Morgunblaðið - 02.11.2001, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 02.11.2001, Qupperneq 22
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 22 FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ STJÓRNENDUR og stjórn Gild- ingar, fjárfestingarfélags ehf. hafa ákveðið að minnka umsvif félagsins og draga úr rekstrarkostnaði til þess að bregðast við gjörbreyttu rekstrarumhverfi. Liður í því er meðal annars fækkun starfsmanna úr 11 í 6. Þá er ákveðið að Heimir Haraldsson, framkvæmdastjóri Gildingar, láti af störfum en Þórður Magnússon, stjórnarformaður Gild- ingar, taki við framkvæmdastjórn. Í frétt frá félaginu kemur fram að eignasafn Gildingar hafi lækkað verulega vegna niðursveiflu á mörkuðum, líkt og söfn annarra fjárfestingafélaga. Félagið hafi orð- ið fyrir gengistapi á síðustu miss- erum þar sem það hafi eins og mörg önnur íslensk fyrirtæki byggt að hluta til á fjármögnun í erlendri mynt. „Þess hefur verið gætt í rekstri Gildingar að halda eiginfjárhlutfalli sterku enda er grunnforsenda í starfsemi fjárfestingafélaga að hafa bolmagn til að mæta niðursveiflum. Eigið fé Gildingar við 9 mánaða uppgjör er 4,2 milljarðar og er eig- infjárhlutfall félagsins því sterkt,“ segir í tilkynningunni. Í samtali við Þórð Magnússon, stjórnarformann Gildingar, kom fram að félagið hefði hafið starf- semi í júní í fyrra og þá hefði eigið féð verið 7 milljarðar króna. Í fréttatilkynningunni kemur einnig fram að í eignasafni Gild- ingar séu bæði skráð og óskráð hlutabréf og verðtryggð ríkis- skuldabréf. Stærstu skráðu eign- irnar séu í Pharmaco, Baugi, Öss- uri og Marel. Yfir 80% eigna Gildingar í óskráðum félögum séu í Ölgerð Egils Skallagrímssonar og Securitas. Félögin séu bæði mjög sterk og rekstur þeirra hafi gengið vel og í samræmi við áætlanir. Þórður Magnússon segir að- spurður að því fari fjarri að félagið sé að leggja árar í bát. Hann hafi mikla trú á eignasafni félagsins til lengri tíma og segir lækkun þess að undanförnu og fækkun starfs- manna nú aðeins endurspegla raunveruleikann á verðbréfamörk- uðum. Þegar fram í sæki og útlitið batni muni umsvifin aukast á ný. Að sögn Þórðar hafa þau félög sem Gilding á stærstu eigir sínar í sýnt mjög góðan rekstrarárangur að undanförnu. Skráðu hlutafélögin hafi auk þess meirihluta tekna sinna í erlendri mynt. Með lægri ávöxtunarkröfu og lækkandi vöxt- um séu líkur til þess að gengi þess- ara félaga á mörkuðum muni hækka á næstunni. Gilding minnkar umsvif félagsins Starfsmönnum fækkað úr 11 í 6 TRYGGVI Felixson, framkvæmda- stjóri Landverndar, telur að ávinn- ingur landsbyggðarinnar af stóriðju sé e.t.v. sýnd veiði en ekki gefin. Hann gagnrýndi einnig oftrú stjórn- valda á stóriðju og ríkisafskipti af stóriðju í erindi sínu á hádegisfundi Verkfræðingafélags Íslands og Tæknifræðingafélags Íslands um orkumál í gær. Geir A. Gunnlaugsson, fram- kvæmdastjóri Reyðaráls, telur ferðaþjónustu og stóriðju vel geta farið saman í framtíðinni. Hann benti á í fyrirlestri sínum á sama fundi að laun greidd í ferðaþjónustu væru um þriðjungur greiddra launa innan stóriðju og vísaði í tölur frá Byggðastofnun um laun á Akranesi, í Borgarnesi