Morgunblaðið - 04.11.2001, Side 56

Morgunblaðið - 04.11.2001, Side 56
FÓLK Í FRÉTTUM 56 SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ „JÚ, við getum kallað það fíkniefna- fræðslu, það er alveg orðrétt,“ segir Bubbi, spurður um heimsóknir hans í grunnskóla og félagsmiðstöðvar í haust þar sem hann ræddi við ungt fólk um vá fíkniefna. Líkt og restina af þessu ágæta spjalli okkar Bubba hefur hann margt til málanna að leggja hvað þetta varðar. „Ég er að tala um hvaða efni eru á markaðnum og hvað þau hafa upp á að bjóða. Hvort það séu einhverjir kostir og hvort það séu einhverjir gallar. Hvaða áhættu menn eru að taka á því að keyra á þessum efnum. Ég legg samt höfuðáherslu á áfengi sem ég tel vera öflugasta vímugjafa sem völ er á. Hann er líka sá sem flestir geta nálgast. Frá 1980 er ég búinn að missa fimm nána vini og ell- efu kunningja vegna hans. Þá er þetta ekki lengur eitthvað sem kem- ur mér ekki við. Þá er þetta orðinn vígvöllur og stríð.“ Bubbi reifar að það hafi lengi verið viðloðandi íslenskan poppbransa að menn þori ekki og vilji ekki blanda sér í þjóðfélagsumræðu. „Þetta er svo skrýtið...ef þú segir hug þinn, ef þú tekur afstöðu þá er maður sáttur við sjálfan sig. Það er sagt við mann „Þú breytist ekkert, Bubbi minn. Þótt þú sért orðinn 45 ára gamall ertu alltaf rífandi kjaft og segjandi sömu klisjurnar“. En ein- hver verður að gera, einhver verður að segja þetta. Og á meðan ég sel manna mest af plötum er ég í þeirri aðstöðu að geta komið einhverju á framfæri.“ Nýbúann vinnur Bubbi með hljómsveitinni Stríði og friði en hún er skipuð þeim Guðmundi Péturssyni gítarleikarara, Pétri Hallgrímssyni gítarleikara, Jakobi Smára Magnús- syni bassaleikara og Arnari Geir Ómarssyni trommuleikara. Á plöt- unni er meðal annars tekið á rasisma og þeirri heimsku sem honum fylgir. „Rasismi hefur viðgengist í ís- lensku þjóðfélagi sennilega allt frá aldamótunum þarsíðustu. Þá er hann barn síns tíma og var m.a. í kennslu- bókum þar sem talað var um hott- intotta sem áttu það til að borða með- bræður sína. En fyrsta sýnilega og skýra dæmið um rasisma íslenskra stjórnvalda kemur upp rétt fyrir seinna stríð. Það er þegar ríkisstjórn Hermanns Jónassonar sviptir íslenska gyðinga landvistarleyfi og sendir þá til Danmerkur, þaðan sem þeir eru sendir í gasklefana.“ Hann segir að Varn- arsamningurinn sem gerður var á milli Bandaríkjanna og Ís- lands árið 1951 hafi falið í sér það skilyrði að blökkumenn mættu ekki koma til landsins. „En svo var klásúla í samningnum um að það mætti flytja inn úrvals eintak af negrafjöl- skyldu til að venja Ís- lendinga við. Svo eru menn eitthvað að undr- ast að það sé rasismi í þjóðfélaginu?“ Opnunarlag Nýbúans er samnefnt plötunni og inniheldur texta sem andæfir rasisma kröft- uglega. Meðal annars er þar að finna línur eins og „Ég heyri hvíslað, Ís- land fyrir Íslendinga.“ Einhverjir urðu hræddir um línurnar gætu misskilist og væru túlkaðar sem áróður fyrir rasisma. Myndband við lagið var því tekið úr umferð. Bubbi sagði í viðtali við Stöð 2 að til þess að særa hvorki gamla né unga yrði ekki ólíkegt að myndbandið yrði tekið úr umferð. „En lagið er eftir sem áður fyrsta lag plötunnar og ég mun aldrei hvika frá þessum texta eða lagi. Af og frá. Blessaður vertu, eftir tuttugu ár í þessum bransa haggar manni ekki neitt (hlær).“ Hráleiki Bubbi segir rasisma afar bjánalegt fyrirbæri. „Menn eiga að gleðjast yfir því að geta borðað indverskan, kínverskan, taílenskan, víetnamskan, ítalskan mat t.d. Öll flóran fær á sig skemmti- legri mynd, það væri ægilega leið- inlegt ef við byggjum bara í hunda- súrubeði í stað þess að labba um og sjá öll þessi marglitu blóm sem vaxa hérna.“ Bubbi segir Nýbúann vera fyrstu rokkplötuna sína í langan tíma. „Ég hef enn mikla trú á hráleik- anum og tilfinningunni. Þessi plata er tekin upp „live“ á nokkrum dög- um. Ég hef ekki trú á því að fara með rokkhljómsveit í hljóðver og liggja yfir hlutunum. Ég hef trú á því að hljómsveitin stilli sér upp og spili.