Morgunblaðið - 04.11.2001, Side 12

Morgunblaðið - 04.11.2001, Side 12
12 SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BANDARÍKJAMENN hófuí liðinni viku stórfelldarloftárásir á stöðvar talib-ana norður af Kabúl, höf-uðborg Afganistan, og við Mazar-e-Sharif í norðurhluta lands- ins. Margir eru þeirrar skoðunar að slíkar árásir séu til marks um tvennt; annars vegar hafi hnitmiðaðar, tak- markaðar loftárásir ekki skilað til- ætluðum árangri og hins vegar hafi nú verið ákveðið að leggja aukna áherslu á hernaðarhlið aðgerðanna gegn hryðjuverkaógninni sökum þess að hin pólitíska hlið þeirra gangi mun verr en menn höfðu ætlað. Eðli- lega hefur því sú spurning vaknað hvort herförin gegn talibönum og hryðjuverkahópum í Afganistan gangi ekki sem skyldi. Því verður vart á móti mælt að vaxandi efasemda gætir um ágæti þeirrar herfræði, sem Bandaríkja- menn og Bretar hafa fram til þessa fylgt í „hryðjuverkastríðinu“. Mann- fall í röðum óbreyttra borgara hefur verið fyrirferðarmikið í fréttum fjöl- miðla og margir halda því fram að talibanar hafi náð yfirhöndinni í áróðursstríðinu. Til marks um það má hafa að sífellt fleiri halda því sjón- armiði nú á lofti að hernaður gegn hryðjuverkaógninni sé sjálfsagður en mannfall í röðum óbreyttra borg- ara verði ekki liðið. Ljóst hefur verið frá upphafi að óbreyttir borgarar myndu falla í þessu stríði líkt og öll- um öðrum; hátæknivopnin bregðast rétt eins og önnur þau fjölmúlavíl, sem mannsandinn getur af sér. Lítill pólitískur árangur Jafnframt hefur orðið vart auk- inna efasemda um hið pólitíska markmið herfararinnar. Það hefur legið fyrir frá upphafi; bandamenn hafa einsett sér að uppræta hryðju- verkahópa í Afganistan og steypa tal- ibanastjórninni, sem hýst hefur þá. Engin breyting hefur orðið þar á. En hitt sýnist einnig blasa við að hin pólitíska hlið aðgerðanna hefur gengið mun verr en áætlanir gerðu ráð fyrir. Gengið var að því, nánast, sem vísu, að flótti myndi bresta á lið talibana og herflokkar þeirra myndu reynast fúsir til að ganga til liðs við stjórnarandstöðuna, Norðurbanda- lagið, þegar þeir gerðu sér ljóst að í þessu stríði ættu þeir enga mögu- leika. Því bæri að leggja drög að myndun einhvers konar stjórnvalds, sem tekið gæti við í landinu eftir fall talibanastjórnarinnar. Þetta hefur ekki gengið eftir. Eng- ar traustar fréttir hafa borist af um- talsverðu liðhlaupi í röðum talibana. Tilraunir til að bræða saman eins konar þjóðstjórn hafa sömuleiðis gengið illa. Þetta tvennt þ.e.a.s. vonbrigði á hinum pólitíska vettvangi og vaxandi efasemdir í arabaríkjum og sums staðar á Vesturlöndum vegna annars vegar mannfalls í röðum óbreyttra borgara og hins vegar sökum lítillar breytingar á vígstöðunni, virðist hafa knúið fram ákveðna stefnubreytingu í Bandaríkjunum og Bretlandi. Loft- árásirnar, sem hófust á miðvikudag, eru framkvæmdar í þeim tilgangi einum að valda sem mestu manntjóni í röðum talibana nærri Kabúl og við Mazar-e-Sharif. Slíkum árásum verður vart með orðum lýst, innvígð- ir nefna þær „teppalagningu“ með sprengjum (sjá skýringarmynd), sem vísar raunar ágætlega til þess hvernig sprengjum er látið rigna yfir liðsaflann á jörðu niðri úr B-52- sprengjuflugvélum. Mannfallið í þess háttar árásum getur hæglega orðið óskaplegt en þær eru jafnframt falln- ar til að lama baráttuandann í röðum óvinarins líkt og gerðist t.a.m. í Írak og Kúveit í Persaflóastríðinu fyrir áratug. Þótt hugtakið „teppalagning“ með sprengjum hafi verið notað í liðinni viku virtist hins vegar tíðni árásanna tæpast slík að sú skilgreining ætti við, a.m.k. ekki samanborið við um- fang samnefndra aðgerða í Persa- flóastríðinu og í Víetnam á sínum tíma. Talibanar, sem sæta árásunum, kunna hins