Morgunblaðið - 02.11.2001, Side 30
ERLENT
30 FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
UMGJÖRÐ hönnunargripa á sýn-
ingum getur skipt miklu máli fyrir
það hvernig sýningargestir upplifa
gripina. Stundum styður umgjörðin
gripina, bætir við þá nýjum víddum
og undirstrikar fegurð þeirra, en
stundum bætir umgjörðin engu við
og í versta falli dregur þá niður í
gæðum.
Á sýningu sinni í Gallerí List sýnir
Elísabet Ásberg okkur lágmyndir úr
silfri, nýsilfri, tré og sandblásnu
gleri en hún hefur síðastliðin misseri
verið að þróa silfur- og nýsilfursmíði
sína í þessa átt. Þannig standa smíð-
isgripir hennar út úr kassa á vegg.
Bakgrunnurinn er oftast lítill gluggi
úr sandblásnu gleri en þar í kring er
kassi úr tré, lakkaður svartur, rauð-
ur eða hvítur. Silfurgripirnir eru
mestmegnis litlir skildir og einnig
gripir með gati í miðjunni og kross-
lögðum silfurbogum.
Öll verkin hafa titla, eins og t.d.
Gluggi, Hugmynd, Gluggar nú-
tímans, Varnir hugans, Fangi hug-
ans og Hugsanir. Eins og sést er
hugurinn listamanninum hugleikinn
en þó var erfitt að sjá af hverju Varn-
ir hugans hétu t.d. Varnir hugans!
Bein tenging verka við titla er ekki
sterk. Því verður manni á að spyrja
sig um nauðsyn titlanna.
Að mínu mati á Elísabet ennþá
nokkuð í land með að skapa bráð-
fallegum silfurgripum sínum viðun-
andi umgjörð þannig að úr verði
heildstæð lágmynd. Til að það takist
þarf listamaðurinn að ganga lengra í
að samhæfa silfurgripina við annað
efni myndanna.
Tréð sem kassarnir eru smíðaðir
úr er t.d. ekki nógu hlutlaust efni og
virkar ekki nógu vel með silfurgrip-
unum. Betra hefði verið að nota önn-
ur efni en tré, eins og t.d. plexigler.
Þá fara menn ekki að rýna í lökkun
viðarins, misfellur og æðar.
Sú mynd sem mér fannst komast
næst því að virka sem lágmynd var
númer 6, Þrenna. Jafnframt voru
uppstillingar Elísabetrar á serv-
íettuhringjum og diskamottum mjög
góðar og skapaðist þar sterk heild.
Að mínu mati hefði komið best út
að sýna silfurgripina festa beint á
vegginn, vanda til við lýsingu og
leyfa þeim að njóta sín í allri sinni
dýrð; þeir standa alveg fyrir sínu og
meira en það.
Silfur á vegg
LISTHÖNNUN
G a l l e r í L i s t
Sýningunni er lokið.
LÁGMYNDIR
ELÍSABET ÁSBERG
Þóroddur Bjarnason
Þrenna eftir Elísabetu Ásberg.
LISTIR
LJÓSMYNDARINN Margrét
Margeirsdóttir er ein af þeim lista-
mönnum sem sér meira út úr nátt-
úrunni en hinn venjulegi náttúru-
unnandi, enda hefur hún næmt auga
fyrir því sem sérstætt er. Fólk og
forynjur spretta út úr venjulegum
klettum, hún sér kross í Heiðnabergi
í Drangey og beinir myndavél sinni
að fallegum bergmyndunum og lit-
ríkum gróðri á steinum svo eitthvað
sé nefnt. Myndirnar eru margar
teknar utan af sjó, en með því að fara
um á bát kemst Margrét á staði sem
fáir hafa barið augum.
