Morgunblaðið - 04.11.2001, Page 14

Morgunblaðið - 04.11.2001, Page 14
14 SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ekki verið ætlað að bregða ljósi á hernaðinn í Afganistan og markmið hans, fall talibana-stjórnarinnar. Spurningin er því réttmæt; er her- fræðin rétt og mun hún skila tilætl- uðum árangri þ.e. þeim að uppræta hryðjuverkahópa og binda enda á stjórn talibana í Afganistan? Er ekki verulega áríðandi að ljúka sem fyrst aðgerðunum gegn Osama bin Laden og talíbönum? Deilt um áhrifamátt loftárása Fyrst er þess að geta að banda- rískir herforingjar hafa aldrei útilok- að þann möguleika að gripið verði til landhernaðar í Afganistan. Hitt er annað, að deila þessi er engan veginn ný af nálinni; í Bandaríkjunum hafa menn lengi deilt um hvort yfir höfuð sé unnt að vinna sigur í vopnuðum átökum með því að beita einungis lofthernaði. Í þessu efni takast á tveir skólar. Annars vegar fara þeir, sem halda því fram að hátæknivopn þau, er Bandaríkjamenn nú ráða yfir dugi í flestum tilfellum til að ljúka verkefn- inu. Og fyrir þessu sjónarmiði eru vissulega tiltæk ágæt rök. Fyrir tveimur árum tókst Atlantshafs- bandalaginu, NATO, að stöðva grimmdarverk Serba og forseta þeirra Slobodan Milosevic, í Kósóvó- héraði. Það var gert með loftárásum, sem stóðu yfir í 11 vikur. Að vísu má halda því fram að fleiri þættir hafi í því tilviki reynst þungir á metunum. Milosevic gafst ekki upp fyrr en hann taldi öruggt að NATO hygðist einnig beita landsveitum í því skyni að stöðva blóðbaðið og steypa stjórn hans. Því hefur og verið haldið fram að mútum hafi óspart verið beitt í Kósóvó-átökunum. Fleiri þætti mætti nefna, sem gera að verk- um að ef til vill er ekki við hæfi að draga of víðtækar ályktanir af gildi lofthernaðar af átökunum í Kósóvó. Gagnrökin eru ekki síður auðfund- in. Þrátt fyrir gríðarmiklar loftárásir vikum saman gafst Saddam Hússein Íraksforseti ekki upp fyrr en land- hernaður hófst í Persaflóastríðinu. Honum lauk að vísu á aðeins 100 klukkustundum enda var baráttu- andi írösku hermannanna í samræmi við þá þjálfun, sem flestir þeirra höfðu hlotið. Ekkert bendir hins veg- ar til þess að áframhaldandi lofthern- aður hefði dugað til að knýja Saddam til uppgjafar og Kúveit varð vitan- lega ekki frelsað án þess að fót- gönguliðssveitir og vélaherdeildir væru sendar inn í landið til að sigrast á íraska innrásarhernum. Aðstæður eru að vísu ólíkar og tæpast verður herförin nú borin sam- an við þá, sem farin var gegn þeim Milosevic og Saddam. En ályktanir má engu að síður draga. Þeim fjölgar nú ört, sem segja að ljóst megi vera að talibanar verði ekki bugaðir með sprengjum einum saman og að að- stæður í landinu, náttúrufar og veð- urskilyrði, henti vel til hreyfanlegra varna og skæruliðahernaðar á síðari stigum átaka. Á því sviði eru Afganar réttnefndir sérfræðingar. Með „hálfum huga“? Svo virðist sem vitundin um þessar staðreyndir sé vaxandi í Bandaríkj- unum. Og því vaknar eftirfarandi spurning: Er það svo að þetta stríð hafi verið háð með „hálfum huga“ að því marki sem styrk heraflans hafi ekki verið beitt til fullnustu? Og: Ef fyrir liggur að talibanar verða ekki sigraðir án landhernaðar eru banda- rískir ráðamenn þá tilbúnir til að hefja slík átök? Hafa ber í huga að allsherjar inn- rás í Afganistan hefur aldrei verið talin raunhæf hugmynd. Þar ráða bæði hernaðarlegir og pólitískir þættir. En nú sýnist ljóst að þessu verkefni verður vart lokið með öðr- um hætti en að landsveitum verði einnig beitt, þótt í takmörkuðum mæli verði. Eru Bandaríkjamenn tilbúnir að færa þær fórnir, sem slíkum hernaði myndi óhjákvæmilega fylgja? Hryðjuverkaforinginn