Morgunblaðið - 02.11.2001, Side 20

Morgunblaðið - 02.11.2001, Side 20
LANDIÐ 20 FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ HELSTU veikleikar landshluta- kjarna hérlendis, sem þróunarsvið Byggðastofnunar stóð fyrir svokall- aðri SVÓT-greiningu á og greint er frá í nýrri skýrslu stofnunarinnar, felast m.a. í lágu menntunarstigi og lágum tekjum. Þá er nær enginn byggingamarkaður og skortur á leiguhúsnæði auk þess sem aukin verkefni fara samhliða litlum tekju- stofnum. Styrkur byggðarlaganna felst hins vegar í því að þeir eru mið- stöðvar stjórnsýslu og þar er virk samkeppni í verslun, góð staða í heilsugæslu og leikskólamálum og virkur fasteignamarkaður. Styrkur þeirra felst einnig í öflugu íþrótta- og tómstundastarfi, sérskólum, ein- setnum grunnskólum og greiðum aðgangi að ósnortinni náttúru. Þær ógnanir sem bæirnir standa helst frammi fyrir felast m.a. í brott- flutningi fólks, slæmri fjárhags- stöðu, fækkun starfa og lítilli áherslu á rannsóknir og vöruþróun víðast hvar. Tækifæri bæjanna, að mati Byggðastofnunar, eru m.a. fólgin í eflingu mannauðs, frumkvæði og framtaki heimamanna, aukinni fjöl- breytni í atvinnulífi og fjárfestingum í samgöngum. Byggðastofnun stóð fyrir SVÓT- greiningu (styrkur, veikleikar, ógn- anir og tækifæri) á níu landshluta- kjörnum, þ.e. Akureyri, Húsavík, Egilsstöðum, Selfossi, Reykja- nesbæ, Akranesi, Borgarnesi, Ísa- firði og Sauðárkróki. Tilgangur greiningarinnar var sá að finna stað- bundin sóknarfæri varðandi atvinnu og búsetu á landsbyggðinni. Fram kemur í formála dr. Bjarka Jóhann- essonar, forstöðumanns þróunar- sviðs Byggðastofnunar, í skýrslunni Byggðarlög í sókn og vörn, að íbúum hefur fækkað víðast hvar á lands- byggðinni og sömuleiðis störfum. Einkum er það fólk á þrítugsaldri sem flyst mest á milli landsvæða og hefur íbúum mest fækkað utan þétt- býlis. Skýrsluhöfundar telja að umrædd byggðarlög séu nægilega stór til að bjóða upp á fjölbreytt atvinnutæki- færi og góð búsetuskilyrði auk þess sem þau eru miðstöðvar stjórnsýslu, verslunar og þjónustu, samgangna og menntunar á sínu landsvæði. Tilflutningur verkefna frá ríki til sveitarfélaga hefur hins vegar veikt stöðu byggðarlaganna auk þess sem ýmsar skattkerfisbreytingar hafa leitt af sér skerðingu tekjustofna sveitarfélaga. Sveitarfélög með 1–3 þúsund íbúa eru einna verst stödd, að mati skýrsluhöfunda. Félagslegar íbúðir baggi á sveitarfélögum Félagslegar íbúðir eru baggi á sveitarfélögum sem sum hafa safnað skuldum vegna innlausnarskyldu og er rekstrarkostnaður íbúðanna oft umfram tekjur af þeim. Aðeins 19% alls fólks á aldrinum 25–64 ára sem lokið hefur háskóla- menntun eru búsett á landsbyggð- inni og 53% fólks á sama aldri hafa einungis grunnskólamenntun. Fer háskólamenntuðu fólki á lands- byggðinni fækkandi á sama tíma og því fjölgar á höfuðborgarsvæðinu. Tekjur fyrir sömu störf eru lægri í flestum greinum á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu og er munurinn mestur í þjónustu-, sölu- og afgreiðslustörfum, eða