Morgunblaðið - 04.11.2001, Síða 31

Morgunblaðið - 04.11.2001, Síða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2001 31 www.lipfinity.com BYLTINGARKENND NÝJUNG Helst á lengur en nokkur annar varalitur Kvikmyndir þar sem, Max Factor hefur séð um förðun, eru m.a. Bridget Jones’s Diary, Charlie’s Angels, Anna and the King, Notting Hill, Titanic, The English Patient, Evita, Ever After, Bugsy Malone, Alien, Interview with a Vampire, Midnight Express... ÚTSÖLUSTAÐIR: LYFJA - Smáralind, LYFJA - Lágmúla, LYFJA - Laugavegi, LYFJA - Smáratorgi, LYFJA - Garðartorgi, LYFJA - Setbergi, NANA - Hólagarði, ÁRBÆJAR Apótek, RIMA Apótek - Grafarvogi, LYF OG HEILSA - Austurvegi, LYF OG HEILSA - Hamra- borg, LYF OG HEILSA - Glæsibæ, LYF OG HEILSA - Domus Medica, FÍNA - Mos- fellsbæ, LYFJA - Grindavík, Húsavíkur Apótek, Sauðárkróks Apótek, Borgarness Apótek, Snyrtihúsið - Selfossi, Vestmannaeyja Apótek, LYF OG HEILSA - Hrísa- lundi Akureyri, LYF OG HEILSA - Akranesi, Lyfsalan Vopnafirði. Meistaraskóli fyrir: Bakara, framreiðslumenn, kjötiðnaðarmenn og matreiðslumenn Nánari upplýsingar veita kennslustjóri hótel- og matvælagreina og deildarstjóri Meistaraskólans á skrifstofutíma milli kl. 9.00 og 15.00. Umsóknum fylgi staðfesting á sveinsprófi. Kennsla hefst 14. janúar. HÓTEL- OG MATVÆLASKÓLINN MENNTASKÓLINN Í KÓPAVOGI v/Digranesveg  200 Kópavogi. Sími 594 4030 og 594 4080  Fax 594 4001 Netfang mk@ismennt.is Nám til meistara Í SÝNINGARSAL Handverks og hönnunar, sem er verkefni rekið með fjárhagslegum stuðningi frá forsætisráðuneyti, félagsmálaráðu- neyti og Framleiðnisjóði landbún- aðarins, er nú boðið upp á verk 18 hönnuða. Sýningin var öllum opin en valnefnd valdi verk 18 hönnuða úr umsóknum. Þema sýningarinnar er ljós og ber hún titilinn Ljóslif- andi, en samkvæmt frétt er mark- miðið með sýningunni að skapa hauststemmningu. Það er skemmst frá því að segja að hauststemmning er engin inni í sýningarsalnum. Stemmningin er meira eins og að ganga inn í IKEA eða inn á snyrtilegt og vel búið heimili í Reykjavík. Í fyrstu er erfitt að sjá hvað er á sýningu og hvað ekki. Sýningar- rýmið er illa skilgreint og ekki hjálpar til að starfsfólk Handverks og hönnunar er að störfum á bakvið lág skilrúm „inni í sýningarrým- inu“. Húsnæðið lítur líka út eins og íbúð sem gerir uppstillinguna enn erfiðari. Verkin í salnum eru of mörg og fá ekki nægjanlegt rými hvert og eitt, og það að velja borð og hillur frá IKEA sem undirstöð- ur undir verkin er of ódýr lausn. Hönnuðirnir fara ólíkar leiðir að þema sýningarinnar, ljósi. Kerti, kertastjakar, ljósleiðarar og lamp- ar falla þannig vel að þemanu, en púðar og ábreiður falla illa inn í þemað. Á sýningunni eru margir ágætir gripir og nokkrir athyglis- verðir. Ég hafði mest gaman af mjög raunsæislega unnum kertum frá kertagerðinni Vaxandi, eins og t.d. perukertunum og sítrónukert- unum. Einnig voru skemmtilegar tilraunir Guðlaugar Halldórsdóttur þar sem hún vinnur með ullarlagða sem lagðir hafa verið í ábreiðu og púðar með útklipptum filtbútum sem festir eru að því er virðist laus- lega utan á. Einnig má minnast á skemmtilegan lampa Margrétar Guðnadóttur úr sefgrasi og kerta- stjaka Ragnheiðar Ágústsdóttur, en þar vinnur hún greinilega út frá líkamanum, sveigjum hans og beygjum. Athygli vekur að allir sýnendur eru kvenkyns, sem þýðir vonandi ekki að karlmennirnir séu horfnir úr stéttinni. Á Ljóslifandi eru margir ágætir gripir eins og ég sagði áðan en sáralítið af