Morgunblaðið - 04.11.2001, Síða 18

Morgunblaðið - 04.11.2001, Síða 18
18 SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ „MÉR finnst að RÚV ætti að fram- leiða mun meira af innlendu efni í ljósi stærðar sinnar. Það ætti að mínu viti að straumlínulaga fyr- irtækið betur og það þýðir vænt- anlega það að skoða þyrfti yfirbygg- inguna. Ríkissjónvarpið gerir oft mjög góða hluti og ég er oft stoltur af því. Það veitir til dæmis góða fréttaþjónustu og beinu útsending- arnar þeirra frá hinum og þessum viðburðum eru oft gríðarlega vel unnar. En ég vil sjá meira af inn- lendri framleiðslu,“ segir Árni Þór. Hann bendir á í þessu samhengi að ríkissjónvarpinu Channel 4 í Bretlandi sé skylt að láta framleiða a.m.k. 70% af innlendu efni hjá inn- lendum framleiðslufyrirtækjum. Þar eru verkefnin boðin út og fram- leiðslufyrirtækin lifa á Channel 4. Ég myndi vilja sjá RÚV þróast meira í þessa átt. Það er bundið í lög að 70–75% af útsendu efni Channel 4 verða að vera innlend framleiðsla. Þetta er eitthvað sem við þyrftum að skoða. Hérna er hlutfallið öfugt. Líklega eru ekki nema 35–40% alls efnis íslenskt hjá RÚV,“ segir Árni Þór. Ekki eingöngu spurning um fjármagn Hann segir að þetta sé ekki ein- vörðungu spurning um fjármagn. „Hvernig getum við hérna á Skjá 1 framleitt innlent efni? Við höfum framleitt 50 þátta- raðir frá því við fórum í loftið fyrir tveimur árum. Margar voru því miður ekki góðar enda lifðu þær ekki lengi á skjánum. Annað hefur verið mjög gott. Stöðu- gildin hafa samt aldrei verið fleiri en 50–60. Ég held að það þurfi að skoða stofnunina í heild sinni og ganga úr skugga um hvort áherslurnar séu á réttum stöðum. Þegar málið er skoðað frá faglegu sjónarmiði veit maður að það er hægt að gera mjög mikið fyr- ir það fjármagn sem rennur til RÚV. Ég held að vandinn felist að- allega í yfirbyggingunni sem hefur fengið að þróast ár eftir ár. Ég gæti skilið að það væri fjárhagsvandi ef hér væri um að ræða sjónvarp án af- notagjalda með útsendingar frá kl. 17 til 23–24 á kvöldin, eingöngu með innlenda framleiðslu. En þannig er það bara ekki. Dagskráin er að miklu leyti byggð upp á amerísku og bresku afþreyingarefni og ég veit fullvel hvað það kostar. Í kringum slíkt efni þarf ekki heldur mikla yfirbyggingu. Það er innlend framleiðsla sem krefst mannafls.“ Árni Þór segir að sífellt sé klifað á menningarlegu hlutverki Ríkissjónvarps- ins. „Það er það sem við viljum öll. En þá skulum við gera Ríkissjónvarpið að menningarsjónvarpi, sem snýst um það að hafa góða fréttaþjónustu, frétta- tengda þætti og þætti sem endurspegla íslenskan raunveruleika og skrásetja söguna. Við viljum að rík- ismiðillinn sjái um að skrá- setja söguna á þennan hátt en skipti sér minna af afþreying- unni. Einkareknu stöðvarnar eru fullfærar um það.