Morgunblaðið - 02.11.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.11.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ERLENDIR aðilar hafa í vaxandi mæli leitað til fjármálaráðuneyt- isins eftir bindandi álitum í skatta- málum, hvað varðar túlkun ís- lenskra stjórnvalda á tvísköttunar- samningum, en í Morgunblaðinu í gær kom fram að dæmi eru um að erlend fjármála- eða stórfyrirtæki hafi stofnað hér eignarhaldsfélög vegna skattalegs hagræðis sem því getur verið samfara. Þannig stofn- aði fjárfestingarbankinn Morgan Stanley hér þrjú fyrirtæki í sumar. Baldur Guðlaugsson, ráðuneyt- isstjóri í fjármálaráðuneytinu, sagði í samtali við Morgunblaðið að lögum samkvæmt annist fjár- málaráðuneytið túlkun tvísköttun- arsamninga, en það séu samningar sem gerðir séu við einstök lönd þar sem samið sé um gagnkvæma skiptingu skattlagningarréttarins jafnframt því sem komið sé í veg fyrir sköttun sömu teknanna og eignanna í báðum löndunum. All- nokkuð sé um það að erlendir að- ilar, sem hafi hugmyndir um að setja hér upp félög, leiti álits ráðu- neytisins á því hvernig muni vera háttað skattlagningu, en vel að merkja sé oft um að ræða félög sem ekki ætli sér í reynd að reka mikla starfsemi hér á landi aðra en nánast utanumhald um starfsemi félaganna í öðrum löndum. Í slík- um tilvikum verði tekjurnar til í dótturfélögum eða útibúum í öðr- um löndum fyrst og fremst og spurningin snúi að því hvernig tekjum og eignum skuli skipt milli höfuðstöðva hér og útibús í öðru landi með tilliti til skattlagningar. Einnig komi til álita skattlagning vegna flutnings teknanna til eig- enda sem búi í þriðja landinu. Oft sé um að ræða mjög flókið fyr- irtækjamynstur þar sem Ísland sé bara einn hlekkur í langri keðju og inn í þetta spili bæði ákvæði tví- sköttunarsamninga og ákvæði inn- lendrar skattlöggjafar, bæði að því er varðar skattlagningu tekna fé- lagsins sem myndast hafi erlendis sem og skattlagningu arðgreiðslna eða annarra útgreiðslna til eig- enda. Aðspurður hvort einhver ávinn- ingur fyrir íslenskt efnahags- og atvinnulíf sé af stofnun þessara fé- laga hér á landi ef þau rækju hér litla sem enga starfsemi, sagði Baldur ávinninginn ekki alltaf aug- ljósan í slíkum tilvikum. Það færi þó eftir því að hvaða marki heild- arhagnaður af alþjóðlegum umsvif- um viðkomandi félags kæmi til skattlagningar hér á landi. Auk þess gætu fylgt þessu einhver verkefni fyrir innlenda sérfræð- inga sem tækju að sér að halda ut- an um þá takmörkuðu starfsemi sem rekin væri hér. Hins vegar væri ekkert nema gott um það að segja að erlendir aðilar sýndu Ís- landi áhuga í þessum efnum. Æskilegast væri þó að það byggð- ist á því mati slíkra aðila að al- menn starfsskilyrði atvinnurekstr- ar væru hagstæð hér og þær breytingar sem ríkisstjórnin hefði lagt fram tillögur um að gera á hinu almenna skattalega umhverfi miðuðu að því að örva atvinnulíf og gera Ísland að æskilegum kosti í þessum efnum og áhugavert fyrir hingaðkomu erlendra aðila. Dæmi um kröfur um takmörkunarákvæði af hálfu viðsemjenda Baldur sagði jafnframt að þess væru dæmi í viðræðum um tví- sköttunarsamninga nú að gerðar væru af hálfu