Morgunblaðið - 02.11.2001, Blaðsíða 62
62 FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
MIKIÐ hefur mig oft langað til að
setja hugleiðingar mínar á blað í
sambandi við heilbrigðisþjónustuna
hér heima. Oft er haft á orði að hún
sé sú besta! Mér
finnst samt
ástæða til að
benda á að við er-
um ansi mörg
sem bíðum eftir
aðgerð eins og
t.d. ég eftir
mjaðmaaðgerð,
og þessari bið
fylgir ómældur
sársauki. Ég hef
heyrt töluna 1000 sem ég vildi
gjarna að við sem bíðum fengjum
staðfesta.
Alltaf er verið að tala um mann-
réttindi, felast þau ekki í svo mörg-
um þáttum eins og t.d. aðgangi að
heilbrigðisþjónustu? Spyr sá sem
ekki veit.
Einhver kann að segja að það sé
ekki hægt að gera fleiri aðgerðir
vegna þess að sjúkraliðar eru í
verkfalli, en það er núna. Ekki voru
gerðar aðgerðir í sumar vegna þess
að bæklunaraðgerðir voru fluttar í
Fossvog og verið var að endurnýja
skurðstofur og á löngum tíma voru
aðeins tvær aðgerðarstofur í notk-
un! Sumarlokanir deilda stytta held-
ur ekki biðina. Viðkvæðið er það
vantar peninga! Fróðlegt væri að fá
upplýst hvað það kostar að eyða
listunum, eða allavega stytta þá.
Kannski kostar það jafnmikið og
ýmis gæluverkefni, svo sem dýrir
fundir (t.d. Natofundur) eða skraut-
hýsi.
Má vera að skipulag á þessum
þáttum sé ekki í lagi, e.t.v. ætti að
skipta þjónustu í smærri einingar
þar sem hver deild hefði fjármuni
og gæti sjálf skipulagt hvað hefði
forgang. Heilbrigðisráðherra telur
sjúkratryggingaleið ekki færa og
ekki má greiða inntökugjald vegna
aðgerða. Margir væru þó örugglega
fúsir til þess ef það væri til bóta,
flestum finnst lítið mál að fara í búð
og kaupa flík fyrir 10.000 kr.
Flestir sem þjást heima af þess-
um sökum eru farnir að eldast, en
þetta er samt fólk sem tekur þátt í
þessu þjóðfélagi. Við erum allavega
kjósendur og höfum lagt okkar lóð á
vogarskál samfélagsins. Ég vona að
heilbrigðisráðherra geri eitthvað
róttækt í þessum málum, ekki bara
tala um að það verði gert á næsta
ári eða einhvern tíma í náinni fram-
tíð.
Kannski ættu yfirvöld að koma af
stað söfnun, í það minnsta virðist
ekki líða sá dagur að ekki sé verið
að safna fyrir einhverja eða eitt-
hvert málefni.
Við sem bíðum ættum kannski að
stofna félag eða þrýstihóp. Ég vil
biðja sem flesta sem bíða og líða
heima að láta í sér heyra á hvaða
vettvangi sem tiltækur er. Hver
sem eitthvað gerir í þessu máli
„strax“ verður vinsæll. Með kveðju
til heilbrigðisráðherra.
ELÍN ÓLAFSDÓTTIR,
húsmóðir.
Við sem bíðum
Frá Elínu Ólafsdóttur:
Elín
Ólafsdóttir
ÞEGAR ég var ungur heyrði ég
suma segja „það eru allir Jónar jafn-
ir“ en það er ekki rétt. Það voru til
menn þá sem sögðu „það er sitt hvað
Jón og séra Jón“ og það var rétt og
er svo enn. Seinna komu svo fleiri
Jónar, t.d. Jón prímus sem Halldór
frá Laxnesi skapaði svo snilldarlega.
Ekki má gleyma Jóni greyinu hraki
sem fraus í hel í skafli á flakki milli
bæja og Stefán G. orti um í einu af
sínum snilldarkvæðum. Við eigum í
dag heilbrigðisráðherra sem heitir
Jón og er fremstur meðal Jóna.
Þegar samið var við launþega-
samtökin var því lofað að laun aldr-
aðra og öryrkja myndu fylgja laun-
um þeirra en svo hefur ekki verið og
nú er sagt að það verði á næsta ári
en það var líka sagt í fyrra. Þeir sem
fá borgað úr lífeyrissjóði borga
skatt af því, en þeir borguðu líka
skatt af því sem þeir borguðu í sjóð-
inn meðan þeir voru að vinna. Í nýju
fjárlögunum er gert ráð fyrir stór-
lækkun skatta á fyrirtæki og há-
tekjufólk, er það sjálfsagt gott fyrir
þá sem þess njóta en ekki er eitt orð
um að lækka skatta hjá láglauna-
fólki eða öryrkjum og ellilífeyrisþeg-
um, þeim sem draga fram lífið á bót-
um.
Enn kemur Jón við sögu, þ.e. Jón
ráðherra. Það vantaði milljónir í
tryggingakerfið og engin heimild til
að fá krónu til að bæta úr því. Þá
datt Jóni snjallræði í hug, að taka
það af sjúklingum og gamalmennum
og það gerði hann á þann hátt að
draga úr og fella niður niður-
greiðslur á meðulum og þannig náði
hann í raun af sjúklingum því, sem á
vantaði í kerfið. Það er sjálfsagt
engin ástæða til að ríkið borgi stórfé
í rándýrar pillur til að halda lífi í af-
lóga liði. Það getur borgað það sjálft
af ellilaununum.
Við, þessir gömlu, erum greini-
lega út og suður í kerfinu og verðum
að sætta okkur við það og verðum
kannski eins og hann sem aftur-
genginn orti vers um ólánið að liggja
þversum.
Einn hefur hér allvel gát
með öldruðum á fróni.
Minnkar við þá meðala-át,
mun það rétt hjá Jóni.
GUÐMUNDUR BERGSSON,
Sogavegi 178, Reykjavík.
Ekki eru allir
Jónar jafnir
Frá Guðmundi Bergssyni: