Morgunblaðið - 02.11.2001, Side 56

Morgunblaðið - 02.11.2001, Side 56
MINNINGAR 56 FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigfús Sumar-liðason fæddist í Borgarnesi 24. októ- ber 1932 og ólst þar upp. Hann andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 23. októ- ber síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Guðríður Halldórsdóttir frá Kjalvarastöðum, f. 12. des. 1899, d. 24. feb. 1990, og Sumar- liði Sigmundsson frá Gróf í Reykholtsdal, f. 26. okt. 1904, d. 9. júlí 1982. Bræður Sigfúsar eru Aðalsteinn Björnsson, f. 26. des. 1925, d. 31. júlí 1984, og Gísli Sumarliðason, f. 15. maí 1939. Hinn 22. maí 1954 kvæntist Sig- fús Helgu Guðmarsdóttur íþrótta- kvæntur Eygló Erlu Þórisdóttur og eiga þau einn son. Jón Valur er alinn upp hjá Sigfúsi og Helgu. 2) Guðríður Hlíf, f. 8. jan. 1955, gift Guðjóni Guðlaugssyni húsasmíða- meistara, f. 4. sept. 1953, þau búa í Borgarnesi. Börn þeirra eru Sigfús Helgi vélvirki, f. 1973, kona hans er Kristín Jónsdóttir og eiga þau tvö börn, Bjarni Hlynur iðnnemi, f. 1979, unnusta hans er Guðrún Ásta Völundardóttir, Birna Hlín há- skólanemi, f. 1979, unnusti hennar er Guðmundur Páll Sturluson. Sigfús útskrifaðist frá Verslun- arskóla Íslands 1951. Hann starf- aði hjá Kaupfélagi Borgfirðinga 1951–1966. Árið 1966 hóf hann störf sem aðalbókari Sparisjóðs Mýrasýslu og síðan skrifstofu- stjóri. Árið 1990 var hann ráðinn sparisjóðsstjóri. Hann lét af störf- um í apríl 1999. Auk þess gegndi Sigfús ýmsum trúnaðarstörfum og sat í stjórnum fyrirtækja tengdum sparisjóðun- um. Útför Sigfúsar fer fram frá Borgarneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. kennara, f. 4. des. 1931. Foreldrar henn- ar voru Ástríður Hannesdóttir, f. 17. des. 1907, d. 10. jan. 1988, og Guðmar Stef- ánsson sérleyfishafi, f. 1. ágúst 1905, d. 9. maí 1997. Sigfús og Helga eignuðust tvö börn. 1) Jón Ómar, f. 23. mars 1950, starfsmaður hjá KÁ á Selfossi, kvænt- ur Guðbjörtu Einars- dóttur, f. 13. maí 1952. Þau búa á Eyrar- bakka. Börn þeirra eru Helga Guðný, f. 1975, býr í Hong Kong, Ásta Björk, f. 1978, unnusti hennar er Jens Hjörleifur Bárðarson, Gunnar Sigfús, f. 1985, Einar Ingi, f. 1985. Áður eignaðist Jón Ómar Jón Val, f. 1971, starfs- maður hjá Kaupþingi, hann er Elsku afi. Það er skrítið að hugsa til þess að nú ertu farinn og við eig- um ekki eftir að sjá þig aftur. En við vitum að þér líður vel núna og minn- ingin um þig, góðan mann með stórt hjarta, mun ávallt lifa sterk í hjarta okkar. Þú varst alltaf mjög stór hluti í lífi okkar. Við áttum margar góðar samverustundir því að þú hafðir allt- af tíma fyrir okkur – fjölskylduna. Það var alveg sama hvað það var mikið að gera hjá þér, í vinnunni eða félagsstörfunum, þú gafst þér alltaf tíma fyrir okkur. Það er svo margt sem við viljum þakka þér fyrir en það er alltof mikið til þess að telja það allt upp hérna. En við viljum þakka þér fyrir öll ferðalögin (bæði innanlands og utan) sem við fórum í með þér og ömmu. Einnig viljum við þakka þér fyrir all- ar samverustundirnar um jólin. Það var alltaf svo gott að vera hjá þér og ömmu á jólunum en jólin verða nú áreiðanlega eitthvað skrítin eða tóm í ár þegar þig vantar. En þú verður auðvitað hjá okkur, þó að við sjáum þig ekki. Það að hafa átt þig sem afa eru mikil forréttindi og hefur átt stóran þátt í því hvernig manneskjur við höfum orðið. Þú hefur alltaf verið til staðar fyrir okkur, stutt okkur og hjálpað okkur við að verða sterkir og sjálfstæðir einstaklingar. Og að því munum við ávallt búa og ganga með í gegnum lífið. Við fáum þér aldrei fullþakkað allt sem þú hefur veitt okkur í gegnum árin. Elsku afi, við viljum bara segja: Takk fyrir allt og allt. Þú varst ekki aðeins okkur – fjöl- skyldunni góður, heldur öllum þeim sem þekktu þig og leituðu til þín. Það var svo gott að koma til þín, þar sem kærleikur, umhyggja, traust, trú- mennska, einlægni, áreiðanleiki og ást voru þínir eiginleikar. Elsku afi. Þú ert merkismaður sem enginn gleymir og enginn getur nokkurn tímann komið í þinn stað. Við sem vorum svo heppin að fá að njóta þín viljum gjarnan hafa þig lengur hjá okkur en nú ertu hjá Guði og í hjarta okkar. Við gleymum þér aldrei og þökkum Guði fyrir þann tíma sem við fengum að hafa þig hjá okkur. Við elskum þig og munum alltaf sakna þín en minningin um þig mun alltaf lifa í okkur. Megi Guð geyma þig og styrkja ömmu á þessum erfiðu tímamótum. Birna Hlín, Bjarni Hlynur, Sigfús Helgi. Elsku afi. Nú ert þú farinn frá okkur og er missirinn mikill. Minn- ingin um yndislegan afa mun ávallt lifa í hjarta okkar. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku amma, við biðjum góðan Guð að styrkja þig og styðja á þess- um erfiða tíma og um alla framtíð. Blessuð sé minning afa Siffa. Guðríður Hlíf og Ísak. Með þessum orðum vil ég kveðja yndislegan mann, Sigfús Sumarliða- son. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Helga mín, megi góður Guð styrkja þig á þessum erfiðu tímum. Hvíl í friði, elsku Siffi. Kristín. Sú sorgarfregn barst mér um síð- ustu helgi að góðvinur minn og sam- starfsmaður í áraraðir, Sigfús Sum- arliðason, sparisjóðsstjóri Spari- sjóðs Mýrasýslu, væri látinn. Ég vissi raunar að síðari hluta liðins árs tók hann að kenna veikinda sem hrjáðu hann öðru hverju, en varð hressari á milli. Maður gerði alltaf ráð fyrir að Sigfús kæmist yfir veik- indi sín og hans biðu róleg efri ár eft- ir erilsaman og langan starfsferil og hann fengi þá tækifæri til að njóta þess að eiga lengri stundir í faðmi fjölskyldunnar og geta sinnt hinum margvíslegu hugðarefnum sínum. En nú er þessu lokið og Sigfús fallinn frá. Enginn veit sín ævilok. Langt er nú um liðið frá því ég heimsótti Sparisjóð Mýrasýslu fyrst, sumarið 1980. Starfstöð hans hafði nýlega verið flutt í splunkuný húsa- kynni, sem mér lék forvitni á að skoða. Friðjón Sveinbjörnsson, þá- verandi sparisjóðsstjóri, hafði líka hvatt mig til að heimsækja sparisjóð- inn og líta á herlegheitin. Þarna hitt- umst við Sigfús fyrst. Hann var þá skrifstofustjóri sparisjóðsins og nán- asti samstarfsmaður Friðjóns. Þeir félagar sýndu mér með eðlilegu stolti, hve vel hafði til tekist með alla hönnun hússins, aðstöðu fyrir starfs- fólk og viðskiptavini, gjaldkerastúk- ur, bakvinnslu og þann vélbúnað sem þá var nýjastur af nálinni, en þætti nú fornaldarlegur. Ég átti eftir að heimsækja þá fé- laga oft í Borgarnes og kynnast hve vel þeir unnu saman og voru sam- taka í rekstri sjóðsins. En síðari hluta sumars 1990 varð Friðjón bráðkvaddur á æskuslóðum sínum á Snorrastöðum. Skyndilegt fráfall Friðjóns var mikið áfall fyrir Sigfús og starfsfólk- ið í sparisjóðnum og alla þá sem létu