Morgunblaðið - 04.11.2001, Síða 4
FRÉTTIR
4 SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
STÆKKA þarf kúabú hér á landi,
auka framleiðni og þar með arðsemi í
greininni, þannig að íslensk naut-
griparækt standist erlenda sam-
keppni og hagkvæmni hennar aukist.
Framkvæma þarf rannsóknir með
innflutningi erlends erfðaefnis sem
skeri úr um getu íslenska kúakynsins
í samanburði við erlend kúakyn við ís-
lenskar aðstæður.
Þetta er meðal tillagna sem Rann-
sóknarráð Íslands, Rannís, kynnti á
föstudag í ítarlegri skýrslu um stöðu
og þróunarhorfur í nautgriparækt á
Íslandi. Fagráð í nautgriparækt og
Landssamband kúabænda fóru þess
á leit við Rannís fyrir þremur árum að
gera úttekt af þessu tagi og skipuð
var sérstök nefnd til þess. Nefndin
leitaði til innlendra og erlendra sér-
fræðinga og hagsmunaaðila í land-
búnaðinum og víðar.
Sérstakri álitsgerð skiluðu danskir
sérfræðingar sem komust m.a. að
þeirri niðurstöðu að kostnaður við
mjólkurframleiðslu hér á landi væri
2,5 sinnum hærri en í Danmörku. Til
skýringar nefna þeir legu landsins,
afkastaminni mjólkurkýr og ónóga
nýtingu framleiðsluþátta. Þennan
mun telja Danirnir að megi minnka,
en meðalbústofn á íslenskum kúabúm
eru 26,8 mjólkurkýr samanborið við
68,8 kýr á dönskum búm. Danirnar
telja að heildarstefnumörkun í rann-
sóknum á sviði landbúnaðar sé ekki
mjög ljós hér á landi.
Formaður úttektarnefndarinnar,
dr. Einar Matthíasson, markaðs- og
þróunarstjóri Mjólkursamsölunnar,
kynnti helstu niðurstöður skýrslunn-
ar á blaðamannafundi sem haldinn
var að Korpúlfsstöðum þar sem fyrir
um 70 árum var af Thor Jensen rekið
eitt fullkomasta mjólkurbú á Norður-
löndum.
Einar sagði að nefndin hefði verið
sammála um að til að tryggja sam-
keppnishæfni mjólkuriðnaðarins
bæri að hraða sem frekast væri unnt
hagræðingu meðal afurðastöðva. Með
því móti yrði samkeppni frá innflutn-
ingi best mætt. Takmarkinu mætti ná
með fækkun vinnslustöðva og sér-
hæfingu í mjólkuriðnaði. Þannig
væru miklar líkur á að aðeins yrði um
tvö eða jafnvel eitt fyrirtæki að ræða
á innanlandsmarkaði.
Meðal niðurstaðna nefndarinnar
var að hefðu kúabændur frumkvæði
að mótun framsækinnar stefnu,
markmiða og leiða fyrir búgreinina á
grundvelli þeirra hugmynda sem
fram kæmu í skýrslunni, ættu stjórn-
völd að koma til móts við þá með öfl-
ugum stuðningi við nauðsynlegt rann-
sóknar- og þróunarstarf í greininni.
Snorri Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri Landssambands kúabænda,
sagði á blaðamannafundinum að
skýrslan væri gott innlegg í umræðu
um nautgriparækt, hún væri vel unn-
in og á hlutlausan hátt. Hún yrði góð-
ur umræðugrundvöllur í fundaher-
ferð sem til stæði eftir áramót.
Kúabændur þyrftu að fylgjast vel
með þróuninni, bæði hér á landi og er-
lendis. Snorri sagði að skýrslan yrði
send til allra kúabænda, en þeir þurfa
síðar í mánuðinum að gera upp hug
sinn varðandi tilraunainnflutning á
erfðaefni úr norskum kúm þegar at-
kvæðagreiðsla fer fram.
