Morgunblaðið - 02.11.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.11.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ PERLAN verður boðin til sölu, verði tillaga Alfreðs Þorsteins- sonar, borgarfulltrúa Reykjavík- urlistans og formanns Orkuveitu Reykjavíkur, samþykkt í stjórn OR en hann hyggst bera hana þar upp á fundi á næstunni. Alfreð sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að rekstur Perlunnar kostaði borgina 50 til 60 milljónir á ári og sýndist sér rétt að kanna hvort kaupandi fyndist. Hugmynd Alfreðs er að selja það húsnæði Perlunnar á fjórðu og fimmtu hæð, auk jarðhæðar, þar sem nú fer fram veitinga- og sýn- ingastarfsemi. Vatnstankarnir yrðu eftir sem áður í eigu Orku- veitunnar. Ekki kvaðst Alfreð geta gert sér grein fyrir hvað fengist fyrir Perluna, á það yrði einfald- lega að reyna með því að bjóða hana til sölu og kanna hver áhugi væri hjá hugsanlegum kaupendum. Alfreð sagði hugsanlegt að reka annars konar starfsemi í Perlunni en nú er þar eða að núverandi leigj- endur sem stunda þar veit- ingarekstur fyndu sér fleiri sam- starfsaðila til að þróa nýjan rekstur. Alfreð Þorsteinsson kvaðst hafa verið meðmæltur byggingu Perl- unnar á sínum tíma, hún hefði þjón- að sem ákveðið kennileiti í borg- inni og væri borgarprýði. Hann kvaðst telja að sjálfstæðismenn myndu styðja þessa hugmynd sína enda legðu þeir áherslu á að borgin stæði ekki í samkeppnisrekstri. Morgunblaðið/Ragnar Axelsson Vill selja Perluna MINNIHLUTINN í borgarstjórnlagði til á fundi borgarstjórnar í gær að borgarendurskoðanda og skoðun- armönnum Reykjavíkurborgar, sem eru fulltrúar meirihluta og minni- hluta í borgarstjórn, yrði falið að gera yfirlit um fjárhagsstöðu Línu.- Nets en fyrirtækið er í meirihluta- eigu Reykjavíkurborgar. Var þessi tillaga til umræðu í borgarráði sl. þriðjudag en afgreiðslu hennar var frestað. Borgarstjóri lagði til að til- lögunni yrði vísað til borgarráðs og var það samþykkt af meirihlutanum gegn sjö atkvæðum minnihlutans. Inga Jóna Þórðardóttir, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, mælti fyrir tillögunni en í henni er einnig farið fram á að borgarstjórn verði gerð grein fyrir fjárskuldbindingum fyrirtækisins, rekstrar- og fram- kvæmdaáætlunum, sjóðstreymi og efnahag miðað við 30. júní og 30. september. Einnig er í tillögunni farið fram á að gerð verði grein fyrir fjármálalegum samskiptum fyrir- tækisins og Orkuveitu Reykjavíkur og skuldbindingum OR vegna Línu.- Nets. Sagði hún brýnt að fá þessar upplýsingar til skoðunar fyrir um- ræðu um ársreikninga Reykjavíkur sem fram ættu að fara síðar í mán- uðinum. Gagnrýndi hún að sjálf- stæðismenn hefðu ekki fengið þess- ar upplýsingar þrátt fyrir ítrekaðar óskir þar um. Vilja taka tillit til annarra eigenda Alfreð Þorsteinsson, borgar- fulltrúi Reykjavíkurlistans, sagði til- löguna ekki standast þar sem borgin væri ekki eini eigandi Línu.Nets og taka yrði tillit til annarra eigenda. Kvaðst hann hafa fengið álit borg- arlögmanns um að ekki væri rétt að veita umbeðnar upplýsingar. Þá sagði hann annan borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, hafa óskað eftir því í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur að fá yfirlit um 9 mánaða uppgjör og muni hann fá það. Inga Jóna Þórðardóttir mótmælti því að ekki væri hægt að leggja þessar upplýsingar fram, enda væri borgin meirihlutaeigandi Línu.Nets og það væri í samræmi við samþykktir að þessar upplýsing- ar yrðu veittar. