Morgunblaðið - 02.11.2001, Blaðsíða 22
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
22 FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
STJÓRNENDUR og stjórn Gild-
ingar, fjárfestingarfélags ehf. hafa
ákveðið að minnka umsvif félagsins
og draga úr rekstrarkostnaði til
þess að bregðast við gjörbreyttu
rekstrarumhverfi. Liður í því er
meðal annars fækkun starfsmanna
úr 11 í 6. Þá er ákveðið að Heimir
Haraldsson, framkvæmdastjóri
Gildingar, láti af störfum en Þórður
Magnússon, stjórnarformaður Gild-
ingar, taki við framkvæmdastjórn.
Í frétt frá félaginu kemur fram
að eignasafn Gildingar hafi lækkað
verulega vegna niðursveiflu á
mörkuðum, líkt og söfn annarra
fjárfestingafélaga. Félagið hafi orð-
ið fyrir gengistapi á síðustu miss-
erum þar sem það hafi eins og
mörg önnur íslensk fyrirtæki byggt
að hluta til á fjármögnun í erlendri
mynt.
„Þess hefur verið gætt í rekstri
Gildingar að halda eiginfjárhlutfalli
sterku enda er grunnforsenda í
starfsemi fjárfestingafélaga að hafa
bolmagn til að mæta niðursveiflum.
Eigið fé Gildingar við 9 mánaða
uppgjör er 4,2 milljarðar og er eig-
infjárhlutfall félagsins því sterkt,“
segir í tilkynningunni.
Í samtali við Þórð Magnússon,
stjórnarformann Gildingar, kom
fram að félagið hefði hafið starf-
semi í júní í fyrra og þá hefði eigið
féð verið 7 milljarðar króna.
Í fréttatilkynningunni kemur
einnig fram að í eignasafni Gild-
ingar séu bæði skráð og óskráð
hlutabréf og verðtryggð ríkis-
skuldabréf. Stærstu skráðu eign-
irnar séu í Pharmaco, Baugi, Öss-
uri og Marel. Yfir 80% eigna
Gildingar í óskráðum félögum séu í
Ölgerð Egils Skallagrímssonar og
Securitas. Félögin séu bæði mjög
sterk og rekstur þeirra hafi gengið
vel og í samræmi við áætlanir.
Þórður Magnússon segir að-
spurður að því fari fjarri að félagið
sé að leggja árar í bát. Hann hafi
mikla trú á eignasafni félagsins til
lengri tíma og segir lækkun þess að
undanförnu og fækkun starfs-
manna nú aðeins endurspegla
raunveruleikann á verðbréfamörk-
uðum. Þegar fram í sæki og útlitið
batni muni umsvifin aukast á ný.
Að sögn Þórðar hafa þau félög
sem Gilding á stærstu eigir sínar í
sýnt mjög góðan rekstrarárangur
að undanförnu. Skráðu hlutafélögin
hafi auk þess meirihluta tekna
sinna í erlendri mynt. Með lægri
ávöxtunarkröfu og lækkandi vöxt-
um séu líkur til þess að gengi þess-
ara félaga á mörkuðum muni
hækka á næstunni.
Gilding minnkar
umsvif félagsins
Starfsmönnum fækkað úr 11 í 6
TRYGGVI Felixson, framkvæmda-
stjóri Landverndar, telur að ávinn-
ingur landsbyggðarinnar af stóriðju
sé e.t.v. sýnd veiði en ekki gefin.
Hann gagnrýndi einnig oftrú stjórn-
valda á stóriðju og ríkisafskipti af
stóriðju í erindi sínu á hádegisfundi
Verkfræðingafélags Íslands og
Tæknifræðingafélags Íslands um
orkumál í gær.
Geir A. Gunnlaugsson, fram-
kvæmdastjóri Reyðaráls, telur
ferðaþjónustu og stóriðju vel geta
farið saman í framtíðinni. Hann
benti á í fyrirlestri sínum á sama
fundi að laun greidd í ferðaþjónustu
væru um þriðjungur greiddra launa
innan stóriðju og vísaði í tölur frá
Byggðastofnun um laun á Akranesi,
í Borgarnesi og nágrenni.
