Morgunblaðið - 02.11.2001, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001 39
Alþjóðaflugmálastofnunin sam-
gönguráðherra bréf þar sem varað
var við afleiðingum truflana á al-
þjóðlegu flugi á flugstjórnarsvæði
Íslendinga og benti forseti ICAO
ráðherra á að stofnunin gæti þurft
að endurúthluta flugumferðarþjón-
ustu yfir úthöfunum.
Frá upphafi samnings um alþjóð-
lega flugumferðarþjónustu um-
hverfis Ísland 1948 hefur flugum-
ferðarþjónustan á Íslandi verið
undir ströngu eftirliti Alþjóðaflug-
málastofnunarinnar en hundruð
þúsunda flugfara fara um flug-
stjórnarsvæðið árlega og tugir
milljóna farþega. Samningurinn er
Íslendingum mjög mikilvægur því
gjaldeyristekjur af þjónustunni
skipta tugum milljóna Bandaríkja-
dala árlega, þjónustan skapar mörg
mikilvæg störf hérlendis og stuðlar
að aukinni tækniþekkingu og tækja-
kosti í flugumferðarþjónustu.
Sturla Böðvarsson samgönguráð-
herra sagði við Morgunblaðið í febr-
úar að samkvæmt bréfi ICAO væri
ljóst að ef ekki væri hægt að standa
við samninginn yrðu aðrir kallaðir
til þess. ICAO léti ekki viðgangast
að truflun yrði á fluginu og flug-
félögin sem nýttu sér þjónustuna
myndu ekki sætta sig við að setja
allt úr skorðum vegna þess að ekki
væri hægt að uppfylla samninginn.
Ráðherra segir að staðan nú sé
eitthvað verri en í febrúar ef eitt-
hvað er. Fyrir liggi að ICAO láti
ekki viðgangast að ekki sé staðið við
samninga en í tengslum við Flug-
þingið sl. miðvikudag hafi fulltrúi
frá ICAO komið til landsins og farið
yfir málin með fulltrúum ráðuneyt-
isins og Flugmálastjórnar.
Loftur Jóhannsson segist ekki
óttast að ICAO taki flugumferðar-
þjónustuna yfir úthöfunum af Ís-
lendingum. Alþjóðlegt loftrými í
flugstjórnarsvæði Íslendinga sé af-
skaplega lítið. Stærsti hlutinn sé yf-
ir Grænlandi sem sé á höndum
Dana að ákveða hvað verði gert við.
Ísland sé miðpunktur allrar umferð-
ar á umræddu svæði og flugstjórn
verði ekki hætt nema flugmálayfir-
völd og stjórnvöld taki um það
ákvörðun. Eins og fram komi í bréfi
forseta ICAO til samgönguráðherra
sl. vetur verði að tryggja þessa
þjónustu. Umrædd nefnd hafi verið
sett á fót til þess, skýrsla hennar
bendi á leiðir til þess og flugumferð-
arstjórar fari fram á að framkvæmt
verði samkvæmt henni.
Vonast eftir samningum í tíma
Ljóst er að komi til boðaðra
vinnustöðvana valda þær miklum
truflunum á flugi og kostnaðarauka.
Loftur Jóhannsson segir að boðun
verkfalls sé til þess eins að reyna að
knýja á um samninga. Flugumferð-
arstjórar voni að samningar náist
fyrir miðjan mánuðinn og hægt sé
að semja fyrir þann tíma.
Sturla Böðvarsson segir að ekki
hafi verið rætt um að koma í veg fyr-
ir fyrirhugaðar vinnustöðvanir með
lagasetningu enda trúi hann ekki
öðru en að samningar takist. Hann
segir að flugumferðarstjórar átti sig
örugglega á þessari erfiðu stöðu
sem flugið sé í og ekki sé á bætandi.
Sturla mun í dag, föstudag, funda
með fulltrúa Alþjóðaflugmálastofn-
unarinnar, sem staddur er hérlend-
is. Mun ráðherra gera honum grein
fyrir þeirri stöðu sem ráðuneytið
stendur frammi fyrir og leggja á
ráðin um viðbrögð sem nauðsynlegt
er að viðhafa, komi til verkfalls.
und krónur. Samsvarandi laun í jan-
úar voru um 454 þúsund, en þá voru
dagvinnulaunin um 256 þúsund, yf-
irvinnulaun um 104 þúsund og önn-
ur laun um 93 þúsund krónur.