allt að 40%. Þó hefur nokkuð dregið úr þeim mun, skv. könnun Þjóðhags- stofnunar. Færra er í boði til afþreyingar á minni stöðum og er skemmtanalíf ekki eins fjölbreytt og á stærri stöð- um. Þá fær fólk víðast hvar léleg veð út á fasteignir sínar sem getur að mati skýrsluhöfunda haft hamlandi áhrif á frumkvæði og framkvæmda- vilja. Þá getur skortur á leiguhúsnæði einnig haft hamlandi áhrif á framþróun staða, þar sem aðfluttir gestir sækjast oft eftir slíku hús- næði fremur en að kaupa fasteignir. Fækkun starfa ógnar byggðarlög- unum, en skv. könnun Þjóðhags- stofnunar vilja fyrirtæki á lands- byggðinni fækka starfsfólki um 0,1%. Ástandið hefur þó batnað og er að þessu leyti betra en á höf- uðborgarsvæðinu. Þá telja höfundar að það ógni stöðu byggðarlaganna að starfs- greinar séu ekki kenndar á lands- byggðinni, en Starfsgreinasamband- ið vinnur að því að starfsgreinar séu kenndar á höfuðborgarsvæðinu eða fáum stöðum utan þess, sem myndi koma niður á verkmenntun í byggð- arlögunum. Lausn á vanda vegna félagslegra íbúða minnkar fjárhagsvandann Þrátt fyrir þetta sjá skýrsluhöf- undar ýmis tækifæri fyrir byggðar- lögin og telja að lausn á vanda vegna félagslegra íbúða myndi minnka fjárhagsvanda þeirra. Bent er á ýmsar hugmyndir sem fram hafa komið varðandi lausn á vandanum, m.a. tilkoma Varasjóðs viðbótarlána sem settur var á stofn m.a. til að leysa vanda þeirra sveitarfélaga sem ráða ekki við að standa undir þeim skyldum sem þeim er gert að yf- irtaka með því að greiða mismun á markaðsverði og bókfærðu verði íbúða. Skýrsluhöfundar telja að með afskriftum á skuldum sveitarfélaga við sjóðinn sem nemi mismun á inn- lausnarverði og markaðsverði muni fjárhagsvandi þeirra minnka. Höfundar telja að stjórnsýslutil- raunir reynslusveitarfélaga á árun- um 1995–2000 á sviði byggðamála, málefna fatlaðra, öldrunarmála og heilsugæslu hafi náð markmiðum sínum, t.d. um aukna sjálfsstjórn sveitarfélaga og bætta þjónustu við íbúana. Mestur mun árangurinn hafa orðið þar sem málaflokkar voru færðir í heild sinni frá ríki til sveit- arfélaga með tilflutningi á fjármun- um og yfirfærslu á mótun þjónustu- þátta. Þá telja höfundar að ný lög um fasteignaskatt sem leiða til lækkun- ar fasteignagjalda á landsbyggðinni ættu að efla fasteignamarkaðinn þar. Þeir telja að sveitarfélög ættu að geta fært sér í nyt litla ásókn í störf á landsbyggðinni. Af þeim sökum bjóðast fólki í upphafi starfsferils síns stundum betri tækifæri en á höfuðborgarsvæðinu. Með því getur það öðlast starfsreynslu sem það hefði annars ekki átt kost á. Þá þarf að efla mannauð á minni stöðunum með því að efla menntun fólks á staðnum og bæta búsetuskilyrði til að laða að nýja íbúa. Ríkisvaldið þarf þá að fylgja eftir og halda áfram öfl- ugum aðgerðum til að jafna aðstöðu byggðarlaganna, t.d. hvað varðar búsetukostnað, námskostnað og -að- stöðu. Skýrsla þróunarsviðs Byggðastofnunar um stöðu landshlutakjarna Lágar tekjur og lítil menntun veikja stöðu byggðarlaganna FJÖLBRAUTASKÓLI Suðurlands