Morgunblaðið - 02.11.2001, Blaðsíða 34
Morgunblaðið/Jim Smart
Hópur nemenda við rannsóknir með Bjarna Jónssyni vistfræðingi. Það
er gott og nauðsynlegt að komast endrum og eins í útikennslu.
Á MILDUM haustdögum íupphafi skólastarfsins yfir-gefa nemendur úr 6. bekkj-um Flata- og Hofstaða-
skóla í Garðabæ skólastofurnar og
halda upp að Vífilsstaðavatni, einn
bekkur í senn, til þess að vinna rann-
sóknarstörf á lífríki vatnsins og um-
hverfi þess.
Bjarni Jónsson, vistfræðingur og
forstöðumaður Norðurlandsdeildar
Veiðimálastofnunar, sem hefur aðset-
ur á Hólum, hefur yfirumsjón með
rannsóknunum. Hann hefur unnið
þær í samvinnu við umhverfisnefnd
og garðyrkjustjóra Garðabæjar, Erlu
Bil Bjarnardóttur.
Bjarni segir að hugmynd hafi orðið
til fyrir nokkrum árum í Garðabæ um
að rannsaka lífríki Vífilsstaðavatns og
miðla þekkingu til nemenda í grunn-
skólum en hann segir Vífilsstaðavatn
vera eitt af örfáum ósnortnum svæð-
um innan höfuðborgarsvæðisins og
því sé gullið tækifæri falið í því að
gera þessar rannsóknir og vinna úr
þeim upplýsingar.
Hann segir vaxandi áhuga og skiln-
ing vera á mikilvægi þess að hafa að-
gang að ósnortinni náttúru til útivist-
ar. Þrátt fyrir að slík svæði séu til
staðar skorti mjög á að fólk hafi að-
gang að upplýsingum um eðli og sér-
kenni þeirrar náttúru sem um ræðir
og þá sögu sem hún geymir.
Börnin veiða fiska
Inntak hugmyndarinnar um Vífils-
staðavatn var að gera úttekt á lífrík-
inu í vatninu og rannsókn á svæðinu í
kring. Það skyldi síðan notað í al-
menningsfræðslu og ekki síst fyrir
grunnskólanemendur sem búa í ná-
grenni við vatnið eða í Garðabæ og þá
um leið til þess að efla vitund fólks um
þetta svæði.
Vel heppnuð tilraun var gerð árið
1998 og síðan þá hafa nemendur í 6.
bekkjum Flataskóla og Hofstaða-
skóla sjálfir verið að gera rannsóknir
á lífríkinu við vatnið. Verkefninu hef-
ur verið fylgt eftir með kennsluefni,
en umhverfisnefnd Garðabæjar fékk
Sólrúnu Harðardóttur kennara til
þess að hanna og vinna bók sem er um
lífríki Vífilsstaðavatns og heitir Vífils-
staðavatn – gersemi Garðabæjar
(útg. 2001).
Í þessum rannsóknum sem eru
unnar við vatnið veiða börnin fiska,
eins og ála, urriða og hornsíli og safna
smádýrum bæði úr læknum sem
rennur úr Vífilsstaðavatni og vatninu
sjálfu. Þau læra um lífsferil fiska og
annarra vatnadýra, kryfja fiska, meta
fyrirfram og sannreyna svo aldur
þeirra og skoða líffærastarfsemi.
Ennfremur fara þau í fuglaskoðun
og læra m.a. að þekkja hljóð einstakra
fugla. Smádýrunum safna þau saman
og læra m.a. að þekkja nöfn þeirra og
á hverju þau lifa. Hver rannsóknar-
leiðangur tekur um eina og hálfa
klukkustund og er kennari með í för
ásamt Bjarna vistfræðingi og öðrum
sérfræðingi, Sigurði Hafliðasyni.
Breytilegt útlit
fiska
Bjarni segir að gætt sé að því að
allir nemendur taki virkan þátt í
rannsóknunum og að þau séu mjög
áhugasöm. Hann segir þýðingarmikð
að vekja áhuga þeirra með beinum
tengslum við viðfangsefnið, í stað
þess að glíma eingöngu við verkefnið
með hjálp kennslubóka. „Það má
segja að þetta starf flokkist undir
frumkvöðlastarf hér á Íslandi, því
verkefnið er fyrst rannsakað og svo
er unnið markvisst námsefni upp úr
niðurstöðunum. Vettvangsferðir þar
sem nemendur njóta leiðsagnar sér-
fræðinga eru líka nýjung,“ segir
Bjarni.