viðsemjenda okkar kröfur um að inn kæmu takmörk- unarákvæði (limitation of bene- fits). Slík ákvæði fælu í sér að sett væru fram ákveðin skilyrði fyrir því að félög gætu notið hagræðis af ákvæðum tvísköttunarsamninga og meðal annars sé þá horft til þess hvers konar tekjur um sé að ræða og gerð krafa um að þær hafi skapast í virkri starfsemi í við- komandi landi. Áhugi erlendra aðila á stofnun eignarhaldsfélaga hér Vaxandi áhugi á bindandi álitum í skattamálum SVARTIR riddarar, hrókar, peð og jafnvel biskupar í fullum skrúða heyja nú tvísýnt stríð í Ráðhúsi Reykjavíkur við hvíta fjendur sína. Báðar fylkingar eru tilbúnar að verja konung sinn með öllum til- tækum ráðum, jafnvel þó að það þýði dauða. Herforingjar þeirra sem eru ís- lenskir jafnt sem erlendir skák- menn, skipuleggja baráttuna eftir ströngum leikreglum, en hverri orr- ustu verður að ljúka innan ákveð- inna tímamarka svo álagið er mikið og andrúmsloftið þrungið spennu. Einbeitingin skein líka úr andliti hvers skákmanns er blaðamaður læddist um gólf Ráðhússins og fylgdist með þöglu stríði á hverju taflborði. Undanfarna daga hafa 42 skákmenn, sem margir hverjir eru stórmeistarar, teflt á þessu al- þjóðlega minningarmóti um Jóhann Þóri Jónsson skákmann, sem hefði orðið sextugur um þessar mundir. Sjá mátti jafnt eldri meistara, sem þegar hafa skráð nöfn sín á spjöld íslenskrar skáksögu, sem yngri og upprennandi skákmenn framtíð- arinnar íbyggna á svip færa menn sína af miklu öryggi. Af þeim yngri höfðu þegar nokkrir komið á óvart á mótinu og staðið sig með prýði. Bosníumaðurinn Ivan Sokolov var fyrir umferðina í gær efstur á mótinu eftir 9 umferðir, en Hannes Hlífar Stefánsson hafði flesta vinn- inga af Íslendingunum. Flestir skákáhugamenn sem rætt var við virtust sammála um að mót- ið væri sérstakt að því leyti að Guð- mundur Pálmason, sem lítið hefur spurst til í skákheimum síðan hann gerði jafntefli við Sovétmanninn Stein á skákmóti á Kúbu árið 1966, settist aftur við skákborðið nú, til að heiðra minningu félaga síns, Jó- hanns Þóris. Guðmundur sagðist þó aðeins hugsa sér að tefla á þessu eina móti. Meðal hátinda á skákferli Guð- mundar má nefna að hann gerði tví- vegis jafntefli við hollenska skák- manninn Euve á fimmta og sjötta áratugnum, svo og við hinn þekkta skákmeistara Spasky á heimsmeist- aramóti stúdenta árið 1957 í Reykjavík, svo fátt eitt sé nefnt. Skákmenn safna með tímanum svokölluðum Elo-stigum sem segja til um styrkleika þeirra. Athygli vekur að Guðmundur hefur engin slík stig þrátt fyrir glæstan skákfer- il. En ástæðan er einföld; Elo-stigin komu ekki til sögunnar fyrr en 1970 og þá hafði Guðmundur lagt tafl- borðið á hilluna, í það minnsta á op- inberum vettvangi. Friðrik Ólafsson stórmeistari settist einnig að nýju við skákborðið á þessu móti, en hann hefur verið minna áberandi í skákheimum að undanförnu. Friðrik er ánægður að sjá vin sinn Guðmund aftur á kapp- skákmóti og sömuleiðis fleiri eldri og mæta skákmenn. Friðrik segir mikla eftirsjá að Jó- hanni Þóri úr íslensku skáklífi enda hafi hann verið líflegur skákmaður. „Jóhann var mjög sérstakur skák- maður og hafði mikil áhrif á skák- ina á Íslandi. Það er nú þess vegna sem ég ákvað að taka þátt í þessu móti, til að heiðra minningu hans og sýna þakklæti mitt fyrir framlag hans til skákarinnar. Sagt er að hann hafi litið á skákina sem gullæð í gráu bergi. Það lýsir honum vel.