Morgunblaðið - 02.11.2001, Blaðsíða 46
UMRÆÐAN
46 FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Prófkjör
Prófkjör sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi fer fram
laugardaginn 3. nóvember og birtast hér greinar af því tilefni.
Greinarnar eru ennfremur birtar á mbl.is.
SKYGGNUMST
inn á heimili nútíma-
fjölskyldu á Seltjarn-
arnesi. Við sjáum lík-
lega fleiri en eitt
sjónvarpstæki, þó-
nokkur útvarpstæki,
DVD-spilara, MP3-
hljómtæki auk þess
sem við rekumst að
öllum líkindum á tölvu
sem er tengd Netinu,
jafnvel með hrað-
virkri sítengingu.
Foreldar, börn og
unglingar skipta með
sér (eða slást um)
tölvunni og aukið
framboð sjónvarps-
og annars afþreyingarefnis þrýstir
á um að fjölskyldan fái sér fleiri
sjónvarpstæki, þar sem þarfir
hvers og eins og áhugamál geta
verið með afar ólíku sniði. Í mjög
náinni framtíð má því reikna með
að á heimilum verði sítengdar tölv-
ur, jafnvel í hverju herbergi, og að
hver fjölskyldumeðlimur hafi yfir
eigin sjónvarps- og útvarpstæki að
ráða. Þetta verða ekki þau heim-
ilistæki sem við eigum að venjast í
dag, heldur samvirkar fjarskipta-
stöðvar. Heimilið verður í reynd
lítið staðarnet þar sem nútímaupp-
lýsingatækni gegnir lykilhlutverki,
ekki aðeins hvað hefðbundna
tölvu- og sjónvarpsnotkun snertir,
heldur einnig fjarvinnslu, vöktun
heimila, fjarstýringu heimilistækja
með Netinu og svo mætti lengi
telja.
Ljóst er að þróunin er í þessa
átt og sem Seltirningar, íbúðareig-
endur og fjölskyldufólk munum við
verða fyrir sterkum áhrifum hinn-
ar nýju tækni með því að taka þátt
í breyttu mynstri eins og aðrir. En
spurningin er kannski sú hvort við
erum dæmd til að bíða eftir að
framtíðin komi til okkar eða hvort
við getum haft áhrif á þessa þróun.
Ég tel að við getum og eigum að
hafa áhrif á hana. Við getum einn-
ig haft skoðun á því hvort bæj-
arfélagið okkar getur með ein-
hverju móti haft áhrif á hversu
fljótt fullkomið fjarskiptakerfi
verður komið í öll hús á Seltjarn-
arnesi. Það er alveg ljóst að sú
mynd sem ég lýsti að ofan kallar á
fullkomnari fjarskiptakerfi en nú
eru almennt í gangi. Málið er
brýnna en virðist við fyrstu sýn,
þar sem það mun hafa áhrif á
framtíðarverðmæti fasteigna.
Ég geri þessi mál að umtalsefni
nú í aðdraganda prófkjörs sjálf-
stæðismanna og vil tengja það
spurningunni um
hvert er hlutverk bæj-
arstjórna og kjörinna
bæjarfulltrúa. Aug-
ljóslega er meginverk-
efnið það að ráðstafa
skatttekjum íbúanna
til þeirrar þjónustu
sem veitt er, en ég tel
að bæjarstjórnir eigi
ekki síður að vera
vakandi gagnvart
málum sem almennt
horfa til heilla fyrir
íbúana og gera þeim
tilveruna auðveldari.
Fjarskipti til framtíð-
ar falla að mínu mati
undir þennan flokk.
Nokkuð almenn samstaða er um
þá staðhæfingu að ljósleiðarinn sé
besta og varanlegasta fjarskipta-
kerfið og á Nesinu er búið að
leggja breiðband Landssímans í
Mýrina, Eiðistorg og Austurströnd
og ljóslínu Línu.Nets í spennu-
stöðvar. Það er jafnframt vitað að
ljósleiðaravæðing er dýr og lagna-
fyrirtækin forgangsraða þannig að
fyrst er farið í þéttbýl hverfi og
síðast þar sem íbúar búa tiltölu-
lega strjált eins og á Seltjarnar-
nesi. Að óbreyttu tel ég því líklegt
að það muni líða allmörg ár þar til
ljósleiðaravæðingu Seltjarnarness
verður lokið.
