Morgunblaðið - 02.11.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 02.11.2001, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001 35 Lagersala á Fiskislóð 73 (úti á Granda), 101 Reykjavík. Miðvikudaga kl. 14:00 til 18:00 Fimmtudaga kl. 14:00 til 18:00 Föstudaga kl. 14:00 til 18:00 Laugardaga kl. 12:00 til 16:00 Outlet Mikið úrval af skóm á ótrúlegu verði !!! Opnunartími: HVERJU barni sem okkur fæðist fylgir mikil eftirvænt- ing og gleði. Við fyll- umst lotningu yfir því kraftaverki sem okk- ur hefur verið falið að fylgjast með og leið- beina í gegnum lífið. En það geta því mið- ur ekki allir foreldrar uppfyllt þá ánægju- legu skyldu án utan- aðkomandi hjálpar. Þegar barnið reynist fatlað, langveikt, þroskaskert eða geð- fatlað er verkefnið foreldrum og fjöl- skyldum þeirra iðulega ofviða. Sonur minn er eitt þessara barna. Hann hvorki gengur, skríð- ur, situr, talar eða matast sjálfur og var því ljóst við greiningu að þarfir hans yrðu gríðarlegar og kæmu til með að aukast ár frá ári. Ég hafði eins og margir aldrei kynnst neinu fötluðu barni af al- vöru og vissi því ekkert hvað mín beið. Ég hafði aldrei heyrt um Greiningar- og ráðgjafarstöð rík- isins þar sem mín beið aðstoð frá fagfólki sem gegnir mikilvægu hlutverki í lífi þroskaskertra, fatl- aðra og einhverfra barna. Hjá Greiningarstöðinni mætti ég þeim skilningi og faglegu vinnubrögðum sem við sonur minn þurftum á að halda og leiðbeiningar um það hverning lífinu skyldi lifað eftir- leiðis. Sjúkraþjálfi, iðjuþjálfi, talmeina- fræðingur, læknir, sálfræðingur og félagsráðgjafi skipuðu teymi og hafa fylgt okkur eftir í 5 ár, fólk sem þekkir hann og hans sterku og veiku hliðar. Ég ber mikla virð- ingu fyrir starfi þessa fagfólks sem sinnir okkur og þeim fjöl- mörgu fjölskyldum sem bætast í hóp okk- ar ár hvert. Þöfin fyrir þjónustu Greiningarstöðvarinn- ar hefur tvöfaldast á síðustu árum auk þess sem stöðinni var gert að taka að sér ein- hverf börn fyrir 4 ár- um þegar barna- og unglingageðdeildin gafst upp á því vegna manneklu. Á sama tíma jukust fjárfram- lög til stöðvarinnar aðeins um 15–20% og einungis 2 nýir starfsmenn bættust við. Vegna takmarkaðs fjármagns frá ríkinu getur Greiningarstöðin ekki boðið starfsmönnum sínum þau laun sem kollegar þeirra fá og eru allt að 30% hærri. Þar af leiðandi er stöðin ekki samkeppnishæf um starfsfólk, nú þegar liggja fyrir uppsagnir og hefur leikfangasafni stöðvarinnar verið lokað vegna manneklu. Nú er svo komið að börn með þroskaraskanir þurfa að bíða hátt í ár til að komast að hjá Greining- arstöðinni. Mörg þeirra eru byrjuð í skóla þar sem þau ráða illa við aðstæður í fjölmennum bekkjum án stuðnings og sjálfsmynd þeirra brotnar markvisst niður. Foreldr- ar og kennarar standa hjá úrræða- lausir. Ef við setjum barn með ógreinda þroskaröskum í 20 barna bekk verður óneitanlega röskun á kennslu hinna því erfitt er að tak- ast á við vandann fyrr en hann er greindur. Greiningarstöðin skipar því mjög mikilvægu hlutverki fyrir okkur öll – líka þá sem ekki hafa hugmynd um hvaða tilgangi hún þjónar. Ég er því gjörsamlega orðlaus yfir þeirri stefnu félagsmálaráð- herra að draga úr fjárlögum til Greiningarstöðvarinnar. Á meðan verkefnum Greiningarstöðvarinnar fjölgar er dregið úr fjármagni til hennar. Þvílík afturför! Skjólstæð- ingar stöðvarinnar hafa ekki í önn- ur hús að venda. Ég vona að ráðherrann hafi tækifæri til að kynna sér betur starfsemi Greiningarstöðvarinnar og öðlast þannig skilning á því að hjá mörgum fjölskyldum er Grein- ingarstöðin kjölfestan í lífinu á tímum erfiðleika. Ég hvet hann til að hugleiða málið vel áður en hann lætur það mæta afgangi að þroskaskertum og fötluðum börn- um sé sinnt af þekkingu og alúð. Sparað við börnin Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir Höfundur er móðir fjölfatlaðs drengs og situr í stjórn Einstakra barna. Greiningarstöð Ég hvet ráðherra til að hugleiða málið