Morgunblaðið - 04.11.2001, Page 32

Morgunblaðið - 04.11.2001, Page 32
32 SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ 2. nóvember 1971: „Pass- íusálmarnir og Hallgrímur Pétursson hafa lifað svo með þjóðinni, að ekkert skáld eða skáldverk kemst í námunda við það ljós, „er lýsti aldir tvær“, sem myrkastar voru í þjóðarsögu. Vissan um þenn- an mann og þessi ljóð dýpk- aði með okkur þjóðvitund og gaf kjark til sjálfsbjargar og sjálfstæðis, er mest reið á. Með stolti nutum við þessa manns ein, en söknuðum þess um leið að geta ekki leyft öðr- um þjóðum að njóta hans með okkur.“ . . . . . . . . . . 1. nóvember 1981: „Lands- fundur Sjálfstæðisflokksins sýnir, hve gífurlegur slag- kraftur býr í þessum flokki, raunar svo mikill, að aðrir stjórnmálaflokkar í landinu komast ekki með tærnar þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur hælana. Þetta mikla afl Sjálfstæðisflokksins stafar af því, að hann hefur innan sinna vébanda menn af öllum stéttum, úr öllum lands- hlutum og með jafn víðtæka menntun að baki og Íslend- ingar geta aflað sér. Nú er þessi þjóðarflokkur á kross- götum, við myndun rík- isstjórnarinnar var vegið að innviðum hans og komið við kvikuna. Meirihluti lands- fundarmanna og vafalaust meirihluti þjóðarinnar vill, að þessu innanmeini Sjálfstæð- isflokksins verði eytt, því að flokkurinn er kvika stjórn- málalífsins í landinu, á meðan hann er í vanda blómstra upplausnaröflin. Hvers virði er að lækka verðbólguna úr 60% í 10% á einu ári en segj- ast ekki geta gert það nema eyðileggja Sjálfstæðisflokk- inn í sömu andrá?“ 3. nóvember 1991: „Líkur standa til þess að Ísland verði aðili að Evrópska efnahags- svæðinu, markaði 380 millj- óna manna, þar sem þemað er frelsi í viðskiptum. Frá sjónarhóli hins almenna neyt- anda eru höfuðkostir aðildar tveir: tollfrelsi fyrir um 95% af útfluttum sjávarvörum og aukin samkeppni í flestum greinum viðskipta, sem tryggir neytendum meira úr- val og aukin gæði vöru og þjónustu og hagstæðara verð. Þegar þetta er haft í huga hljóma kröfur Félags ís- lenzkra stórkaupmanna um að þrengja aðstöðu íslenzkra neytenda til að leita hag- stæðra vörukaupa erlendis eins og rödd aftan úr grárri forneskju; eins og tíma- skekkja í þeirri framvindu, sem nú á sér stað og fyrirséð er.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. H ALLDÓR Ásgrímsson, ut- anríkisráðherra og for- maður Framsóknar- flokksins, vakti í síðasta mánuði máls á því að nauðsynlegt væri að ráð- ast í endurskoðun stjórn- arskrár Íslands með tilliti til alþjóðlegra skuldbindinga landsins. Þar með hefur ráðherrann endurvakið umræður, sem að mestu leyti hafa legið í dvala frá því deilt var um aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu árið 1992. Í ræðu, sem Halldór hélt á ráðstefnu um mótun evrópsks réttarkerfis 12. október, rifjaði hann m.a. upp að áður en Ísland hefði gerzt aðili að Schengen-samstarfinu hefðu þrír virtir pró- fessorar við Háskóla Íslands lýst yfir í tveimur álitsgerðum að aðild Íslands að samningnum samræmdist stjórnarskrá landsins. EES og Scheng- en á brún hins lögmæta „Aftur á móti voru þeir, í báðum álits- gerðum, fylgjandi endurskoðun stjórn- arskrárinnar. Þeir töldu það óheppilegt að svo til í hvert sinn sem Ísland undirgengst nýj- ar þjóðréttarskuldbindingar verði það tilefni til umfjöllunar um samrýmanleika við stjórnar- skrána. Athugasemd þeirra staðfestir fyrir mér þá tilfinningu, að bæði EES-samningurinn og Schengen séu á brún hins lögmæta, stjórnskip- unarlega séð. Ef túlkun þeirra tekur ekki mið af pólitískum