Morgunblaðið - 02.11.2001, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.11.2001, Blaðsíða 13
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001 13 SIGMUNDUR E. Ófeigsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Norðlenska eins og sagt var frá í blaðinu í gær. Með fréttinni átti að birtast mynd af Sigmundi, en fyrir mistök birtist mynd þar sem hann er með Guðjóni Stefánssyni og undir henni var myndatexti sem ekki átti við fréttina Í annarri frétt þar sem greint var frá mótmælum foreldra vegna hækk- unar leikskólagjalda var farið rangt með fjölda þeirra sem skrifuðu undir mótmælin. Þeir voru 745 talsins, en ekki 475 eins og þar kom fram. Hlutaðeigandi eru beðnir velvirð- ingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT TÖLUVERÐIR umhleypingar eru í veðrinu þessa dagana og hafa Akureyringar ekki farið varhluta af því. Í byrjun vik- unnar snjóaði nokkuð í bænum og í kjölfarið fór hitastigið nið- ur fyrir frostmark. 12 stiga hiti Á miðvikudag fór hitastigið niður undir frostmark en í gær- dag var kominn 12 stiga hiti í bænum. Snemma í gærmorgun var um tveggja stiga hiti en hit- inn steig síðan jafnt og þétt fram eftir degi og fór í 12 gráð- ur um miðjan daginn, sem fyrr sagði. Sveiflur í veðrinu LAUFÁSPRESTAKALL: Guðs- þjónusta verður í Grenivík- urkirkju á sunnudag, 4. nóv- ember, kl. 14. Minnst látinna. Kirkjugestir geta kveikt á kert- um í kirkjunni til minningar um látna ástvini. Kyrrðarstund í Grenivíkurkirkju á sunnudags- kvöld kl. 21. Kirkjustarf JÓHANN Már Jóhannsson, tenór og Rögnvaldur Valbergs- son, orgel, kom fram á kvöld- stund í Akureyrarkirkju í kvöld, föstudagskvöldið 2. nóv- ember, en hún hefst kl. 20. Tónleikar þeirra eru til minningar um Jóhann Kon- ráðsson, Doriett Kavanna, Sindra Konráðsson og Konráð Jóhannsson. Flutt verða inn- lend og erlend sönglög. Að- gangseyrir er 1.000 krónur og rennur ágóðinn til Umhyggju, félags til stuðnings langveikum börnum. Kvöldstund í Akureyrar- kirkju BJÖRN Steinar Sólbergsson organisti heldur hádegistón- leika í Akureyrarkirkju kl. 12 á laugardag, 3. nóvember. Á efnisskrá tónleikanna verða verk Jehan Alain og Maurice Duruflé. Lesari á tónleikunum er Ing- unn Björk Jónsdóttir, djákni. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og eru allir velkomnir. Listvinafélag Akureyrar- kirkju stendur fyrir tónleikun- um. Akureyrarkirkja Hádegis- tónleikar EITT ÁR er í dag liðið frá því versl- unarmiðstöðin Glerártorg var opnuð á Akureyri og verður af því tilefni mikið um að vera þar í dag og um helgina. Almennt virðast menn sam- mála um að opnun miðstöðvarinnar fyrir ári hafi haft jákvæð áhrif á verslun í bænum og tekist hafi að laða fleira fólk til bæjarins í kjölfar þess að Glerártorg var opnað. „Þetta hefur verið alveg magnað,“ sagði Hilmar Már Baldursson að- stoðarverslunarstjóri í Rúmfatalag- ernum. Hann sagði að sala hefði auk- ist í versluninni eftir að hún færði sig um set inn í Glerártorg, enda hefði rými líka aukist umtalsvert frá því sem áður var. „Þær væntingar sem við gerðum hafa staðist og við erum bara mjög lukkuleg hérna. Við- skiptavinir virðast líka kunna að meta umhverfið hér, en þeir eru bæði úr hópi heimamanna og eins verðum við vör við að mikið er um fólk úr nágrannabyggðum,“ sagði Hilmar. Sigmundur Sigurðsson, verslun- arsjóri í Netttó, sagði að nýr heimur hefði opnast í verslun og viðskiptalífi á Akureyri eftir að miðstöðin var opnuð á Glerártorgi. „Það hefur orð- ið veruleg aukning í versluninni og mikið um að fólk komi jafnvel langt að til að versla. Austfirðingar þurfa til að mynda ekki að fara lengra en til Akureyrar til að nálgast flest það sem í boði er syðra,“ sagði Sigmund- ur. „Við erum mjög sátt og bjartsýn á framtíðina, þetta hefur staðið undir okkar væntingum.