Morgunblaðið - 02.11.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Sjáðu hvað þetta er grjótmagnað, Árni, þetta er úr dánarbúinu okkar gömlu kommanna.
Aukaþing ungra framsóknarmanna
Fyrst og fremst
verið að sam-
þykkja ný lög
Framsóknarflokkur-inn taki við forsæt-is- og fjármála-
ráðuneyti, óviðunandi
EES-samningur og
einkavæðingu í heilbrigð-
iskerfinu og RUV hafnað
er á meðal þess sem
stendur í drögum að
ályktunum semliggja fyr-
ir aukaþingi Sambands
ungra framsóknarmanna
(SUF) sem haldið verður
á morgun frá klukkan 10–
19 að Hverfisgötu 33 í
Reykjavík. Einar Skúla-
son er formaður SUF og
hefur tilkynnt að hann
gefi kost á sér til áfram-
haldandi formennsku.
Hann á von á innihalds-
ríku og skemmtilegu
átakaþingi þar sem ungt
fólk frá öllu landinu hittist, ræðir
málefni líðandi stundar, skiptist á
skoðunum og skemmtir sér sam-
an.
– Hver verða helstu málefni
þingsins?
„Fyrst og fremst er verið að
samþykkja ný lög fyrir Sam-
bandið, en flokksþing Framsókn-
arflokksins lagði þær skyldur á
stofnanir hans að endurskoða lög
sín fyrir áramót. Að öðru leyti
verður fjallað um stjórnmála-
ástandið í dag, stöðuna í utanrík-
ismálum í ljósi atburðanna í haust
og sérstaklega verður rætt um
sveitarstjórnarmálin vegna kosn-
inganna í vor.“
Er að vænta markverðra
stefnubreytinga í einhverjum
veigamiklum málum?
„Það má segja að stefnumálin
séu skýr í nokkrum málum. Við
höfnum einkavæðingu að nokkru
leyti, eins og í heilbrigðiskerfinu
og í Ríkisútvarpinu. Við viljum að
lög verði sett um fjárreiður
stjórnmálaflokkanna í landinu og
í sértillögu sem liggur fyrir
þinginu er því beint til forystu
Framsóknarflokksins að sett
verði á stofn nefnd sem hafi það
hlutverk að vinna drög að siða-
reglum fyrir félaga í Framsókn-
arflokknum.“
– Það er sagt að sjálfstæðis-
mönnum verði svarað vegna um-
ræðna um heilbrigðisráðuneytið?
„Já, í einni af ályktunum lands-
fundar Sjálfstæðisflokksins kem-
ur fram að þeir ásælist heilbrigð-
isráðuneytið. Í drögum að
stjórnmálaályktun er þessu hafn-
að enda ljóst að hugmyndir Sjálf-
stæðisflokksins um einkarekstur
í heilbrigðiskerfinu eiga ekki
hljómgrunn meðal þjóðarinnar.
Það er ekki vilji til þess hjá okkur
að koma upp tvískiptu kerfi þar
sem hætta er á því að fólki verði
mismunað eftir stöðu. Reyndar
hvetjum við síðan einnig til þess í
ályktunardrögum að Framsókn-
arflokkur taki við nokkrum
þeirra ráðuneyta sem Sjálfstæð-
isflokkurinn sinnir
nú um stundir.“
– Varðandi álykt-
anir um sveitar-
stjórnarmál og utan-
ríkismál...hvað er
helst um þær að
segja?
„Í ályktun um sveitarstjórnar-
mál er m.a. lagt til að sveitarfé-
lagamörk verði ákveðin með lög-
um og að fremur verði litið til
hæfni tilvonandi sveitarfélags til
að sinna þjónustu fremur en til
lágmarksíbúafjölda. Þó mætti
miða við 5.000 íbúa lágmark í
þessu tilliti. Í drögum að ályktun
um utanríkismál ítrekum við að
aðild Íslands að innri markaði
Evrópusambandsins sé forsenda
fyrir áframhaldandi efnahagsleg-
um stöðugleika og hagvexti hér á
landi. Við viljum þó ekki una við
það að Íslendingar eigi ekki
öruggt sæti við borðið þegar sett
er löggjöf sem skuli gilda á öllu
efnahagssvæðinu, þ.á m. hér á
landi.“
Einhverjar lagabreytingar
sem máli skipta?