og nágrenni. Torskilin ofuráhersla á stóriðju Tryggvi sagði að torskilin væri sú ofuráhersla sem íslensk stjórnvöld hefðu lagt á uppbyggingu á orku- frekum iðnaði hér á landi. „Vissu- lega eru orkuver og stóriðja mjög sýnileg viðfangsefni og stjórnmála- menn margir hverjir telja að þeim mun sýnilegri sem aðgerðir þeirra eru, þeim mun betri séu þær fyrir land og þjóð. Almennt er nú samt viðurkennt, að mikilvægasta hlut- verk stjórnvalda sé að setja efna- hagslífinu almennar og skilvirkar reglur, tryggja stöðugleika í gengis- og verðlagsmálum, mennta þjóðina og veita henni aðgang að heilsu- gæslu og skapa félagslegt öryggi. Kennisetningarnar segja að ef þess- ar aðstæður eru fyrri hendi, þá muni frjáls markaður og samkeppni leiða vinnuaflið í arðbær störf og skapa forsendur fyrir efnahagslegri vel- sæld. Af einhverjum ástæðum telja stjórnvöld að þessar aðstæður séu ekki nægar þegar kemur að stóriðju og stórvirkjunum, þá þarf að grípa til ríkisafskipta sem sumum finnst óþægilega líkar því sem tíðkaðist í Sovétríkjunum forðum daga,“ sagði Tryggvi í erindi sínu. Álver ekki áhættufjárfesting Geir A. Gunnlaugsson ræddi upp- byggingu álvers á Austfjörðum og virkjanir í því sambandi. Hann telur álver álitlegan fjárfestingarkost og vísaði til arðsemi erlendra álfyrir- tækja, sem og hagnaðar Ísals og Norðuráls í því sambandi. Hann sagði fjárfestingu í áliðnaði ekki áhættufjárfestingu samkvæmt skil- greiningu á því hugtaki en vissulega væri um mjög stórt verkefni að ræða. Núverandi áætlanir um 260 þús- und tonna álver á Reyðarfirði gera ráð fyrir 450 milljóna bandaríkja- dala veltu á ári og 160 milljóna dala hagnaði fyrir afskriftir og fjár- magnsliði (EBITDA). Þessar tölur samsvara 47 milljörðum króna í veltu og 16,7 milljörðum í EBITDA. Efnahagslegur ávinningur af álveri mun að sögn Geirs samsvara um tíu milljörðum króna á ári eftir að ál- verið tekur til starfa og 15–20 millj- örðum króna á ári á framkvæmda- tímanum. Varðandi umhverfismálin benti Geir m.a. á að vaxandi fjöldi ferða- manna, sem bent hefur verið á að geti komið í stað stóriðju, hefði lík- lega í för með sér umhverfisrask- anir. Þegar kemur að umhverfis- röskunum vegna álversins sagði hann þær viðunandi og óhjákvæmi- legar í flestum tilvikum „ef nýta ætti þá auðlind sem orkan í fallvötnunum er“. Einn þáttur sem nefndur hefur verið eru breytingar á högum hrein- dýra og gæsa. Geir benti á að ekki mætti gleyma því að hreindýr væru í raun ekki hluti af íslensku umhverfi frá náttúrunnar hendi. Raunin væri sú að hreindýr og gæsir myndu að- lagast breytingum á umhverfinu og finna sér aðra staði. Verkfræðingar og tæknifræðingar funda um orkumál Deilt um ávinning lands- byggðarinnar af stóriðju Morgunblaðið/Ásdís Verk- og tæknifræðingar skiptust á skoðunum um orkumál. MIKILL viðsnúningur hefur orðið á afkomu Hraðfrystihúss Eskifjarðar. Fyrstu níu mánuði ársins nam hagnaður félagsins 23 milljónum króna en á sama tímabili í fyrra nam tap þess 215 milljónum króna. Rekstrartekjurnar námu 2.970 milljónum króna fyrstu níu mánuð- ina samanborið við 1.955 milljónir á sama tímabili í fyrra. Rekstrar- gjöldin jukust í ár úr 1.635 millj- ónum