Torskilin ofuráhersla á stóriðju
Tryggvi sagði að torskilin væri sú
ofuráhersla sem íslensk stjórnvöld
hefðu lagt á uppbyggingu á orku-
frekum iðnaði hér á landi. „Vissu-
lega eru orkuver og stóriðja mjög
sýnileg viðfangsefni og stjórnmála-
menn margir hverjir telja að þeim
mun sýnilegri sem aðgerðir þeirra
eru, þeim mun betri séu þær fyrir
land og þjóð. Almennt er nú samt
viðurkennt, að mikilvægasta hlut-
verk stjórnvalda sé að setja efna-
hagslífinu almennar og skilvirkar
reglur, tryggja stöðugleika í gengis-
og verðlagsmálum, mennta þjóðina
og veita henni aðgang að heilsu-
gæslu og skapa félagslegt öryggi.
Kennisetningarnar segja að ef þess-
ar aðstæður eru fyrri hendi, þá muni
frjáls markaður og samkeppni leiða
vinnuaflið í arðbær störf og skapa
forsendur fyrir efnahagslegri vel-
sæld. Af einhverjum ástæðum telja
stjórnvöld að þessar aðstæður séu
ekki nægar þegar kemur að stóriðju
og stórvirkjunum, þá þarf að grípa
til ríkisafskipta sem sumum finnst
óþægilega líkar því sem tíðkaðist í
Sovétríkjunum forðum daga,“ sagði
Tryggvi í erindi sínu.
Álver ekki áhættufjárfesting
Geir A. Gunnlaugsson ræddi upp-
byggingu álvers á Austfjörðum og
virkjanir í því sambandi. Hann telur
álver álitlegan fjárfestingarkost og
vísaði til arðsemi erlendra álfyrir-
tækja, sem og hagnaðar Ísals og
Norðuráls í því sambandi. Hann
sagði fjárfestingu í áliðnaði ekki
áhættufjárfestingu samkvæmt skil-
greiningu á því hugtaki en vissulega
væri um mjög stórt verkefni að
ræða.
Núverandi áætlanir um 260 þús-
und tonna álver á Reyðarfirði gera
ráð fyrir 450 milljóna bandaríkja-
dala veltu á ári og 160 milljóna dala
hagnaði fyrir afskriftir og fjár-
magnsliði (EBITDA). Þessar tölur
samsvara 47 milljörðum króna í
veltu og 16,7 milljörðum í EBITDA.
Efnahagslegur ávinningur af álveri
mun að sögn Geirs samsvara um tíu
milljörðum króna á ári eftir að ál-
verið tekur til starfa og 15–20 millj-
örðum króna á ári á framkvæmda-
tímanum.
Varðandi umhverfismálin benti
Geir m.a. á að vaxandi fjöldi ferða-
manna, sem bent hefur verið á að
geti komið í stað stóriðju, hefði lík-
lega í för með sér umhverfisrask-
anir. Þegar kemur að umhverfis-
röskunum vegna álversins sagði
hann þær viðunandi og óhjákvæmi-
legar í flestum tilvikum „ef nýta ætti
þá auðlind sem orkan í fallvötnunum
er“. Einn þáttur sem nefndur hefur
verið eru breytingar á högum hrein-
dýra og gæsa. Geir benti á að ekki
mætti gleyma því að hreindýr væru í
raun ekki hluti af íslensku umhverfi
frá náttúrunnar hendi. Raunin væri
sú að hreindýr og gæsir myndu að-
lagast breytingum á umhverfinu og
finna sér aðra staði.
Verkfræðingar og tæknifræðingar funda um orkumál
Deilt um ávinning lands-
byggðarinnar af stóriðju
Morgunblaðið/Ásdís
Verk- og tæknifræðingar skiptust á skoðunum um orkumál.
MIKILL viðsnúningur hefur orðið á
afkomu Hraðfrystihúss Eskifjarðar.
Fyrstu níu mánuði ársins nam
hagnaður félagsins 23 milljónum
króna en á sama tímabili í fyrra
nam tap þess 215 milljónum króna.
Rekstrartekjurnar námu 2.970
milljónum króna fyrstu níu mánuð-
ina samanborið við 1.955 milljónir á
sama tímabili í fyrra. Rekstrar-
gjöldin jukust í ár úr 1.635 millj-
ónum í 1.894 milljónir króna. Hagn-
aður fyrir afskriftir nam 1.076
milljónum króna en var 320 millj-
ónir í fyrra. afskriftir fastafjármuna
námu 289 milljónum króna en voru
266 milljónir í fyrra. Fjármagns-
gjöld Hraðfrystihúss Eskifjarðar
námu 755 milljónum króna en námu
351 milljón króna fyrstu níu mánuði
síðasta árs.
