að því
námi loknu halda mjög
margir utan til frekara
náms eða bæta við
menntunina hér heima.
Sem nauðsynleg undir-
staða þessa háskóla-
náms liggur margra ára
dýrt og krefjandi sérnám í tónlist
jafnframt náminu á grunnskóla- og
framhaldsskólastigi.
Að námi loknu tekur starfið við.
Kennsluskyldan er 19½ klst. á viku
sem jafngildir u.þ.b. 29 kennslustund-
um þegar miðað er við 40 mínútna
kennslustundir. En þessir 19½ t. eru
innan við helmingur vinnuskyldunn-
ar, sem er tæpar 46 klst. á viku. Þess-
ar 6 aukastundir miðað við almenna
40 stunda vinnuviku eru til þess að
vinna upp sumarið þegar kennslan
leggst niður að íslenskri siðvenju.
Fyrir utan kennsluna þurfa tónlistar-
kennarar að undirbúa sig eins og aðr-
ir kennarar; þeir skipuleggja sjálfir
sína stundaskrá og þurfa þá fyrst og
fremst að taka tillit til stundaskrár
nemandans og aðlaga sig starfi ann-
arra skóla, gera námsáætlanir fyrir
nemendur, halda utan um mætingar,
velja verðug og hvetjandi verkefni
fyrir nemendur, sitja kennarafundi,
undirbúa og stjórna tónleikum, sinna
foreldraviðtölum og halda góðu sam-
bandi og samstarfi við heimilin og
margt fleira. Kennarar þurfa líka að
æfa sig og halda sér í þjálfun.
Endurskipulagning
tónlistarnáms
Ef til vill er nú komið að þeim tíma-
punkti að þurfi að endurskipuleggja
tónlistarnám á grunn- og framhalds-
skólastigi. Einsetning skólanna knýr
einnig á um að tónlistarkennslan
komi inn og fléttist inn í stunda-
skrána, sem er víða gerð í samvinnu
grunn- og tónlistarskólanna. Þar sem
sá möguleiki er ekki
fyrir hendi eru tónlist-
artímar barnanna sífellt
að færast aftar á
stundaskrána og vinnu-
tími tónlistarkennara að
verða alfarið eftir há-
degi og fram á kvöld.
Það er ekki góð þróun
og hvorki gott fyrir
nemandann né kennar-
ann og hlýtur að koma
niður á gæðum kennsl-
unnar.
Persónulega finnst
mér sjálfsagt að lengja
skólaárið hjá tónlistar-
skólunum til jafns við
grunnskólana og koma
á meiri samvinnu og sveigjanleika í
stundarskrárgerð og öllu samstarfi
skólanna og að sem flestum verði gert
kleift að stunda tónlistarnám sem
eðlilegan þátt í sinni skólagöngu.
Áframhaldandi rekstur tónlistar-
skólanna og auknar fjárveitingar til
þeirra er samt óhjákvæmilegur, ef við
viljum halda áfram að ala upp kenn-
ara og tónlistarmenn til að geta
mannað t.d. Óperuna og Sinfóníu-
hljómsveitina íslenskum tónlistar-
mönnum í bland við þá frábæru er-
lendu tónlistarmenn og kennara sem
við erum mjög þakklát fyrir að hafa
fengið til liðs við okkur.
Við viljum vekja athygli á, að vegna
tregðu okkar við að fara í verkfall höf-
um við dregist mjög mikið aftur úr í
launum og erum aðeins að fara fram á
leiðréttingu á kjörunum og að geta lif-
að af laununum.
Menntun og
störf tónlistar-
kennara
Mínerva M.
Haraldsdóttir
Höfundur er tónlistarkennari
á Akranesi.
Tónlist
Vegna tregðu okkar við
að fara í verkfall, segir
Mínerva M. Haralds-
dóttir, höfum við dreg-
ist mjög mikið aftur úr í
launum.
Teppi á stigaganga
Ármúla 23, sími 533 5060