Greinin veltir 8 milljörðum og
skapar nærri 5 þúsund störf
Í skýrslunni kemur fram að verð-
mætasköpun í nautgriparækt er um 8
milljarðar króna, miðað við árið 1999,
og fram kom á fundinum að staðan
væri svipuð í dag. Hlutur greinarinn-
ar er um helmingur af íslenskum
landbúnaði og mjólkurframleiðsla er
stunduð á um 1 þúsund búum hér á
landi. Velta mjólkuriðnaðarins var 8,5
milljarðar árið 1999 og önnuðust 12
vinnslustöðvar úrvinnslu mjólkurinn-
ar. Heildarefnahagsáhrif nautgripa-
ræktar eru talin hafa numið rúmlega
30 milljörðum árið 1998 og talið að
greinin hafi skapað ígíldi nærri 5 þús-
und starfa.
Skýrsla um stöðu og horfur í nautgriparækt á Íslandi
Fækka þarf vinnslustöðv-
um og auka hagræðingu
Mælt með
innflutningi
erfðaefnis
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Íslenska mjólkurkýrin hefur dugað vel til þessa, að mati skýrsluhöfunda
Rannís, en til að ná fram meiri framleiðni og hagræðingu eru rann-
sóknir taldar nauðsynlegar á því hvort erlent kúakyn geti bætt þar úr.
SIV Friðleifsdóttir umhverfisráð-
herra gerði ríkisstjórninni grein fyr-
ir stöðu mála varðandi kjarnorku-
endurvinnslustöðina í Sellafield í
fyrradag. Hvatti hún samráðherra
sína til að nota hvert tækifæri sem
gefst til að ítreka kröfu Íslendinga,
um að losunarmörk geislavirka efn-
isins teknisíum 99 verði lækkuð,
þegar þeir eiga fundi með erlendum
ráðamönnum.
Siv bendir á að bresk stjórnvöld
muni væntanlega taka ákvörðun
fyrir jól um hver losunarmörk frá
stöðinni verða fram til ársins 2006.
„Þeir hafa einnig gefið út starfsleyfi
fyrir svokallaða MOX-framleiðslu
en við höfum gagnrýnt það harðlega
vegna þess að þessi starfsemi mun
styrkja efnahagslegan grundvöll
fyrirtækisins og lengja líf þess,“
segir Siv.
„Það er mikilvægt núna að við-
halda stjórnmálalegum þrýstingi á
bresk stjórnvöld, vegna þess að þeir
munu trúlega taka ákvörðun um los-
unarmörk til 2006.
Krefjast þess að losunar-
mörk verði færð niður
Núverandi losunarmörk eru 90
Tbq á ári og umhverfisstofnun Bret-
lands hefur lagt til við bresku rík-
isstjórnina, að þessum losunarmörk-
um verði viðhaldið til ársins 2006 en
við, öll Norðurlöndin og Írar, höfum
gert þá kröfu að þessi losunarmörk
verði færð niður í 10 TBq á ári og
helst að þessari starfsemi verði
hætt,“ segir hún.
Okkar afurðir ekki í hættu
Að sögn Sivjar er mengunin þús-
undfalt meiri við Írland en við Ís-
land og fimmtíufalt meiri við Nor-
egsstrendur. Það eigi sér því stað
mikil þynning á magni teknisíum 99,
sem er geislavirkt, á leiðinni að
ströndum Íslands, og hafsvæðið við
Ísland sé því ekki mengað. Norð-
menn hafi hins vegar mælt talsverða
aukningu teknisíums við Noregs-
strendur á síðustu árum og ljóst sé
að geislamengun skili sér á 7–10 ár-
um upp að Íslandi. „En þynningin
er þúsundföld, þannig að okkar af-
urðir eru ekki í hættu og munu ekki
verða það vegna þynningarinnar.
Hafið í kringum Ísland er eitt það
hreinasta í heimi og við viljum halda
því þannig,“ segir Siv.
Að hennar sögn hafa norrænir
umhverfisráðherrar fordæmt þá
ákvörðun breskra stjórnvalda að
heimila nýja starfsemi í Sellafield.
Ritaði Siv umhverfisráðherra Bret-
lands bréf 17. október sl. þar sem
ítrekaðar eru kröfur um lækkun los-
unarmarka í Sellafield-stöðinni.
Umhverfisráðherra fjallaði um mál Sellafield
Þrýst verði á bresk stjórn-
völd við hvert tækifæri
HALLDÓR Blöndal, forseti Al-
þingis, heimsækir Bretland dagana
4.–9. nóvember nk. Síðan heldur
hann í fimm daga opinbera heim-
sókn til Írlands í boði forseta írska
þingsins.