hélt upp á 20 ára afmæli sitt síðast- liðinn laugardag og kynnti starf- semi sína þann dag. Brugðið var upp svipmyndum úr starfi skólans sem hófst með „hlaupabrautinni“ en svo er sá tími nefndur þegar kennt var á mörgum stöðum á fyrstu ár- um skólans, áður en nýbygging hans var tekin í notkun. Ýmsar kynningar, sýningar og uppákomur voru yfir daginn ásamt því að nem- endur og kennarar voru að störfum jafnhliða því að kynna starfsemina. Fyrsta keppnislið skólans, og sig- urvegarar á sínum tíma í spurn- ingakeppni sjónvarpsins, Gettu bet- ur, atti kappi við lið nemenda og vakti viðureignin mikla athygli og kátínu áhorfenda. Í lok kynningardagsins voru stofnuð hollvinasamtök skólans sem hafa að markmiði að vinna að heill skólans og framgangi. Það er mál þeirra sem tjá sig um Fjölbrauta- skóla Suðurlands að hann sé einn öflugasti þátturinn í uppbyggingu byggðar og mannlífs á Suðurlandi um langan tíma. Gestir fylgdust af athygli með spurningaleiknum Gettu betur og kór skólans hélt opna æfingu í miðrými skólahússins við góðar undirtektir. Morgunblaðið/Sig. Jónss. Hollvina- samtök stofnuð Selfoss Í SUMAR og í haust hefur verið unnið að frágangi og uppgræðslu snjóflóðavarn- armannvirkjanna og um- hverfi þeirra ofan við miðbæinn í Neskaupstað. Vel virðist hafa tekist með hönnun mannvirkjanna og falla þau vel inn í landslagið. En það var eitt af því sem margir bæjarbúar óttuðust að myndi ekki gerast og að mikil óprýði yrði af mann- virkjunum. Mannvirk- in falla vel inn í umhverfið Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Snjóflóðavarnargarðurinn er orðinn grænleitur og fellur vel inn í umhverfið. Neskaupstaður LANDSMÓT æskulýðsfélaga kirkj- unnar var haldið á Hvammstanga helgina 19.-21. október á vegum Fræðslusviðs biskupsstofu, en fram- kvæmd þess var að hluta í höndum sóknarprestsins, sr. Sigurðar Grét- ars Sigurðssonar. Þátttakendur komu víða að, m.a. frá Héraði, Ísa- firði, höfuðborgarsvæðinu og Vest- mannaeyjum, en um 210 unglingar á aldrinum 13-16 ára sóttu mótið ásamt 40 leiðtogum sínum. Kjörorð mótsins var „Frábært fólk“. Á föstudagskvöld var m.a. haldið sundlaugarpartí og á laugardags- morgun var sýnt myndband frá æskulýðsstarfi, þar sem lögð var áhersla á jafna stöðu fyrir Kristi, óháð litarhætti, kynferði og upp- runa. Eftir hádegi var boðið upp á ýmsa hópvinnu, m.a. heimsókn á hestabúgarðinn á Gauksmýri, sigl- ingu á Miðfirði, hópvinnu í Listakoti Dóru, sem bar þann árangur að æskulýðsstarfi á Hvammstanga var gefinn kross með trúartáknum. Á sunnudagsmorgun var fullt út úr dyrum í poppmessa í Hvamms- tangakirkju, en í hinni öldnu Kirkju- hvammskirkju voru hlutir á rólegri nótum. Þar stýrði sr. Yrsa Þórðar- dóttir Taize-messu og þar var einnig fullt hús og nokkur þáttttaka heima- fólks, sem komið var yfir unglings- árin. Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson Hópur ungmenna á tröppum Hvammstangakirkju. „Frábært fólk“ á æsku- lýðsmóti Hvammstangi ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.