Morgunblaðið - 04.11.2001, Síða 20
20 SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
HALLDÓR G. Björnsson lýsir uppvexti sínum af
einlægni og hispursleysi því sem einkennir frásögn
hans alla. Hann er fæddur á Stokkseyri í ágúst ár-
ið 1928, en fluttist ungur með foreldrum og þrem-
ur systkinum til Reykjavíkur, þar sem hann ólst
upp. Fyrst bjó fjölskyldan í Skerjafirðinum, í húsi
sem kallað var Sælundur.
Um æskuárin segir Halldór m.a.:
„Pabbi var einstaklega handlaginn maður.
Hann var vinsæll til vinnu, þótti skemmtilegur
og hæfilega léttur í lund. Okkur í fjölskyldunni
þótti sú lund raunar fulllétt á köflum þegar hún
varð til þess að ábyrgðin og erfiðið lenti á
mömmu. En svo fór heldur minna fyr-
ir léttleikanum þegar pabbi kom
drukkinn heim. Þá var um að gera að
láta lítið fyrir sér fara. Annars var ekki
von á góðu.
Ekki svo að skilja að faðir minn
legði nokkru sinni á okkur hendur.
Það gerði hann aldrei. En það má
særa á annan hátt en með hnefanum
og engar æskuminningar mínar eru
eins sárar og þær að verða að hlýða á
formælingar hans undir áhrifum út í
allt og alla, einkum þá sem stóðu hon-
um næst.“
Pabba þótti sopinn góður
„Einhvers staðar segir að öl sé innri
maður. Ég trúi því rétt mátulega,
vegna þess að ég hef orðið vitni að því
hvernig góðir menn og hjartahreinir
umturnast hreinlega undir áhrifum
áfengis og segja þá og gera eitt og
annað sem þeir annars aldrei myndu
láta sér til hugar koma.
Ég var afskaplega hændur að móð-
ur minni, en skapið hef ég líklega að
mestu frá pabba. Ég hef alltaf þótt
fremur léttlyndur og skapgóður, en
mér rann til rifja framkoma föður
míns í garð mömmu og þoldi hann ekki
fyrir vikið á tímabili. Pabba þótti sop-
inn góður og skeytti þá engu um að
skaffa í matinn handa fjölskyldunni
eða taka aðra ábyrgð á heimilishald-
inu. Þeim mun meira lenti á mömmu
og aldrei sagði hún æðruorð eða kvartaði við
aðra. Hún hélt einfaldlega þétt utan um heimilið
eins og hver önnur ungamamma, sló skjaldborg
um breyskan eiginmann og lítil börn en hefur
eflaust bitið á jaxlinn og grátið í laumi.
Eftir því sem við krakkarnir eltumst, fórum
við í auknum mæli að ráðast gegn pabba þegar
hann var í þessum ham. Taka upp hanskann fyr-
ir mömmu. Við skömmuðum hann stundum eins
og hund og sögðum að framkoma hans gagnvart
heimilinu og mömmu væri fyrir neðan allar
hellur. Kannski fórum við stundum yfir strikið,
vorum allt of hörð við hann. Og afskiptasöm. En
þá brást það ekki að hjálpin barst úr ólíklegustu
átt. Mamma tók nefnilega alltaf upp hanskann
fyrir drukkinn eiginmann sinn og jós yfir okkur
skömmunum fyrir að sýna föður okkar lítilsvirð-
ingu og hafa hann fyrir rangri sök.
Fljótlega datt þá jafnan allt í dúnalogn.
Fyrstu dagana á eftir var pabbi ljúfur sem lamb
og vildi allt fyrir okkur krakkana gera. Þá var
hann jafnan skapgóður og sinnti vinnu sinni vel.
Þannig varði ástandið fram að næsta túr. Hvort
sá túr hófst vikuna á eftir eða í næsta mánuði, á
því var engin regla. En alltaf rann sá dagur upp
að nýju þrátt fyrir heitar bænir móður minnar.
Pabbi var túramaður og hver túr gat varað
frá nokkrum dögum og upp í eina viku eða ríf-
lega það. Eins og gefur að skilja stundaði hann
varla vinnu meðan á drykkjunni stóð nema þá til
málamynda, og ég man eftir því hve mamma
lagði sig fram um að aðrir utan heimilisins yrðu
ekki varir við ástandið. Hún var haldin ríkri
ábyrgðartilfinningu og hélt þétt utan um okkur
öll og heimilið. Slíka ábyrgðartilfinningu hafði
pabbi ekki, hverju sem þar getur verið um að
kenna.
