Morgunblaðið - 02.11.2001, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 02.11.2001, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001 65 DAGBÓK Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin við Fákafen), sími 553 0100. Opið virka daga kl. 10–18, laugardaga kl. 10–16. Úlpur, stuttjakkar og kápur ný sending Rosner síðbuxur í þremur skálmalengdum Kæru viðskiptavinir. Ég hef tekið við hársnyrtistofunni Capilli, Suðurlandsbraut 50, bláu húsin við Faxafen. Sími 588 0060. Verið velkomin Ásta Margrét Jóhannsdóttir   Mörkinni 6, 108 Reykjavík, sími 588 5518 Ný sending af ódýrum pelsum - stuttir og síðir Hattar og húfur Opið laugardaga frá kl. 10-15 STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake SPORÐDREKI Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú ættir að koma öllum mál- um á hreint við vini og vanda- menn svo einhverjir draugar á því sviði séu ekki að þvælast fyrir þér. Allt verður auðveld- ara. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það getur verið kúnst að græða sem mest á samstarfi við aðra. Reyndu það en mundu að þú verður auðvitað sjálfur að leggja þitt af mörk- um. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Fáðu útrás fyrir sköpunar- þrána. Þú finnur breytingu á öllum sviðum, þegar þú hættir að byrgja hana inni og tekur penna eða pensil þér í hönd. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Orð eru til alls fyrst og það er þitt að leitast við að græða þau sár sem orðið hafa í samskipt- um þínum við aðra. Umfram allt; vandaðu orðavalið. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Bjartsýni er góð en hún má ekki byrgja þér sýn svo þú sjá- ir ekki raunveruleikann. Það ríður á að þú hafir báða fætur á jörðinni þessa dagana. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það er sjálfsagt að hafa augun opin fyrir öllum tækifærum. Sum eru þannig að þú verður að hrökkva eða stökkva. Reyndu að fá smátíma til um- hugsunar. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú mátt gleðjast yfir þeim hæfileika þínum að eiga auð- velt með að fá aðra á þitt band. En hann er vandmeðfarinn sem annað og má ekki mis- notast. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú þyrftir að komast eitthvað afsíðis til þess að velta málun- um fyrir þér. Þegar allt kemur til alls er það þinn innri maður sem skiptir sköpum. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þótt þér líki betur fámenni en margmenni er ástæðulaust að loka sig úti frá öllum manna- mótum. Þú þarft bara að velja þér réttan hóp viðmælenda. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Yfirmenn þínir fylgjast grannt með frammistöðu þinni og eru ánægðir með það sem þeir sjá. Notaðu þér þennan byr en varastu allan leikaraskap. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Alltaf lærir maður eitthvað nýtt á ferðalögum. Þetta þurfa ekki að vera langar ferðir. Gönguferð í nágrenninu getur verið ótrúlega gefandi. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það er óþarfi að setja upp hundshaus, þótt sum verkefni skili ekki eins miklu og þú átt- ir von á. Önnur skila meiru og þannig jafnast hlutirnir út. