Morgunblaðið - 04.11.2001, Page 39

Morgunblaðið - 04.11.2001, Page 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2001 39 Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson útfararstjóri Traust persónuleg alhliða útfararþjónusta. Áratuga reynsla. Símar 567 9110 & 893 8638 utfarir.is ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892 www.utfararstofa.is ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þætti sem hafa ber í huga er andlát verður, í samráði við aðstandendur Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Kistur Krossar Duftker Gestabók Legsteinar Sálmaskrá Blóm Fáni Erfidrykkja Tilk. í fjölmiðla Prestur Kirkja Kistulagning Tónlistarfólk Val á sálmum Legstaður Flutn. á kistu milli landa Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri                                       !  "#"          !     " #    %  #&        $ $ % &  '  & '  ' (   '                                  "     #$$%   ! "  #     $%    & ' "  (    )' *+%"" " !   *"  ,                                    !!    "  #       $      "  %&'   !  "  # $ %&   ' '( )#)' ' '( *                                                !                 ! " #$   ##      ##   % !&   &   & !  (      ' " # $#%  & #' # (##" # # " )(* ! )* # #  ##    !" # # + ', -./  *  '))  & (* &  " # '))  *  !  0 # % ,# ##* " # '))  1/ )   & # 2#2/#2#2#2/#!                                          !"# $           !    ""       # $%     &'()      %    # ( $%    % *$ +  %& !" '&()"'(*" (+,,  &+' &+'-& . "'  -& /00"  1!" ," (+,,  )"'  ."&%(+,,  /' "2- ,&-&  3 " ." -3 " / &" ."&%(+,,  "('"# )(" -#4 %' ."&%-& 0" &"05 &-0" &"0" &"05 &$ leiðir okkar lágu saman. Þótt aldurs- munur væri þrjátíu ár tókst með okk- ur góð vinátta og oftar en ekki vorum við sessunautar í rútubílum á leið á áfangastað. Í ferðum af þessu tagi skapast ákveðin samkennd milli manna og aldursmunur og bakgrunn- ur skiptir ekki máli. Ég stóð mig að því eftir löng kynni að ég vissi nánast ekkert um hagi Aðalbjargar, utan Útivistar, og hafði aldrei velt fyrir mér aldri hennar enda var hún ung í anda. Það var ákveðið tóm ef hún var ekki á sínum stað í ferðum enda brást það sjaldan. Hún var alltaf tilbúin að taka því óvænta og sprungið dekk eða straumhart fljót sem berjast þurfti yfir var bara til að krydda tilveruna. Þegar koma þurfti spaugilegum at- vikum eða ferðasögunni í bundið mál var enginn henni fremri og það var fastur liður í löngum rútuferðum að fá hana til þess að fara með vísur sem urðu til á stað og stund. Seinna komst ég að því að úr grjótinu sem hún tíndi á fjöllum bjó hún til dýrindis listaverk og einnig málaði hún fallegar lands- lagsmyndir. Minningar um Aðalbjörgu tengjast ótal ferðum inn í dularmögn íslenskr- ar náttúru en hún undi sér best í ná- vist fjalla og jökla. Minnisstæðar eru ferðir á Sprengisand, Kjöl og Jökul- heima en flestar tengjast minningar ferðum í Bása í Þórsmörk bæði að sumri og vetri. Þar féll hún vel í hóp félaganna í Útivist sem kunnu að meta vel orta vísu og á kvöldvökunum þegar harmónikan hóf upp raust sína var hún manna fyrst á gólfið. Sunnu- dagsferðir í nágrenni Reykjavíkur að sumri eða vetri skipuðu einnig stóran sess hjá henni. Þá var farið fótgang- andi eða á skíðum um Reykjanes- skagann, Bláfjöll eða aðra áhuga- verða staði. Á áningarstað brást ekki að Aðalbjörg dró upp pokann sinn með pönnukökum og lyftist þá brúnin á ferðafélögunum því allir fengu sinn skerf. Í gönguferðum var hún oftast fremst í flokki og aldrei heyrðust frá henni úrtöluorð þótt veðurguðirnir væru ekki í sem bestu skapi. Það átti því ekki við hana að liggja í fleti þegar sólin skein í heiði og þegar verið var að ráðgera gönguferð vildi hún helst fara upp í móti. Í einni skíðaferðinni varð hún fyrir því óhappi að snúa sig illa á fæti og slíta liðbönd. Eftir skoð- un á slysavarðstofu var niðurstaða læknisins sú að miðað við aldur henn- ar og eðli meiðslisins yrði hún aldrei söm aftur til gangs og öruggt væri að hún stigi aldrei aftur á skíði. Ég held að hann hafi ekki tekið skapgerð sjúk- lingsins með í reikninginn því innan árs frá þessu atviki og eftir þrotlausa þjálfun var hún komin á skíði aftur eins og hún hefði aldrei kennt sér neins meins. Æskustöðvar Aðalbjargar voru í Loðmundarfirði og bar hún þess greinilega merki að vera alin upp á sveitaheimili á fyrri hluta síðustu ald- ar. Uppeldi hennar við sveitastörf frá blautu barnsbeini höfðu mótað hana og hún var af þeirri kynslóð sem aldr- ei féll verk úr hendi. Oft barst talið að firðinum hennar fyrir austan með söknuði en hún notaði líka öll tæki- færi sem gáfust til þess að heimsækja hann, meðal annars sem fararstjóri í ferðum Útvistar þangað. Aðalbjörg