Morgunblaðið - 02.11.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.11.2001, Blaðsíða 18
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 18 FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SKARTGRIPAVERSLUN FYRST OG FREMST Sendum myndalista Trúlofunar- hringar Laugavegi 45 ● Sími 561 6660 www.gullkunst.is 15% AFSLÁTTUR LANGAN LAUGARDAG Jólaspiladósir afsláttur15% Finnskir heimakjólar Jólasendingin er komin Gjafaaskja fylgir með Gylltu inniskórnir komnir Laugavegi 4, sími 551 4473. Póstsendum Klapparstíg 27, sími 552 2522 Langur Laugardagur Tilboð á leikgrindum Verð áður 6.900 kr. Verð nú 4.900 kr. á horni Laugavegs og Klapparstígs, sími 552 2515 Sígild verslu n Markaðsstemmning á Löngum laugardegi. Jólin nálgast! 2 fyrir 1 Tilboð á englum, myndarömmum, kertastjökum, borðlömpum og púðum Paris Laugavegi 25, sími 533 5500 Langur laugardagur 15% afsláttur af yfirhöfnum   Silfurdagar hjá Jóni & Óskari Tilboð föstudag og Langan laugardag 40 til 50% afsláttur af eldri silfurskartgripum Einstakt tækifæri Laugavegi 61, sími 552 4910         ÍBÚAÞING um vistvæna byggð verður haldið á Kjalarnesi í lok næsta mánaðar þar sem íbúum svæðisins gefst kostur á að koma á framfæri hugmyndum sínum um skipulag. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem íbúaþing er haldið um skipulagsmál hérlendis. Að sögn Jónasar Vigfússonar, formanns samstarfsráðs Kjalarness, er íbúaþingið haldið í kjölfar sam- þykktar í borgarráði frá í fyrra. Þar var því beint til skipulags- og bygg- inganefndar, í samvinnu við sam- starfsráð Kjalarness, að vinna að undirbúningi að nýrri gerð íbúða- hverfis á Kjalarnesi sem meðal ann- ars taki mið af framtíðarsýn um vistvæna byggð á Kjalarnesi, sem fram kom í tillögu samstarfs- nefndar um sameiningu Kjalarness og Reykjavíkur frá 1997. Í greinargerð með tillögunni sagði að með vistvænni byggð sé m.a. átt við að „horft sé til orkunýt- ingar, notkunar byggingarefna, hvernig staðað sé að sorpmálum og umhverfismálum, hver séu tengsl manns við náttúru og land og hvernig sé háttað samskiptum manna á meðal, menntun og upplýs- ingamiðlun.“ Að íbúaþinginu standa samstarfs- ráð Kjalarness, Borgarskipulag og þróunar- og fjölskyldusvið borg- arinnar en það er ráðgjafafyr- irtækið Alta sem hefur umsjón með framkvæmdinni. Samkvæmt upp- lýsingum þaðan verður notast við aðferð sem á íslensku kallast „sam- ráðsskipulag“ og verður þetta í fyrsta sinn sem notast er við slíkt hérlendis. Fyrir utan starf í vinnu- hópum mun þátttakendum gefast tækifæri til að koma hugmyndum sínum um skipulag á framfæri með því að teikna inn á kort. Niðurstöð- urnar verða síðan kynntar fimm dögum síðar í máli og myndum. Í minnispunktum frá Alta segir að þessi aðferð sé notuð í vaxandi mæli við skipulag í Bretlandi enda sýni reynslan að yfirleitt náist meiri sátt um skipulag sem mótað er í ná- inni samvinnu við íbúa. Þingið er ekki einungis ætlað íbú- um Kjalarness, heldur verður það opið öllum þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í mótun hugmynda um útfærslu vistvænnar byggðar á Kjalarnesi. Það verður haldið í fé- lagsheimilinu Fólkvangi 24. nóv- ember og verður auglýst síðar. Vistvæn byggð á íbúaþingi Kjalarnes BORGARRÁÐ hefur samþykkt að veita einkareknum leikskólum í borg- inni 12.500 króna styrk á mánuði fyr- ir hvert 5 ára barn sem nýtur kennslu og skóladagvistar á vegum skólans og notfærir sér þar af leiðandi ekki leikskólaþjónustu borgarinnar. Í bréfi Önnu Skúladóttur, fjár- málastjóra fjármáladeildar borgar- innar, til borgarráðs kemur fram að tveir skólar í Reykjavík, Ísaksskóli og Landakotsskóli, bjóða fimm ára börnum upp á skólaþjónustu. Í Ísaks- skóla eru 77 fimm ára börn, þar af 64 með lögheimili í Reykjavík og í Landakotsskóla eru 17 fimm ára börn, þar af 15 með lögheimili í Reykjavík. Í bréfinu kemur fram að sam- kvæmt upplýsingum frá Ísaksskóla séu fimm ára börnin fjórar kennslu- stundir á dag í skólanum en utan skólatíma sé boðið upp á skóladag- vist. Leikskólar Reykjavíkur greiði mánaðarlega um 12.500 krónur með hverju barni til einkarekinna leik- skóla vegna 4–5 klukkustunda vist- unar. Sé tekið mið af því yrði styrkur til Ísaksskóla tæpar 7,5 milljónir ár- lega miðað við 9,5 mánaða skólaár. Sambærilegur styrkur til Landa- kotsskóla yrði rúmar 1,7 milljónir. Fimm ára skólabörn fá niðurgreiðslu Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.