Sé litið á heimilislífið með augum nútíma-
manna þætti skilnaður vafalaust nærtækur
milli þeirra hjóna. Slíkir voru árekstrarnir oft á
heimilinu. En aldrei hefði slíkt og þvílíkt hvarfl-
að að henni mömmu fremur en svo mörgum
kynsystrum hennar snemma á öldinni sem leið.
Þá voru aðrir tímar, önnur viðhorf.
Hún mamma var sannkölluð hetja.“
Sífelldir flutningar milli mislélegra íbúða
„Fyrstu ár ævi minnar einkenndust af eilífum
flutningum og tilraunum til laga sig að nýjum
aðstæðum, nýju umhverfi.
Ég get ekki sagt að ég hafi liðið mikið fyrir
þetta, og ég held að systkini mín hafi ekki held-
ur gert það. Við hefðum hins vegar eflaust öll
kosið heldur að lífið gengi eins og hjá öðrum
fjölskyldum. Ég þykist nokkuð viss um að faðir
minn lét sér þetta í léttu rúmi liggja, en ég er
handviss um að þetta hefur verið mjög erfitt
fyrir móður mína sem ávallt lagði mikið upp úr
góðu og fallegu heimili.
Hún hefur eflaust oft hugsað sitt.
Oft hef ég látið hugann reika aftur til æskuár-
anna og rennt huganum yfir húsnæði fjölskyldu
minnar þau ár sem við börnin bjuggum í for-
eldrahúsum. Þrátt fyrir allt kemur niðurstaðan
mér á óvart.
Frá því að foreldrar mínir stofnuðu heimili
árið 1920 og fluttust til Vestmannaeyja bjuggu
þau alls á fjórum stöðum á landinu í tuttugu og
einni íbúð! Það er ekki að undra þótt ég minnist
þess að hafa endalaust verið að flytja í æsku.
Oft er sagt að æskuár og uppvaxtarskilyrði
móti mjög manninn og eflaust er mikið til í því.
Frá því ég stofnaði sjálfur fjölskyldu og fór að
búa hef ég alltaf lagt mikið upp úr því að eiga
gott heimili og notalegt athvarf. Finna þar til ör-
yggis og festu. Hið sama má segja um vinnu-
staði mína, þar hef ég einnig lagt áherslu á góð-
an aðbúnað og að öllum líði sem best.
Ég er sannfærður um að flökkulífið með for-
eldrum mínum og systkinum á stóran þátt í
þessari eilífu leit minni að þægindum og hlýlegu
umhverfi.“
Trúnaðarmaður og verkstjóri
á dæluverkstæði Olíufélagsins
Halldór Björnsson starfaði á fimmta og sjötta
áratugnum hjá Olíufélaginu, lengst af á dælu-
verkstæðinu. Þar varð hann verkstjóri og trún-
aðarmaður Verkamannafélagsins Dagsbrúnar,
sem þá var undir forystu manna á borð við Sigurð
Guðnason, Hannes Stephensenog Eðvarð Sigurðs-
son. Árið 1958 tók hann sæti í stjórn félagsins og
nokkrum árum síðar varð hann starfsmaður á
skrifstofu þess á Lindargötunni. Þar með varð
Halldór orðinn kontóristi:
„Eðvarð Sigurðsson náði sem betur fer heilsu
eftir áfallið sem hann hlaut sumarið 1965. Ég
fann hins vegar að hann hafði ekki sama starfs-
þrek og áður. Læknar lögðu hart að honum að
slaka svolítið á, en því held ég að hann hafi aldr-
ei hlýtt.
Hins vegar réðst hann í nokkrar skipulags-
breytingar á skrifstofu Dagsbrúnar sem út af
fyrir sig var ekki vanþörf á, enda félagið stórt og
starfsemi þess sífellt viðameiri. Í kjölfar þess-
ara skipulagsbreytinga fór Eðvarð að orða það
við mig að koma til starfa á skrifstofunni. Ég
hugsaði málið. Ég var kvæntur, fjögurra barna
faðir og í góðri vinnu sem mér líkaði afskaplega
vel. Var ég tilbúinn að fórna því öllu fyrir skrif-
stofustarf? Var ég þeirrar gerðar að gerast
kontóristi? Ég ræddi málin við Kristínu og hún
sagðist styðja mig í því sem ég teldi vera okkur
fyrir bestu. Með það fór ég til Eðvarðs og sam-
þykkti að koma til starfa á skrifstofuna. Ég setti
aðeins eitt skilyrði, að ég fengi ekki lægri laun
fyrir venjulegan vinnudag á skrifstofunni en í
starfi mínu hjá Olíufélaginu.