illræmdi Osama bin Laden lýsti yfir því í ein- hverju ávarpa sinna að Bandaríkja- menn og hermenn þeirra væru „lyddur“. Þar vísaði hann til þess að bandaríska þjóðin myndi ekki líða frekari hernað þegar „líkpokarnir“ tækju að berast heim en með þeim hætti er hefð fyrir í Bandaríkjunum að vísa til mannfalls, sem Banda- ríkjamenn verða fyrir á erlendri grundu. Sömu hugsunar varð vart hjá Saddam Íraksforseta fyrir tíu ár- um; hann treysti því að minningin um fórnirnar í Víetnam myndu verða til þess að stuðningur við herför til að frelsa Kúveit, myndi fljótt gufa upp. Saddam varð að vísu ekki að ósk sinni enda reyndist herafli hans al- gjörlega ófær um að veita teljandi mótspyrnu. Reynslan af landhernaði En ef sjálfsagt þykir að horfa til sögunnar til að leggja mat á áhrifa- mátt lofthernaðar er ekki úr vegi að huga stuttlega að reynslu Banda- ríkjamanna af landhernaði síðustu áratugina. Í Kóreu-stríðinu, sem braust út í júnímánuði 1950 og stóð í rétt þrjú ár, féllu rúmlega 33.000 bandarískir hermenn. Að vísu tókst í því stríði að hrinda sókn kommúnista til suðurs en í raun skilaði sú herför aðeins sama ástandi og ríkti fyrir átökin, status quo ante, þ.e. innrásarliðið var hrakið norður fyrir 38. breiddarbaug og þannig hefur ástandið haldist í næstum 50 ár. Bandaríkjamenn biðu ósigur í Ví- etnam-stríðinu og urðu fyrir áfalli, sem enn ristir djúpt í þjóðarsálinni. Stríðið reyndi mjög á alla innviði þjóðfélagsins og hafi það skilað ein- hverju jákvæðu var það tvímælalaust sú frjálsa og gagnrýna fjölmiðlun, sem þá náði flugi í Bandaríkjunum og hámarki árið 1974 þegar Richard Nixon neyddist til að segja af sér for- setaembættinu eftir að hafa verið staðinn að lygum og yfirhylmingu. Þetta hryllilega stríð skilaði Banda- ríkjamönnum engu. Grimmdarverk voru framin og mannfall í röðum óbreyttra borgara varð óskaplegt; minnst ein milljón þeirra féll. Banda- ríkjamenn misstu 47.000 hermenn í bardögum og 11.000 til viðbótar af öðrum orsökum. Yfir 300.000 Banda- ríkjamenn sneru særðir heim. Þegar mest var árið 1969 voru meira en 540.000 bandarískir her- menn og stuðningslið í Víetnam. Nokkurn veginn sami fjöldi, um 500.000 manns stóðu gráir fyrir járn- um andspænis herafla Saddams Íraksforseta í Persaflóastríðinu. Og til mótvægis hafði honum tekist að skrapa saman 500.000 manna her. Kúveit var að vísu frelsað og tak- marki herfararinnar var þar með náð. Enn ræður þó Saddam ríkjum í Írak og þeim fjölgar ört, sem telja að það hafi verið mikil mistök af George Bush, föður núverandi Bandaríkja- forseta, að fara ekki alla leið og binda enda á stjórn hans. Þessar raddir gerast nú háværari enda sú skoðun almenn að Saddam styðji hryðju- verkamenn og vinni að því að koma sér upp gereyðingarvopnum. Herför í nafni hins góða, sem Bush forseti blés til skömmu áður en hann lét af embætti í því skyni að stilla til friðar með villimönnum í Sómalíu, mistókst gjörsamlega og Banda- ríkjamenn voru þeirri stundu fegn- astir þegar þeir komust loks í burtu frá því landi. Bandamenn hafa aldrei áformað allsherjar innrás í Afganistan. En sú spurning gerist áleitin hvort ætla megi að reynsla Bandaríkjamanna af landhernaði síðustu áratugina sé þeim hvatning til að fara á jörðu niðri gegn talibönum og hryðjuverkahóp- um í Afganistan. Og vart verður reynsla Sovét- manna af landhernaði í Afganistan til að styrkja þá skoðun að slík herför sé áhættunnar virði. Sovétmenn reyndu í tíu ár að ná þessu landi á sitt vald en hrökkluðust í burtu árið 1989. Þá lá ein milljón Afgana í valnum. Talið er að um 14.500 sovéskir hermenn hafi fallið. Innrásin í Afganistan er jafnan talin til