En getur bæjarstjórnin haft ein-
hver áhrif? Já, ég tel að með frum-
kvæði bæjarstjórnar megi láta á
það reyna hvort með alútboði á
Seltjarnarnesi fyrir ljósleiðara-
lagnir megi ekki flýta þróuninni
um nokkur ár. Ljóst er að átak á
Seltjarnarnesi verður ekki gert
nema margir aðilar komi að því,
auk íbúanna að sjálfsögðu.
Mín skoðun er sú að bæjar-
stjórnin eigi að taka kröftugt
frumkvæði í málinu og leita til
þeirra aðila sem hafa hagsmuni af
og áhuga á verkefninu. Mín fram-
tíðarsýn í þessum málaflokki er sú
að við gerum Seltjarnarnes að
fyrsta sveitarfélaginu á höfuðborg-
arsvæðinu sem er að fullu tengt
við fjarskiptakerfi framtíðarinnar.
Slík áætlun hefði víðtæk áhrif og
myndi setja okkur Seltirninga í
fararbrodd í notkun á Netinu og
annarri fjarskiptaþjónustu. Ljós-
leiðaranet um Seltjarnarnes opnar
þess utan möguleika á margs kon-
ar nýjungum eins og að reka sjálf-
stætt staðarnet sem gæti verið
lokað öðrum en Seltirningum. Það
myndi m.a. auðvelda samskipti
bæjarbúa við bæjarstjórn, jafnvel
gæti verið um beinar útsendingar
að ræða úr sveitarfélaginu, þ. á m.
af bæjarstjórnarfundum.
Seltirningar geta með átaki orð-
ið frumherjar í fjarskiptum og ég
mun fyrir mitt leyti beita mér fyrir
átaki á vegum bæjarins við að gera
þetta að forgangsmáli og umfram
allt að framfaramáli til heilla fyrir
bæjarbúa. Það leiðir síðan af sjálfu
sér að forysta Seltirninga í þessu
máli myndi svo sannarlega ekki
skaða verðmæti húseigna í bæj-
arfélaginu eða draga úr áhuga
fólks á að setjast hér að.
Seltjarnarnes
frumkvöðull í
fjarskiptum
morgundagsins
Ásgerður
Halldórsdóttir
Höfundur er viðskiptafræðingur og
gefur kost á sér í 1. sæti á lista Sjálf-
stæðisflokksins á Seltjarnarnesi.
Fjarskipti
Mín skoðun er sú, segir
Ásgerður Halldórs-
dóttir, að bæjarstjórnin
eigi að taka kröftugt
frumkvæði í málinu og
leita til þeirra aðila sem
hafa hagsmuni af og
áhuga á verkefninu.
NÁMS- og starfsráð-
gjafar hafa starfað um
árabil í grunn- og fram-
haldsskólum landsins. Í
framhaldsskólunum er
skipulagið betra enda
er starf þeirra bundið í
lögum um framhalds-
skóla. Að vísu er ekki
kveðið fastar að orði en
svo að um ráðgjöf sjái
m.a. námsráðgjafar.
(14.gr.) Engin fyrir-
mæli eða viðmið eru um
hversu margir náms-
og starfsráðgjafar eigi
að starfa við skólana,
t.d. miðað við nemenda-
tölu. Nánari starfslýsing er svo í
reglugerð (Stjtíð. B, nr. 37/1998,
10.gr.). Mjög misjafnt er hvernig
staðið er að þessari þjónustu í skól-
unum og jafnvel dæmi um að einn
menntaður náms- og starfsráðgjafi
starfi við skóla með meira en 1.000
nemendur. Mjög margir starfa ein-
göngu að hluta til að náms- og starfs-
ráðgjöf en sinna að öðru leyti
kennslu. Ekki hefur enn tekist að fá
starfsheitið lögvernd-
að. Í grunnskólanum
eru lagastoðir engar og
náms- og starfsráðgjaf-
inn nefndur í nokkrum
reglugerðum án þess að
bein fyrirmæli sé um
ráðningu hans (reglu-
gerð um nemenda-
verndarráð, aðalnám-
skrá). Í grunnskólanum
starfa margir náms- og
starfsráðgjafar á höf-
uðborgarsvæðinu en
nokkuð margir í hálfri
stöðu. Við lauslegan út-
reikning er einn náms-
og starfsráðgjafi á
1.100 nemendur í Reykjavík sem er
það sveitarfélag sem hefur haft for-
ystu í ráðningu þeirra. Í upphafi
þessa skólaárs hefur reyndar Garða-
bær tekið forystuna.
Hvers vegna náms- og
starfsráðgjafar?