“ Árni Þór segir að það yrði hval- reki á fjöru lítilla fyrirtækja, eins og Skjás 1, ef RÚV færi að bjóða út verkefni. „Ég vil nota tækifærið og bjóða RÚV að endursýna okkar inn- lenda efni milli kl. 10.30 og 11.30 á kvöldin. Það myndi ekki kosta RÚV mikið og við litum á slíkar endursýn- ingar sem aukna þjónustu við áhorf- endur okkar. Við gætum einnig litið á þetta sem okkar innlegg í það að RÚV sinnti því að endurspegla ís- lenskan raunveruleika enn betur en þeir gera í dag,“ sagði Árni Þór. Hvalreki á fjöru Skjás Eins ef RÚV byði út verkefni Árni Þór Vigfússon, sjónvarpsstjóri Skjás 1. VÆRU lögmál mark- aðarins virk ætti hag- ur einkareknu sjón- varpsstöðvanna að vænkast með skerð- ingu á útsending- artíma Ríkissjón- varpsins. Þetta er mat Hreggviðs Jóns- sonar, forstjóri Norð- urljósa, sem rekur Stöð 2, Sýn, Bíórás- ina og Poptíví. „En þessi lögmál eru ekki virk og það vita allir sem vinna á þessum markaði. RÚV vinnur eftir blandaðri leið skatt- heimtu og markaðsvæðingar og það er öllum ljóst að þessi staða RÚV er bæði viðskiptahamlandi og hindrar samkeppni á markaðnum. Það er því alls ekki sjálfgefið að það komi öðr- um til góða þótt RÚV dragi úr út- sendingartíma og skerði sína þjón- ustu vegna þess að það hefur lítil áhrif á tekjur RÚV. 70% tekna stofnunarinnar eru lögbundin í áskrift. Skerðing á þjónustu breytir þar engu um. 90 þúsund heimila í landinu fá senda gíróseðla í hverjum mánuði frá RÚV sem allir verða að greiða áður en þeir geta greitt fyrir aðrar áskriftir. Okkar hagur gæti vænkast eitthvað á auglýsingamark- aðnum en auglýsingatekjur okkar og RÚV standa aðeins fyrir um 30% heildarteknanna,“ segir Hregg- viður. Hann kveðst ekki telja að þeir sem reka RÚV séu í öf- undsverðu hlutverki. „Um- ræðan snýst fyrst og fremst um skilgreiningu á hlut- verki og skyldum stofn- unarinnar. Margar túlkanir eru uppi á þessum málum hjá t.d. stjórnmálamönnum og ýmsum hagsmuna- samtökum sem gera tilkall til þjónustu RÚV. Eru það skyld- ur stofnunarinnar að sýna Soprano-fjölskylduna eða Beðmál í borginni í hverri viku eða fara á sundmót í Japan? Meðan stefnumörk- unin er ekki á hreinu er ekki nema von að enda- laus umræða verði um stofnunina. Menn verða að átta sig á því hvort þeir vilja hafa Rík- isútvarp og ef svo er hvernig það eigi þá að vera. Við fögnum því að það komi þó núna útspil frá stofnuninni þar sem brugðist er við breyttum markaðsaðstæðum. Það bendir til þess að menn telji sig ekki að öllu leyti vera í lokuðu og vernd- uðu hagkerfi,“ segir Hreggviður. Hann segir að tvær leiðir komi til greina að sínu mati með framtíðarskipan RÚV; annað hvort að fara alla leiðina í skatt- heimtu og setja stofnunina á föst fjárlög eða markaðsvæða hana að öllu leyti. Sé fjárlagaleiðin valin sé alveg ljóst að það kosti skattborgara um þrjá milljarða kr. á ári miðað við óbreyttan rekstur og samkvæmt þessari leið yrði stofnunin að fara út af auglýsingamarkaðnum, að mati Hreggviðs. „Við höfum hins vegar alltaf talað fyrir hinni leiðinni sem við köllum fulla markaðsvæðingu og samkeppni, þ.e. að áhorfendur fái að velja hvort þeir kaupi þjónustuna.