Ari Edwald, framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins, segir í nýj-
asta fréttabréfi SA að frá árinu 1987
hafi kaupmáttur dagvinnulauna
flugumferðarstjóra aukist um tæp
111%, en kaupmáttur dagvinnu-
launa annarra hópa opinberra
starfsmanna mun minna. Kaup-
máttur Starfsmannafélags ríkis-
stofnana hafi þannig aukist um 32%.
Enginn efist um mikilvægi þess að
hæfir einstaklingar gegni störfum
flugumferðarstjóra en þeir verði að
stilla kröfum sínum í hóf og setja
þær í samhengi við kjör annarra
stétta.
Loftur Jóhannsson segir að deila
megi um hvað séu háar tölur í þessu
sambandi en flugumferðarstjórar
séu ekki óánægðir með tekjurnar og
ef gengið yrði að kröfum þeirra og
farið að tilmælum og tillögum
skýrslunnar yrði lítil tekjuhækkun
hjá þeim. Auk þess segir hann að
nefna mætti að um 50% umræddrar
umbeðnar kauphækkunar kæmi
vegna samningsins um alþjóðlegu
flugumferðarþjónustuna og ríkið
fengi því sömu fjárhæð beint til
baka. Því sé ekki hægt að tala um
kostnað fyrir ríkið og þegar dæmið
sé reiknað til enda komi í ljós að það
sé hagnaður fyrir þjóðarbúið að
hækka laun flugumferðarstjóra
vegna þessa samnings.
Á Flugþingi sl. miðvikudag var
umræðuefnið öryggismál og m.a.
rætt um öryggi í flugi, flugþjónustu
og flugumferðarþjónustu. Loftur
Jóhannsson segir að ef bæta eigi ör-
yggi í flugumferðarstjórn verði það
gert með því að minnka aukavinn-
una og þar með sé hægt að ná fram
öllum markmiðunum, þ.e. að
tryggja öryggi og rekstraröryggi og
tryggja flugumferðarstjórum þá af-
komu sem þeir hafi nú þegar í raun.
Umsjón flugstjórnar-
svæðisins í uppnámi
Kjarasamningur flugumferðar-
stjóra rann út 1. nóvember 2000 og
flugumferðarstjórar boðuðu
tveggja sólarhringa verkfall sem
hófst 20. febrúar sl. og stóð það í 16
tíma, en þá var skrifað undir samn-
ing sem gildir til 15. nóvember nk.
Áður en til verkfallsins kom sendi
og í
fyrir nið-
hélt 1979,
vandamál
jóra. Þar
nutími og
i flugum-
ið öryggi
ð miða há-
við mörk
sé miðað
um innan
ðkomandi
ónar
gönguráð-
ttarstöðu-
i skýrslu
amningar
ráðuneyta
yrir því að
æri um í
tengslum
kipun um-
plega sex
tjórar um
ta að auki
a komi til
Jóhanns-
skra flug-
unnið hafi
að fjölga
m sé ein
hafi fylgt
kki gerast
á afkomu
andi hníf-
hafi verið
nu. Ef öll
t án þess
ðalafkomu
ið leyst.
Fréttariti
opinberra
aun flug-
22 þúsund
vinnulaun
a um 148
m 101 þús-
ngur um
gstjórnar-
ppnámi
. , /. 1
2 steg@mbl.is
dag-
g-
a hef-
meira
ann-
JÓHANN A. Jónsson, semstýrt hefur HraðfrystistöðÞórshafnar hf. um langtskeið, mun láta af störfum
um næstu áramót. Félagið hefur
verið rekið með tapi undanfarin ár
og hefur rekstur nýrrar kúfisk-
vinnslu einkum gengið erfiðlega.
Samherji hf. hefur átt ráðandi hlut
í fyrirtækinu síðastliðin tvö ár en
að sögn Finnboga Jónssonar,
stjórnarformanns HÞ og Sam-
herja, þýðir þessi breyting ekki að
fyrirhuguð séu umskipti á rekstri
félagsins.
