Morgunblaðið - 02.11.2001, Blaðsíða 58
HESTAR
58 FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
RANNSÓKNIR á erfðabreytileika
íslenska hrossastofnsins sem fram
fara á Keldum ganga vel og er búist
við að fyrstu niðurstöður verði birt-
ar um mitt næsta ár. Fyrirhugað er
að koma upp ætternisgreiningu
fyrir hrossaræktendur auk þess
sem byggður verður upp gagna-
grunnur og lífsýnabanki sem bygg-
ist á því erfðaefni sem safnað er við
rannsóknina.
Tekið hefur verið blóð úr 150–200
hrossum úr tilviljunarkenndu úr-
taki auk mest notuðu stóðhesta
landsins. Einnig hefur verið tekið
blóð úr hrossum úr einangruðum
stofnum svo sem úr Kirkjubæjar-
hrossunum gömlu og Árnanes-
hrossunum í Hornafirði. Þá er verið
að leita að hreinræktuðum hrossum
af Hindisvíkurstofni. Síðastliðið vor
var einnig safnað blóði úr öllum
stóðhestum sem sýndir voru þá.
Vilhjálmur Svansson dýralæknir
vinnur að rannsókninni á Keldum
ásamt þeim Viktori Mar Bonilla, en
þetta er MS-verkefnið hans, Val-
gerði Andrésdóttur og Eggerti
Gunnarssyni. Þá koma einnig að
verkefninu Sigríður Björnsdóttir
dýralæknir hrossasjúkdóma og
Ágúst Sigurðsson, hrossaræktar-
ráðunautur Bændasamtakanna.
Auk þess hafa þau unnið í samvinnu
við Matthew Binch hjá Animal
Health Trust í New Market á Eng-
landi, en hann hefur verið að kort-
leggja erfðamengi hestsins.
Vitneskju safnað um
einangraða stofna
Að sögn Vilhjálms byggist rann-
sóknin á því að kanna erfðabreyti-
leika íslenska hestsins með því að
skoða ákveðin svæði í erfðaefninu.
Ætlunin er að skoða um 50 mis-
munandi svæði dreifð á erfðaefnið.
„Ef um lítinn erfðabreytileika er
að ræða verður erfitt að skera úr
um ætterni hrossa, en ef fjölbreyti-
leikinn er mikill í stofninum er það
mun auðveldara,“ sagði Vilhjálmur.
Hann segir ljóst að forsenda
ræktunarstarfsins sé að erfðafjöl-
breytileiki sé mikill og mikilvægt að
halda honum. Þegar fram líða
stundir segir hann að mögulegt
verði fyrir ræktendur að fá upplýs-
ingar um hvaða stóðhestar bera í
sér fjölbreytileika og hverjir ekki. Í
framtíðinni gætu þeir því valið
frekar stóðhest sem gæti borið
erfðafjölbreytileikann áfram fram
yfir þann sem ekki gæti það, þótt
þetta virtust vera sambærilegir
hestar.
Auk þess verður mjög forvitni-
legt að fá vitneskju um hvort gaml-
ir skyldleikaræktaðir stofnar, eins
og t.d. Árnaneshrossin, séu að ein-
hverju leyti frábrugðnir fjöldanum,
hvort í þeim megi finna annars kon-
ar erfðaefni en í öðrum hrossum,
hvort eiginleikar hafi einangrast í
stofninum eða horfið úr honum.
Ætternisgreining
og lífsýnabanki
En rannsóknin býður upp á hlið-
arafurðir. Fyrst og fremst er horft
til ætternisgreiningar fyrir hrossa-
ræktendur, en það blóð sem safnast
hefur og mun safnast í rannsókn-
inni mun verða geymt og verður
grundvöllur fyrir lífsýnabanka sem
er efniviður fyrir hvers kyns rann-
sóknir á íslenska hrossastofninum.
Á rannsóknunum og erfðaefninu
sem safnast er því hægt að byggja
upp gagnagrunn um stofninn. Til
dæmis með því að safna erfðaefni
úr bestu hrossum landsins á hverj-
um tíma og einnig úr tilviljana-
kenndu úrtaki til að fá þversnið af
stofninum hverju sinni.
Fljótlega verður hægt að notast
við hárrætur til að ná í erfðaefni, en
Vilhjálmur segir að blóð sé mun
betra efni. Rannsóknir á því hafa
gengið mjög vel og úr því fæst mun
meiri og betri efniviður til rann-
sókna. Í hárrótum er lítið efni og
þarf töluvert magn, auk þess sem
það geymist mun verr en blóð.
Hins vegar er mun ódýrara að
taka hársýni. Á móti kemur að það
hlýtur að þurfa að setja strangar
reglur hverjir megi safna hársýni.
Vilhjálmur sagði slík öryggisatriði
ekki í höndum rannsóknarmann-
anna heldur hlytu hrossaræktend-
ur að verða að koma sér upp slíku
kerfi. Dýralæknar eru þeir einu
sem mega draga blóð úr hrossum til
að senda til rannsóknar.