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borg- arfulltrúi sjálfstæðismanna, sagði eðlilegt að þar sem fyrirtækið væri að fara með almannafé yrði almenn- ingur í borginni upplýstur um það hvernig því væri ráðstafað og hver væru tengsl Línu.Nets og OR. Hann hefði því sent ítarlega fyrirspurn til skrifstofustjóra borgarinnar um að fá upplýsingarnar en þær hefðu ekki borist þrátt fyrir að mánuður væri liðinn. Upplýst hefði verið á fund- inum að þær yrðu afhentar á næsta fundi OR eða eftir helgina. Líklegt að Orkuveitan auki hlut sinn Guðlaugur Þór Þórðarson og Kjartan Magnússon, borgarfulltrú- ar Sjálfstæðisflokksins, tóku undir óskir um að fá upplýsingar um rekstur og fjárhag Línu.Nets og Kjartan lagði einnig eftirfarandi fyr- irspurn fyrir borgarstjóra: „Hafa þeir borgarfulltrúar sem sitja í stjórn Línu.Nets gegnt stjórnar- störfum eða öðrum trúnaðarstörfum fyrir önnur fyrirtæki á sviði fjar- skipta, tölvutækni eða hugbúnaðar á sama tíma og þeir sátu í stjórn Línu.Nets? Ef svo er um hvaða stjórnarmenn og fyrirtæki er þá að ræða?“ Guðlaugur Þór spurði hvort til stæði að borgin legði meira hlutfé í Línu.Net og svaraði Alfreð Þor- steinsson því að líklegt væri að Orkuveitan yki við eignarhlut sinn í fyrirtækinu. Inga Jóna gerði grein fyrir bókun sjálfstæðismanna þar sem segir að sú ákvörðun um að vísa í raun frá til- lögu borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins sýni að málefni Línu.Nets þoli ekki dagsins ljós. Það mikla fjármagn sem flutt hafi verið frá Orkuveitunni til Línu.Nets krefjist þess að farið sé ofan í saumana á rekstrinum og með hvaða hætti Orkuveitan hafi verið skuldbundin. „Því verður ekki trúað að óreyndu að borgarstjórinn í Reykjavík ætli sér að koma í veg fyrir að sannleik- urinn komi í ljós,“ segir í bókuninni. Telur bókunina lýsa þráhyggju Í bókun sem borgarstjóri lagði fram segir að bókun borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins lýsi sérkenni- legri þráhyggju þeirra þar sem þeir hafi í þrígang lagt fram sama málið með mismunandi hætti. Verið sé að vinna að svari við fyrirspurninni og rangt sé að tillögu þeirra hafi verið vísað frá á borgarstjórnarfundinum. Hún hafi einfaldlega ekki verið af- greidd. Sjálfstæðismenn ítreka tillögu um upplýsingar um stöðu Línu.Nets Vísað til afgreiðslu í borgarráði FORSTJÓRI Skýrr, Hreinn Jak- obsson, stjórnarmaður í Línu.Neti og einn fulltrúi hluthafa, segir það eðlilegt að hefðbundnar upplýsingar úr rekstri hlutafélags séu veittar hluthöfum og fjárfestum en allt um- fram það, s.s. viðskipta- og tæknileg leyndarmál, sé óeðlilegt. Eins og fram hefur komið í Morg- unblaðinu óskuðu fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins í borgarráði eftir því að yfirlit yrði unnið um stöðu Línu.