sig varða hag hans og framgang. Friðjón var ákaflega hæfur spari- sjóðsstjóri sem naut óskoraðs trausts starfsfólks og viðskiptavina sjóðsins og allra sem hlut áttu að máli. Mér er kunnugt að stjórn spari- sjóðsins sneri sér strax til Sigfúsar og bauð honum að taka að sér spari- sjóðsstjórastarfið. Hann tók sér um- hugsunarfrest og ráðfærði sig við ýmsa sem honum tengdust, m.a. mig sem stjórnarformann Sambands ís- lenskra sparisjóða, því að Sigfús var varkár maður, sem ekki flanaði að neinu en hugsaði vel sitt ráð. Það var örugglega ekki auðvelt að taka við sparisjóðsstjórastarfinu eft- ir Friðjón sem hafði rækt það starf í áraraðir við rómaðan orðstír. En eft- ir nokkra yfirvegun og hvatningu úr mörgum áttum tók Sigfús boði stjórnar sparisjóðsins og var ráðinn til starfa frá 1. september 1990. Hann gegndi síðan því starfi til ársins 1999 er hann lét af því fyrir aldurs sakir. Rekstur sparisjóðsins þessi ár gekk yfirleitt ákaflega vel, þótt stundum blési á móti. En Sigfús reyndist svo sannarlega vandanum vaxinn og auðnaðist að sigla farsæl- lega í gegnum tímabundna erfiðleika í atvinnurekstri í héraðinu. Honum tókst að stýra sparisjóðnum af stakri prýði, svo að eftir var tekið og skilaði honum af sér við starfslok sem ein- um öflugasta sparisjóði landsins. Sigfús var einstakt ljúfmenni í allri framgöngu, hógvær og lét lítið yfir sér. Hann var ekki orðmargur á fundum, en gagnorður og rökfastur og flutti mál sitt vel þegar hann kvaddi sér hljóðs og þá var líka á hann hlustað. Þessu kynntist ég vel þau sex ár sem við sátum saman í stjórn Sambands íslenskra spari- sjóða 1990–1996. Að sjálfsögðu greindi okkur stjórnarmennina oft- sinnis verulega á, en lánaðist þó yf- irleitt að ná samstöðu í þeim málum sem miklu gátu skipt. Þá átti Sigfús oft stóran hlut að máli, því að sund- urlyndi átti ekki við hans skaplyndi. Hann hélt þó fast á sínum málum, en var samningalipur og gerði sér glögga grein fyrir, hve gott samstarf var nauðsynlegt sparisjóðunum í harðri samkeppni þeirra við m.a.við- skiptabankana. Sigfús Sumarliðason var mikill öndvegismaður sem gott var að vinna með og eignast að góðum vini. Því miður hendir það of oft að menn gleyma að þakka fyrir eins og vert væri, meðan tími er til og hugsa ekki um slíkt fyrr en um seinan. Og nú þótt of seint sé, þegar kveðjustundin er liðin, færi ég þessum góða dreng hugheilar þakkir fyrir árin öll sem við unnum saman, fyrir stuðning hans og góða vináttu. Við hjónin færum eftirlifandi eig- inkonu Sigfúsar, Helgu Guðmars- dóttur og fjölskyldunni allri, innileg- ustu kveðjur og vottum þeim og öðrum aðstandendum djúpa samúð okkar og virðingu. Baldvin Tryggvason. Snemma á liðinni öld, árið 1913, gengust nokkrir félagsmálafrömuðir og frammámenn í atvinnulífi Mýra- og Borgarfjarðarsýslu fyrir stofnun Sparisjóðs Mýrasýslu. Hiklaust má fullyrða að sparisjóðurinn hefur átt ómetanlegan þátt í þeim gríðarlegu umbótum sem orðið hafa í öllu at- vinnu- og efnahagslífi í héraðinu, uppbyggingu húsnæðis, bæði fyrir íbúðir og fyrirtækjarekstur í Borg- arnesi og Borgarfjarðarbyggðum á þeim tíma sem liðinn er frá stofnun sparisjóðsins. Stjórn Sparisjóðs Mýrasýslu hef- ur jafnan borið gæfu til að ráða til starfa fyrir sparisjóðinn hæfa og dugmikla menn í stjórnunarstöður, sem stýrt hafa sparisjóðnum af framsýni, einstökum