markmiðum sem að baki þeim liggja gætu þeir hæglega dottið fram af brúninni,“ sagði Halldór í ræðu sinni. Utanríkisráðherra tilgreindi nokkur dæmi um hugsanlegar lagatúlkanir stofnana EES-sam- starfsins, sem gætu haft þessi áhrif: „Svo að raunhæft dæmi sé tekið, þá ógnar lagatúlkun, sem leiðir til beinna réttaráhrifa gerða sem við tókum engan þátt í að setja, sjálfum grundvelli EES-samningsins. Forgangur EES-réttar myndi vega enn frekar að grundvallarreglunni um fullveldi, og af því myndi stafa jafnvel enn meiri hætta. Í ljósi aðstæðna ætla ég ekki að fjöl- yrða um skaðabótaábyrgð aðildarríkja, en sú grundvallarregla Evrópuréttar, sem tengist samrunaþróunarmarkmiðinu, er erfið viðfangs og var aldrei fyrirséð í EES-samningnum.“ Í samtali við Morgunblaðið 13. október í tilefni af þessari ræðu sagði Halldór Ásgrímsson: „Ég tel að þetta þurfi að gerast í tengslum við næstu endurskoðun á stjórnarskránni og það sé rétt að gera það sem fyrst. Hins vegar tel ég að það hafi ekki farið fram nægileg umræða um þetta mál og undirbúningurinn sé því ennþá allsendis ónógur.“ Síðan segir í frétt blaðsins: „Ýmis ríki hafa sett í stjórnarskrá heimildarákvæði um framsal valds í hendur alþjóðlegra stofnana. „Ég er að tala um að það verði gert til þess að menn lendi ekki í meiriháttar vandamálum. Ég taldi á sínum tíma að EES-samningurinn stæðist stjórnarskrána, þótt ég hefði ákveðnar efasemdir. Ég tel hins vegar þróun hans hafa orðið þá að undan þessu verði ekki lengur vikizt,“ segir Halldór. Með pólitískum markmiðum, sem utanríkis- ráðherra nefnir að hafi legið að baki EES- og Schengen-samningunum, á hann væntanlega við það sem bæði íslenzk og norsk stjórnvöld lögðu til grundvallar í þessum samningum, að þeir skerði ekki sjálfsákvörðunarrétt eða fullveldi EFTA-ríkjanna eins og það var orðað á þeim tíma, og feli þannig ekki í sér valdaframsal til stofnana EES eða Schengen. Margir hafa hins vegar orðið til þess að benda á að þetta markmið hljóti að stangast á við annað meginmarkmið samninganna; að koma á einsleitu, sameiginlegu efnahagssvæði og sameiginlegu vegabréfasvæði, en forsenda þess sé að sömu reglur gildi á öllu svæðinu og þær séu túlkaðar á sambærilegan hátt. Þegar Halldór Ásgrímsson ræðir þróun EES virðist hann hafa áhyggjur af því að samn- ingurinn – eða túlkun stofnana EFTA á ákvæð- um hans – hafi í för með sér að líkt og reglur Evr- ópusambandsins í aðildarríkjum þess geti EES-reglur fengið forgang umfram íslenzk lög, öðlazt bein réttaráhrif og að einstaklingar geti byggt á þeim skaðabótakröfu á hendur EFTA- ríkjunum. Hann virðist þá jafnframt ganga út frá því að í þessu felist að framsal á ríkisvaldi til stofnana EES sé umfram það, sem stjórnarskrá- in heimili. Niðurstaðan um EES ekki fyr- irvaralaus Á sínum tíma urðu talsverðar deilur um það hvort EES-samn- ingurinn bryti stjórn- arskrána eður ei. Rök andstæðinga samn- ingsins voru þau, að í honum fælist stjórnar- skrárbrot vegna þess að í stjórnarskrá Íslands væri ekki heimild til framsals ríkisvalds til al- þjóðastofnana. Árið 1992 fékk utanríkisráðuneyt- ið nefnd fjögurra virtra lögfræðinga til að leggja mat á þetta álitamál. Í nefndinni sátu Þór Vil- hjálmsson, Gunnar G. Schram, Ólafur W. Stef- ánsson og Stefán M. Stefánsson. Í álitsgerð fjór- menninganna kom fram að þeir teldu að í EES fælist visst framsal á bæði framkvæmda- og dómsvaldi, einkum og sér í lagi á sviði samkeppn- ismála. Engu að síður töldu þeir ekki um stjórn- arskrárbrot að ræða og töldu það ráða niðurstöð- unni, að það væri íslenzk réttarregla að við sérstakar