Morgunblaðið - 02.11.2001, Side 16

Morgunblaðið - 02.11.2001, Side 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ný sending af peysum Gott tilboð á Löngum laugardegi. www.jaktin.is Bankastræti 8, sími 511 1135 Sérverslun með ítalskar vörur fyrir dömur og herra 25% afsláttur af Microfiber kuldajökkum JAKKA- DAGAR Laugavegi 76 sími 551 5425Vinnufatabúðin Laugavegi 23, sími 551 5599 Langur laugardagur DÚNDURTILBOÐ 30% afsláttur af öllum úlpum í verslun 20% afsláttur af öllum Color Kids fatnaði Láttu sjá þig! UMHVERFISRÁÐHERRA hefur borist fimm stjórnsýslukærur vegna úrskurðar Skipulagsstofnunar þar sem fallist er á fyrirhugaða landfyll- ingu í Arnarnesvogi en kærufrestur rann út síðastliðinn föstudag. Er þess krafist að úrskurður Skipulagsstofn- unar verði felldur úr gildi og að lagst verði gegn landfyllingu í Arnarnes- vogi. Kærendur eru Náttúruvernd rík- isins, Fuglaverndarfélag Íslands, Náttúruverndarsamtök Íslands, hóp- ur íbúa við Arnarnesvoginn og víðar í Garðabæ og loks Brynja Dís Vals- dóttir. Í kæru íbúanna segir að athyglis- vert sé að Skipulagsstofnun taki und- ir öll meginatriðin í málflutningi þeirra sem mótfallnir eru áformum um landfyllingu í Arnarnesvogi. „Í úrskurðinum er ekki að finna eitt ein- asta atriði sem mælir með því eða réttlæti að af landfyllingu verði. Það stingur því gjörsamlega í stúf við for- sendur úrskurðarins að niðurstaða stofnunarinnar skuli vera sú að fall- ast á landfyllinguna. Með samþykki sínu gengur stofnunin gegn eigin rökum án þess að leitast við að skýra af hverju,“ segir í kærunni. Ekki tekið tillit til byggðarinnar Gagnrýnt er að Skipulagsstofnun hafi í úrskurði sínum einungis tekið tillit til landfyllingarinnar sjálfrar en ekki byggðarinnar sem fyrirhuguð er á henni né þeirrar smábátaumferðar sem fylgja muni henni. Segja íbúarn- ir það ekki í samræmi við lögum mat á umhverfisáhrifum, þar sem segir að taka eigi tillit til beinna og óbeinna áhrifa fyrirhugaðrar fram- kvæmdar og þeirrar starfsemi sem henni fylgir. Afmörkun Skipulags- stofnunar sé enn fráleitari í ljósi þess að matið á óbeinu áhrifunum kæmi til kasta stofnunarinnar við umfjöll- un um nýtt aðalskipulag. Í kæru íbúnna eru tilgreind ýmis rök sem mæla á móti framkvæmd- inni og lúta þau helst að sjónrænum áhrifum, hávaðamengun, áhrifum á fuglalíf og mörkum sveitarfélaga til hafsins. Þá er á það bent að sýnt hafi verið fram á að framkvæmdin muni hafa umtalsverð umhverfisáhrif en í lögum um mat á umhverfisáhrifum er það forsenda þess að lagst sé gegn framkvæmd í úrskurði. Bent er á að landfyllingin stangist á við náttúru- verndaráætlun en umrætt svæði sé á náttúruminjaskrá auk þess sem landfyllingin er sögð vera í mótsögn við Staðardagskrá 21. Loks segir að ekki hafi verið for- sendur til að fallast á valkost fram- kvæmdaraðila þar sem þeir hafi látið hjá líða að tilgreina aðra kosti fyrir utan óbreytt ástand, eins og þeim beri lögum samkvæmt. Ekki gert að endur- heimta votlendi Í kæru Náttúruverndar ríkisins eru færð rök fyrir því að fram- kvæmdin hefði skaðleg áhrif á fugla- líf, bent er á að vogurinn sé á nátt- úruminjaskrá, sjónræn áhrif og hljóðmengun er tíunduð auk þess sem mikilvægi vogsins sem útivistar- svæðis er undirstrikað. Þá er það gagnrýnt að framkvæmdaraðila sé ekki gert að grípa til mótaðgerða til að endurheimta votlendi. Síðasttöldu gagnrýnina er einnig að finna í kæru Fuglaverndarfélags Íslands en þar er það einnig gert að kröfu að efnistakan vegna uppfylling- arinnar fari í umhverfismat. Félagið setur sig einnig gegn smábátahöfn í voginum og gerir það að tillögu sinni að skipulögð verði vöktun á fuglafánu svæðisins verði af framkvæmdunum. Náttúruverndarsamtök Íslands setja fram þá varakröfu í kæru sinni að umhverfisráðherra fresti ákvörð- un í málinu þar til fyrir liggja upplýs- ingar um þau atriði sem Skipulags- stofnun segir vanta fullnægjandi upplýsingar um varðandi fram- kvæmdina. Þá er farið fram á að áður en ákvörðun verði tekin liggi fyrir mat ráðherra á stjórnsýslu- og laga- legum afleiðingum þess að ráðast í fyrirhugaða framkvæmd með tilliti til stöðu svæðisins á náttúruminjaskrá, bæjarverndar og alþjóðlegra skuld- bindinga. Fimm kærur til umhverfisráðherra Arnarnesvogur Íbúar telja ekkert réttlæta úrskurð Skipulagsstofnunar um landfyllingu Morgunblaðið/Árni Sæberg Fyrirhugað er að landfyllingin verði í framhaldi af þeim fyllingum sem þegar eru út í voginn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.