Verður „yfirferðargenið“
úr Kolfinni einangrað?
Óneitanlega vekur það upp
margar spurningar um hvaða
möguleikar verða fyrir hendi í
framtíðinni þegar allt þetta erfða-
efni liggur fyrir. Vilhjálmur var til
gamans spurður að því hvort ekki
yrði auðvelt að klóna hross ef slíkt
yrði leyft í framtíðinni, t.d. væri
hægt að framleiða annan Kolfinn
frá Kjarnholtum. Vilhjálmur var
fljótur að svara því og sagði að lík-
lega yrði sniðugra að einangra bara
„yfirferðargenið“ úr honum og
koma því áleiðis í ræktuninni.
Erfðarannsóknir á
stofninum ganga vel
Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir
Ellen Trætteberg frá Noregi ásamt undirbúningsnefndinni, Þorsteini Broddasyni og Ingimar Ingimarssyni frá Hestamiðstöð Íslands og Önnu K.
Vilhjálmsdóttur frá Íþróttasambandi fatlaðra.
Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir
Þessi drengur hefur að sögn móður hans aldrei viljað liggja á maganum. Hann var settur á hest og lá grafkyrr á
maganum og slakaði alveg á.
SÝNING á hestaljósmyndum þeirra
Valdimars Kristinssonar og Eiríks
Jónssonar sem þekktastir eru meðal
hestamanna fyrir hestaumfjöllun og
hestaljósmyndir sínar á síðum
Morgunblaðsins og DV var opnuð í
MR-búðinni á Lynghálsi 3 í Reykja-
vík í gær.
Á sýningunni eru litmyndir af
hestum og hestamönnum sem tekn-
ar voru á þessu ári.
Í kaffihorni MR-búðarinnar verð-
ur komið fyrir myndum frá Heims-
meistaramóti íslenskra hesta sem
haldið var í Stadl Paura í Austurríki
síðastliðið sumar. Sýningin verður
opin á opnunartíma verslunarinnar
kl. 8–18 á virkum dögum og 10–14 á
laugardögum til 17. nóvember nk.
Sýning á
hestaljós-
myndum í
MR-búðinni
FAGRÁÐ í hrossarækt boðar til ráð-
stefnunnar „Hrossarækt 2001“
föstudaginn 16. nóvember nk. í Ársal
Hótel Sögu þar sem farið verður yfir
hrossaræktarárið 2001 og spennandi
niðurstöður nýrra rannsókna kynnt-
ar. Ráðstefnan hefst kl. 12.30 og
stendur til 17 og eru allir sem láta sig
íslenska hrossarækt varða, jafnt fag-
fólk sem áhugamenn, hvattir til að
mæta.
Dagskrá ráðstefnunnar er eftir-
farandi:
12.30 Fundarsetning.
12.35 Hrossaræktarárið 2001.
Ágúst Sigurðsson, hrossaræktar
ráðunautur Bændasamtaka
Íslands, fer yfir árið og kynnir
nýjasta kynbótamatið.
13.00 Gestafyrirlesarar:
Sveinn Ragnarsson: Ræktun
kappreiðavekringa.
Pétur Halldórsson: Hrossa-
fóðrun
í höfuðborginni.
Þorvaldur Kristjánsson: Vilji
og geðslag.
Eyþór Einarsson: Hverju
skiluðu afkvæmaprófanirnar?
Elsa Albertsdóttir: Er eitthvert
vit í þýskum dómum?
15.30 Umræður
16.00 Afhending viður-
kenningar skjala:
Þátttakendur í gæðastjórnun.
Tilnefningar til ræktunarverð
launa ársins.
Fundarslit fyrir kl. 17.
Fagráð efnir
til ráðstefn-
unnar Hrossa-
rækt 2001
HROSSABÓNDINN á Bergi í
Reykholtsdal, Flosi Ólafsson, verður
veislustjóri á árlegri uppskeruhátíð
hestamanna sem Landssamband
hestamannafélaga og Félag hrossa-
bænda efna til föstudagskvöldið 16.
nóvember nk. í Broadway. Hesta-
íþróttamaður ársins og ræktunar-
maður ársins verða að venju út-
nefndir og atriði úr Hestagaldri, sýn-
ingunni sem sett var upp í tengslum
við Islandica hestasýninguna í haust,
flytja þeir Helgi Björnsson, Jóhann
Sigurðarson og Gunnar Þórðarson.
Hljómsveitin BSG, sem samanstend-
ur af þeim Björgvini Halldórssyni,
Sigríði Beinteinsdótur og Grétari
Örvarssyni, leikur fyrir dansi.
Þegar er farið að panta miða og
borð í Broadway en síðasti pöntunar-
dagurinn er 13. nóvember. Þó er
bent á að mikilvægt er að tryggja sér
miða í tíma til að fá borð á góðum
stað.
Flosi veislu-
stjóri á
uppskeruhátíð
hestamanna
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