Eðvarð samþykkti þetta. Honum mun þó
hafa brugðið nokkuð þegar í ljós kom um hvaða
laun var að ræða. Svo vel sem Eðvarð barðist
fyrir bættum hag félagsmanna í Dagsbrún, var
hann harður húsbóndi við starfsmenn félagsins.
En við komu mína hækkuðu laun allra hinna.
Guðmundur sagði mér að laun hans hefðu tvö-
faldast við komu mína á skrifstofuna og þótti
ekki slæmt.
Þetta kom mér ekki á óvart og var ástæða
þess að ég setti þetta skilyrði fyrir ráðningu
minni. Það hefði verið algjörlega óábyrgt af
minni hálfu að borga með mér í verkalýðsbar-
áttunni með barnaskarann heima.
Slíkt kom einfaldlega ekki til greina.“
Olían og mjólkin
öflugustu verkfallsvopnin
Fljótlega var Halldóri falin umsjón með sér-
kjarasamningum Dagsbrúnar gagnvart olíufélög-
unum, enda var hann þar öllum hnútum kunn-
ugur:
„Mér gekk vel að eiga við erindreka olíufélag-
anna í sérkjarasamningunum. Indriði Pálsson,
fulltrúi Skeljungsmanna, var oft erfiður viður-
eignar en aldrei ósanngjarn. Hann sat einnig í
stjórn Vinnuveitendasambandsins og þurfti því
að gæta að hagsmunum heildarinnar.
Í verkalýðsbaráttunni hefur olían og síðar
bensínið alltaf skipt miklu máli. Við segjum
stundum að olían og mjólkin hafi verið öflugustu
vopn okkar í kjarabaráttunni. En eins og með
önnur vopn var líka mikilvægt að kunna að fara
með þau. Á meðan þorri heimila var enn kyntur
með olíu mátti ekki ofbjóða almenningi með
verkföllum og tilheyrandi skorti. Þá var sam-
úðin fljót að hverfa út í veður og vind. Hið sama
má segja um mjólkina, fjölskyldufólk lætur
fljótlega finna fyrir sér í miklum mjólkurskorti.
Það var á valdi Dagsbrúnar í verkföllum að
stöðva innflutning olíu og annars eldsneytis til
landsins. Það voru okkar menn sem unnu í
Laugarnesi þar sem olíuskipin lögðust venju-
lega að með farm sinn. Verkfallsvopnið er mis-
beitt eins og gengur, en það beit fast gagnvart
olíufélögunum þegar olíuskip lá við festar. Þá
var hægt að kyrrsetja það í eina viku vegna
vinnudeilna en eftir það féllu himinháar dag-
sektir á olíufélögin. Þegar leið svo og beið án
nokkurs árangurs var farið að beita hótunum
um að skipin sigldu burt.
Slíkar hótanir beindust auðvitað að olíufélög-
unum. En einnig að okkur í Dagsbrún því að oft
leið töluverður tími milli skipa og hætta gat
skapast á olíuskorti. Það kæmi öllum illa og yrði
Dagsbrún lítill vegsauki gagnvart almenningi.“
Samið við Moskvuvaldið
Í kjaradeilum eru oft miklir hagsmunir í húfi og
Halldór rifjar m.a. upp skrautleg samskipti við
Sovétmenn í olíuverkfallinu árið 1970:
„Verkfall hafði þá staðið í nokkra daga og allt
að verða vitlaust. Ég mat það svo að
við þyrftum örlítið lengri tíma til að ná
samningum en vildi þó ekki hætta á að
missa olíuskip í höfninni úr landi. Það
hafði þá setið þar fast lengi og Vil-
hjálmur Jónsson, forstjóri Olíufélags-
ins, var orðinn grár af áhyggjum.
Einn laugardaginn ákváðum við að
sækja sovéska viðskiptafulltrúann
heim og fá hann til að sýna okkur sam-
stöðu í þessu máli. Það varð úr að við
færum þrír, Guðmundur J. og Ingi R.
Helgason forstjóri ásamt mér. Við
komum í sendiherrabústaðinn við
Bjarkargötu snemma morguns til þess
að vekja ekki of mikla athygli. Við vild-
um ekki koma þeim orðrómi á kreik að
kommúnistarnir ættu í ráðabruggi við
olíuveldið á bak við tjöldin! Með fund-
inum vildum við fyrst og fremst skýra
stöðu okkar og fá sendiráðið til að
reyna að tefja brottför olíuskipsins.