Það er von að menn spyrji til hvers
eigi að ráða nýja stoðstétt til grunn-
skólans, og hvort aðrir, t.d. kennarar,
geti ekki sinnt þeirri þjónustu sem
þarf að veita. Vissulega hefur starf
umsjónarkennarans breyst og viður-
kennt að meiri tími umsjónarkenn-
arans fari í ráðgjafarþjónustu við
nemendur og foreldra. En það eru
takmörk fyrir því hvað umsjónar-
kennarar komast yfir og hversu fljótt
þeir geta gripið inn í atburðarás, t.d.
vegna eineltis eða þ.h. Þá er nem-
enda-foreldraþjónustan orðin svo
umfangsmikil og hennar óskað á
þeim tímum sem umsjónarkennarinn
á erfitt með að mæta.
Náms- og starfsráðgjafar hafa svo
í sinni fagmenntun ýmsa þekkingu
sem beita þarf. Þannig þarf ekki í
mörgum tilfellum að leita ráða utan
veggja skólans. Það er líka tíma- og
kostnaðarfrekt. Þótt ekki verði farið
hér í nánari lýsingu á starfi náms- og
starfsráðgjafans má nefna að hann
sinnir og skipuleggur einnig forvarn-
arstarf innan skólans.
Það þarf að gera átak
Að mínu áliti þarf að gera átak
vegna ráðgjafarþjónustu í skólum
landsins.
Það þarf að tilgreina hámarks-
fjölda nemenda á hvern ráðgjafa,
en eðlilegt telst að náms- og starfs-
ráðgjafi í fullu starfi sinni 300 til
400 nemendum.
Það þarf að semja og samþykkja
sérstök lög um náms- og starfsráð-
gjöf í grunn- og framhaldsskólum.
Það þarf að skilgreina starfssvið
náms- og starfsráðgjafans og lög-
vernda starfsheitið.
Í dag eru yfir 30 í námi í náms- og
starfsráðgjöf þannig að það er raun-
hæft að stefna að þessu markmiði.
Félag náms- og starfsráðgjafa fagn-
ar um þessar mundir 20 ára afmæli
sínu og því verðugt að veita því slíka
afmælisgjöf. Það er um leið gjöf til
nemenda og foreldra þeirra.
Nauðsyn námsráðgjafar
í grunnskólum
Gísli Baldvinsson
Ráðgjöf
Gera þarf átak, segir
Gísli Baldvinsson,
vegna ráðgjafarþjón-
ustu í skólum landsins.
Höfundur er náms- og starfs-
ráðgjafi á Akureyri.
Félagsmálaráðherra
Páll Pétursson var ný-
lega inntur álits á þeim
ummælum forsvars-
manna Landssamtak-
anna Þroskahjálpar að
í frumvarpi til fjárlaga
fyrir árið 2002 væri
ekki að finna vísbend-
ingu um að standa ætti
við gefin fyrirheit um
þjónustu við fólk með
fötlun. Svör ráðherra
komu ekki á óvart, þau
voru í þeim hefðbundna
stíl sem ráðherra hefur
tileinkað sér. Ráð-
herrann fullyrti að um-
talsverðar umbætur
væri að finna í fyrirliggjandi frum-
varpi og lauk síðan máli sínu á því að
býsnast yfir því hvað húsnæði ætlað
þessum skjólstæðingum sínum væri
herfilega dýrt. Allt þetta eru venju-
bundin viðbrögð Páls Péturssonar við
gagnrýni.
En um hvað snýst þessi gagnrýni?
Hún snýst um þann vanda sem fólk
með fötlun og aðstandendur þeirra
eiga við að glíma vegna þjónustuleys-
is þrátt fyrir ákvæði laga um ótví-
ræðan rétt þeirra til þjónustu. Þyngst
vega þar biðlistar eftir búsetuþjón-
ustu, skammtímavistun og dagþjón-
ustu.
Um þessa biðlista hefur verið
fjallað af þremur starfshópum sem
ráðherra hefur skipað. Allir þessir
starfshópar hafa skilað áliti og reynt
að áætla hvað það kostaði að eyða
þessum biðlistum. Einnig hafa þeir
gert áætlanir um hvernig eðlilegast
sé að dreifa þeim fjárveitingum sem
til þurfi á hæfilega langt tímabil svo
uppbyggingin verði stöðug. Þar hefur
verið tekin með í reikninginn vænt-
anleg nýliðum á biðlistunum. Fé-
lagsmálaráðherra hefur í framhaldi
af því haft uppi góð orð um að hann
væri tilbúinn að beita sér fyrir fram-
gangi þessara áætlana.