Tap HÞ í fyrra nam 364 millj-
ónum króna og tap á fyrri helm-
ingi þessa árs var tæpar 105 millj-
ónir. Stærstu hluthafar HÞ eru
Samherji með 27% hlut, Olíufélag-
ið með 12 til 14% hlut og Sjóvá-
Almennar með um 12%.
Tími til kominn að hætta
Jóhann segir að ástæða þess að
hann hætti sé sú að hann hafi um
mjög langt skeið starfað að upp-
byggingu fyrirtækisins. „Einhvern
tíma hljóta að verða kaflaskil og
það eru komnir nýir eignaraðilar
að félaginu og mér hefur fundist
að minn tími sé liðinn og tímabært
sé að skipta um stýringu félagsins.
Tímarnir breytast og mennirnir
með og ég geng út frá því að með
nýjum mönnum komi nýir siðir.“
Aðspurður hvort sátt hafi verið
um þetta segir Jóhann að þetta
hafi verið niðurstaðan og hún sé
ekki óeðlileg. Hann hafi ekki
ákveðið enn hvað hann geri eftir
að hann hættir hjá Hraðfrystistöð-
inni.
Skynsamlegt nýta heimildir í
stað þess að leigja þær
„Það hlýtur að vera stefna
Hraðfrystistöðvar Þórshafnar í
framtíðinni að nýta þær aflaheim-
ildir, sem fyrirtækið ræður yfir, í
stað þess að leigja þær frá sér,
eins og gert hefur verið með bol-
fiskinn. Þessar heimildir þarf að
nota til að styrkja fyrirtækið og
atvinnulífið á staðnum,“ segir Þor-
steinn Már Baldvinsson, forstjóri
Samherja, sem á 27% í fyrirtæk-
inu.
Jóhann A. Jónsson, sem hefur
starfað hjá HÞ í um 25 ár og
stærsti atvinnurekandinn á staðn-
um en ætla má að um 50 til 70 föst
störf séu hjá HÞ. Henrý Már Ás-
grímsson, sveitarstjóri Þórshafn-
arhrepps, segist ekki sjá fyrir sér
neinar hræringar á rekstri HÞ
sem hafa myndu einhver veruleg
áhrif á atvinnuástandið á staðnum.
Ekki hafi verið unninn bolfiskur að
neinu marki á Þórshöfn á vegum
HÞ en mjög góð aðstaða sé fyrir
bræðslu og vinnslu á uppsjávar-
fiski sem engum sé hagur í að
flytja burt.
Aðspurður segir Henrý að hann
hafi ekki vitað að Jóhann A. hefði
ákveðið að hætta, hann hafi fyrst
heyrt um það í fjölmiðlum. „Jó-
hann A. er búinn að vera lengi í
starfi framkvæmdastjóra og ég
reikna með að hann hafi hreinlega
verið orðinn þreyttur. En ég get
ekki sagt að þetta komi mér sér-
staklega á óvart. Þetta hefur
svona að einhverju leyti legið í
loftinu.“
Henrý segir að bolfiskvinnsla
hafi nær engin verið hjá HÞ síð-
astliðin tvö ár og hann sjái því vart
fram á breytingar hjá HÞ sem
dragi muni verulega úr atvinnu á
staðnum. „Þetta hefur aðallega
verið uppsjávarvinnslan og svo kú-
skelin. Þegar Samherji kom að HÞ
voru þeir auðvitað fyrst og fremst
með augun á vinnslu og bræðslu á
uppsjávarfiski hér á Þórshöfn og
það væri bæði þeim og HÞ í óhag
að færa þá vinnslu burt. Bræðslan
er mjög góð hér, bæði öflug og vel
rekin og eins er hér orðin góð að-
staða fyrir frystingu á uppsjáv-
arfiski.“
Sameiginleg
bolfiskútgerð álitleg
Henrý segir að bolfiskkvóti HÞ
skipti litlu máli fyrir atvinnulífið á
Þórshöfn auk þess sem hann sé
ekki nógu mikill til þess að gera út
á hann eitt skip. HÞ hafi ekki skip
til þess að veiða hann og kvótinn
hafi því verið leigður burt um ára-
bil. Henrý segist hins vegar ekki
hafa heyrt neitt um það að selja
eigi kvótann. „Það væri frekar um
það að Samherji og HÞ myndu slá
saman, þ.e. að Samherji kæmi með
kvóta á móti sem félögin gætu
gert út á sameiginlega. Það er sú
hugmynd sem menn hafa verið að
reifa. Og við hefðum áhuga á slík-
um samrekstri ef það gæti skapað
störf fyrir sjómenn frá Þórshöfn
og þá ef til vill í hlutfalli við þann
bolfiskkvóta sem HÞ á.“
Morgunblaðið innti Jakob
Bjarnason, fulltrúa Olíufélagsins í
stjórn HÞ, eftir því hvert fram-
haldið yrði. Hann vildi ekkert um
það segja.