“ Halldór Halldórsson úrsmiður flutti starfsemi sína úr útjaðri mið- bæjarins á Akureyri og í Glerártorg fyrir ári. „Hér er gott að vera, það er gaman að vera innan um allt þetta fólk og verslanir sem hér eru,“ sagði Halldór. Hann sagði að umsvif sín hefðu aukist umtalsvert frá því hann opnaði verslun á Glerártorgi. Tveir úrsmiðir eru á Akureyri, en að öðru leyti eru ekki starfandi úrsmiðir á svæðinu frá Akranesi norður og austur um að Selfossi, þannig að Halldór sagði að mikið væri að utan- bæjarfólk sækti til sín þjónustu. Ragnar Sverrisson sem á Skó- verslun Steinars Waage á Glerár- torgi sagðist ekki hafa heyrt annað en fólki líki vel á Glerártorgi. „Ég held að opnun Glerártorgs hafi lyft Akureyri á hærra plan sem verslun- arstað. Þarna kemur mikið af fólki og ég tel að flestir hafi náð þeim ár- angri sem að var stefnt,“ sagði Ragnar. Ingþór Ásgeirsson, verslunar- stjóri hjá Pennanum Bókval, sagðist sáttur við reksturinn síðasta árið. „Að mínu mati hefur Glerártorg haft mikil áhrif á bæjarbraginn og fest Akureyri í sessi sem verslunarbæ. Staðan væri verri í samkeppninni við Reykjavík ef miðstöðin hefði ekki verið opnuð,“ sagði Ingþór. Eitt ár liðið frá opnun verslunarmiðstöðvarinnar Glerártorgs Akureyri fest í sessi sem versl- unarstaður Morgunblaðið/Kristján Það verður vafalítið líflegt á Glerártorgi um helgina en í tilefni afmæl- isins verða ýmsar uppákomur í verslunarmiðstöðinni. ÞAÐ var mikið um dýrðir í Síðuseli í gær þegar haldið var upp á 20 ára afmæli leikskólans. Börnin efndu til sýninga fyrir foreldra sína og aðra gesti sem heimsóttu Síðusel í tilefni dagsins. Alls voru fjórar sýningar, stutt leik- rit, söngur og þá komu brúður við sögu. Einnig var opnað kaffihús í kjallara leikskólans þar sem gest- um var boðið upp á veitingar. Nú eru 89 börn í Síðuseli, tveggja til sex ára, á þremur deildum og eru starfsmenn rúmlega 20 talsins. Leikskólinn stækkaði nokkuð um áramótin 1993-94 þegar kjallarinn var tekinn í notkun. Snjólaug Pálsdóttir leik- skólastjóri sagði að unnið hefði ver- ið að þróunarverkefninu Gæða- stjórnun í leikskólum og árangur af því hefði orðið góður, en nú er unn- ið að öðru þróunarverkefni sem nefnist Lífsleikni í leikskólum. Það er unnið í samvinnu við leikskólana Sunnuból og Krógaból. Um er að ræða mannræktarverkefni að sögn Snjólaugar að indverskri fyr- irmynd en það hefur ekki verið reynt áður í starfi með svo ungum börnum eða frá tveggja ára aldri. Snjólaug sagði að mikill stöð- ugleiki væri í starfsmannahaldi á leikskólanum, en þar hefur sami fasti kjarninn unnið um árabil og haldið uppi starfinu. Leikskólinn Síðusel 20 ára Börnin buðu foreldrum á sýningu og kaffihús Morgunblaðið/Kristján Börnin á Síðuseli höfðu ríka ástæðu til að brosa út að eyrum í gær, á 20 ára afmæli leikskólans. EISTNESK-írsk tónlist verður leik- in í Deiglunni á laugardagskvöld, 3. nóvember. Hún verður flutt af þrem- ur Eistlendingum sem allir eru starf- andi tónlistarkennarar á Norður- landi. Þeir eru Jaan Alavere á harmoniku, fiðlu og gítar, Tarvo Nõmm á bassa ásamt Mait Trink sem syngur og spilar á gítar. Tón- leikarnir hefjast kl. 22.30 og miða- verð er 1.000 kr. Eistnesk-írskt tónlistarkvöld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.