þeirra þátta, sem vegið hafi þungt við hrun Sovétríkjanna og hins kommúníska heimsveldis í Mið- og Austur-Evrópu. Sovésk skjöl, sem nýverið hafa verið gerð opinber, sýna að Míkhaíl S. Gorbatsjov, sem hófst til valda sem leiðtogi Kommúnistaflokks Sov- étríkjanna í marsmánuði 1985, var þá þegar búinn að gera sér grein fyrir því að stríðið í Afganistan væri með öllu óvinnanlegt. Það tók hins vegar fjögur ár að koma heraflanum heim, sem sannar eina af grundvallarkenningum hern- aðar: stærsti vandinn er ekki sá að senda liðsafla inn í tiltekið land; vandinn er frekar fólginn í því að koma honum í burtu. DANIEL Ortega, gamlimarxistaleiðtoginnsem komst til valda íNíkaragva fyrir 22 ár-um, reynir nú að end- urheimta forsetaembættið með því að boða frið og kærleika í stað bylt- ingar. Andstæðingar hans hafa hins vegar hafið auglýsingaherferð þar sem sýndar eru myndir af sádi-arab- íska hryðjuverkaforingjanum Osama bin Laden og sagt: „Hefði hann kosn- ingarétt í Níkaragva myndi hann kjósa Daniel Ortega.“ Ortega, sem er orðinn hálfsextug- ur, var leiðtogi Þjóðfrelsisfylkingar sandinista, sem steypti einræðis- herranum Anastasio Somoza af stóli og bauð Bandaríkjunum birginn með því að mynda sósíalíska ríkisstjórn og styðja kommúnista á Kúbu og í Sovétríkjunum á árunum 1979–90. Ortega hefur nú losað sig við bylt- ingarvígorðin og klæðist ekki lengur ólífugrænum hermannabúningi, heldur hversdagslegum buxum og bleikri skyrtu, oft með stóran róðu- kross um hálsinn. Kosningafundir hans minntu oft á friðargöngur á sjö- unda áratugnum, stuðningsmenn hans héldu á handmáluðum myndum af blómum meðan forsetaefnið talaði um frið og ást. Ortega boðar „leið kærleikans“ og stuðningsmenn dreifðu veggspjöldum með áletrun- um eins og „ástin mun blómstra“ og „við byggjum fyrirheitna landið“. „Sannað hefur verið að ástin er sterkari en hatrið,“ segir Ortega og kveðst ekki hafa lengur áhuga á vél- byssum og þjóðnýtingu. Hann viður- kennir að kenningar marxismans hafi enn áhrif á viðhorf hans en segir að þær hafi að miklu leyti vikið fyrir póltískri heimspeki sem byggist að- allega á kristni. Ortega boðar sættir við Kontra- skæruliðana sem börðust gegn stjórn hans á níunda áratugnum með stuðn- ingi Bandaríkjanna. Á kosningafund- um héldu stuðningsmenn hans á stórum bandarískum fána á bak við hann til að leggja áherslu á boðskap hans. Tvísýnar kosningar Síðustu skoðanakannanir benda til þess að ekki sé marktækur munur á fylgi Ortega og eina keppinautar hans í kosningunum, Enrique Bolañ- os, forsetaefnis Frjálslynda flokks- ins, sem er nú við völd í Níkaragva. Bolaños var varaforseti þar til í sum- ar þegar hann sagði af sér til að bjóða sig fram í kosningunum. Sandinistar tóku megnið af eign- um Bolaños eignarnámi án bóta fyrir tveimur áratugum og hann hefur lýst umskiptum Ortega sem „hræsni“. „Boðskapur hans um kærleika og frið er tálbeita til að lokka okkur inn í músagildru,“ sagði hann á síðasta kosningafundi sínum. „Við getum ekki gleymt því að Ortega sagði margoft að trúarbrögðin væru ópíum fólksins.“ Bolaños og stuðningsmenn hans hafa reynt að minna kjósendur á efnahagsþrengingarnar og þjáningar Níkaragvabúa vegna borgarastríðs- ins á valdatíma sandinista. Sér- fræðingar í málefnum landsins deila þó enn um hvort efnahagurinn hafi orðið fyrir meiri skaða af stefnu sandinistastjórnarinnar en efnahags- þvingunum Bandaríkjanna og fjár- hagslegum stuðningi þeirra við upp- reisn Kontra-skæruliða. Álitinn skárri kostur en keppinauturinn Bolaños, sem er 73 ára, er almennt álitinn heiðarlegur stjórnmálamaður en andstæðingar hans saka hann um að hafa hylmt yfir spillingu sem