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Afmælisbarn dagsins: Þú ert nýjungagjarn en stundum leiðist þú út í breytingar breytinganna vegna og það er óhollt. LJÓÐABROT VIÐLÖG Svo er hún fögur sem sól í heiði renni. Augun voru sem baldinbrá, bar þar ekki skuggann á. Sá er sæll, sem sofna náir hjá henni. Því fór eg hingað, hugða eg gleðina sýna. Öllu skulum við angrinu týna. Laxinn stökkur strauminn á og stökkur á harðagrjóti. Illt er að leggja ást við þá, sem enga kann í móti. Samt skal eg unna þeim svanna alla mína daga. :,:á meðan eg man til manna.:,: 1. Rf3 Rf6 2. d4 g6 3. c4 Bg7 4. Rc3 d5 5. Bf4 O-O 6. Db3 dxc4 7. Dxc4 Ra6 8. e4 c5 9. d5 e6 10. d6 Rb4 11. O-O-O b6 12. a3 Ba6 13. Db3 Bxf1 14. Hhxf1 Rc6 15. e5 Rd7 16. Bg5 Db8 17. Da4 Db7 18. Rb5 Rcxe5 19. Rxe5 Bxe5 20. Be7 Hfc8 21. f4 Bg7 22. Hf3 c4 23. Rc7 Staðan kom upp í minning- armóti Jóhanns Þóris Jóns- sonar sem lýkur í dag í Ráð- húsi Reykjavíkur. Halldór B. Halldórs- son (2.103) hafði svart í stöðunni gegn Braga Þorfinnssyni (2.393) og tókst að skjóta honum ref fyr- ir rass. 23...b5! 24. Dxb5? Tapar manni en staða hvíts var einnig gleðisnauð eft- ir 24. Dc2 Hab8. Í framhaldinu verður svörtum ekki skota- skuld úr því að nýta sér liðsmuninn: 24...Hxc7 25. a4 Dxb5 26. axb5 Hb7 27. Ha3 Hxb5 28. Hd2 a5 29. Hc2 Hab8 30. Ha2 Hc8 31. Ha4 Hb4 32. Ha3 c3 33. bxc3 Hxf4 34. Hb3 Bf6 35. Hb7 Bxc3 36. Hxc3 Hxc3+ 37. Kd2 Ha3 38. Hxd7 Hf2+ 39. Ke1 Hb2 og hvítur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. Ljósmynd/Sigríður Bachmann BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 23. júní sl. í Selja- kirkju af sr. Valgeiri Ást- ráðssyni Lilja Össurardóttir og Bjarni H. Ásbjörnsson. Heimili þeirra er í Smára- rima 4, Reykjavík. Ljósmyndarinn í Mjódd BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 25. ágúst sl. í Lága- fellskirkju af sr. Helgu Soff- íu Konráðsdóttur Guðrún Helga Finnbogadóttir og Arnar Már Árnason. Heim- ili þeirra er í Sönderborg í Danmörku. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík PÓLVERJINN Pszczola er í aðalhlutverki í þætti dags- ins, en hann fann fallega vinningsleið í fjórum hjört- um í eftirfarandi spili úr leik Pólverja og Indónesa á HM í París. Norður gefur; enginn á hættu. Norður ♠ ÁD9 ♥ 10843 ♦ K2 ♣8762 Vestur Austur ♠ K7 ♠ G643 ♥ DG72 ♥ -- ♦ 763 ♦ DG10984 ♣KD104 ♣953 Suður ♠ 10852 ♥ ÁK965 ♦ Á5 ♣ÁG Vestur Norður Austur Suður Lasut Kwiecen Manoppo Pszczola -- Pass Pass 1 hjarta Pass 2 lauf * 3 tíglar 4 hjörtu Pass Pass Pass Eftir pass norðurs í upp- hafi eru tvö lauf Drury- sagnvenjan, áskorun í geim með 9-11 punkta. Lasut í vestur kom út með laufkóng, sem Pszczola tók strax og lagði niður tromp- ásinn. Þegar austur henti tígli í þann slag blöstu við tveir tapslagir á tromp og Pszczola hugsaði sinn gang. En ekki mjög lengi. Hann spilaði næst laufgosa og vestur fékk á drottninguna og skipti yfir í tígul. Pszczola drap með kóng blinds, trompaði lauf, spilaði spaða á drottningu og trompaði síðasta lauf blinds. Ásarnir í tígli og spaða voru næst teknir og spaða spilað úr borði í þessari stöðu: Norður ♠ 9 ♥ 1084 ♦ -- ♣-- Vestur Austur ♠ -- ♠ G6 ♥ DG7 ♥ -- ♦ 7 ♦ G10 ♣-- ♣-- Suður ♠ 108 ♥ K9 ♦ -- ♣-- Austur tók á slaginn á spaðagosa, en það var sama hvort hann spilaði spaða eða tígli um hæl, annar tromp- slagur vesturs var horfinn. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 50 ÁRA afmæli. Í dagföstudaginn 2. nóv- ember er fimmtugur Sig- urður Ásgeirsson, húsa- smíðameistari, Dalhúsum 91, Grafarvogi. Hann tekur á móti gestum á heimili sínu eftir kl. 20 í kvöld. 50 ÁRA afmæli. Nk.sunnudag, 4. nóvem- ber, er fimmtugur Guð- mundur Haukur Sigurðs- son, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunarinnar á Hvammstanga. Hann og eiginkona hans, Magna Magnúsdóttir, taka á móti gestum í Félagsheimilinu á Hvammstanga frá kl. 20 laugardaginn 3. nóvember. Árnað heilla Bridsfélag Borgarfjarðar Mánudaginn 22. október var spil- aður eins kvölds tvímenningur með þátttöku 14 para. Úrslit urðu eftir- farandi: Haraldur Jóhanness. – Örn Einarss. 163 Halldóra Þorvaldsd. – Unnur Jónsd. 145 Guðmundur Kristinss. – Ásgeir Ásgeirss. 141 Sveinbjörn Eyjólfss. – Lárus Péturss. 139. Mánudaginn 29. október var aftur spilaður tvímenningur og enn hristi Munaðarness-bóndinn aðra kepp- endur af sér, þó með nýjum meðspil- ara væri. Haraldur Jóhanness. – Lárus Péturss. 130 Magnús Magnúss. – Jón Péturss. 129 Brynjólfur Gíslas. og Sæunn Oddsd. 124 Kristján Axelss. og Örn Einarss. 121 Næsta mánudag hefst Opna Borg- arfjarðarmótið í tvímenningi. Eldheit lokaorrusta hjá Bridsfélagi Siglufjarðar Mánudaginn 22. október lauk þriggja kvölda hausttvímenningi fé- lagsins, 20 pör mættu til leiks og var lokabaráttan eldheit, þar sem aðeins 9 stiga munur var milli 1. og 5. sætis, en toppurinn 8 þar sem spilað var í tveimur riðlum. Lokaúrslitin urðu þau að tvö pör skiptu með sér 1. og 2. sæti en þar sem enga reglugerð var við að styðj- ast stendur stjórn félagsins nú frammi fyrir miklum vanda, hvern skal úrskurða sem sigurvegara mótsins. Annars var röð efstu para þessi: 1.–2. Sigurður – Sigfús 383 1.–2. Guðlaug – Ólafur 383 3. Benedikt – Örn 377 4. Stefán – Þorsteinn 375 5. Anton – Bogi 374 Nú er hafið Siglufjarðarmót í tví- menningi (Siglufjarðarmeistari í tví- menningi 2001) og var 1. umferð spil- uð mánudaginn 29. október. Til leiks mættu 20 pör, spilaður er „Barome- ter“, fimm umferðir á kvöldi með 5 spil milli para. Eftir fyrsta kvöld af fjórum er staða efstu para þessi: Ari Már Arason – Ari M. Þorkelsson 54 Birgir Björnss. – Þorsteinn Jóhanness. 46 Sigurður Hafliðas. – Sigfús Steingrímss. 43 Hreinn Magnúss. – Friðfinnur Haukss. 39 Benedikt Sigurjónss. – Örn Þórarinss. 33 Anton Sigurbjörnss. – Bogi Sigurbjörnss. 31 Norðurlandsmót í sveitakeppni Um næstu helgi, laugardaginn 3. og sunnudaginn 4. nóvember, verður haldið Norðurlandsmót í sveita- keppni á Siglufirði. Mótið hefst kl. 10 á laugardegi og áætluð mótslok eru síðdegis á sunnudeginum. Vænst er góðrar þátttöku og glæsilegir verðlaunagripir eru í boði auk silfurstiga. BRIDS U m s j ó n A r n ó r G . R a g n a r s s o n Hvað er hann að drekka? Hann hefur fengið bót allra sinna meina. Með kaffinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.