“ Hreggviður gagnrýnir þau skila- boð sem stundum hafa komið frá Ríkisútvarpinu um að aðeins það eitt sé þess megnugt að sinna ákveðinni þjónustu, eins og t.d. að standa að metnaðarfullri dagskrárgerð í út- varpi á Íslandi. Í þessari umræðu gleymist, að sögn Hreggviðs, að hluti af afnotagjöldunum, 600 millj- ónir kr. á ári, renni til útvarpsrekst- ursins. Þetta sé hærra framlag en tekjur allra einkarekinna útvarps- stöðva á Íslandi. Frjálsu útvarps- stöðvarnar gætu staðið fyrir mjög metnaðarfullri dagskrá í útvarpi fengju þær 600 milljónir kr. inn lúg- una sem meðlag á hverju ári. Til við- bótar hafi ríkisútvarpsstöðvarnar 300–400 milljónir kr. á ári í auglýs- ingatekjur. Auglýsingatekjur einka- reknu útvarpsstöðvanna séu 500– 600 milljónir kr. á ári. Hreggviður Jónsson, forstjóri Norðurljósa hf. Skert þjónusta skerðir tekjur RÚV lítið ÞAÐ ER ósjaldan talað um það að umferðarmenningÍslendinga sé á lágu stigi. Undirritaður er vanurakstri í einhverri mestu og umferðarþyngstu bíla-borg heims, Los Angeles, og ekki verður annaðsagt en að samanburðurinn á þessu sviði verður Reykjavíkursvæðinu afar óhagstæður. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvernig á því standi að umferðin gengur að jafnaði svo mun betur fyrir sig í þess- um víðfeðma og afar fjölmenna suðupotti þar vestra, en á okkar mun viðráðanlegra höfuðborgarsvæði. Það sem hér þykir eðlilegur akstur í landi frjálsra manna, telst fráleitur dónaskapur þar. Í þessum vangaveltum hef ég staðnæmst við eitt hugtak. Þetta hugtak er virðing. Virðing fyrir sjálfum sér og sam- ferðamönnum sínum. En hvar læra Angelínar þessa virð- ingu og meðfylgjandi háttvísi (sem auðvitað er ekki án und- antekninga) og hvers vegna er okkur jafnfyrirmunað og raun ber vitni að tileinka okkur þetta. Ég leyfi mér að halda því fram að eitt af því sem veldur þessum mun, sé það hve ólíkt er fyrir okkur haft, sem ökumönnum. Þ.e. hve yfirvöld umferðar-, gatna- og vegamála á þessum tveimur stöðum haga sér ólíkt gagnvart ökumönnum, umferðinni, borgurunum. Munurinn birtist í mann- virkjum og öðrum aðgerðum. Þegar umferðarmannvirki hér eru borin saman við slík mannvirki vestra kemur eitt og annað athyglisvert í ljós. Vitaskuld er mikill stærðar- og fjár- munamunur milli þessara tveggja svæða og stór umferð- armannvirki því sjaldséðari hér en þar. En það er einkenni á slíkum mannvirkjum ytra að þau eru beinlínis hönnuð og byggð með það fyrir augum að greiða fyrir umferð og það talið grundvallaratriði gagnvart öryggissjónarmiðum. Hér virðast mörg umferðarmannvirki hins vegar reist fyrst og fremst í þeim tilgangi að hægja á umferðinni og tefja fyrir henni. Dæmi um þetta er hinn afkáralegi malbiks- og steypu- skúlptúr sem risinn er við Skeifuna og heldur að hann sé mislæg gatnamót milli Réttarholtsvegar/ Skeiðarvogs og Miklubrautar. Hér er öll venjuleg umferðarlógik lögð til hliðar og í staðinn fyrir eðlilegar lykkjur og aðreinar, sett upp einhvers konar útlitsgölluð brú með ljósum, beygju- ljósum og örvum í allar mögulegar áttir með útafakstri til hægri og vinstri, í engu samræmi við það sem aðvífandi ökumaður skyldi ætla. Það vantar bara hringtorg á brúna til að fullkomna verkið. Eina leiðin til að forðast að lenda ítrek- að í vandræðum þarna, er að leggja allt heila klabbið á minnið. Það hlýtur líka að teljast umtalsvert hönnunarafrek að koma því svo fyrir að aki