var kjörin í Kjarna Útivistar og síðan heiðursmeðlimur í Kjarna og loks heiðursfélagi Útivistar. Þar held ég að hafi vegið þyngst óþreytandi þátt- taka hennar í öræfaferðum, vinnu- ferðum og félagsstarfi. Hún lagði einnig fram mikið efni til mynda- kvölda Útivistar og fjölda tækifæris- vísna og sunginna texta sem hafa lífg- að upp á kvöldvökur félagsins. Það má eiginlega segja að félagið hafi ver- ið hennar annað heimili og flest henn- ar áhugamál tengdust útiveru og ferðalögum á einhvern hátt. Það var henni því erfitt þegar hún var ekki lengur fær um að fara í ferðir vegna heilsubrests en sá minningarsjóður sem hún hafði safnað hefur vonandi yljað henni á erfiðum stundum. Ég þakka henni samfylgdina og sam- veruna sem ég geymi í mínum minn- ingasjóði ásamt ótal myndskreyttum jólakveðjum í bundnu máli. Ég votta börnum og öðrum afkom- endum Aðalbjargar hluttekningu mína við fráfall hennar og Gísla manns hennar. Með henni er fallin frá einstök kona. Egill Einarsson. Elsku amma, núna þegar þú ert farin frá mér sit ég og hugsa um allar góðu stundirnar sem við áttum saman, sem betur fer voru þær margar. Ég man eftir því þegar ég var lítil í pössun hjá þér, þá fórum við oft í leikinn fram fram fylking og þú bauðst mér gullskó eða silfurskó. Þegar ég var svo búin að velja ann- aðhvort sagðirðu mér að hlaupa inn í skáp og ná í þann lit af skóm sem ég valdi og fékk ég þá að vera í þeim allan daginn og alveg þangað til mamma eða pabbi sóttu mig. Þú gerðir allt leiðinlegt og venjulegt að svo skemmtilegu. T.d. var ekki í uppáhaldi hjá mér að borða þegar ég var lítil en þú gerðir matinn alltaf svo skemmtilegan, skarst hann í hringi, kassa eða eitthvað sem okk- ur datt í hug. Það fyrsta sem mér datt í hug þegar mér var sagt að þú værir orðin mjög veik var að þú mundir ekki geta verið hjá mér á merkilegum stundum, s.s. brúð- kaupsdaginn minn, þegar börnin mín fæðast og jafnvel bara á jól- unum. Ég er mjög fegin að hafa fengið að vera svona mikið með þér og þá sérstaklega eftir að ég fékk bílprófið og gat farið að koma til þín oft í viku. Þú vast alltaf til staðar fyrir mig og ég man ekkert betra en að koma í heimsókn til þín og fá litla kók í gleri og frægu ömmuplattana þína. Ég man þegar ég sat hjá þér eitt kvöld þegar þú varst á Landa- koti og ég var nýhætt að vera með kærastanum mínum, þá sagðirðu við mig að á lífsleiðinni hefðir þú lært tvennt, eitt var að afbrýðisemin kemur í öllum myndum og annað var að ástin væri ekki til eins og ég héldi að hún væri. Ég get nú ekki verið sammála þessu núna, en þetta huggaði mig mikið þá. Þegar ég er spurð hverjum ég líkist segi ég allt- af: ömmu minni, því þú sagðir alltaf að við værum svo líkar … meira að segja báðar með skakkan litla putta! Það er ekki spurning hver er fyr- irmyndin mín og hvers ég lít mest SIGRÚN ÞORMÓÐS ✝ Sigrún Þormóðsfæddist á Siglu- firði 11. október 1912. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 27. október síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskapellu 2. nóvember. upp til, það ert þú, því mér fannst þú alltaf hafa svör við öllu. Ég man líka hvað ég var hissa eina nóttina þeg- ar ég gisti hjá þér og var svona sex ára, að ég spurði þig hvað gerðist þegar maður dæi. Þú sagðir við mig að þú vissir það ekki og ég fór í hálfgerða fýlu. Amma mín, sem vissi allt, vissi ekki svarið. En núna veistu það og þar með allt sem ég hef spurt þig um og ég vona að þú standir við það, sem þú sagðir við mig þegar ég var hjá þér um daginn, að þú komir að heim- sækja mig ef þú getur það. Góða nótt, elsku amma mín, dreymi þig vel. Þín Hildur Arna. Elsku besta amma og langamma, mikið er erfitt að nú sért þú horfin á braut. Það skiptir engu máli þó að aðdragandinn hafi verið langur, það er jafn erfitt að nú sértu ekki lengur hjá okkur. Minningarnar um þig hrannast upp og það er svo margt sem mig langar að þakka þér fyrir. Allar stundirnar sem ég átti heima hjá þér á Fálkagötunni þegar ég var lítil, þú varst svo þolinmóð og góð við mig. Þú varst alltaf til í að leika við mig og hvattir mig áfram sama hvaða vitleysu ég tók mér fyrir hendur. Það var notalegt að vera hjá þér og þú varst alltaf jafn glöð að sjá okkur. Mér fannst svo gott að koma til þín þegar mér lá eitthvað á hjarta því þú varst alltaf tilbúin að hlusta á mig og veita mér góð ráð. Mér finnst svo erfitt að litli drengurinn minn fái ekki að kynnast þér betur, en um leið er ég þakklát fyrir að hann hafi fengið að hitta þig. Þú varst svo stolt þegar hann kom í heimsókn til þín og hann hjalaði og brosti þegar þú talaðir við hann. Takk, elsku amma, fyrir allt. Halla, Fannar og Aron Orri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.