Eiginfjárhlutfall félagsins hækk-
ar í 20,07% úr 16,86% og veltufjár-
hlutfall úr 1,02 í 1,23, frá hálfsárs-
uppgjöri. Elfar Aðalsteinsson,
forstjóri, kveðst í fréttatilkynningu
ánægður með uppgjör félagsins og
segir reksturinn hafa gengið nokk-
uð vel undanfarið. Góð kolmunna-
veiði hafi séð mjöl- og lýsisvinnslu
félagsins fyrir meira hráefni en áð-
ur. ,,Þær áherslubreytingar sem
lagt var upp með í byrjun ársins eru
einnig að skila sér vel inn í rekst-
urinn. Við höfum náð að greiða nið-
ur skuldir á árinu vegna góðs sjóð-
streymis og erum á áætlun hvað það
varðar. Á fjórða ársfjórðungi koma
inn tekjur af sölu Hólmatinds sem
hafa að mestu verið nýttar til nið-
urgreiðslu skulda. Rekstraráætlun
okkar gefur til kynna hagnað á
árinu og sé ég ekkert sem kemur í
veg fyrir það, ef rekstrarforsendur
okkar haldast,“ er haft eftir Elvari í
fréttatilkynningu.
Verð hlutabréfa í Hraðfrystihúsi
Eskifjarðar hækkaði um 7,8%, úr
5,10 í 5,50, í sáralitlum viðskiptum á
Verðbréfaþingi Íslands í gær.
Áætlað markaðsvirði félagsins er
nú tæpir 2,5 milljarðar króna.
Viðsnúningur
hjá Hraðfrysti-
húsi Eskifjarðar
Morgunblaðið/Golli
Frá Eskifirði.
AÐALFUNDUR Samtaka fisk-
vinnslu án útgerðar, SFÁÚ, verður
haldinn í dag. Á fundinum verður
fjallað um starfsskilyrði sjálfstæðrar
fiskvinnslu og fiskmarkaða og tillög-
ur nefnda sjávarútvegsráðherra um
málefni fiskvinnslunnar. Árni M.
Mathiesen, sjávarútvegsráðherra,
mun ávarpa fundinn. Þá mun Ragn-
ar Kristjánsson, formaður Samtaka
uppboðsmarkaða, fjalla um vigtun
sjávarafla og verðmyndun hans og
Óskar Þór Karlsson, formaður
SFÁÚ, fjalla um samkeppnisskilyrði
fiskvinnslunnar. Að loknum erindum
verða fyrirspurnir og almennar um-
ræður. Að því loknu fara fram hefð-
bundin aðalfundarstörf á lokuðum
fundi.
Aðalfundur
SFÁÚ
NÝTT samkomulag um notkun
ábyrgða á skuldum einstaklinga,
sem undirritað var í gær, felur í sér
þá meginbreytingu að nú skal til-
kynna ábyrgðarmanni um hver ára-
mót hvaða kröfum hann er í ábyrgð
fyrir, hverjar eftirstöðvar eru, hvort
þær eru í vanskilum og þá hvað
miklum.
Guðjón Rúnarsson, framkvæmda-
stjóri Samtaka banka og verðbréfa-
fyrirtækja, segir samkomulaginu
ætlað að draga úr vægi ábyrgðar
einstaklinga og að lánveitingar verði
miðaðar við greiðslugetu greiðanda.
„Það er mikil ánægja með endurnýj-
un þessa samkomulags. Okkur hefur
fundist mjög jákvætt að vera með
sem bestar upplýsingar til ábyrgð-
armanna því hagsmunirnir eru jafn-
ir milli lánveitenda, lántakanda og
ábyrgðarmanns að upplýsingaflæði
sé gott til að staðið sé í skilum með
greiðslur. Þetta snýr því mikið að
því að tryggja að menn séu vel upp-
lýstir um hvernig mál snúa þegar
þeir gangast undir svona skuldbind-
ingar,“ segir Guðjón.