í 1.894 milljónir króna. Hagn- aður fyrir afskriftir nam 1.076 milljónum króna en var 320 millj- ónir í fyrra. afskriftir fastafjármuna námu 289 milljónum króna en voru 266 milljónir í fyrra. Fjármagns- gjöld Hraðfrystihúss Eskifjarðar námu 755 milljónum króna en námu 351 milljón króna fyrstu níu mánuði síðasta árs. Eiginfjárhlutfall félagsins hækk- ar í 20,07% úr 16,86% og veltufjár- hlutfall úr 1,02 í 1,23, frá hálfsárs- uppgjöri. Elfar Aðalsteinsson, forstjóri, kveðst í fréttatilkynningu ánægður með uppgjör félagsins og segir reksturinn hafa gengið nokk- uð vel undanfarið. Góð kolmunna- veiði hafi séð mjöl- og lýsisvinnslu félagsins fyrir meira hráefni en áð- ur. ,,Þær áherslubreytingar sem lagt var upp með í byrjun ársins eru einnig að skila sér vel inn í rekst- urinn. Við höfum náð að greiða nið- ur skuldir á árinu vegna góðs sjóð- streymis og erum á áætlun hvað það varðar. Á fjórða ársfjórðungi koma inn tekjur af sölu Hólmatinds sem hafa að mestu verið nýttar til nið- urgreiðslu skulda. Rekstraráætlun okkar gefur til kynna hagnað á árinu og sé ég ekkert sem kemur í veg fyrir það, ef rekstrarforsendur okkar haldast,“ er haft eftir Elvari í fréttatilkynningu. Verð hlutabréfa í Hraðfrystihúsi Eskifjarðar hækkaði um 7,8%, úr 5,10 í 5,50, í sáralitlum viðskiptum á Verðbréfaþingi Íslands í gær. Áætlað markaðsvirði félagsins er nú tæpir 2,5 milljarðar króna. Viðsnúningur hjá Hraðfrysti- húsi Eskifjarðar Morgunblaðið/Golli Frá Eskifirði. AÐALFUNDUR Samtaka fisk- vinnslu án útgerðar, SFÁÚ, verður haldinn í dag. Á fundinum verður fjallað um starfsskilyrði sjálfstæðrar fiskvinnslu og fiskmarkaða og tillög- ur nefnda sjávarútvegsráðherra um málefni fiskvinnslunnar. Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, mun ávarpa fundinn. Þá mun Ragn- ar Kristjánsson, formaður Samtaka uppboðsmarkaða, fjalla um vigtun sjávarafla og verðmyndun hans og Óskar Þór Karlsson, formaður SFÁÚ, fjalla um samkeppnisskilyrði fiskvinnslunnar. Að loknum erindum verða fyrirspurnir og almennar um- ræður. Að því loknu fara fram hefð- bundin aðalfundarstörf á lokuðum fundi. Aðalfundur SFÁÚ NÝTT samkomulag um notkun ábyrgða á skuldum einstaklinga, sem undirritað var í gær, felur í sér þá meginbreytingu að nú skal til- kynna ábyrgðarmanni um hver ára- mót hvaða kröfum hann er í ábyrgð fyrir, hverjar eftirstöðvar eru, hvort þær eru í vanskilum og þá hvað miklum. Guðjón Rúnarsson, framkvæmda- stjóri Samtaka banka og verðbréfa- fyrirtækja, segir samkomulaginu ætlað að draga úr vægi ábyrgðar einstaklinga og að lánveitingar verði miðaðar við greiðslugetu greiðanda. „Það er mikil ánægja með endurnýj- un þessa samkomulags. Okkur hefur fundist mjög jákvætt að vera með sem bestar upplýsingar til ábyrgð- armanna því hagsmunirnir eru jafn- ir milli lánveitenda, lántakanda og ábyrgðarmanns að upplýsingaflæði sé gott til að staðið sé í skilum með greiðslur. Þetta snýr því mikið að því að tryggja að menn séu vel upp- lýstir um hvernig mál snúa þegar þeir gangast undir svona skuldbind- ingar,“ segir Guðjón. Samkvæmt samkomulaginu ber fjármálafyrirtæki að tilkynna ábyrgðarmanni, helst innan 30 daga frá greiðslufalli, um