Morgunblaðið - 04.11.2001, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 04.11.2001, Qupperneq 38
MINNINGAR 38 SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Blómaskreytingar við öll tilefni Opið til kl. 19 öll kvöld                                            ! "  #    $%%&   !!" #" $!%&&  " '  "() " ) "*$ +  ) ),&   *" *&!-. )/ 01-& !!" "-*- 2  )&&  # /- "-*&&   *" *&!-.                                       !""# $%  &'   '%   ! " #!" $%  #! # &''( #  ) # % ' *)#+ #                     !! "#$ %#                             !"## & $ '( )* $ $$+  **'( )*  " *$) ,  '( )* $ %*$ -' $* + ./ $ '( +  (*0'  * )* 1*2 34*+ + )$5$6 *'                           !" #$% & '                       !  "   #    $%%&  ()  )  *( + ,   () ) *   )  *( ((  ) - !  )  *( ((.  ! ) /!  )  ) 0 -()  *( !( )  ) ! -()  *( 1 )  )  ) 2 ((  *(  .% )  ) 1( 3 (( *(  )  )  ) )*.  ( +(  )  ) .( .( *( , ( ,"(*!, ( , ( ,"(4 ✝ Gísli Dagbjarts-son fæddist í Syðri-Vík í Land- broti 29. sept. 1908 og var níundi í röð tólf systkina. Hann lést á Elli- og hjúkr- unarheimilinu Grund aðfaranótt sunnudagsins 28. október síðastliðins. Foreldrar hans voru hjónin Dagbjartur Sveinsson og Guð- laug Magnúsdóttir. Aðalbjörg Zoph- oníasdóttir fæddist á Bárðarstöðum í Loðmundarfirði 7. apríl 1918. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Eir að kvöldi föstu- dagsins 19. október síðastliðins. Foreldrar hennar voru hjónin Zophonías Stefánsson og Ólína Jó- hannsdóttir. Aðalbjörg ólst upp í Loðmund- arfirði, en hélt ung til Reykjavíkur, þar sem hún kynntist Gísla, eigin- manni sínum. Þau hófu búskap árið 1938, en gengu í hjónaband 7. apríl 1943. Aðalbjörg og Gísli eiga þrjú börn og þau eru: 1) Gylfi Baldur, f. 6. júní 1939, kvæntur Ingu Gunn- arsdóttur. Þau eiga tvær dætur, Guðfinnu Gígju og Sonju Aðal- Hólmi í Landbroti eftir fráfall föð- ur síns. Hann stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni og síðan við Samvinnuskólann í Reykjavík. Gísli bjó í Reykjavík frá tvítugs- aldri til æviloka og lengst af eða á fimmta áratug starfaði hann hjá Ritsímanum. Aðalbjörg var sjálfmenntuð kona, listfeng og mikill náttúru- unnandi. Hún hafði yndi af göngu- ferðum í íslenskri náttúru og steinasöfnun og var heiðusfélagi í Ferðafélaginu Útivist. Hún lagði stund á myndlist og ljóðlist í frí- stundum, en fór leynt með. Hún tók samt þátt í nokkrum sýningum áhugamálara og nokkur ljóða hennar hafa birst á prenti, m.a. í kvæðabókinni Raddir að austan. Aðalbjörg átti við mikla vanheilsu að stríða mörg síðustu æviárin og sl. þrjú ár var hún á Hjúkrunar- heimilinu Eir, þar sem hún lést 19. október. Gísli dvaldist síðustu æviár sín á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, þar sem hann lést 28. októ- ber. Útför Aðalbjargar og Gísla verð- ur gerð frá Fossvogskirkju á morgun, mánudaginn 5. nóvember, og hefst athöfnin klukkan 13.30. björgu, og þrjú barnabörn. 2) Álf- heiður, f. 26. sept. 1941, gift Bjarna Felixsyni. Þau eiga fjögur börn, Gísla Felix, Bjarna Felix, Ágústu og Aðalbjörgu, og fjögur barna- börn. 3) Óli Zophonías, f. 11. ágúst 1953 . Kona hans er Guðrún Ragna Emilsdóttir og eiga þau eina dótt- ur, Aðalheiði Rögnu. Óli á og tvær eldri dætur, Ingunni og Margréti Þóru, og tvö barnabörn. Fyrstu tíu árin bjuggu Aðalbjörg og Gísli í Sjávarborg og Bráðræði á Bráðræðisholti, en síðan í hálfa öld í eigin íbúð á Birkimel 6A. Gísli ólst upp í foreldrahúsum í Syðri-Vík til fermingaraldurs og í Elsku amma og afi, nú ferðin er á enda komin í þessum heimi. Sorgin og söknuðurinn er mikill en vissan um að þið séuð enn á ný sameinuð annars staðar yljar okkur þó um hjartaræt- ur. Síðustu sporin voru ykkur þung- bær vegna veikinda og sárs aðskiln- aðar. Leiðin í gegnum lífið færði ykkur þó margar gleðistundir. Minn- ingin um allar góðu samverustundirn- ar með ykkur veitir okkur styrk og hjálpar okkur á þessari sorgarstund. Við systkinin vorum svo lánsöm að alast upp í húsinu við hliðina á ömmu og afa. Samgangurinn milli heimil- anna var mikill og leið varla sá dagur sem við nutum ekki félagsskapar þeirra. Heimili þeirra var okkur alltaf opið og þar ríkti ávallt hlýr og góður andi. Amma og afi voru samrýnd hjón þótt þau væru að mörgu leyti ólíkir einstaklingar. Amma var mikill fjör- kálfur og einstaklega stríðin. Eitt sinn manaði hún eitt okkar til að hella úr fullri könnu af vatni ofan í buxna- strenginn hjá móðurbróður okkar. Hún tók líka þátt í