Hann segir að hann geti leyft sér að
fara aðeins út í þróunarfræði í þessum
rannsóknum með börnunum, t.d.
hvers vegna sumir fiskar eru öðruvísi
í laginu en aðrir og jafnvel ólíkir fisk-
um af sömu tegund í öðrum vötnum
og einnig sé rædd sérstaða Vífils-
staðavatns í samanburði við önnur
vötn. „Krakkarnir fá þarna þekkingu
sem þau tengja beint við raunveru-
lega reynslu. Þau öðlast dýpri skiln-
ing á námsefninu með því að komast í
beina snertingu við rannsóknarefnið
og það er hægt að eiga við þau sam-
ræður sem þau, sum hver, hefðu síðar
á skólagöngunni e.t.v. átt inni í
kennslustofu, en önnur ef til vill aldr-
ei. „Ég myndi gjarnan vilja sjá fleiri
sérfræðinga koma inn í skólastarfið
og miðla af þekkingu sinni. Aðferðir
sem þessar skila árangri, það er ekki
spurning. Kannski ætti það einmitt að
vera hlutverk vísindamanna að gefa
af sér með þessum hætti,“ segir
Bjarni Jónsson vistfræðingur.
Garðabær/ Námið við Vífilsstaðavatn er frumkvöðlastarf, því viðfangsefnið er fyrst rannsakað og svo er
unnið markvisst námsefni upp úr niðurstöðunum. Vettvangsferðir þar sem nemendur njóta leiðsagnar
sérfræðinga er líka nýjung. Bjarni Jónsson vistfræðingur vinnur rannsóknir með börnum um lífríkið.
Börn sem
stunda
rannsóknir
Krakkarnir fá þekkingu sem þeir
tengja við reynslu sína.
Kennslubókin heitir„Vífilsstaða-
vatn – gersemi Garðabæjar“.
Morgunblaðið/Jim Smart
Vísindastörfin hafa djúp áhrif á námið. Börnin veiða fiska í vísinda-
skyni: Hvað er það í byggingu fiska sem segir manni að þeir lifi í vatni?
MENNTUN
34 FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
DÁLKUR með spurningum og svör-
um um nám og störf á Íslandi birtist
á menntasíðu í dag. Hann mun
framvegis vera á þessum síðum þeg-
ar plássið leyfir. Samtök iðnaðarins
reka vefsetrið Iðuna þar sem efni
um nám, skóla, störf og fyrirtæki er
áberandi, ásamt viðtölum við nem-
endur og vinnandi fólk. Spurning-
arnar og svörin sem munu birtast í
dálknum eru fengnar þaðan.
Samtök iðnaðarins hafa í rúmt ár
átt formlegt samstarf við fé-
lagsvísindadeild Háskóla Íslands v/
náms í námsráðgjöf sem felur í sér
að nemendur í námsráðgjöf vinna
raunhæf verkefni um nám og störf á
Iðunni. Nám í námsráðgjöf sér um
að auka við og bæta náms- og starfs-
lýsingar og svara spurningum gesta
Iðunnar undir handleiðslu kennara
sinna. Gestum Iðunnar (www.id-
an.is) gefst kostur á að senda inn
spurningar um nám og störf og eru
svörin send viðkomandi og birt á Ið-
unni.
Spurt um
nám og störf
Kyn: Kona
Aldur: 16
Spurning: Nú er komið að því
að ég þarf að velja í hvaða fram-
haldsskóla ég ætla. Ég er búin
að ákveða að verða hár-
greiðslukona en er ekki viss um
hvort ég ætti að taka stúdents-
próf. Svo er líka eins og fjöl-
skyldunni minni finnist eins og
ég geti „betur“ en að fara
„bara“ í hárgreiðslu. Þess
vegna er ég að pæla í að taka
stúdentsprófið á undan til að
valda þeim ekki vonbrigðum.
Hvað get ég gert?
SVAR: Allt nám og starfs-
menntun eru mikilvæg til þess
að manni vegni sem best í líf-
inu. Hvað hentar hverjum og
einum fer eftir áhugasviði
hans, getu og dugnaði. Þá er
líka gott að hafa í huga að eitt
þarf ekki að útiloka annað.
Nám í hársnyrtiiðn kemur ekki í
veg fyrir að maður geti orðið
stúdent síðar og stúdentspróf
kemur heldur ekki í veg fyrir að
maður verði hársnyrtir síðar.
Það er bæði sjálfsagt og eðli-
legt að ræða skólagöngu sína
við foreldra sína og hlusta á
hvað þeir leggja til málanna.