vanskil á skuld- bindingu sem hann er í ábyrgð fyrir. Óheimilt er að breyta skilmálum láns sem tryggt er með skulda- ábyrgð eða veði nema með sam- þykki ábyrgðarmanns. Að samkomulaginu standa Sam- band íslenskra sparisjóða, Neyt- endasamtökin og viðskiptaráðuneyt- ið auk Samtaka banka og verð- bréfafyrirtækja. Endurnýjað sam- komulag byggist á samkomulagi sem gert var um sama efni árið 1998. Skylda til greiðslumats Samkvæmt nýju samkomulagi ber lántakanda nú að gangast undir greiðslumat. Ábyrgðarmaður skal geta kynnt sér niðurstöðu greiðslu- mats áður en hann gengst í ábyrgð og skal greiðandi hafa samþykkt það. Skylda til greiðslumats er nú gerð afdráttarlausari, en í eldra samkomulagi fór greiðslumat ein- ungis fram ef ábyrgðarmaður óskaði þess. Nú skal greiðslumat hins veg- ar ávallt fara fram nema ábyrgð- armaður óski sérstaklega eftir að slíkt sé ekki gert. Samkomulagið tekur til allra skuldaábyrgða, það er sjálfskuld- arábyrgða og einfaldra ábyrgða, á skuldabréfalánum, víxlum og öðrum skuldaskjölum. Það nær einnig til yfirdráttaheimilda á tékkareikning- um og á úttektum með kredit- kortum nema annað sé tekið fram í einstökum ákvæðum þess. Sam- komulagið tekur að auki til þess þegar einstaklingur hefur gefið út leyfi til að veðsetja fasteign sína til tryggingar skuldum annars einstak- lings. Aðspurður segir Guðjón tölulegt yfirlit um fjölda einstaklinga sem eru í ábyrgð fyrir lánum ekki vera til og ekki standi til upplýsingaöflun af því tagi. Ábyrgðarmenn fá yfirlit um greiðslur skulda ♦ ♦ ♦ SÍLDARVINNSLAN hf. í Nes- kaupstað var rekin með 325 milljóna króna tapi á fyrstu níu mánuðum ársins 2001. Tap af reglulegri starf- semi eftir reiknaða tekjuskattsinn- eign nam 240 milljónum króna. Veltufé frá rekstri nam 833 milljón- um króna. Rekstrartekjur námu 3.354 milljónum króna en rekstrar- gjöld 2.253 milljónum. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 1.101 milljón króna, eða sem svarar til 32,83% af rekstrartekjum. Af- skriftir námu samtals 363 milljónum króna en fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur 1.025 milljónum króna. Verðhækkun og gengismunur skulda var 1.027 milljónir króna fyrstu níu mánuði ársins. Tap af reglulegri starfsemi félags- ins fyrir skatta var 287 milljónir króna. Tap af reglulegri starfsemi eftir reiknaða tekjuskattsinneign var 240 milljónir króna. Þegar tekið hefur verið tillit til hlutdeildar í tapi dóttur- og hlutdeildarfélaga er Síld- arvinnslan gerð upp með 325 millj- óna króna tapi. Veltufé frá rekstri nam 833 milljónum króna. Heildareignir Síldarvinnslunnar hf. í lok september 2001 voru bók- færðar á 8.516 milljónir króna. Skuldir og skuldbindingar námu hins vegar 6.519 milljónum króna og var því eigið fé félagsins í septem- berlok 1.997 milljónir króna, saman- borið við 2.471 milljón í árslok 2000. Bókfært eigið fé félagsins lækkaði því um 474 milljónir króna frá árs- byrjun 2001. Í septemberlok var eig- infjárhlutfall félagsins 23,45%, en var 33,64% í lok ársins 2000. Veltu- fjárhlutfallið var 0,76 en 0,85 í árslok 2000. Rekstrartap SVN 325 millj- ónir króna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.