Morgunblaðið - 02.11.2001, Side 26

Morgunblaðið - 02.11.2001, Side 26
ERLENT 26 FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ TILRAUNIRNAR til að sameina hinar ýmsu fylkingar Afgana í eitt stjórnmálaafl, sem gæti tekið við völdunum í Afganistan af talibön- um, einkennast nú af ringulreið vegna metings forystumanna þeirra, innbyrðis deilna fylkinganna og andstæðra hagsmuna grann- ríkja, að sögn embættismanna sem taka þátt í viðræðunum. Að minnsta kosti sex hópar sem starfa í ýmsum borgum, allt frá Róm til Peshawar í Pakistan, kepp- ast nú við að semja sína eigin áætl- un um pólitíska framtíð Afganist- ans. Þessir hópar hafa nokkrum sinnum neitað að koma saman til að semja um sameiginlega áætlun og hafnað öllum málamiðlunum. Fréttaskýrendur segja að líkurn- ar á því að hægt verði að leysa þessar deilur hafi minnkað vegna þess að svo virðist sem Bandaríkja- mönnum og Bretum hafi ekki tekist að veikja stjórn talibana að ráði. Mannfallið meðal óbreyttra borg- ara í loftárásunum hefur einnig valdið klofningi meðal þátttakend- anna í viðræðunum. „Þetta er hörmung,“ sagði vest- rænn stjórnarerindreki sem tekur þátt í viðræðunum. Aðrir embætt- ismenn sögðu að þær gætu tekið marga mánuði – og jafnvel nokkur ár. Enginn virðist geta sameinað Pastúna Bandarískir embættismenn hafa reynt að flýta fyrir falli talibana- stjórnarinnar með því að mynda líf- vænlega ríkisstjórn sem geti tekið við völdunum. Markmiðið er einnig að koma í veg fyrir valdatómarúm og nýtt borgarastríð. Meðal þeirra sem taka þátt í við- ræðunum eru konungssinnar, stríðsherrar, leiðtogar hinna ýmsu þjóðflokka og trúarhópa, auk emb- ættismanna frá meira en tíu ríkjum. Ein af helstu fyrirstöðunum er að enginn afgönsku leiðtoganna virðist vera nógu öflugur til að sameina Pastúna, stærsta þjóðflokk Afgan- istans. Flestir þeirra hafa annað- hvort tengst forystumönnum talib- ana, sem eru flestir Pastúnar, eða verið mjög lengi í útlegð og sakaðir um að vera handbendi erlendra ríkja. Nauðsynlegt er að stjórnin njóti stuðnings Pastúna til að hægt verði að tryggja pólitískan stöðug- leika í Afganistan. Deilur hafa einnig komið upp milli Norðurbandalagsins, sem hef- ur barist við talibana í norðurhluta Afganistans, og fyrrverandi kon- ungs landsins, Mohammeds Zahirs Shah. Hann hefur verið í útlegð í 28 ár en er enn vinsæll í Afganistan og fréttaskýrendur telja að hann geti gegnt mikilvægu hlutverki í því að sameina afgönsku fylkingarnar. Ólíkir hagsmunir grannríkja Afg- anistans, einkum Írans og Pakist- ans, hafa einnig torveldað tilraun- irnar til að sameina fylkingarnar. Bandaríkjastjórn styður svokall- aðan Rómarhóp sem gengur út frá því að konungurinn fyrrverandi gegni lykilhlutverki í stjórnar- mynduninni. Stjórnvöld í Íran eru hins vegar andvíg Zahir Shah og styðja svonefndan Kýpur-hóp sem hefur laðað að sér Afgana er telja að konungssinnar hafi of mikil áhrif í viðræðunum í Róm, auk þess sem ekki sé tekið nægilegt tillit til sjón- armiða íslamskra trúarleiðtoga. Pakistanar styðja aftur á móti hóp útlægra Pastúna sem komu saman í Peshawar í vikunni sem leið. Þrír aðrir hópar hafa mótað eigin áætlanir: „vinnuhópur“ embættis- manna frá Bandaríkjunum, Ítalíu, Íran og Þýskalandi í Genf; „afg- anski stuðningshópurinn“ sem sam- anstendur aðallega af embættis- mönnum Evrópuríkja og landa sem hafa haft vinsamleg samskipti við Vesturlönd; og „6+2 hópurinn“, en í honum eru sex grannríki Afganist- ans auk Bandaríkjanna og Rúss- lands. Þessir þrír hópar hafa komið saman öðru hverju síðustu ár til að móta langtímaáætlun sem miðar að því að binda enda á 23 ára stríðs- átök í Afganistan. Afgönsku útlagahóparnir hafa ekki getað náð samkomulagi um viðræður, hvað þá um sameiginlega áætlun. Kýpur-hópurinn ætlaði til að mynda að fara til Rómar fyrir þrem vikum en hópur konungsins fyrrverandi neitaði þá að ræða við hann. Pastúninn Gulbuddin Hekm- atyar, fyrrverandi stríðsherra í Afganistan, er mjög áhrifamikill í Kýpur-hópnum og virðist hafa snú- ist á sveif með talibönum. Hann sakar hina hópana um að vera handbendi Vesturlanda. Rómarhópurinn neitaði að senda fulltrúa á fund Pastúna í Peshawar í vikunni sem leið þótt stuðnings- maður konungsins fyrrverandi, sem er sjálfur Pastúni, hafi skipulagt fundinn. Pakistanar voru sagðir hafa verið of áhrifamiklir á fund- inum. Rómar-hópurinn ætlaði að ræða við fulltrúa Norðurbandalagsins í Tyrklandi en fundinum var frestað þar sem leiðtogi bandalagsins, Burhanuddin Rabbani, fyrrverandi forseti Afganistans, færðist undan því að hefja samstarf við Zahir Shah. Ágreiningur um aðild „hóf- samra“ talibana að stjórninni Nokkrir pastúnar hafa sakað konunginn fyrrverandi um að vera handbendi Bandaríkjanna og óttast að fjölskylda hans ætli að gera Afg- anistan að konungsríki, þótt hann hafi sjálfur neitað því að hann vilji komast aftur til valda. Pastúnar segja að efasemdir hafi vaknað um hlutleysi konungsins fyrrverandi þegar hann samþykkti samstarf við Norðurbandalagið. Pakistanar hafa krafist þess að „hófsamir“ talibanar fái aðild að næstu stjórn og Bandaríkjastjórn stutt þá kröfu þar sem hún óttast að pakistanskir Pastúnar og ísl- amskar hreyfingar geri annars upp- reisn gegn stjórnvöldum í Islama- bad. Norðurbandalagið hefur hafnað aðild talibana að næstu stjórn og nýtur stuðnings Rússa auk grann- ríkjanna Tadjikistans, Úsbekistans og Írans þar sem bandalagið er undir forystu afganskra Tadjika, Úsbeka og Hazara, sem eru sjíta- múslímar eins og Íranar. Hver höndin upp á móti annarri meðal afganskra andstæðinga talibana Hvorki gengur né rekur að sameina fylkingarnar Hagsmunaárekstrar grannríkja flækja viðræðurnar Islamabad. The Washington Post. AP Mohammad Zaher Shah, fyrrverandi konungur Afganistans, ásamt nokkrum stuðningsmönnum sínum í Róm. Margir telja, að Zaher Shah, sem verið hefur í útlegð í 28 ár, geti gegnt mikilvægu hlutverki í nýrri stjórn í landinu en um það er þó enginn einhugur meðal andstæðinga talibanastjórnarinnar. STJÓRN Alþjóðakjarnorkumála- stofnunarinnar (IAEA) kemur sam- an til sérstaks aukafundar í dag til að ræða viðbrögð við aukinni hættu á hryðjuverkum í kjölfar árásanna á Bandaríkin 11. september. Stofnunin hvetur þau fimm ríki sem formlega teljast kjarnorkuveldi; Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Kína og Rússland, auk ríkjanna þriggja sem vitað er að búa yfir kjarnavopnum; Indland, Pakistan og Ísrael, til að auka öryggisgæslu og gæta fyllstu árvekni. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin telur raunverulega hættu á því að hryðjuverkamenn reyni að stýra flugvél að kjarnorkuveri eða smíða kjarnorkusprengju og bendir á að vitað sé til þess að hryðjuverkasam- tök hafi reynt að komast yfir geisla- virk efni í þeim tilgangi. „Það að hryðjuverkamenn séu reiðubúnir að fórna lífinu til að ná illum markmið- um sínum eykur líkurnar á kjarn- orkuhryðjuverkum,“ hafði AFP- fréttastofan eftir forstöðumanni stofnunarinnar, Mohamed ElBar- adei, í gær. ElBaradei lýsti sérstökum áhyggjum af því að kjarnorkuvopn í eigu Pakistana gætu fallið í rangar hendur, enda eru margir uggandi um að pólitískur stöðugleiki í landinu sé í hættu í kjölfar hernaðaraðgerð- anna gegn Afganistan. Hann kvaðst þó vona að Pakistanar hefðu strangt eftirlit með vopnabúri sínu og bætti við að þótt hryðjuverkamenn kæm- ust yfir kjarnorkuvopn væri ekki víst að þeir gætu beitt þeim. Slík vopn væru yfirleitt búin n.k. „þjófavörn“ og hann byggist við að sú væri líka raunin í Pakistan. Hætta á að hryðjuverkamenn beiti „mengunarsprengjum“ ElBaradei sagði meiri hættu á að hryðjuverkamönnum tækist að smíða svokallaðar „mengunar- sprengjur“ úr geislavirkum úrgangi frá sjúkrahúsum, landbúnaði eða iðnaði, enda væri tiltölulega auðvelt að komast yfir slík efni og beita þeim. „Slíkar mengunarsprengjur myndu ekki valda miklu manntjóni, en mengun af þeirra völdum gæti haft gríðarleg sálræn og efnahagsleg áhrif,“ hafði AFP eftir Abel Gonzal- es, yfirmanni hjá IAEA. ElBaradei sagði ennfremur, að eftir 11. september hefði það runnið upp fyrir mönnum, að mannvirki á borð við kjarnorkuver, stíflur, hreinsunarstöðvar, efnaverksmiðjur eða skýjakljúfar hefðu sína miklu veikleika. „Það er hvergi neitt grið- land að finna, enginn er óhultur leng- ur,“ sagði hann. Stofnunin fagnaði þeirri ákvörðun Bandaríkjastjórnar á miðvikudag að banna flug yfir 86 kjarnorkuverum í landinu. „Nú ríkir sérstakt ástand sem krefst sérstakra öryggisráðstaf- ana,“ segir í tilkynningu IAEA. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin fundar vegna hættu á hryðjuverkum Kjarnorkuveldi hvött til árvekni Vín. AFP. Reuters Mikill viðbúnaður er við kjarnorkuver víða um heim. Hér er verið að leita í bíl við San Onofre-kjarnorkuverið í Sam Clemente í Kaliforníu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.