Sú staðreynd að myndirnar eru
langt frá því að vera tæknilega full-
komnar verður að aukaatriði því
Margrét er einlæg í sinni mynda-
smíði og gleðin yfir undrum náttúr-
unnar og áhuginn á myndefninu og
miðlinum skína út úr myndunum. Ég
nefni sem dæmi mynd númer 10,
Steinbörn á öræfum.
Að mörgu leyti svipar sumum
mynda Margrétar til verka ýmissa
nútímalistamanna sem nota mynda-
vélina á látlausan og áreynslulausan
hátt er þeir beina sjónum sínum að
hversdagslegum hlutum í náttúrunni
og mannlífinu. Þó að einhverjir
skirrist sjálfsagt við að ég nefni
áhugaljósmyndara á Íslandi í sömu
mund og höfðingja innan nútíma-
myndlistarinnar langar mig að nefna
fólk eins og Gabriel Orozco, Ólaf El-
íasson og Roni Horn sem dæmi um
listamenn sem unnið hafa með ljós-
myndina á þennan látlausa hátt með
góðum árangri.
Það er þó sitthvað við sýninguna
sem betur mætti fara. Margrét
mætti alveg huga að betra samræmi
í innrömmun og upphengi ljósmynd-
anna til að þær nytu sín betur og ein-
hverjar myndir hefðu mátt missa
sig, t.d. fannst mér myndir númer 11
og 12 ekki eiga heima á sýningunni.
Þrátt fyrir þessar aðfinnslur hafði
ég mjög gaman af því að sjá sýningu
Margrétar því af henni skín einlæg
sköpunargleði.
Undur
náttúrunnar
MYNDLIST
S t ö ð l a k o t
Sýningunni er lokið.
LJÓSMYNDIR
MARGRÉT
MARGEIRSDÓTTIR
Þóroddur Bjarnason
Nokkrar ljósmyndir Margrétar Margeirsdóttur í Stöðlakoti.
RANNSÓKN bandarískra yfir-
valda á miltisbrandshryðjuverkun-
um virðist enn lítinn árangur hafa
borið og þar við bætist, að margt
er enn á huldu um dreifingu smit-
efnisins eða gróanna. Miltisbrand-
urinn hefur nú kostað fjórar mann-
eskjur lífið, þá síðustu í fyrradag
er Kathy T. Nguyen, rúmlega sex-
tugur starfsmaður á sjúkrahúsi í
New York, lést úr sjúkdómnum.
Dauði Nguyen, sem var víet-
namskur innflytjandi, þykir mikil
ráðgáta vegna þess, að ekki var
vitað til, að hún hefði handleikið
póst eða bréf, sem kynnu að hafa
verið smituð. Dr. Anthony Fauci,
yfirmaður bandarísku smitsjúk-
dómastofnunarinnar, segir, að and-
lát hennar sé ekki bara dularfullt,
heldur veki það upp spurningar um
þær aðferðir, sem nú er beitt til að
koma í veg fyrir dreifingu gróanna.
Því skipti miklu máli að upplýsa
með hvaða hætti Nguyen smitaðist.
Nguyen lést í fyrradag á Lenox
Hill-sjúkrahúsinu á Manhattan en
þangað kom hún aðfaranótt mánu-
dagsins. Áður höfðu þrír menn lát-
ist, blaðamaður á Flórída og tveir
starfsmenn póstþjónustunnar í
Washington. 12 aðrir hafa smitast
en ekki með alvarlegum afleiðing-
um.
Engin skýring
á smitinu
Bernard Kerik, lögreglustjóri í
New York, segir, að enn hafi ekk-
ert komið fram, sem bendi til þess
hvernig Nguyen hafi smitast.
Rannsókn á sjúkrahúsinu hafi ekk-
ert leitt í ljós og ekki heldur í íbúð-
inni hennar. Nú væri verið að
reyna að kortleggja allar ferðir
hennar síðustu vikuna, sem væri
þó mjög erfitt vegna þess, að úti-
lokað reyndist að ræða við hana
eftir að hún kom á sjúkrahúsið.