vel, segir Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir, áður en hann lætur það mæta afgangi að þroska- skertum og fötluðum börnum sé sinnt af þekkingu og alúð. Á FUNDI borgar- ráðs í byrjun mars 1998 fluttu borgar- ráðsfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins tillögu um að sprengingar og grjótnám í Geldinga- nesi yrðu tafarlaust stöðvaðar. Jafnframt lögðu sjálfstæðismenn fram tillögu um að fallið yrði frá áform- um um að byggja stórskipahöfn og at- vinnu- og geymslu- svæði á Geldinganesi og í Eiðsvík en íbúða- byggð kæmi þess í stað. Sjálfstæðismenn endurfluttu slíka tillögu í borg- arráði 23. október sl. R-listann skortir framtíðarsýn Borgarfulltrúar R-listans hafa afar takmarkaða framtíðarsýn hvað varðar uppbyggingu íbúða- hverfa meðfram ströndinni og virðast hvorki skilja né skynja hve Geldinganesið hefur miklu hlut- verki að gegna sem slíkt. Þeir gera sér heldur ekki grein fyr- ir því hversu mikil- vægt það er fyrir byggðamynstur í borginni að skipu- leggja öfluga og glæsilega íbúðabyggð á Geldinganesinu, sem er álíka stórt og Foldahverfi og Hamrahverfi til sam- ans. Í huga þeirra er Geldinganesið einung- is grjót. Utan íbúða- byggðar austast á Geldinganesi vill R- listinn gera nesið, sem er 220 hektarar að stærð, að samfelldu atvinnu-, iðn- aðar- og hafnarsvæði til framtíð- arnota. Sífellt stækkar það svöðu- sár, sem sprengingar og niðurbrot hafa valdið Geldinganesi og ekkert heyrist í náttúru- og landvernd- arsamtökum. Hugmyndasamkeppni 1988 Árið 1988 beitti ég mér fyrir því að fram færi hugmyndasamkeppni um skipulag á Geldinganesi. Eft- irfarandi tillaga skipulagsnefndar var samþykkt í borgarráði 22. mars 1988: ,,Skipulagsnefnd legg- ur til við borgarráð að efnt verði til hugmyndasamkeppni um skipu- lag á Geldinganesi, þar sem að- allega yrði gert ráð fyrir íbúða- byggð auk svæðis undir atvinnu- og þjónustustarfsemi.“ Þegar niðurstöður dómnefndar lágu fyrir ritaði ég inngang þar sem niðurstöður og tillögur voru kynntar og sagði m.a. eftirfarandi: „Árangur af hugmyndasam- keppni um skipulag á Geldinganesi er tvímælalaust afar góður. Þátt- taka í keppninni var með ágætum og í heildina endurspegla tillög- urnar þá einstæðu möguleika sem Geldinganesið hefur upp á að bjóða. Tillögur höfunda undir- strika hversu sérstakt nesið er sem byggingarland. Þær sýna enn- fremur fram á margvíslega mögu- leika til að skapa fjölskrúðugt mannlíf og öflugt atvinnulíf á þessu fallega svæði í borgarland- inu. Eiðið, frábært útsýni og ná- lægð við sjóinn staðfesta enn frek- ar þau umhverfisgæði, sem til staðar eru á Geldinganesi.“ Auk mín sátu í dómnefndinni Ingimundur Sveinsson, arkitekt, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sagn- fræðingur og núverandi borgar- stjóri, Finnur Birgisson, arkitekt og Guðlaugur Gauti Jónsson, arki- tekt. Tæknilegir ráðgjafar dóm- nefndar voru þeir Þórður Þ. Þor- bjarnarson, þáv. borgarverkfræð- ingur og Þorvaldur S. Þorvalds- son, forstöðumaður Borgarskipu- lags. Bæði dómnefnd og tæknilegir ráðgjafar voru sammála því að Geldinganesið væri sérstaklega gott land undir íbúðabyggð. Íbúðabyggð fyrir 7–8.000 manns Borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins vilja skipuleggja íbúða- byggð á Geldinganesi fyrir 7–8.000 manns. Geldinganesið er í næsta nágrenni við Viðey og byggðina í Grafarvogi. Það væri meiriháttar skipulagsslys út frá umhverfis- og byggðarsjónarmiðum að skipu- leggja Geldinganesið með þeim hætti sem R-listinn ætlar að gera. Fyrsta skrefið í að stöðva þá fyr- irætlan er að koma í veg fyrir frekari sprengingar og grjótnám á Geldinganesi. Í huga þeirra er Geld- inganesið einungis grjót Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Höfundur er borgarfulltrúi. Geldinganes Borgarfulltrúar R-listans hafa afar takmarkaða framtíð- arsýn, segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, hvað varðar uppbygg- ingu íbúðahverfa meðfram ströndinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.