maður suður Skeiðarvog og hygg- ist beygja vestur Miklubraut, er ekki tekin einföld hægri beygja, heldur skal halda sig lengst til vinstri á götunni og taka vinstri beygju á þar til gerðu ljósi, þegar færi gefst. Svona hönnun lýsir ekki beint mikilli virðingu fyrir flæði umferðar. Hvað með öll þessi pínulitlu hringtorg? Eru þau einnar eða tveggja akreina? Eru þetta umferðarmannvirki eða ráð- gátur eða kannski sveinsstykki í hellulögn? Hvað með litlu kringlóttu misfelluna á gatnamótum Nóatúns og Hátúns þar sem ekki er hægt að fara í hring nema á þríhjóli og allir aka þvert yfir? Er þetta til að greiða fyrir umferð, eða misskil- inn brandari frá Stóru hringtorgaráðstefnunni í Norrköp- ing? Og hvernig stendur á því að þegar gatnaviðgerðir standa yfir, heyrir það til undantekninga að ökumenn séu látnir vita af slíku með skiltum nægilega löngu áður en komið er á sjálft athafnasvæðið, til að unnt sé að velja aðrar aksturs- leiðir. Hér ber allt að sama brunni. Andstætt því sem tíðkast í Los Angeles er umferðin hér álitin einhver bannsettur og stórvarasamur átroðningur og málefnum hennar sinnt með semingi og bastarðslausnum. Því er það kannski ekki nema von að íslenskir ökumenn séu ekki beinlínis til fyrirmyndar. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft. HUGSAÐ UPPHÁTT Eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson Mislægt hringtorg með ljósum „Okkar skylda gagnvart áhorfend- um er að vinna vel úr þeim fjár- munum sem okkur er falið að sýsla með. Við leggjum okkur fram að gera eins ríka dagskrá úr því og hægt er,“ segir Bjarni. Hann segir að það sé gefið mál að nái þessar, eða aðrar tillögur fram að ganga, fækki starfsmönnum Sjónvarpsins. Ekki sé þó tímabært að nefna nein- ar tölur í því sambandi fyrr en til- lögurnar hafa tekið á sig mynd. Rekstur Sinfóníunnar og auknar lífeyrissjóðsskuldbindingar Það vekur athygli að lífeyris- skuldbindingar og greiðslur til Sin- fóníuhljómsveitarinnar kosta Rík- isútvarpið samtals um 300 milljónir kr. á næsta ári, sem slagar hátt upp í fyrirsjáanlegan rekstrar- halla. Ríkisútvarpið hefur jafnan greitt lögbundið framlag af launum starfsmanna sem iðgjöld í Lífeyr- issjóð starfsmanna ríkisins. Samn- inganefnd ríkisins gerði kjara- samninga við opinbera starfsmenn árið 1998. Við það hækkuðu skuld- bindingar lífeyrissjóðsins umtals- vert. Þessar skuldbindingar voru síðan einhliða færðar inn í reikn- inga A- og B-hluta stofnana. Rík- isútvarpið, sem B-hluta stofnun, hefur þurft að taka á sig þessa auknu skuldbindingu án þess að fá hækkun á afnotagjöldum til að mæta þessu. Þess má geta að mán- aðargjald Sjónvarps, sem er 1.500 kr. á mánuði, hefur ekki hækkað í takt við almenna verðlagsþróun. Í fjárlögum fyrir næsta ár er gert ráð fyrir Ríkisútvarpið greiði 104 milljónir kr. til reksturs Sinfóníu- hljómsveitar Íslands og er það 30% hækkun á milli ára á framlagi Rík- isútvarpsins. Á sama tíma er Rík- isútvarpinu gert að draga úr rekstrarkostnaði vegna hinnar eig- inlegu starfsemi sinnar sem er að senda út dagskrá.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.