dugnaði og fyr- irhyggju. Í liðinni viku, hinn 23. október, andaðist einn þessara ágætismanna, Sigfús Sumarliðason, fyrrum spari- sjóðsstjóri. Hann átti að baki langan og farsælan starfsferil í sparisjóðn- um. Hann hóf þar störf 1. desember 1966 sem skrifstofustjóri og aðalbók- ari, en áður hafði hann um 15 ára skeið annast aðalbókarastarf hjá Kaupfélagi Borgfirðinga. Á skömmum tíma tileinkaði Sigfús sér vel starfshætti og vinnuferli í innlánsstofnunum og áður en varði var hann orðinn nánasti samstarfs- maður Friðjóns heitins Sveinbjörns- sonar, sem þá gegndi starfi spari- sjóðsstjóra af mikilli röggsemi og reisn við frábærar vinsældir við- skiptavina sparisjóðsins. Friðjón varð bráðkvaddur síðsumars 1990 og var Sigfús þá beðinn um að taka að sér starfið og var ráðinn sem spari- sjóðsstjóri 1. september 1990. Það kom brátt í ljós að þessi stjórnarákvörðun var farsæl fyrir sparisjóðinn, því að Sigfús kunni vel til verka og tók um stjórnartaumana af festu og öryggi, enda á heimavelli, því að hann hafði einatt sinnt starfi sparisjóðsstjóra í fjarveru Friðjóns. Sigfús ávann sér á skömmum tíma bæði traust og virðingu viðskipta- vina sjóðsins og ekki síður alls starfsfólksins. Undir hans stjórn hélt sparisjóðurinn áfram að eflast og dafna ár frá ári og var stöðugt með best reknu sparisjóðum lands- ins. Sigfús var ekki maður þeirrar gerðar sem sífellt reynir að trana sér sjálfum fram. Hann var einstaklega ljúfur í umgengni, fremur hlédræg- ur, en fastur fyrir og ákveðinn, og rökstuddi sín mál vel og skynsam- lega. Hann var opinn fyrir nýjung- um, m.a. í rekstri fjármálafyrir- tækja, en varfærinn og vildi forðast fljótræði og frumhlaup. Hann hélt af myndugleik á lofti merki Sparisjóðs Mýrasýslu og Borgarfjarðarhéraðs og vakinn og sofinn vann hann að hag heima- byggðar sinnar og framgangi. Hon- um var mjög í mun að sparisjóðurinn væri í raun ávallt „hornsteinn í hér- aði“ eins og hann fyrstur sparisjóða- manna tók að auglýsa sparisjóðinn sinn í fjölmiðlum. Sigfús naut verðskuldaðs trausts og álits starfsfélaga sinna í spari- sjóðum um land allt. Hann var kos- inn í stjórn Sambands íslenskra sparisjóða um haustið 1990 og átti þar sæti til 1999. Jafnframt sat hann í stjórn Tölvumiðstöðvar sparisjóða sama tíma og var kosinn varamaður í stjórn Kaupþings hf. 1992–1996 og síðan aðalmaður í stjórn þess 1996– 1999. Það var einstaklega gott að starfa með Sigfúsi. Hann var maður sátta og samstarfs og vann af heilum hug að eflingu sparisjóðastarfseminnar í landinu. Við leiðarlok færum við, sparisjóðafólkið í landinu, fram ein- lægar þakkir fyrir að hafa átt Sigfús að samstarfsmanni og vini um árabil. Við vottum eftirlifandi eiginkonu Sigfúsar, Helgu Guðmarsdóttur, fjölskyldunni og öðrum aðstandend- um dýpstu samúð okkar og virðingu. Guðmundur Hauksson, formaður Sambands sparisjóða. Hörð barátta er að baki. Vonin um að vinur okkar Sigfús Sumarliðason, eða Siffi eins og hann var kallaður, fengi yfirunnið erfið veikindi brást. Djúp og sár sorg fjölskyldu og vina hefur tekið völdin. Við eigum góðar minningar um Siffa og skiljum betur en áður hvað mikil gæfa það er að hafa átt svo traustan og tryggan samferðamann. Siffi var heill og góð- ur félagi og sannur vinur. Það er mikill styrkur fyrir þá sem eftir lifa. Við nutum í ríkum mæli gestrisni Siffa og