“ Skákáhugamenn um allan heim geta nú fylgst með skákmótum í gegnum Netið. Minningarmót Jó- hanns Þóris var engin undantekn- ing, skákborðin eru tengd við tölvu sem kemur skilaboðum um allar hreyfingar á taflmönnum til um- heimsins á örskotsstundu. Hægt er að fylgjast með síðustu umferð mótsins, sem hefst klukkan 13 í dag, á www.skak.is, en til að fá stemmn- inguna beint í æð er salur Ráðhúss- ins öllum opinn. Hætti áður en Elo-stigin komu til sögunnar Guðmundur Pálmason einbeitt- ur á svip en 35 ár eru liðin síðan hann tefldi síðast opinberlega. Friðrik Ólafsson tefldi á minning- armótinu en hann er án efa þekkt- asti skákmaður Íslendinga. Guðmundur Kjartansson, þrett- án ára, hugsar næsta leik. Morgunblaðið/Árni Sæberg Telft er af kappi í Ráðhúsinu þessa dagana í minningu Jóhanns Þóris Jónssonar. Sunna Ósk Logadóttir kíkti í heimsókn og spjall- aði við skákmenn milli stríða. SJÚKRALIÐAR á Landspít- alanum – háskólasjúkrahúsi sem unnið hafa samkvæmt svonefndum undanþágulistum í verkföllum sjúkraliða fengu ekki greidd laun fyrir vinnu sína í verkföllunum nú um mánaðamótin. Bjarni Kr. Grímsson, deild- arstjóri launadeildar Land- spítala – háskólasjúkrahúss segir að þetta eigi við um þá sex daga sem verkföllin stóðu eftir 15. október sl. Bjarni segir ástæðuna fyrir þessu vera þá að undanþágulistarnir bárust ekki í tæka tíð en vinnuskýrslur þurfi að vera tilbúnar fyrir 25. hvers mán- aðar til að hægt sé að keyra upplýsingar úr þeim saman við launakerfi ríkisbókhalds. Leiðrétt um leið og upp- lýsingar berast um vinnu Bjarni segir að þegar sjúkraliðar boðuðu verkfall hafi ríkisbókhald tekið þá út af launaskrá fyrir þá daga sem verkfall var boðað. Leiðrétta hefði þurft laun þeirra sem unnu á undanþágulistunum en því miður hefðu upplýsingarn- ar ekki borist í tæka tíð. Aðspurður segir hann að margir sjúkraliðanna hafi þeg- ar fengið leiðréttingu á sínum málum og þeir sem eftir séu fái leiðréttingu um leið og upplýsingar um vinnu þeirra berist. Undan- þágulist- ar bárust ekki í tæka tíð HEILDARUPPGJÖRI Viðlaga- tryggingar Íslands vegna tjóna sem urðu af völdum jarðskjálft- anna á Suðurlandi 17. og 21. júní í fyrra er sem næst lokið. Bóta- skylt tjón hefur orðið á 2.505 eignum (matshlutum) og heildar- greiðslur námu 10. október sl. 2.215 milljónum kr., að því er kemur fram í svari viðskiptaráð- herra við fyrirspurn Margrétar Frímannsdóttur (S) á Alþingi. Í svarinu kemur fram að enn sé verið að tilkynna stök tjón á eignum sem menn telji að rekja megi til skjálftanna og nokkuð sé um að frekari skemmdir komi í ljós á áður metnum eignum, t.d. við framkvæmd viðgerða, enda hafi verið búist við slíku við fyrri matsgerðir og uppgjör. Ekki eru þó líkur á að ótilkynnt tjón breyti verulega heildarupphæð tjónabóta. Jarðskjálftarnir á Suðurlandi Heildartjón um 2,2 milljarðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.