Samkvæmt samkomulaginu ber
fjármálafyrirtæki að tilkynna
ábyrgðarmanni, helst innan 30 daga
frá greiðslufalli, um vanskil á skuld-
bindingu sem hann er í ábyrgð fyrir.
Óheimilt er að breyta skilmálum
láns sem tryggt er með skulda-
ábyrgð eða veði nema með sam-
þykki ábyrgðarmanns.
Að samkomulaginu standa Sam-
band íslenskra sparisjóða, Neyt-
endasamtökin og viðskiptaráðuneyt-
ið auk Samtaka banka og verð-
bréfafyrirtækja. Endurnýjað sam-
komulag byggist á samkomulagi
sem gert var um sama efni árið
1998.
Skylda til greiðslumats
Samkvæmt nýju samkomulagi
ber lántakanda nú að gangast undir
greiðslumat. Ábyrgðarmaður skal
geta kynnt sér niðurstöðu greiðslu-
mats áður en hann gengst í ábyrgð
og skal greiðandi hafa samþykkt
það. Skylda til greiðslumats er nú
gerð afdráttarlausari, en í eldra
samkomulagi fór greiðslumat ein-
ungis fram ef ábyrgðarmaður óskaði
þess. Nú skal greiðslumat hins veg-
ar ávallt fara fram nema ábyrgð-
armaður óski sérstaklega eftir að
slíkt sé ekki gert.
Samkomulagið tekur til allra
skuldaábyrgða, það er sjálfskuld-
arábyrgða og einfaldra ábyrgða, á
skuldabréfalánum, víxlum og öðrum
skuldaskjölum. Það nær einnig til
yfirdráttaheimilda á tékkareikning-
um og á úttektum með kredit-
kortum nema annað sé tekið fram í
einstökum ákvæðum þess. Sam-
komulagið tekur að auki til þess
þegar einstaklingur hefur gefið út
leyfi til að veðsetja fasteign sína til
tryggingar skuldum annars einstak-
lings.
Aðspurður segir Guðjón tölulegt
yfirlit um fjölda einstaklinga sem
eru í ábyrgð fyrir lánum ekki vera
til og ekki standi til upplýsingaöflun
af því tagi.
Ábyrgðarmenn
fá yfirlit um
greiðslur skulda
♦ ♦ ♦
SÍLDARVINNSLAN hf. í Nes-
kaupstað var rekin með 325 milljóna
króna tapi á fyrstu níu mánuðum
ársins 2001. Tap af reglulegri starf-
semi eftir reiknaða tekjuskattsinn-
eign nam 240 milljónum króna.
Veltufé frá rekstri nam 833 milljón-
um króna. Rekstrartekjur námu
3.354 milljónum króna en rekstrar-
gjöld 2.253 milljónum. Hagnaður
fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam
1.101 milljón króna, eða sem svarar
til 32,83% af rekstrartekjum. Af-
skriftir námu samtals 363 milljónum
króna en fjármagnsgjöld umfram
fjármunatekjur 1.025 milljónum
króna. Verðhækkun og gengismunur
skulda var 1.027 milljónir króna
fyrstu níu mánuði ársins.
Tap af reglulegri starfsemi félags-
ins fyrir skatta var 287 milljónir
króna. Tap af reglulegri starfsemi
eftir reiknaða tekjuskattsinneign
var 240 milljónir króna. Þegar tekið
hefur verið tillit til hlutdeildar í tapi
dóttur- og hlutdeildarfélaga er Síld-
arvinnslan gerð upp með 325 millj-
óna króna tapi. Veltufé frá rekstri
nam 833 milljónum króna.
Heildareignir Síldarvinnslunnar
hf. í lok september 2001 voru bók-
færðar á 8.516 milljónir króna.
Skuldir og skuldbindingar námu
hins vegar 6.519 milljónum króna og
var því eigið fé félagsins í septem-
berlok 1.997 milljónir króna, saman-
borið við 2.471 milljón í árslok 2000.
Bókfært eigið fé félagsins lækkaði
því um 474 milljónir króna frá árs-
byrjun 2001. Í septemberlok var eig-
infjárhlutfall félagsins 23,45%, en
var 33,64% í lok ársins 2000. Veltu-
fjárhlutfallið var 0,76 en 0,85 í árslok
2000.
Rekstrartap
SVN 325 millj-
ónir króna