ferskum hugmyndum, en hlutverk Handverks og hönn- unar er einmitt að hvetja til ný- sköpunar í hönnun. Ég held að hönnuðirnir ættu að sleppa aðeins meira fram af sér beislinu fyrir næstu sýningu. Til samanburðar vil ég minnast á stórgóða sýningu sem haldin var í Listasafni ASÍ á síð- asta ári sem ég vona að sem flestir hafi séð. Sýningin hét Ljósasögur og þar sýndu 8 ungir hönnuðir frá Danmörku, með Íslendinginn Að- alstein Stefánsson í broddi fylking- ar, ljósahönnun sína og var hún leiftrandi af lífi og hugmyndaauðgi. Reynt við haust- stemmn- ingu MYNDLIST H a n d v e r k o g h ö n n u n Opið alla daga nema mánudaga frá 12–17 til 4. nóvember. HÖNNUN 18 HÖNNUÐIR Þóroddur Bjarnason Morgunblaðið/Þorkell Perukerti frá Vaxandi. Í Leikhúskjallaranum verð- ur dagskrá í tilefni af ald- arafmæli Magnúsar Ás- geirssonar á morgun, mánudag, kl. 20.30, en hann hefði orðið hundrað ára hinn 9. nóvember. Magnús var afkastamesti ljóðaþýð- andi Íslendinga á fyrri hluta 20. aldar. Af sígildum þýð- ingum hans má nefna Vögguþuluna eftir García Lorca og Síðasta blómið eftir James Thurber. Sölvi B. Sigurðsson bókmennta- fræðingur, dóttursonur Magnúsar, fjallar um afa sinn, þýðand- ann og skáldið, en hann hef- ur umsjón með útgáfu á nýju úrvali kvæða Magnús- ar og þýðinga sem væntan- legt er frá Máli og menningu á næstu dögum. Leikararnir Anna Kristín Arngrímsdótt- ir, Arnar Jónsson, Erlingur Gíslason, Helga E. Jóns- dóttir, Jóhann Sigurðarson og Kristbjörg Kjeld flytja þýdd og frumsamin ljóð eftir Magn- ús Ásgeirsson. Söngkonan Kristjana Stefánsdóttir syngur við undirleik Agnars Más Magnússonar. Dagskrá í Leikhúskjallaranum Magnúsar Ásgeirssonar minnst Magnús Ásgeirsson Í HJALLAKIRKJU verða haldnir tónleikar tileinkaðir minningu lát- inna í dag, sunnudag, kl. 17. Þeir eru sérstaklega helgaðir minningu Kristjáns Einars Þorvarðarsonar, fyrrverandi sóknarprests í Hjalla- sókn í Kópavogi. Kór Hjallakirkju flytur Requiem op. 48 eftir Gabriel Fauré ásamt ein- söngvurunum Margréti Bóasdóttur sópran og Lofti Erlingssyni baríton. Orgelleikari er Lenka Mátéová og söngstjóri Jón Ólafur Sigurðsson. Látinna minnst í Hjallakirkju Margrét Bóasdóttir Loftur Erlingsson KVIKMYND Sergeis Eisenstein, Október, verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, í dag, sunnudag, kl. 15. Myndin var gerð í tilefni 10 ára af- mælis Októberbyltingarinnar í Rússlandi og fjallar um hina sögu- legu daga í október og nóvember 1917. Aðgangur er ókeypis. Október í MÍR ♦ ♦ ♦HEIMILDARMYNDIN Fiðlan verð-ur sýnd í sal 2 í Háskólabíói í dag, sunnudag, kl. 13.30, en hún hefur verið tilnefnd til Edduverðlauna sem besta íslenska heimildarmyndin og er sýningin af því tilefni. Myndin lýsir tilurð fiðlu, frá trjá- bol til tónleika. Fylgst er með fiðlu- smiðnum Hans Jóhannssyni smíða- hljóðfæri fyrir lúxembúrgska einleikarann Sandrine Cantoreggi. Samtímis er varpað ljósi á ýmsar goðsagnir sem tengjast fiðlunni og hvernig smiðurinn leitast við að móta rödd hljóðfærisins í eilífri leit að fullkomnun. Leikstjóri mynd- arinnar er Steinþór Birgisson, handrit skrifaði Fríða Björk Ingvarsdóttir og Arnar Þór Þór- isson sá um kvikmyndatöku. Aðgangur er ókeypis. Fiðlan í Háskólabíói Hans Jóhannsson fiðlusmiður að störfum í heimildarmyndinni. M O N S O O N M A K E U P lifandi litir Ungbarnafatnaður Komdu í bæinn og skoðaðu úrvalið og verðið. Allt fyrir mömmu. Þumalína, Pósthússtr. 13, s. 551 2136.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.