„Í tillögum að lagabreytingum
er meðal annars lagt til að þing
SUF verði opin öllum framsókn-
armönnum á aldrinum 16 til 35
ára, sem er nýmæli, því í dag
velja FUF félög um allt land full-
trúa á þingin. Í öðru lagi er lagt
til að fjölga í framkvæmdastjórn
og skilgreina verksvið betur,
fækka verulega í miðstjórn, en
um leið færa henni aukið hlutverk
og einnig er áréttað að hlutur
hvers kyns megi ekki vera minni
en 40% í kosningum embætta. Að
öðru leyti má segja að verið sé að
endurskoða lögin til samræmis
við nýsamþykkt flokkslög.“
Er mikil gróska í ykkar röðum
þessi misserin?
„Það er alltaf einhver gróska
meðal ungra framsóknarmanna
þó að hún rísi auðvitað hæst fyrir
kosningar hverju sinni. Við erum
næststærsta ungliðahreyfingin á
landinu með tuttugu og tvö aðild-
arfélög og hátt í 1.800 fé-
lagsmenn. Reglulega
og óreglulega eru
haldnar uppákomur,
ungir framsóknar-
menn skrifa í vefritið
maddaman.is og
stöðug umræða á sér
stað. Ég á von á skemmtilegri
helgi þar sem ungt fólk frá öllu
landinu hittist, ræðir málefni líð-
andi stundar, framtíðina og
skemmtir sér saman. Ég vil jafn-
framt vekja athygli á því að þing
SUF er opið öllum félagsmönnum
SUF og nánari upplýsingar má fá
á www.framsokn.is og með því að
senda póst á suf@framsokn.is.“
Einar Skúlason
Einar Skúlason fæddist í
Kaupmannahöfn 22. september
1971. Hann lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum í Reykjavík
vorið 1991 og lauk síðan BA-
prófi í stjórnmálafræði frá Há-
skóla Íslands árið 1998. Einar er
einn eigenda auglýsingastof-
unnar Bankastræti og hefur ver-
ið formaður Sambands ungra
framsóknarmanna síðan haustið
1999. Hann á tvo syni, Gabríel
Gauta og Stein Inga.
Við viljum að lög
verði sett um
fjárreiður stjórn-
málaflokkanna
GENGIÐ hefur verið frá dómsátt í
máli Ernis Snorrasonar og deCODE
Genetics, móðurfélagi Íslenskrar
erfðagreiningar. Ernir höfðaði mál
gegn fyrirtækinu fyrir dómstóli í
Delaware í Bandaríkjunum á síðasta
ári og krafðist viðurkenningar á eign-
arhlutdeild sinni í félaginu. Sam-
kvæmt upplýsingum Páls Magnús-
sonar, upplýsingafulltrúa ÍE, var
gerð dómsátt í málinu fyrir nokkru,
sem felur í sér að Ernir fær um 160
þúsund hluti í félaginu og er þessu
deilumáli þar með lokið, að hans
sögn.
Ernir Snorrason var einn af stofn-
endum fyrirtækisins á sínum tíma
ásamt Kára Stefánssyni o.fl. Átti
hann rúmlega 480 þús. bréf í fyrir-
tækinu skv. stofnfjárfestasamningi.
Ágreiningur var milli stofnendanna
en forsvarsmenn deCODE töldu að
Ernir hefði brotið trúnað við fyrir-
tækið og fyrirgert samningum.
Í stefnunni hélt Ernir því fram að
fyrirtækið hafi með óréttmætum
hætti reynt að gera að engu rétt hans
til 256 þús. hluta en skv. málsgögn-
unum nýti fyrirtækið sér ákvæði
stofnfjárfestasamnings til að endur-
kaupa hluta af bréfum hans. Hélt
Ernir því fram að krafa félagsins um
að það geti með löglegum hætti keypt
til baka hluta af hlutafénu þegar hann
hætti störfum væri ekki gild þar sem
hann hafi aldrei starfað hjá félaginu.
deCODE og Ernir Snorrason gera dómsátt
Ernir fær um 160
þúsund hluti í félaginu