ein- kenndi stjórn Alemáns. Stjórnmálaskýrendur í Níkaragva rekja auknar vinsældir Ortega meðal kjósenda til þess að margir telja hann skárri kost en Bolaños. Efnahagsástandið í landinu batn- aði að ýmsu leyti í forsetatíð Alemáns en lífskjör margra fátækra íbúa landsins hafa þó versnað. Um 40% landsmanna lifa á andvirði 100 króna eða minna á dag. Þótt efnahagur Níkaragva hafi verið í rúst þegar sandinistar létu af völdum telja margir fátækir Níkar- agvabúar að hagur þeirra hafi verið skárri á valdatíma Ortega þegar þeir fengu að minnsta kosti atvinnubóta- vinnu og matarskammta. Myndaði bandalag með gömlum Kontra-liðum Fjölmargir stjórnmálaflokkar hafa verið stofnaðir í Níkaragva á síðustu tíu árum en sandinistar og Frjáls- lyndi flokkurinn beittu sér í samein- ingu fyrir breytingum á stjórnar- skránni sem torvelda mjög forystu- mönnum annarra flokka að bjóða sig fram í forsetakosningum. Stóru flokkarnir tveir hafa skipt á milli sín mikilvægum embættum samkvæmt samningi sem miðar að því að hindra að aðrir flokkar komist til áhrifa. Samningurinn tryggði einnig Alemán þingsæti eftir kosn- ingarnar og þar sem þingmenn njóta friðhelgi verður ekki hægt að sækja hann til saka fyrir spillingu. Ortega nýtur einnig friðhelgi sem þingmaður og hún hefur hindrað ákæru á hendur honum vegna ásak- ana stjúpdóttur hans um að hann hefði misnotað hana kynferðislega. Ortega hefur einnig myndað bandalag með gömlum Kontra-liðum og forystumönnum flokka sem nutu stuðnings Bandaríkjanna í borgara- stríðinu, þeirra á meðal Antonio Lacayo, tengdasyni Violeta Cham- orro, fyrrverandi forseta. Varafor- setaefni Ortega, kristilegi demókrat- inn Agustín Jarquín, var sex sinnum dæmdur í fangelsi á valdatíma sand- inista fyrir pólitískan undirróður. Bandaríkjamenn áhyggjufullir Bandarískir embættismenn hafa oft látið í ljósi áhyggjur af þeim möguleika að Ortega komist aftur til valda og studdu keppinaut hans í kosningabaráttunni. „Ég væri ekki hreinskilinn ef ég viðurkenndi ekki að möguleikinn á sigri sandinista valdi Bandaríkja- stjórn áhyggjum,“ sagði John Keane, aðstoðarutanríkisráðherra Banda- ríkjanna í málefnum Rómönsku Am- eríku. „Við getum ekki gleymt því að Níkaragva varð athvarf ofbeldis- fullra pólitískra öfgamanna frá Mið- austurlöndum, Evrópu og Rómönsku Ameríku.“ Stjórn Ronalds Reagans, þáver- andi Bandaríkjaforseta, fjármagnaði uppreisn Kontra-skæruliða, sem kallaðir voru „frelsissveitirnar“, þar sem hún óttaðist að sandinistar myndu breiða út sósíalísku bylting- una til annarra ríkja Rómönsku Am- eríku. Að minnsta kosti 40.000 manns létu lífið í stríðinu. Bolaños hefur varað við ófriði í landinu komist Ortega aftur til valda og bendlað hann við Osama bin Lad- en, mann sem Ortega segist aldrei hafa hitt. „Hafnið Daniel því hann styður óvini friðarins,“ sagði í sjón- varpsauglýsingunni með myndum af bin Laden og gömlum vinum Ortega, Fidel Castro á Kúbu, Saddam Huss- ein í Írak og Moammar Gaddafi í Líb- ýu. Ortega lætur sér fátt um finnast og segir að Bandaríkjamenn og Bolaños þurfi að venjast þeirri tilhugsun að hann verði næsti forseti Níkaragva. Daniel Ortega rís upp sem breyttur maður í kosningum í Níkaragva Reuters Daniel Ortega á síðasta kosningafundi sínum fyrir forsetakosningarnar í Níkaragva í dag. Kærleiksríkur friðar- boði með róðukross Daniel Ortega hefur losað sig við hermannabún- inginn og vélbyssurnar og gerst boðberi friðar og kærleika fyrir forsetakosningarnar í Níkaragva í dag. Samt er hann enn þyrnir í augum Bandaríkja- manna sem hryllir við þeirri tilhugsun að hann komist aftur til valda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.