Helgu, eins nutu þau þess að ferðast, skoða fjölbreytileika ís- lenskrar náttúru, og dvelja um stund hjá vinum sínum. Samfylgdin með Siffa hefur verið til ánægju og gæfu og lífsgangan öll litríkari með hann í hópnum. Við kveðjum góðan vin, og traust- an og heiðarlegan mann. Við þökk- um ánægjulega samleið á lífsgöng- unni og allar samverustundirnar og biðjum honum blessunar guðs á nýj- um vegum. Við flytjum Helgu og fjölskyldu innilegar samúðarkveðj- ur. Þórður og Brynhildur, Sveinn og Kapitola. Öðlingurinn Sigfús Sumarliðason er látinn. Mig langar til að minnast hans, ekki það að ég hafi þekkt hann svo náið, heldur vegna þess að mér þótti vænt um hann. Ég kynntist honum vegna starfa hans í Sparisjóði Mýrasýslu þar sem hann starfaði til fjölda ára. Sigfús var einstaklega hlýr en um leið glettinn persónuleiki. Þá skipti engu hvort verið var angra hann með viðskiptalegu eða fjár- hagslegu kvabbi eða taka hann tali á förnum vegi. En sá þáttur í fari Sig- fúsar sem ég mat mest var skilning- ur hans á nauðsyn okkar litla sam- félags á öflugu menningarstarfi. Hann skildi að samfélag getur ekki þrifist án menningar. Alltaf var hann boðinn og búinn að leggja menning- unni lið, hvort sem það var í krafti starfs síns eða með nálægð sinni. Mér fannst að aðalatriðið væri að staðið væri að henni af einlægni. Slíkur skilningur er dýrmætur eig- inleiki sem er sem hvati á okkur hin. Ég votta fjölskyldu hans innilega samúð og við hin getum aðeins vonað að okkar borgfirska samfélagi auðn- ist að fá annan hans líka. Gunnar Örn Guðmundsson. Með nokkrum orðum vil ég kveðja ljúfmennið Sigfús Sumarliðason, fyrrverandi sparisjóðsstjóra Spari- sjóðs Mýrasýslu í Borgarnesi, sem látinn er langt fyrir aldur fram. Kynni okkar hófust fyrir tæpum 20 árum. Um það leyti var ég að byggja mér hús í Borgarnesi og fór daglega í sund að loknum vinnudegi. Í þeim ferðum kynntist ég nokkrum ungmennum sem sóttu laugina og höfðu áhuga á að æfa sund með keppni í huga. Meðal þeirra var son- arsonur og uppeldissonur Sigfúsar, Jón Valur Jónsson, áhugasamur og efnilegur sundmaður. Málin þróuðust þannig að að- standendur sundfólksins unga end- urreistu Sunddeild Skallagríms og ég tók að mér að vera þjálfari eitt sumar, sem reyndar urðu fimm ár. Aðstandendur mynduðu sterkan kjarna að baki sundfólksins. Í þeirra hópi var Sigfús sem tók að sér gjald- kerastarfið. Hann var ásamt fleirum kjölfestan í starfi deildarinnar sem hún byggði öryggi sitt á. Fram í hugann streyma margar ánægjulegar minningar frá þessum tíma. Samstarfið við Sigfús var ánægjulegt. Hann leysti öll verk- efni og vandamál sem upp komu með æðruleysi. Sem sparisjóðsstjóra SM átti ung- mennafélagshreyfingin í héraðinu traustan bakhjarl. Á hún honum mikið að þakka fyrir ómetanlegan stuðning. Hann hafði forgöngu um að Sparisjóður Mýrasýslu styrkti landsmótsnefnd myndarlega vegna 23. landsmóts UMFÍ í Borgarnesi ásamt öðrum fyrirtækjum í hér- aðinu. Siffi, eins og hann var jafnan kall- aður af vinum og vandamönnum, var mikill félagsmálamaður og kom víða við. Hann leysti hvers manns vanda með ljúfmennsku og hógværð. Til hans var gott að leita. Framkoma hans var látlaus, stutt í glettni og glaðværð og fólki leið vel í návist hans. Við Ragnheiður þökkum honum SIGFÚS SUMARLIÐASON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.