aðstæður bæri að beita erlendum rétt- arreglum hér á landi (t.d. þegar um væri að ræða mál, sem vörðuðu verzlun við önnur lönd). Dæmi væru til þess að ákvarðanir erlendra stjórnvalda giltu hér á landi og væru aðfararhæfar, t.d. samn- ingar Norðurlanda um innheimtu meðlaga og að- stoð í skattamálum. Þá væru dæmi um að erlenda dóma mætti framkvæma hér á landi samkvæmt Norðurlandasamningum. Úrslitaatriði töldu fjór- menningarnir að vald það, sem alþjóðastofnunum væri ætlað með EES-samningnum, væri afmark- að, það væri á takmörkuðu sviði, þ.e. varðaði milliríkjaviðskipti, og væri ekki verulega íþyngj- andi fyrir íslenzka aðila. Niðurstaða fjórmenninganna var ekki fyrir- varalaus og þeir tóku raunar fram að verkefni því, sem þeim hefði verið falið, væri ekki end- anlega lokið með útgáfu álitsins. Þannig segir í álitsgerðinni: „Hugsanlegt er, að þau ákvæði, sem hér geta skipt máli, geti öll saman leitt til þess, að samningarnir verði ekki taldir samrým- ast stjórnarskránni, þó að hvert ákvæði metið sér í lagi geri það. Við teljum að vísu, að færa megi nokkur rök gegn einstökum þáttum í því, sem hér að framan er rakið, en við teljum þó, að niðurstöð- ur okkar orki ekki tvímælis í þeim mæli, að tilefni sé til að draga þá ályktun, að samningarnir í heild leiði til þess að breyta þurfi stjórnarskránni, ef þeir taka gildi. Þá er hugsanlegt að reynslan leiði í ljós, að það reynist ekki rétt, sem við byggjum á um fram- kvæmdavaldið og dómsvaldið, þ.e. að reglurnar um vald stofnana EFTA séu vel afmarkaðar, að þær feli ekki í sér verulegt valdframsal og séu ekki íþyngjandi í ríkum mæli. Einnig er hugs- anlegt, að í samkeppnismálum komi til meiri af- skipta en hér er reiknað með.“ Stjórnarskrár- breytingar til að eyða vafa Í árslok 1997 skilaði nefnd þriggja lagaprófessora áliti um aðild Íslands að Schengen-samningn- um, sem Halldór Ás- grímsson vitnaði til í ræðu sinni. Þetta voru þeir Davíð Þór Björgvinsson, Stefán Már Stefánsson og Viðar Már Matthíasson. Í álitinu byggðu þre- menningarnir að talsverðu leyti á áðurnefndu áliti fjórmenninganefndarinnar, röktu sömu for- dæmi um framsal valds, t.d. samkvæmt Norð- urlandasamningum, og töldu líkt og fjórmenning- arnir að EES hefði staðizt stjórnarskrána, þótt þar hefði verið um nokkurs konar stigmögnun að ræða á framsali valds. Þremenningarnir töldu að Schengen-samningurinn fæli vissulega í sér framsal framkvæmda- og dómsvalds á ákveðnum sviðum, en komust að hliðstæðri niðurstöðu og fjórmenningarnir, sem fjölluðu um EES, að þetta valdaframsal væri á þröngu sviði og tiltölulega skýrt afmarkað. Lokaorð álitsgerðar þremenninganna voru til þess fallin að kveikja umræður um hvort þörf væri á stjórnarskrárbreytingum vegna alþjóð- legra skuldbindinga Íslands, en lítið varð þó úr slíkum umræðum á þeim tíma. Niðurlag álitsins var svohljóðandi: „Það framsal ríkisvalds, sem fjallað er um í þessari álitsgerð, er takmarkaðra og fyrirsjáanlegra en það sem felst í samning- unum um EES. Við teljum því, eins og að framan greinir, að það brjóti ekki í bága við stjórnar- skrána. Rétt þykir þó að benda á, að þótt tak- markað framsal ríkisvalds með samningum um einstök málefni, eins og Schengen-samstarfið, sé samrýmanlegt stjórnarskránni, er fyrirsjáanlegt að aukin alþjóðleg samvinna einkum milli Evr- ópuríkja muni kalla á frekara framsal ríkisvalds. Að því kann að koma að talið verði að framsal hafi átt sér stað í of ríkum mæli miðað við reglur stjórnarskrárinnar, eins og þær eru nú. Það er því eðlilegt, þegar horft er fram á vaxandi al- þjóðlegt samstarf í framtíðinni, að undirbúa og framkvæma breytingar á íslenzku stjórnar- skránni, til þess að koma í veg fyrir að sérstakur vafi rísi í hvert sinn, sem stofnað er til samstarfs um tiltekinn málaflokk.