Nguyen var þá svo illa haldin, að
hún var strax sett í öndunarvél.
Rudolph Giuliani, borgarstjóri í
New York, sagði á fréttamanna-
fundi í gær, að „vísbendingar“
væru um miltisbrandsgró í fötun-
um, sem Nguyen hefði verið í þeg-
ar hún kom á sjúkrahúsið, og auk
þess væri verið að kanna hvort ein
samstarfskona hennar væri með
miltisbrandssýkingu í húð. Þá væri
verið að athuga grunsamlegt gróm
eða óhreinindi á símareikningi,
sem sendur hefði verið íbúa í
Queens í New York.
Smituð bréf til
almennra borgara?
David Satcher, landlæknir
Bandaríkjanna, sagði í gær í viðtali
við CNN-fréttasjónvarpsstöðina,
að þetta mál væri alvarlegast fyrir
það, að nú væru hugsanlega komin
í umferð bréf af öðru tagi en áður,
það er að segja bréf til almennra
borgara, bara einhverra, og þá lík-
lega í þeim tilgangi að valda enn
meiri skelfingu en orðin er.
Nguyen er raunar ekki sú eina,
sem hefur sýkst án þess að vitað sé
með hvaða hætti. Svo er einnig
með konu í New Jersey, endur-
skoðanda, sem greindist með milt-
isbrand í húð fyrr í vikunni. Í því
tilfelli er þó talið hugsanlegt, að
hún hafi handleikið póst, sem fór í
gegnum Hamilton-pósthúsið í New
Jersey en þar hafa fundist milt-
isbrandsgró.
Fullljóst er orðið, að gróin geta
loðað við hvaða bréf eða hvaða póst
sem er og borist þannig með hon-
um langan veg. Nú hafa fundist
gró á pósthúsi í Kansas City í
Missouri og hafa þau þá fundist í
alls fimm ríkjum Bandaríkjanna.
Heilbrigðisyfirvöld í Litháen stað-
festu svo í gær, að fundist hefðu
gró á pósti, sem sendur var frá
Washington til bandaríska sendi-
ráðsins í Vilnius. Sl. mánudag
fundust gró á pósti, sem barst
sendiráði Bandaríkjanna í Lima í
Perú.
Vill geisla
allan póst
Tom Daschle, forseti öldunga-
deildarinnar, lagði til í fyrradag, að
allur bandarískur póstur, 200 millj-
arðar bréfa og böggla árlega, yrði
geislaður til að drepa miltis-
brandsgró og aðrar bakteríur en
reyndi þó ekki að geta sér til um
kostnaðinn við það. Bandaríska
póstþjónustan áætlar hins vegar,
að það muni kosta hana rúmlega
260 milljarða ísl. kr. að geisla allan
opinberan póst og þann, sem settur
er í póstkassa en ekki afhentur í
pósthúsi.
Yfirvöld í Bandaríkjunum virðast standa ráðþrota
frammi fyrir ógninni af miltisbrandinum
Fjórða dauðsfallið
vekur nýjan ugg
New York. Los Angeles Times.
Reuters
Þótt óttinn við miltisbrandssmit sé mestur í Bandaríkjunum, hefur hann
skotið rótum um allan heim og alveg sérstaklega hjá starfsfólki póst-
þjónustunnar. Hér er verið að flokka póst í Dar es Salaam í Tansaníu.
TYRKNESK stjórnvöld tilkynntu í
gær, að þau ætluðu að senda sveit
90 úrvalshermanna til liðs við
Bandaríkjamenn og Breta í Afgan-
istan. Verða Tyrkir fyrsta músl-
ímaríkið til að taka þátt í hern-
aðinum þar. Þessi mynd er frá
hersýningu í Ankara og sýnir sér-
sveitarmennina leika listir sínar
neðan í þyrlum.
Reuters
Tyrkir til Afganistans