Þetta var eftirminnilegur fundur.
Við ræddum lengi við sendiráðsmenn,
fengum góðan beina og drukkum
vodka úr stórum glösum. Það fór vel á
með öllum og í lokin fengum við loforð
um aðstoð í þessu máli. Þegar við héld-
um af stað síðdegis vorum við kvaddir
með virktum í anddyrinu og fulltrúinn
sagðist hlakka til að fá okkur aftur í
heimsókn í næstu viku!
Ekki fundum við tilefni til þeirrar
heimsóknar því að samningar tókust
aðeins nokkrum dögum síðar. En skipið hélt
ekki úr höfn og því náðist að afgreiða olíu til
þeirra sem þurftu um leið og verkfallinu var af-
lýst.
Lokanir á bensínstöðvum reyndust einnig oft
erfiðar í framkvæmd. Okkur var skipað að gefa
út skömmtunarseðla fyrir þá sem þurftu und-
anþágu vegna brýnna öryggishagsmuna. Oft lá
við slagsmálum á skrifstofu Dagsbrúnar þegar
við vorum að afgreiða seðlana.
Læknar voru duglegir að sækja um undan-
þágur og svo virtist sem hver einasti læknir
þyrfti bensín til að sinna heimavitjunum. Síðan
sáust börnin þeirra glaðbeitt á rúntinum um
kvöldið. Þetta lagðist auðvitað ekki vel í þá sem
engar undanþágur fengu og fyrir vikið var
ástandið stundum nokkuð viðkvæmt.
Við vorum kallaðir öllum illum nöfnum.“
Eðvarð og Guðmundur J. eins og svart og hvítt
Í bókinni ræðir Halldór um muninn á tveimur
fyrirrennurum sínum í formannsstóli Dagsbrún-
ar, þeim Eðvarð Sigurðssyni og Guðmundi J. Guð-
mundssyni:
„Ég er stundum spurður um muninn á þess-
um tveimur formönnum Dagsbrúnar, Guð-
mundi J. Guðmundssyni og Eðvarði Sigurðs-
syni. Því er til að svara að þeir voru eins og svart
og hvítt.
Guðmundur var maður mikilla áhlaupa,
fylginn sér og frægur fyrir það að spara síst
stóru orðin þegar því var að skipta. Hann var af-
skaplega umdeildur maður, enda hreinskilinn
og baráttuglaður. Mörgum fannst stundum nóg
um hispursleysið, en hann hafði litlar áhyggjur
af því og lýsti skoðunum sínum á mönnum og
málefnum á kjarnmikilli íslensku.
En ég hef fáa ræðumenn þekkt betri en Guð-
mund, hann gat hrifið heilan sal með sér þegar
mikið lá við og voru þá erindrekum auðvaldsins
ekki vandaðar kveðjurnar. Hann var það sem
danskurinn kallaði „folketaler“. Sumir ræðu-
menn eru þannig að þeir skynja strauminn í
salnum – finna ávallt réttu augnablikin og réttu
orðin. Þannig var Guðmundur, en hins vegar
sást hann ekki alltaf fyrir í málflutningi sínum
og gerði sig þá stundum sekan um ónákvæmni.
En einhvern veginn fyrirgafst Guðmundi það
allt – hann var Jakinn.
Í ræðustól var Guðmundur eins ólíkur for-
vera sínum í embætti, Eðvarði Sigurðssyni, og
hægt er að hugsa sér. Eðvarð var hófsmaður til
orðs og æðis, sagði ekkert nema að vandlega yf-
irveguðu máli og studdist gjarnan við langar og
ítarlegar ræður sem hann hafði samið og hand-
skrifað. Hvort sem um var að ræða tækifær-
Fram í sviðsljósið
Halldór G. Björnsson gerðist ungur áhrifamaður á vettvangi
verkalýðsbaráttunnar. Það var þó ekki fyrr en starfsævinni
virtist vera að ljúka að hann varð áberandi í íslensku þjóðlífi.
Í endurminningum sínum eftir Björn Inga Hrafnsson leiðir
Halldór lesendur um innviði íslenskrar verkalýðshreyfingar
og rekur bæði átök og flokkadrætti. Inn í líflega sögu sína
fléttar Halldór síðan frásögn af einkalífi, sorgum og sigrum.
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Forysta Alþýðusambandsins, Grétar Þorsteinsson forseti og Halldór Björnsson varaforseti.