“ Enn hefur enginn slíkur undirbúningur að SKATTASAMKEPPNI Í fyrradag var haldin afar at-hyglisverð ráðstefna umskattasamkeppni og tækifæri, sem í því væru fólgin fyrir Ísland að skapa hér hagstætt skattaum- hverfi. Ráðstefnan var fyrst og fremst byggð á erlendum fyrirles- urum, sem augljóslega höfðu yfir- gripsmikla þekkingu á umræðu- efninu, raunar í þeim mæli, að sjaldgæft verður að teljast á fund- um af þessu tagi. Davíð Oddsson forsætisráðherra vék að kjarna þessarar umræðu í setningarræðu á ráðstefnunni, þegar hann sagði að hvað sem liði tækniframförum og markaðsbreytingum væru lágir skattar nauðsynlegir til þess að fyrirtæki og viðskipti gætu þrifizt. Í samræmi við það sjónarmið hefur ríkisstjórnin nú lagt fram tillögur um verulega lækkun á tekjuskatti fyrirtækja. En jafn- framt er ljóst, að við Íslendingar höfum tækifæri til að byggja upp hér á Íslandi alþjóðlega fjármála- miðstöð í jákvæðri merkingu þeirra orða. Ekki fjármálamið- stöð, sem gerir glæpahringum kleift að „þvo“ peninga heldur skapa skilyrði fyrir heiðarlegt fólk til þess að ávaxta fjármuni sína á hagkvæman hátt. Ein forsenda þess, að við höfum tækifæri til þess, er sú, að hér hafa verið byggð upp háþróuð fjármálafyrirtæki, sem hafa yfir að ráða sérmenntuðu fólki, sem kann vel til verka. En grundvallarástæðan er að sjálfsögðu að við höfum byggt upp menningarlegt lýðræðisríki, sem byggist á traustum stjórnarhátt- um. Tengsl okkar við Evrópu með aðild að Evrópska efnahagssvæð- ínu og Schengen eiga líka ríkan þátt í að opna okkur nýja mögu- leika í þessum efnum. Þessa þætti alla þurfum við að nýta ásamt því að þróa skattalög- gjöf okkar á þann veg, að bæði einstaklingar og fyrirtæki í öðrum löndum sjái sér hag í því að nýta sér fjármálaþjónustu á Íslandi. Við eigum að hafa öll tækifæri til að byggja hér upp umsvifamikil viðskipti í kringum fjármálaþjón- ustu m.a. á þann veg, að erlend fjármálafyrirtæki sjái sér hag í því að koma hér upp starfsstöðv- um eins og þau hafa t.d. gert í Lúxemborg. Ráðstefnan um skattasamkeppni hefur opnað mönnum nýja sýn á þetta viðfangsefni. Þar kom fram mikill efniviður, sem vinna þarf úr sem fyrst. Það er augljóslega tímabært að ríkisstjórnin beiti sér fyrir alhliða stefnumörkun á þessu sviði og nýrri löggjöf á grundvelli slíkrar stefnumörkunar að svo miklu leyti, sem hennar er þörf. Þau sjónarmið komu fram á ráð- stefnunni að hraða ætti einkavæð- ingu ríkisfyrirtækja og draga úr opinberum útgjöldum. Jafnframt hvatti Michael Walker, forstöðu- maður Fraser-stofnunarinnar í Vancouver í Kanada, til þess að hagnaður af einkavæðingu ríkis- fyrirtækja yrði notaður til þess að mæta lífeyrisskuldbindingum rík- isins en ekki í almenn útgjöld. Undir þessar ráðleggingar munu margir geta tekið. Michael J. Langer lögfræðingur kom með athyglisverðar ábending- ar um hvernig aðild að Schengen og EES gæti nýtzt okkur til þess að laða hingað vel stæða útlend- inga, sem hefðu hag af því að fá hér dvalarleyfi gegn ákveðnum skilyrðum, m.a. um fjárfestingar, en gætu í krafti þessa ferðazt að vild um Evrópuríkin. Athyglis- verðar ábendingar sem þessar er ástæða til að skoða mjög nákvæm- lega. Með ráðstefnu þessari hefur verið bryddað upp á nýrri hugsun í uppbyggingu atvinnu- og við- skiptalífs á Íslandi, sem ástæða er til að fylgja fast eftir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.