Á Bretlandi mun Halldór eiga
fund með forseta neðri deildar
breska þingsins svo og aðstoðar-
ráðherra í málefnum sjávarútvegs.
Einnig mun hann eiga fundi með
þingmönnum á breska þinginu.
Í fréttatilkynningu segir að í
heimsókninni muni Halldór ræða
samskipti þjóðþinga ríkjanna, sjáv-
arútvegsmál og málefni kjarnorku-
endurvinnslustöðvarinnar í Sella-
field, auk annarra málefna. Áður
en Halldór heldur til Írlands mun
hann funda með Sir David Steel,
forseta skoska heimastjórnar-
þingsins, og öðrum þingmönnum.
Forseti Alþingis heim-
sækir Bretlandseyjar ÖKUMAÐUR fólksbifreiðar varfluttur með sjúkrabifreið á slysa-
deild Landspítalans í Fossvogi eftir
bílveltu á Vatnsenda á móts við
Kjóavelli á föstudagsmorgun. Öku-
maðurinn var lagður inn á spítalann
en meiðsl hans reyndust ekki alvar-
leg. Bifreiðin skemmdist nokkuð og
var dregin á brott með kranabifreið.
Valt við
Vatnsenda
SKATTTEKJUR af tekjusköttum
fyrirtækja á Íslandi eru aðeins þriðj-
ungur af því sem er í öðrum Evr-
ópulöndum að því er fram kemur í
hagvísum Þjóðhagsstofnunar í októ-
ber, en tekjuskattshlutfall er nærri
meðaltali viðmiðunarlanda.
Fram kemur að tekjur af tekju-
sköttum fyrirtækja eru á bilinu 1,2–
4,2% af vergri landsframleiðslu í
nokkrum Evrópulöndum og meðal-
tal Evrópulanda innan OECD er
3,2%, en ekki er tekið tillit til tekju-
skatts af arði. Tekjuskattshlutfallið
er hins vegar á bilinu 28-33,3% og er
það nærri meðaltali viðmiðunarland-
anna hér á landi. Það er hæst í
Frakklandi án þess þó að tekjuskatt-
ur fyrirtækja skili hæstum skatt-
tekjum þar í hlutfalli af vergri lands-
framleiðslu. Ástæðuna fyrir lágum
skatttekjum af tekjuskatti fyrir-
tækja hér á landi má aðallega rekja
til bágrar afkomu í atvinnurekstri.
! "# $
%
#&'(
##
)&
%
#&'(
#
)&#&# #
&
#
#
# $
)&#
*#)
#&'(
+ , - . / 0 1
 1.+ /+-+1
Tekjur af tekjuskatti fyrirtækja
í nokkrum Evrópulöndum
Aðeins þriðjung-
ur hér á landi
HALLDÓR Blöndal, forseti Alþingis,
gagnrýndi ráðuneytisstjóra umhverf-
isráðuneytisins á Alþingi í vikunni.
Tilefnið var bréf sem ráðuneytisstjór-
inn sendi Alþingi þar sem ráðuneytið
gaf þinginu kost á að senda fulltrúa á
loftslagsráðstefnuna í Marrakesh í
Marrokó.
„Ég lét ráðuneytið að sjálfsögðu
vita að ef Alþingi vill taka þátt í al-
þjóðlegu samstarfi þarf það ekki á að-
stoð ráðuneyta að halda við að senda
þangað þingmenn eða sendinefndir,
heldur tekur slíkar ákvarðanir sjálft.
Ég skil satt að segja ekki – ég get sett
það innan sviga – hvernig ráðuneyt-
isstjóra dettur í hug að senda mér
bréf með þvílíku efni,“ sagði Halldór.
Magnús Jóhannesson ráðuneytis-
stjóri sagðist ekkert hafa að segja um
þessi orð forseta þingsins. Aftur á
móti hefði ráðuneytið áður vakið at-
hygli Alþingis á svipuðum fundum,
t.d. á aðildarríkjafundi loftlagssamn-
ingsins í Buenos Aires. Þá hefði Al-
þingi brugðist við með því að senda
fulltrúa sinn sem fullgildan meðlim
sendinefndarinnar.
Hefur áður vakið at-
hygli þingsins á fundum
♦ ♦ ♦