- Nets fjárhagslega og samskipti og fjárhagslegar skuldbindingar við Orkuveitu Reykjavíkur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði í blaðinu í gær að hún ein, eða aðrir hluthafar, gæti ekki tekið þá ákvörðun að verða við ósk minni- hlutans. Taka þyrfti tillit til annarra hluthafa í fyrirtækinu og tryggja hagsmuni þeirra og réttarstöðu. Eigendur Línu.Nets eru Orku- veita Reykjavíkur, sem á 65% hlut, Skýrr sem á 8%, Íslandssími 7%, Tal 5%, starfsmenn Orkuveitunnar og Línu.Nets eiga samtals um 5% og aðrir hluthafar eru Talenta-Há- tækni, Kaupthing Luxemborg og Sparisjóður vélstjóra. Tekur ekki þátt í „pólitískri leikfimi“ Hreinn segir viðtöl hafa birst við framkvæmdastjóra Línu.Nets að undanförnu þar sem greint var frá rekstrinum og afkomunni fyrstu níu mánuði ársins. „Mín skoðun er sú að Lína.Net eigi að viðhafa vinnubrögð eins og hvert annað fyrirtæki. Þó að Lína.- Net sé ekki skráð fyrirtæki á mark- aði þá getum við tekið upp þau vinnubrögð að upplýsa fjárfesta og hluthafa reglulega um reksturinn. Það tel ég af hinu góða. Eins og ég skil beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæð- isflokksins þá ganga þeir mun lengra. Það finnst mér ekki hægt, eins og t.d. það að óska eftir fund- argerðum stjórnar. Hvar tíðkast það? Lína.Net er hlutafélag og þarf að viðhafa viðskiptalegar reglur og hugsunarhátt en ekki einhverja póli- tíska leikfimi. Ég hef engan áhuga á að taka þátt í slíku, á hvorugum vængnum sem er. Ekki veit ég hvað mönnum gengur til og spurning hvort verið sé að vinna fyrir þá hagsmuni sem þeir ættu að vera að gera,“ segir Hreinn. Hann segist fyrst og fremst horfa á málið sem almennur hluthafi, hann tjái sig ekki um samskiptin við Orkuveitu Reykjavíkur. Hreinn minnir á að stjórn Línu.Nets hafi samþykkt nýlega að fundur yrði haldinn fyrir þá borgarfulltrúa sem vildu kynna sér rekstur fyrirtæk- isins en enginn áhugi hafi reynst á því. Hreinn segir stofnun Línu.Nets hafa verið mjög þarft verkefni til að boða aukna samkeppni á fjarskipta- markaðnum. Full þörf hafi verið á því til hagsbóta fyrir íslenskt at- vinnulíf. „Menn geta séð hversu miklar lækkanir hafa orðið í fjarskiptum, sem ætti að koma atvinnulífinu til góða,“ segir Hreinn Jakobsson. Forstjóri Skýrr og stjórnarmaður hjá Línu.Neti Óeðlilegt að gefa upp viðskiptaleyndarmál RÁÐSTEFNA Hagfræðistofn- unar um hugsanlegt hlutverk Íslands í skattasamkeppni verður haldin í dag, föstudag- inn 2. nóvember, og hefst kl. 12 með hádegisverði í Víkursal á Hótel Loftleiðum og heldur áfram í bíósal hótelsins. Davíð Oddsson forsætisráðherra set- ur ráðstefnuna. Fjöldi erlendra sérfræðinga í efnahagsmálum verður á ráð- stefnunni, þar á meðal Michael Walker, forstöðumaður Fras- er-stofnunarinnar í Vancouver í Kanada, Victoria Curzon-Price, prófessor í Genfarháskóla í Sviss og forstöðumaður Evr- ópustofnunarinnar við háskól- ann þar, Roland Vaubel, pró- fessor í Mannheim í Þýskalandi, Sir Ronald Sand- ers, sendiherra Antígva og Barbúda í Lundúnum, og Marshall J. Langer, höfundur fjölmargra bóka um skatta- skipulagningu. Valgerður Sverrisdóttir slít- ur ráðstefnunni kl. 17.30. Ráðstefna um hlutverk Íslands í skatta- samkeppni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.