vegar að reynast harðari af sér en írösku hermennirnir, sem höfðu í raun engan málstað að verja og voru fluttir út í eyðimörkina til þess eins að deyja þar. Bandaríkja- menn hafa viðurkennt að mótstaða talibana komi þeim verulega á óvart. „Þeir eru harðir af sér,“ sagði Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra á dögunum. Sú speki hefði átt að vera ráða- mönnum vestra tiltæk áður en blásið var í herlúðrana. Þeim fjölgar nú í Bandaríkjunum og víðar, sem halda því fram að „hryðjuverkastríðið“ í Afganistan verði aldrei unnið með lofthernaði einum saman. Þessi skoðun er vissu- lega ekki ný og áður óþekkt; flestir hafa gengið að því sem vísu að til landhernaðar, í takmörkuðum mæli að vísu, hljóti að koma í þessari her- för gegn hryðjuverkahópunum. Enn verður það að teljast afar líklegt en ráðamenn í Bandaríkjunum sýnast vera tregari en flestir höfðu ætlað til að beita landsveitum í þessum átök- um. Hljótt um sérsveitarárás Þannig vekur furðu að vopnuðum sérsveitum hafi, eftir því sem best er vitað, aðeins einu sinni verið beitt á þeim tæpa mánuði, sem liðinn er frá því að loftárásirnar hófust. Þeirri árás, sem beindist gegn búðum Mo- hammad Omars, leiðtoga talibana- stjórnarinnar, í borginni Kandahar og flugvelli í nágrenni hennar, hafa talsmenn herafla Bandaríkjanna kosið að halda lítt á lofti af einhverj- um ástæðum. Nokkuð traustar heim- ildir eru fyrir því að tugir talibana hafi fallið eða særst í árásinni en jafn- framt ku aðgerðin ekki hafa skilað þeim árangri, sem vonast var eftir þar sem skjöl og tölvugögn, er hald var lagt á reyndust koma að litlu gagni. Þyrla fórst í þessari aðgerð og með henni tveir menn en aðrar frétt- ir hafa ekki borist af mannfalli í röð- um Bandaríkjamanna. Sé það rétt verður ekki annað sagt en aðgerðin hafi a.m.k. skilað þeim árangri að sýna fram á að slík herfræði geti komið að gagni í Afganistan. Allt að einu hafa bandarískir her- foringjar og stjórnmálamenn fram til þessa treyst á árásir úr lofti. Margar þeirra hafa án nokkurs vafa mistek- ist; það er ljóst að fjölmargar sprengjur og eldflaugar hafa villst af leið og orðið óbreyttum borgurum að fjörtjóni. Fullyrða má að hernaðar- mannvirki, fjarskiptastöðvar, skot- færageymslur og stór hluti vélaher- deilda talibana hafi verið upprætt en jafnframt sýnist vígstaðan lítt hafa breyst. Norðurbandalagið, liðsafli stjórnarandstöðunnar, sýnist veik- ara á hernaðarasviðinu en ætla mátti fyrir fram og þess verður ekki vart að baráttuþrek talibana og stuðn- ingssveita þeirra fari þverrandi. Því hafði að vísu verið lýst yfir áð- ur en þessi herför gegn hryðjuverka- ógninni hófst að átökin myndu reyn- ast löng og erfið. Og tæpast kemur á óvart að sveiflur verði í almennings- álitinu í vestrænum lýðræðisríkjum. Þær yfirlýsingar, sem fallið hafa þess efnis að „hryðjuverkastríðið“ muni jafnvel standa áratugum saman hafa vísað til hinnar hnattrænu herfarar, sem Bandaríkjamenn hafa boðað gegn hryðjuverkahópum. Þeim hefur Loftárásir Bandaríkjamanna hafa hvorki megnað að buga talibana né breyta vígstöðunni svo nokkru nemi í Afganistan. Óánægja vegna herfararinnar fer vaxandi og áróðursstaða talibana styrkist. Ásgeir Sverrisson segir frá þeirri gagnrýni, sem fram er komin á herfræði bandamanna, og veltir fyrir sér hvort reynslan hræði Bandaríkjamenn frá landhernaði. Reuters                           !"   #  $                                  %&" '      #  ! "  #$%  #&#  '(         * +   , *    - *  .  *   /01, #22  314.51, 3 6 7     4 * 4 " 8 9#       !"( )    *   ( +   !,-. /0!0 /.000 1        2:' & *  ; &              8                     !"     <    * * :   :         Er herfræðin gölluð?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.