Morgunblaðið - 04.11.2001, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 04.11.2001, Qupperneq 7
Tillaga 5: Suður-Ameríka Río de Janeiro - fegursta borg heims Með stórferðum Heimsklúbbsins-Príma til Suður-Ameríku hafa löndin Brasilía og Argentína sannarlega komist á kortið hjá Íslendingum. Oft er talað um þessa áfangastaði sem lif- andi leikhús undir berum himni, slík er tjáningin og lífs- gleðin. Með stórlækkuðum fargjöldum, sem Heimsklúbbn- um hefur í krafti reynslu sinnar og álits tekist að ná, má kalla þessa skemmtilegustu álfu heimsins innan seilingar. Río er ekki einungis talin fegursta borg í heimi, heldur er hún heimsborg, þar sem fólk getur gengið úr húsdyrum sín- um út á pálmaskrýddar baðstrendur næstum árið um kring. Río er engri annarri borg lík, svo falleg, frjálsleg og fjörug er hún. Eftir skamma stund hefurðu rennt þér með kláfferjunni upp á Sætabrauðs- tind, eða með sporbrautinni upp að Kristsstyttunni frægu á Corcovado. Lífið liðast áfram í sveiflu og sömbu, og viss Karnivalstemmning ríkir alltaf í borginni, sem aldrei sefur. Hótel Heimsklúbbsins eru við frægustu baðströnd heims, Copacabana, t.d. Plaza Copacabana 4* og í einu þekktasta skemmtanahverfi Cariocas, eins og íbúarnir eru kallaðir. Verðtilboð: 9 d. flug, gist. m. morgunv., 7 nætur í Río og flutn. milli flugv. og hótels frá kr. 159.600 + flugv.sk. miðað við lágmark 25 manna hóp. Staðfestingargjald kr. 25.000 á mann fylgi pöntun og uppgjör minnst mánuði fyrir brottför. Allt verð er háð gengisbreytingum. Tillaga 4: Karíbahaf Santo Domingo - Juan Dolio Einn eftirsóttasti leikvangur fólks í fríi er tvímælalaust eyjar Karíba- hafs. Heimsklúbburinn-Príma er brautryðjandi í að kynna þessa heillandi, sólríku veröld, þar sem ljúfur andvarinn gælir við hörund þitt undir krónum pálmanna, sem vaxa alveg niður í flæðarmál. Eyj- an Dominíkana er undurfögur, á sér merka sögu landafundanna, heillandi fólk, sem stjanar við þig, og hagstæðasta verðlag í Karíba- hafi. Gististaðurinn Melia Juan Dolio stendur alveg á ströndinni, um klukkustundar ferð frá höfuðborginni. Þar er allt innifalið: Gisting, fullt fæði, allir drykkir, íþróttaaðstaða og skemmtanir. Með sérsamn- ingi Heimsklúbbsins er verðið afar hagstætt, því að gestir þurfa ekki að taka upp budduna, meðan þeir dveljast þar. Flug um Or- lando/Miami eða New York til Sto. Domingo, gist eina nótt á útleið, en heim samdægurs. Verðtilboð: 9 d. flug, gisting USA 1 nótt, Juan Dolio 7 nætur - allt innifalið nema flugv.sk., frá kr. 148.800 miðað við lágmark 25 manna hóp. Tillaga 3: Suður-Afríka - Durban Afríka er heillandi heimur, ekki síst vegna náttúrufars, sem ekki á sinn líka hvað snertir fjölbreytni. DURBAN er 3. stærsta borg S-Afríku með rúmlega 3 milljónir íbúa, ein litríkasta borg heims hvað snertir uppruna íbúanna, tungumál, siði og hefðir, sannkallaður kokkteill þjóða og ólíks menningar- arfs. Durban er auk þess langstærsti og þekktasti baðstaður Afríku með breiða sandströnd, og yfir henni er nýtískulegri og glæsilegri bragur en flestir vænta fyrirfram. Gullna mílan er heimsborgar- leg með hótelum sínum, verslunum, veitingahúsum og endalausri röð sundlauga meðfram strönd- inni, en fyrir utan brotnar hvítfext aldan, þar sem ungir kappar þreyta list sína á brimbrettum af mikilli fimi. Sérkenni borgarinnar eru þó fyrst og fremst fólgin í hinu austræna yfirbragði, svo að stundum getur þér fundist þú vera í Austurlöndum í stað Afríku. Í bland við hvíta og svarta sérðu margt austrænt fólk, einkum Indverja, og þar bjó frægasti Indverj- inn, Faðir Indlands, Mahathma Gandi, í 20 ár. Durban býður fjölbreytni, sem aðrir staðir á heimsbyggðinni geta naumast státað af: Dvöl á frægri baðströnd með góðum gististöðum, ágætum veitingahúsum með ódýrum mat, fjölbreytt menningar- og skemmtanalíf, en umfram allt einhverjar frægustu villidýralendur heimsins rétt utan við borgarmörkin. Ekki er nema rúmlega klukkustundarferð í hinn undurfagra „Game Valley“, með fjölda stórra villidýra, sem þú kemst ótrúlega nærri í sérhönnuðum Safaribílum. Nokkru lengra er í fyrsta friðaða