Morgunblaðið - 04.11.2001, Síða 49

Morgunblaðið - 04.11.2001, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2001 49 UM DAGINN átti ég á kaffihúsital við mann, hverjum ég sagði þær fréttir að sameiginlegt kunningjafólk hefði fengið sér með góðum kjörum mjög vandaðan þurrkara. „Að þú skulir geta verið að hugsa um þetta – eins og heims- málin standa,“ sagði maðurinn og horfði hneykslað- ur á mig. Ég opn- aði munninn til að svara – en sá jafn- skjótt að mér. Sá hve stórmann- legt og gáfulegt það er að sitja al- vörugefinn og þungbúinn dagana langa og hugsa um heimsmálin – miðað við svo ræfilslegt umþenk- ingarefni sem það hvernig þurrka eigi blautan þvott. Það sýnist eðli- legt að maður sem hugsar svo stórt geti ekki verið að velta fyrir sér hvort fólkið í næsta húsi geti þurrkað þvottinn sinn eða hvort það getur leyft barni sínu að leika sér úti vegna aðstöðuleysis. Og hvað ætli slíkur maður geti verið að staldra við þótt ólétt kona í næsta stigagangi þurfi að bera þunga innkaupapoka upp á fjórðu hæð eða gamla konan í kjallaran- um komist ekki út í búð til þess að kaupa í matinn. Nei – menn sem hafa um alvarleg mál að hugsa geta ekki verið að velta svona hversdagslegum viðfangsefnum fyrir sér. Þeir hugsa á hærra plani og það er ekki þeim að kenna þótt allar þeirra víðfeðmu hugsanir skili stríðandi heimsbyggð litlu. Á hitt ber að líta að í kjölfar djúphygli sinnar geta svona menn lagt sitt- hvað til málanna í heimsmálaum- ræðu í sínum hópi og jafnvel látið fróðleiksmola hrjóta af sínu gnægtaborði til hinna andlega fá- tæku og smáðu í samfélaginu. Hinn stórt hugsandi maður stóð þögull og beið eftir svari mínu sem lét á sér standa vegna fyrr- greindra umþenkinga. „Auðvitað þarf fólk að fylgjast með umræðunni í erlendum fjöl- miðlum til þess að vera fært um að móta sér skoðun á heimsmálun- um,“ sagði hann svo þegar ég þagði enn þunnu hljóði. Þá fékk ég loks málið. „Ef hver og einn sinnti svo vel sem hann gæti um fólkið í sínu nánasta umhverfi þá stæðu heims- málin kannski betur og minna þyrfti að hugsa og spjalla um þau í fjölmiðlum og annars staðar,“ sagði ég og sneri mér við til að sækja mér meira kaffi. Um leið sá ég að íhugandi gáfumannasvipur- inn vék andartak fyrir furðusvip. En þegar ég kom aftur með kaffið sá ég að sú dýrð hafði ekki staðið lengi. Hinn stórt hugsandi maður var sem sé kominn með enn dýpri íhyglissvip en áður – enda búinn að fá nýjan stóreygan við- mælanda sem opinmynntur hirti nú hlussustóra mola af gnægta- borði hans. ÞJÓÐLÍFSÞANKAR/Væri kannski nær að líta sér nær? Gnægtaborð gáfumanns eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur Glæsilegur samkvæmisfatnaður allar stærðir Mikið úrval af brúðarfatnaði til leigu Efnalaug og fataleiga Garðabæjar Garðartorg 3, sími 565 6688 Opið alla daga frá kl. 10-19, laugardaga frá kl. 10-14. Landsþing Landssambands sjálfstæðiskvenna Laugardaginn 10. nóvember nk. fer fram 23. landsþing Landssambands sjálfstæðiskvenna. Þingið verður haldið í Valhöll og hefst klukkan 13:00. Ellen Ingvadóttir, formaður L.S., setur landsþingið Geir H. Haarde, fjármálaráðherra: Efnhags- og vaxtamál Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins: Ísland í upphafi 21.aldar Sólveig Pétursdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra: Löggæsla miðborgarinnar- raunverulegur eða tilbúinn vandi? Ellen Ingvadóttir, formaður LS Geir H. Haarde, fjármálaráðherra Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Sólveig Pétursdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra Að loknum framsögum og umræðum hefjast hefðbundin landsþingsstörf. Stjórn L.S. .Boðið er upp á morgunnámskeið sem hefst 6. nóv og kvöldnámskeið sem hefst 12. nóv. NTV skólarnir bjóða upp á tvö hagnýt og markviss tölvunámskeið fyrir byrjendur. arkvisst Hólshrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Sími: 555 4980 Hlíðasmára 9 - 201 Kópavogi - Sími: 544 4500 Eyravegi 37 - 800 Selfossi - Sími: 482 3937 Póstfang: skoli@ntv.is - Veffang: www.ntv.is Upplýsingar og innritun: NTV Hafnarfirði sími 555 4980 NTV Kópavogi sími 544 4500 og á www.ntv.is Grunnatriði í upplýsingatækni Windows 98 stýrikerfið Word ritvinnsla Excel töflureiknir Access gagnagrunnur PowerPoint (gerð kynningarefnis) Internetið (vefurinn og tölvupóstur) Almennt um tölvur og Windows 98 Word ritvinnsla Excel töflureiknir Internetið (vefurinn og tölvupóstur) TÖK-tölvunám 90 stundir n t v .i s nt v. is n tv .i s Almennt tölvunám 72 stundir Mtölvunám Námsstefnan NI-dagur um notkun tölvu sem mælitækis Verkfræðistofan Vista, í samvinnu við National Instruments og Tækniskóla Íslands, heldur námsstefnu fimmtudaginn 8. nóvember nk. í Tækniskóla Íslands kl. 9-15. Fjallað verður um uppbyggingu sjálfvirkra mælikerfa, LabVIEW hugbúnaðarkerfið, rauntímakerfi og tölvusjón, Lookout fjargæslukerfið, nýjungar í kerfisforritun í LabVIEW og ýmsar tilbúnar lausnir sem auðvelda mjög hönnun og uppsetningu kerfa. Fyrirlesarar verða sérfræðingar frá Vista. Komið og takið þátt í spennandi dagskrá. Námsstefnugjald er kr 5.000. Innifalinn er sýnihugbúnaður ýmissa hugbúnaðarkerfa frá National Instruments. Nemendur greiða einungis 1.000 kr. Skráning hjá Jan@vista.is www.vista.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.