öllum okkar leikj- um af lífi og sál. Við máttum byggja heilu tjaldbúðirnar inni í borðstofu og reyndar var amma þar yfirleitt fremst í flokki. Amma var einnig mikil útivistar- kona og taldi það ekki eftir sér að renna sér niður hvaða snæviþakta brekku sem var með okkur á snjó- þotu. Hún var mikið náttúrubarn og ferðaðist víða um landið með félögum sínum í Útivist. Á þessum ferðum sín- um tók hún mikið af myndum sem hún deildi með fjölskyldu sinni þegar heim var komið. Það var orðinn fastur liður á fimmtudagskvöldum að amma og afi byðu í skyggnumyndasýningu. Þar sátu við systkinin á fremsta bekk og amma lýsti því sem fyrir augu bar. Jafnvel þótt við þekktum ekki eina þúfu frá annarri voru þetta alltaf skemmtilegar stundir og í hléi feng- um við alltaf heimsins bestu pönnu- kökur. Amma var einnig einstaklega list- feng kona sem bæði málaði og orti ljóð. Innblásturinn að málverkum hennar var náttúra landsins og fjöl- skyldan. Hún var mjög hógvær lista- maður og skildi ekkert í því lofi sem hún fékk fyrir myndirnar sínar. Margar myndir hennar prýða nú heimili okkar systkinanna og við sýn- um þær stolt okkar gestum. Amma orti mjög falleg ljóð um heimahagana í Loðmundarfirði. Einnig var hún snögg að snara fram vísum við merk tilefni í fjölskyldunni. Enn umfram allt var hún hlý og yndisleg mann- eskja sem gaf öllum í kringum sig mikið. Afi var hæglátur og rólegur maður. Hann undi sér best við lestur góðra bóka og var mjög víðlesinn. Hann fylgdist vel með öllu sem gerðist í þjóðfélaginu og var mikill visku- brunnur. Fjölskyldan var honum mjög hugleikin og gaf hann sér alltaf tíma til að líta eftir okkur systkinun- um. Ekkert raskaði ró hans og fylgd- ist hann yfirleitt kíminn með er við breyttum heimili hans og ömmu í leik- völl. Í návist hans fundum við ávallt til öryggis og hlýju. Oft á tíðum sótti hann okkur yngri systkinin í skólann ef veður var vont. Hann beið fyrir ut- an, tók litlu höndina í sína og leiddi okkur heim. Á síðari árum var ættfræðin hon- um hugleikin og undi hann sér vel í því að rekja ættir fjölskyldunnar. Stálminnugur var hann alla tíð og sagði hann okkur m.a. sögur af lang- afa. Allt sem afi tók sér fyrir hendur gerði hann vel. Hann og amma sinntu garðinum við heimili sitt af mikilli al- úð og var sá garður hverfinu til sóma. Hann var einnig mjög stoltur og vilja- sterkur maður. Hann studdi ömmu í öllu því sem hún tók sér fyrir hendur og hlúði að henni í veikindum hennar. Ósérhlífni hans á þessum erfiða tíma ber vott um hvílíkur merkismaður hann var. Aðskilnaður þeirra síðustu árin var honum mjög erfiður. Þegar hann frétti að þrautagöngu ömmu væri lokið þá var eins og hann fyndi ró. Hann var tilbúinn að kveðja þenn- an heim og fylgja henni á annan stað. Elsku amma og afi, við erum ykkur ævinlega þakklát fyrir ást ykkar og hlýju. Þið kennduð okkur margt og betri fyrirmynd er vart hugsanleg. Hugur okkar er hjá ykkur og minn- ingin um ykkur mun ávallt lifa í hjarta okkar og afkomenda okkar. Guð blessi ykkur. Aðalbjörg, Ágústa Björg, Bjarni Felix og Gísli Felix. Það var Útivistarferð á Snæfells- nesi um hvítasunnu fyrir um 20 árum er ég var að feta mín fyrstu spor á vettvangi ferðamennsku. Gist var á Lýsuhóli eins og vanalega og ná- grennið kannað í þaula þessa þrjá daga sem dvalið var á staðnum. Eftir erfiða göngu yfir Helgrindur daginn áður þegar flestir hvíldu lúin bein ákváðum við nokkrir frískir ungir menn að skreppa í fjallgöngu svona til þess að ná stirðleikanum úr skrokkn- um. Stefnan er tekin á Lýsuhyrnu og í hópinn með okkur slæst eldri kona, grannvaxin og hvíthærð, og líst mér ekkert alltof vel á að hún muni kom- ast þetta á okkar hraða. En þær efa- semdir hverfa fljótlega þegar í ljós kemur að hún gefur okkur strákunum síst eftir og blæs varla úr nös þótt við séum ekkert að hlífa henni. Og ekki nóg með það, hún tínir stöðugt upp litfagra steina á leiðinni og stingur í bakpokann sinn svona eins og til að sýna okkur að þetta sé nú fullrólegt fyrir hana. Á endanum bjóðumst við til þess að taka stærstu steinana fyrir hana því hún er ófáanleg til þess að skilja neitt eftir af grjótinu sem hún hefur safnað saman. En á tindinn komumst við og heim aftur með bak- pokana hlaðna af grjóti. Þetta eru í minningunni mín fyrstu kynni af Aðalbjörgu en þær urðu síð- ar ófáar Útivistarferðirnar þar sem AÐALBJÖRG ZOPHONÍASDÓTT- IR OG GÍSLI DAGBJARTSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.