Morgunblaðið - 02.11.2001, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 02.11.2001, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001 9 Glæsilegur samkvæmisfatnaður allar stærðir Mikið úrval af brúðarfatnaði til leigu Efnalaug og fataleiga Garðabæjar Opið alla daga frá kl. 10-19, laugardaga frá kl. 10-14.Garðatorgi 3, s. 565 6688 15% afsláttur af öllum síðbuxum, peysum og bolum Síðasta tilboðshelgin Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. Ungbarnaföt B A R N A V Ö R U V E R S L U N www.oo.is Úrvalið er hjá okkur 0-3ja ára Opið laugardag frá 11 - 16      40-50% afsláttur af haustvörum í dag, laugardag og sunnudag opið frá 11-19 alla dagana. BÖRN 0G UNGLINGAR  557 7711 0-12 ára 30% afslát tur síðustu dagar Í REGLUGERÐ heilbrigðisráðu- neytisins um gerð lyfseðla og ávísun lyfja sem tók gildi 1. apríl í vor er ákvæði þess efnis að tilgreina eigi á lyfseðli við hverju nota eigi lyfið. Landlæknir gerði í kjölfarið athuga- semd við þetta ákvæði og síðastliðið sumar var reglugerðinni breytt í þá veru að í undantekningartilfellum megi læknir sleppa að geta við hverju lyf er notað telji hann það þjóna hagsmunum sjúklings. Ákvæðið er í 23. gr reglugerðar nr. 111/2001, sem gefin var út 22. janúar í vetur og breytt 14. júní og hljóðar svo: „Útgefandi lyfseðils skal til- greina á lyfseðli hvernig, hvenær og við hverju nota á ávísað lyf, á þann hátt að auðskilið sé fyrir notanda þess. Í undantekningartilvikum má læknir sleppa að geta við hverju lyf er notað telji hann það þjóna hags- munum sjúklings.“ Eggert Sigfússon, deildarstjóri í heilbrigðis- og tryggingaráðuneyt- inu, sagði að samkomulag hefði orðið um að bæta við 23. gr. reglugerðar- innar, þannig að læknar hefðu mögu- leika á því að sleppa því að skrifa á lyfseðil við hverju lyfið væri ef þeir teldu það þjóna hagsmunum sjúk- lings og þetta hefði verið gert vegna ábendinga lækna þar að lútandi. Eggert sagði að sambærilegt ákvæði hefði verið í fyrri reglugerð um lyfseðla að skrifa ætti við hverju lyfið væri, en læknar hefðu ekki farið eftir því og það hefði verið látið við- gangast. Það hefði verið hnykkt á þessu í nýju reglugerðinni í janúar vegna þess einkum að greiðsluskil- málar Tryggingastofnunar gætu verið háðir því við hverju lyfið væri. Eggert sagði að eftir sem áður gætu sjúklingar farið fram á það að ekki væri fyllt út í þennan reit á lyf- seðlinum og læknir gæti sleppt því ef hann teldi það heppilegra. Sigurður Guðmundsson landlækn- ir sagði að landlæknisembættið hefði gert athugasemdir við þetta ákvæði reglugerðarinnar að ábending lyfja- gjafarinnar yrði skráð á lyfseðilinn. Það hefði í sjálfu sér ekki þurft að vera sjúkdómsgreining heldur hefði einnig getað verið um að ræða verki sem lyfið væri gefið við. Rök þeirra sem hefðu sett þetta inn hefðu verið þau að þetta gæti auðveldað sjúk- lingum, sérstaklega þeim sem væru á mörgum lyfjum, ef stæði á lyfseðl- um og lyfjaglösum við hverju lyfin væru, auk þess sem það gæti verið nytsamlegt varðandi upplýsingaöfl- un um ábendingar lyfja við tilteknum sjúkdómum. Þessi rök væru hins vegar ekki haldbær í ljósi þess að þarna væri verið að koma á framfæri sjúkdóms- greiningum við þá sem þyrftu ekki á þeim að halda, eins og til dæmis starfsfólk lyfjabúða. Þetta sé í and- stöðu við þá viðurkenndu reglu að sjúklingarnir sjálfir ráði því hverjir eigi að fá upplýsingar um sjúkdóms- greininguna. Það gildi allavega um þá sem ekki þurfi beinlínis á upplýs- ingunum að halda vegna meðferðar. Hann bætti því við aðspurður að landlæknisembættinu hefðu ekki borist kvartanir vegna þess að upp- lýsingar um sjúkdómsgreiningar væru skráðar á lyfseðil. Ákvæði reglugerðar um gerð lyfseðla og ávísun lyfja Tilgreina á sjúkdóm á lyfseðli nema í undan- tekningartilfellum Grunaður um að dreifa fíkni- efnum til unglinga LIÐSMENN rannsóknadeildar lögreglunnar í Hafnarfirði fundu lítilræði af fíkniefnum, hassi og ætluðu amfetamíni við húsleit hjá manni á fimmtugs- aldri á miðvikudagskvöld. Mað- urinn er grunaður um að hafa dreift fíkniefnum til unglinga en þegar húsleitin var gerð voru tvær 16 ára stúlkur hjá honum. Maðurinn var yfirheyrður af lögreglu og honum sleppt að yf- irheyrslu lokinni. Foreldrum stúlknanna beggja var gert við- vart sem og barnaverndar- nefnd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.