Þegar til stóð að flytja þjónustu við
fatlaða frá ríki til sveitarfélaga um
næstu áramót var skipuð sérstök
kostnaðarnefnd. Þar áttu sæti full-
trúar félagsmálaráðuneytis, fjár-
málaráðuneytis og félags íslenskra
sveitarfélaga. Nefndin studdist við
nýjustu talningu til að meta kostnað
vegna biðlistanna. Niðurstaða nefnd-
arinnar var sú að heildarkostnaður
vegna biðlistanna væri 800 milljónir
króna, þar af 520 milljónir vegna
rekstrar. Þar er lagt til að sá kostn-
aður verði greiddur á næstu 3 árum. Í
vor var síðan hætt við yfirflutninginn
í bili. Landssamtökin Þroskahjálp litu
því svo á að vænta mætti u.þ.b. 170
milljóna króna til verkefnisins vegna
rekstrar. Þær hlytu að vera áfram til-
tækar, enda vandséð hvað um þær
ætti verða við það eitt að ríkið héldi
áfram um stjórnvölinn í félagsþjón-
ustu við fatlaða.
Okkur brá því í brún er við sáum að
í fjárlögum ársins 2002 er aðeins að
finna 23 miljónir kr. til að stytta bið-
listana. Þeir peningar eru enganveg-
inn nægir til að reka þau sambýli sem
Hússjóður Öryrkjabandalags Íslands
hefur byggt og tilbúin verða í mars og
maí 2002. Að óbreyttu frumvarpi
virðist því einsýnt að hús þessi koma
til með að standa auð í 4 og 6 mánuði
vegna skorts á rekstrarfjárveitingum
og allar líkur eru á að fleiri verði á
biðlistum við áramótin 2002–2003 en
eru þar nú. Er nema von að biðlund
manna sé þrotin? Landssamtökin
Þroskahjálp hafa alltaf fallist á þær
tillögur sem frá hinum stjórnskipuðu
nefndum hafa komið og talið að eðli-
legt væri að gefa stjórnvöldum gott
svigrúm til að koma þessum málum í
lag. Það svigrúm var veitt í því trausti
að áætlunum yrði fylgt markvisst eft-
ir. Það traust er ekki lengur til staðar.
Friðurinn hefur verið rofinn.
Hæstvirtur félagsmálaráðherra
hefur nú um nokkura ára skeið haft
það fyrir sið að tjá sig aldrei um bú-
setumál fólks með fötlun án þess að
koma því að hversu dýrt hið sérhann-
aða húsnæði er, sem byggja þarf fyrir
tiltekinn hóp mikið fatlaðra einstak-
linga.
Ráðherra fer nú sjaldnast alveg
rétt með þær tölur en hér skal það
látið liggja á milli hluta. En hvað
gengur ráðherra eiginlega til með
þessum stöðugu yfirlýsingum sínum?
Er kannski ætlunin að fjölskyldur
þessara mest fötluðu einstaklinga átti
sig á hvaða byrði börn þeirra séu á
samfélaginu? Er verið að gefa í skyn
að bruðlað sé við gerð þessara húsa?
Eða hvað?
Gert er ráð fyrir að byggja þurfi
5–6 slík sértæk hús fyrir u.þ.b. 30
manns. Kostnaður við hús þessi mun
kosta umtalsvert minna en hinn nýi
skáli sem reisa á við Alþingishúsið.
Landssamtökin Þroskahjálp hafa á
25 ára sögu sinni ávallt reynt að
ástunda þau vinnubrögð að vinna með
stjórnvöldum á hverjum tíma að úr-
lausn mála og viljað geta treyst á
réttsýni þeirra og orðheldni.
Eftir þeirri bjartsýnu nálgun hefur
verið tekið. Til dæmis sá Framsókn-
arflokkurinn ástæðu til að veita
Landssamtökunum Þroskahjálp
bjartsýnisverðlaun sín á síðasta
Landsfundi sínum. Því miður bendir
fjárlagafrumvarp ársins 2002 til þess
gildi bjartsýni okkar hafi verið ofmet-
ið.
Biðlundin á þrotum
Halldór
Gunnarsson
Þroskahjálp
Í fjárlögum ársins 2002,
segja Halldór Gunn-
arsson og Friðrik Sig-
urðsson, er aðeins að
finna 23 miljónir kr. til
að stytta biðlistana.
Halldór er formaður og Friðrik
framkvæmdastjóri Þroskahjálpar.
Friðrik
Sigurðsson