lengst af sem framkvæmdastjóri
fyrirtækisins, hefur ákveðið að láta
af störfum um áramót. „Um það er
í sjálfu sér lítið að segja. Jóhann
hefur ákveðið að hætta og við eig-
endur fyrirtækisins hljótum að
skoða framhaldið í ljósi þess. Eftir
að Samherji keypti sig inn í fyr-
irtækið höfum við lagt áherzlu á að
styrkja það og höfum meðal ann-
ars landað miklu af uppsjávarfiski
á Þórshöfn í fyrra og á þessu ári.
Fyrirtækið hefur haft yfir að
ráða tæplega 1.400 tonna bolfisk-
kvóta en hann hefur það leigt frá
sér enda ekkert skip átt til að
sækja þann afla. Því hefur engin
bolfiskvinnsla verið hjá Hrað-
frystistöð Þórshafnar síðustu miss-
erin. Það hljóta að vera hagsmunir
fyrirtækisins og byggðarlagsins að
aflaheimildir þess séu nýttar af
fyrirtækinu og eins og er það
stefnan,“ segir Þorsteinn Már
Baldvinsson.
Rætt um að taka þátt
í rekstri frystitogara
Aðspurður segir Finnbogi Jóns-
son, stjórnarformaður Hraðfrysti-
stöðvar Þórshafnar, að brotthvarf
Jóhanns þýði í sjálfu sér ekki að
fyrirhugaðar séu breytingar á
rekstri félagsins. Hins vegar sé
alltaf í skoðun hvernig megi bæta
reksturinn og ekki sé ólíklegt að
nýjum mönnum fylgi breyttar
áherslur. „Brýnasta verkefnið nú
er að ná tökum á rekstri kúfisk-
vinnslunnar sem hófst síðastliðið
vor en þar höfum við átt við ýmsa
byrjunarerfiðleika að etja. Rekstur
fiskimjölsverksmiðjunnar hefur
hins vegar gengið vel.“
Finnbogi segir að rætt hafi ver-
ið um að taka þátt í rekstri frysti-
togara og nýta bolfiskkvóta félags-
ins á hann. Engar ákvarðanir liggi
hins vegar fyrir í þeim efnum. „Ef
af því verður gæfi slíkt samstarf
möguleika á nýjum hátekjustörf-
um sem skipti miklu fyrir atvinnu-
ástandið á svæðinu.“
Finnbogi segir ekki ljóst hver
taki við framkvæmdastjórastöð-
unni af Jóhanni. Það verði skoðað
á næstu dögum.
Þórshafnarhreppur átti áður
stóran hlut í Hraðfrystistöðinni en
á nú eftir um 6% hlut. HÞ er lang-
Jóhann A. Jónsson lætur af störfum framkvæmdastjóra HÞ
Engar róttækar
breytingar í vændum
Jóhann A. Jónsson, framkvæmdastjóri
Hraðfrystistöðvar Þórshafnar um áratuga
skeið, mun láta af störfum um næstu ára-
mót. Ekki eru þó fyrirhugaðar róttækar
breytingar á rekstri félagsins.
Morgunblaðið/Líney
Hraðfrystistöð Þórshafnar er langstærsti atvinnurekandinn á Þórshöfn á Langanesi.