villidýrasvæði heims í Hluhluve-Umfolozi Park, eða í Drekafjöll, með nokkra fegurstu tinda heimsins. Flogið er um London og áfram til Durban með British Airways. Gist á góðu 4* hóteli við ströndina í 7-10 nætur m. morgunverði, flutningi milli flugvallar-hótels og aðstoð fararstjóra. Verðtilboð 9 d. skv. lýsingu - frá kr. 148.900 + flugv.sk. (má framl.) - lágmark 25 m. Langt fyrir lítið! út í heim FÁIÐ NÁNARI FERÐALÝSINGU Á SKRIFST. PÖNTUNARSÍMI: 56 20 400 Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavík, sími 562 0400, fax 562 6564, netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasíða: http://www.heimsklubbur.is Ef þú og félagar þínir eruð í ferðahugleiðingum og ykkur langar að gera eitthvað alveg sérstakt, er HEIMSKLÚBB- URINN-PRÍMA fyrirtækið, sem getur hjálpað ykkur að láta drauminn rætast og í krafti samninga sinna og sambanda nánast galdrað fram handa ykkur frábæra ferð á bestu kjör- um. Það hefur Heimsklúbburinn margsannað með öruggri þjónustu sinni í mörg ár, sem nýtur viðurkenningar á heims- mælikvarða og fjöldi útskriftarhópa, félagasamtaka, tónlist- arfólks o.fl. hafa notið. Við getum annast ferð ykkar nánast hvert sem er, en leyfið okkur að hafa hönd í bagga með und- irbúningi og gerð ferðaáætlunar, ykkur til hagræðis og hags- bóta. Hér á eftir eru nokkur dæmi um hve fjölbreyttar og spennandi ferðir geta staðið ykkur til boða. Síðan gætum við sniðið þær til og lagað að ykkar þörfum. Tillaga 1: Austurlönd: Bangkok - ódýrasta heimsborgin + Jomtien/Phuket - sól og fjör Flug Flugleiða til Kaupmannahafnar og beint áfram með THAI-flugfélaginu til Bangkok. Gist á góðu 4* hóteli í 3 nætur með morgunverði, rétt við fræg verslunar- og skemmtihverfi, djörfustu skemmtiborgar í Austurlöndum og á heimsvísu. Fjöldi glæsilegra stórhýsa, verslunarhalla og gæðahótela prýða þessa fjölbreyttu, stórmerku borg, þar sem verðlag er með því allra hag- stæðasta í heiminum. Inn á milli eru fegurstu musteri, sveipuð austrænni dulúð. Vöruúrval er ein- stakt og verðið ótrúlegt. Bangkok býður allt sem fólk girnist á ferðalögum. Eftir 3ja daga dvöl er haldið til baðstrandar, annað hvort í Jomtien, sunnan við Pattaya, eða flog- ið til Phuket, frægasta bað- og skemmtistaðar í Asíu í dag, dvöl á 3-4* hóteli m. morgunv. 5 n. Verðtilboð 10 d., flug, gisting m. morgunverði, flutn. milli staða, aðst. fararstjóra, frá kr. 118.400 + flugv.sk. miðað við lágmark 25 manna hóp. Tillaga 2: Austurlönd: Austur- og Vestur-Malasía + Bangkok + Phuket Malasía er eitt fjölbreyttasta ríki heims að náttúrufari, einkum ef heimsótt er bæði Vestur- og Austur-Malasía með Borneo, eins og boðið er uppá hér. Flogið er gegn- um London beint til KUALA LUMPUR, höfuðborgar ríkisins, sem er ein sérstæðasta og fegursta nútímaborg í heimi, með blandaðan byggingarstíl, þar sem austræn og vestræn áhrif blandast saman á alveg töfrandi hátt, m.a. í hæstu turnum heimsins, PETRONAS, beint fyrir framan hótelgluggann þinn. Borgin er einstaklega fag- urlega lýst á kvöldin og býður margar lystisemdir. Þaðan er tæplega 2 stunda flug til KUCHING, höfuðborgar Sarawak-fylkis, þar sem aldagamlir þjóðhættir hinna hraustu og harðgerðu frumbyggja eru enn við lýði. Dvalist er á góðu 4* hóteli í 5 nætur og ferðast um nágrennið, inn í frumskóga og meira að segja gist í „Langhúsi“ að hætti innfæddra. Öllum, sem reynt hafa ber saman um að þetta sé einhver merkilegasta ferðareynsla, sem þeir hafi orðið fyrir á ævinni. Eftir þessa dvöl er flogið til BANGKOK að njóta lystisemda einnar mestu skemmtiborgar heimsins í 3 daga, og endað með 5 daga dvöl á hinni geysivinsælu eyju PHUKET, þar sem gist er á 3-4* nýju hóteli rétt við frægustu baðströnd Thailands, Patong. Í lokin flug um Kuala Lumpur og London heim til Íslands eftir 18 daga ævintýraferð. Verðtilboð: 18 d. - flug, gist. m. morg., flutn. milli staða, aðstoð fararstj. frá kr. 119.800 (10 d.) + flugv.sk. - miðað við lágmark 25 m. hóp, frá kr. 158.800, 18 d. + flugv.sk. - miðað við lágmark 25 m. hóp . Sumardýrð um hávetur - á verði fyrir þig!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.