Það er líka mjög mikilvægt að
foreldrarnir hlusti vel á börnin
sín. Þau eru að reyna að
ákveða sína eigin framtíð og
það er ekki alltaf auðvelt. Það
kann aldrei góðri lukku að stýra
að taka ákvarðanir um eigin
framtíð einungis til að þóknast
öðrum, hvort sem það eru for-
eldrar, ættingjar, vinir eða
skólafélagar. Foreldrar mega
ekki gleyma því að unglingar og
ungt fólk eru í skóla fyrir sjálf
sig en ekki aðra. Foreldrarnir
mega þess vegna ekki láta eig-
in skoðanir og óskir yfirgnæfa
það sem unga fólkið vill sjálft.
Hitt er auðvitað sjálfsagt að
ræða málin og benda á að
möguleikar til náms og starfa
eru margir.
Eina ráðið, sem hægt er að
gefa þér, er að hugsa málið
vandlega, ræða málið við for-
eldra þína, kynna þér vel, helst
með foreldrum þínum, nám í
hársnyrtiiðn og störf hársnyrta
og líka nám til stúdentsprófs.
Einnig er mikilvægt að bera
málið undir náms- og starfs-
ráðgjafa ef tök eru á. Að lokum
ert það svo þú sjálf sem verður
að ákveða hvað þú vilt gera.
Það getur enginn annar.
Nám og störf
TENGLAR
.............................................
Svör úr www.idan.is, unnin í sam-
vinnu við Nám í námsráðgjöf í
Háskóla Íslands.
Evrópsk vísindavika
Evrópusambandið hefur opnað
nýja vefslóð til að kynna evrópska
vísindaviku sem
haldin verður
víðsvegar um Evr-
ópu vikuna 5.-
11.nóvember
2001.
Slóðin er:
http://www.cordis.lu/
scienceweek/home.htm
Ferðaþjónusta í Evrópu
Freetime er átaksverkefni
RANNÍS og Ferðamálaseturs Ís-
lands til að
hvetja og að-
stoða lítil og
meðalstór fyrirtæki í ferðaþjón-
ustu og tengdum greinum til þátt-
töku í evrópskum samstarfsverk-
efnum sem miða að því að bæta
samkeppnisaðstöðu fyrirtækjanna
með tileinkun nýrrar tækni og að-
ferða. Fyrirtækjunum standa til
boða CRAFT-styrkir rammaáætl-
unar Evrópusambandins til sam-
starfsverkefnanna. Þeir geta num-
ið allt að 50% af kostnaði
verkefnisins og eru veittir verk-
efnum lítilla og meðalstórra fyr-
irtækja sem ekki hafa rann-
sóknaaðstöðu sjálf og þurfa aðstoð
rannsóknaaðila (rannsóknastofn-
unar / háskóla / þróunarfyr-
irtækis) til að þróa aðferðir og/eða
tækni sem nýtast fyrirtækjunum til
bæta samkeppnisaðstöðu þeirra.
Að verkefninu skulu standa að
minnsta kosti 2 fyrirtæki frá að
minnsta kosti tveimur aðild-
arlöndum rammaáætlunarinnar.
Nánari upplýsingar eru veittar
hjá RANNÍS í síma 515 5809 eða
með tölvupósti: hjordis@rannis.is
og hjá Ferðamálasetri Íslands í
síma 4630959 eða tölvupósti: jb-
sbj@nett.is. Upplýsingar er einnig
að finna á heimasíðu FREETIME -
www.amitie.it/freetime.
Rafrænir viðskiptahættir
Útflutningsráð Íslands og Há-
skólinn í Reykjavík standa í vetur
að þremur námskeiðum um hvern-
ig ná megi fram
hagræðingu í
rekstri með nýt-
ingu rafrænna
viðskiptahátta.
Námskeiðin eru
ætluð stjórn-
endum og skipulögð í samvinnu við
Euro Info skrifstofuna. Þau eru
hluti af alþjóðlegri herferð sem
fram fer í 18 Evrópulöndum og er
styrkt af framkvæmdastjórn Evr-
ópusambandsins. Námskeiðin, sem
bera yfirskriftina „Nýjar leiðir í
rekstri“ ,verða haldin í nóvember,
desember og janúar.
Markmiðið með námskeiðunum
er að gera stjórnendum ljóst
hvernig ná má fram raunverulegri
hagræðingu, kostnaðarlækkun og
aukinni arðsemi með rafrænum
viðskiptum. Hvert námskeið er í
umsjá sérfræðings á þessu sviði,
auk þess sem gestafyrirlesarar
munu tengja efnið rekstri íslenskra
fyrirtækja og fjalla um sigra og
ósigra sem draga má lærdóm af.
Nánari upplýsingar eru veittar á
http://www.icetrade.is/ebusiness,
eða hjáEuro Info skrifstofunni í
síma 511 4000 eða með tölvupósti
erna@utflutningsrad.is.
Upplýsingaskrifstofur um Evrópumál