“ Bubbi er ánægður með árangurinn og tiltekur sérstaklega hversu gam- an hafi verið að stefna saman ólíkum gítarleikurum eins og Gumma P. og Pétri Hallgríms. „Þetta er eins og olía á vatn. Það voru margir sem ráðlögðu mér að hafa Pétur en sleppa því að taka Gumma inn. En ég veit hvað Gummi er fær um og hvers lags heili hann er. Ég vissi líka hvað Pétur er fær um en hann er búinn að vera einn af mínum uppáhaldsgítarleikurum mjög lengi. En það var hins vegar spursmál um hvernig þeir skyldu mætast; myndu þeir renna saman eða myndu þeir vera að ströggla hvor á móti öðrum? Og það undraverða gerðist, og það var það sem ég var að vonast eftir, að þeir smella saman og úr verða ofsa- lega skrýtnir og furðulegir gítarpart- ar. En það að fá Gumma P., þennan virtúós, til að spila pönk er auðvitað alveg einstakt (hlær hátt). Það var al- veg geggjað að fylgjast með honum.“ Bubbi segist hafa náð að koma efni frá sér á plötunni sem hann hafi hugsað sérstaklega fyrir bandið. „Þarna fæ ég band með mér sem vinnur með mér alveg frá fyrstu nótu. Það er alveg makalaust hvernig þeir útsetja og spila. Þetta var afar farsæl samvinna.“ Þanþolið Bubbi hefur snert á margs konar tónlistarformum á ferlinum; vísna- söng, Kúbu-tónlist, rappi, tónlist eft- irstríðsáranna og svo má telja. Og nú er það hrátt og nýbylgjuskotið rokk. „Mér finnst eins og ég sé að koma heim,“ segir Bubbi. „Sjáðu til, það eru ástæður fyrir því að ég hef látið rokktónlistina eiga sig. Ein er sú að ég hef ekki áhuga á að festast. Mér finnst að ég eigi eftir að gera reggíplötuna; mér finnst að ég eigi eftir að gera hitt og þetta. Fyrst og fremst er þetta forvitni en svo er ég líka að reyna á þanþolið í sjálfum mér. Hvað get ég? Hvað langar mig? Í upphafi ferðar þarftu alltaf að muna eftir einu: Þú mátt ekki hugsa um markaðinn, þú mátt ekki hugsa um plötufyrirtækið. Þess- ir tveir hlutir mega ekki undir nein- um kringumstæðum hafa áhrif á þig. Þú verður sjálfur að leggja línurnar, alveg sama hvað fólk segir í kringum þig. Það er sama hvort þú heyrir „Bubbi er útbrunninn“, „Bubbi er orðinn mjúkur“ eða „Bubbi er að svíkja“. Ég er búinn heyra alla þessa frasa í tíu ár. Númer eitt, tvö og þrjú er að gera það sem þig langar að gera og gefa dauðann og djöfulinn í allt sem aðrir segja. Það þarf ekki alltaf að vera að öllum líki það og jafnvel getur það líka misheppnast.“ Bubbi álítur seinustu rokkplötu sína vera Das Kapital, sem út kom árið 1984. „Ég vildi ná áttum gagnvart sjálf- um mér og gagnvart rokkinu. Ég var með samasemmerki á milli fíkniefna og rokktónlistar. Mig langaði ekki til að spila rokk í einhverju klisjuformi og mig langaði ekki til að fara á sveitaballamarkaðinn. Ég prufaði það með GCD á sínum tíma. Það eru bara ofurmenni sem geta verið þar. Ég er bara kelling í þeim efnum, mér fannst þetta vera það hræðilegasta sem ég upplifað á ævinni. Þetta var stóra martröðin mín. Ég höndlaði ekki sveitaballamarkaðinn, mér fannst hann agalegur.“ Hann segir að einnig hafi hann vantað hungur í rokkið. „Mig vantaði löngun til að spila rokk. Mér fannst þetta að vera leys- ast upp í einhvern bransa þar sem allt eru umbúðir en ekkert innihald. Poppbransinn snýst um hringi í nafl- anum og hálfberar smástelpur. Rappsveitir og sykursætar stráka- hljómsveitir eru hannaðar á skrif- stofum. Bransinn hefur kæft hina frjálsu rödd rokksins. Peningarnir eru búnir að éta þetta. Þetta er úr- kynjun á svo háu stigi að það er í rauninni aðdáunarvert.“ Rokkað Bubbi segir að Stríð og friður ætli svo út að spila eftir áramót. „Við höfum spilað einu sinni hérna heima og tvisvar úti [ásamt útgáfu- tónleikum sem fóru fram síðastliðinn fimmtudag]. Mig langaði til að spara bandið fram að útkomu plötunnar. Við erum þrusu „live“-band og það er mjög gaman að spila með þessum strákum.“ Það eru því fleiri tónleikar fram- undan og svo er stefnan tekin á að vinna nýja plötu. „Ég ætla að rokka með þessum strákum í einhvern tíma. Mér finnst þessi plata hafa heppnast svo vel að ég tími ekki að hætta strax. Ég sé fyrir mér alveg lágmark þrjár plötur með þessu bandi.“ Bubbi og Stríð og friður gefa út Nýbúann Að koma heim Á þriðjudaginn kemur út platan Nýbúinn með Bubba Morthens og sveit hans, Stríði og friði. Plötuna segir hann bestu rokkplötu sína síðan hann ásamt Das Kapital gaf Lili Marlene út árið 1984. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við Bubba yfir morgunkaffi á Hótel Borg. Bubbi Morthens: „Eftir tuttugu ár í þessum bransa haggar manni ekki neitt.“ arnart@mbl.is Morgunblaðið/Þorkell Svona lítur umslag Nýbúans út. Ljósmyndari er Ari Magg og er Bubbi einkar ánægð- ur með hvernig til hefur tekist.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.