Morgunblaðið - 04.11.2001, Page 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
VÁTRYGGINGAFÉLAG Ís-
lands (VÍS) hefur gefið út kynn-
ingarbækling um helstu trygg-
ingar sínar á pólsku. Er það
liður í þeirri viðleitni VÍS að
koma til móts við þann vaxandi
hóp fólks sem flytur til Íslands
frá öðrum löndum til vinnu og
búsetu og hefur takmörkuð eða
engin tök á íslensku, að sögn
Ásgeirs Baldurs, markaðsstjóra
VÍS.
Einnig er í undirbúningi hlið-
stæð útgáfa kynningarefnis
tryggingafélagsins á ensku og
serbó-króatísku.
Ubezpieczenie
rodzinne VÍS
Bæklingnum sem kominn er
út og nefnist á pólsku Ubezp-
ieczenie rodzinne VÍS, hefur
verið mjög vel tekið, ekki síst á
landsbyggðinni þar sem fjöldi
Pólverja er búsettur, að sögn
Ásgeirs. Ástæða þess að VÍS
réðst í þessa pólsku útgáfu var
sú að athygli forvígismanna fé-
lagsins var vakin á því snemma
á þessu ári að þá voru um 120
manns af erlendum uppruna bú-
settir í Ólafsvík, og eru þeir
flestir Pólverjar. Við athugun
hjá VÍS kom á daginn að hér-
lendis búa til lengri eða
skemmri tíma fjölmargir Pól-
verjar, þar af eru um 1.500 með
lögheimili og fasta búsetu á Ís-
landi. Til viðbótar búa hér rúm-
lega 8.500 einstaklingar af öðru
þjóðerni. Allt er þetta fólk sem
þarf að koma sér fyrir, kaupa
húsnæði, innbú og bíla og ákvað
félagið að kynna því algengustu
fjölskyldu- og ökutækjatrygg-
ingar á pólsku, að sögn Ásgeirs.
Ásgeir sagði að tryggingamál
væru oft flókin og þess væru ef-
laust mörg dæmi að aðflutt fólk
sem hefði lítil eða engin tök á
íslensku áttaði sig ekki á hvaða
tryggingar væru fyrir hendi.
Það ætti bæði við um almanna-
tryggingakerfið og þær trygg-
ingar sem því stæðu til boða af
hálfu tryggingafélaganna og
hvað fælist í hinum ýmsu teg-
undum trygginga.
VÍS ætlar að
kynna tryggingar
sínar á pólsku
RÍKISENDURSKOÐUN telur að
þrátt fyrir að tollgæslan hafi verið
efld með því að fjölga tollgæslu-
mönnum t.d. við eftirlit með inn-
flutningi fíkniefna sé engu að síður
ljóst að tollgæsla sé mjög takmörkuð
þegar á heildina sé litið, ekki síst hjá
stóru tollembættunum í Reykjavík
og Hafnarfirði.
Til að mynda hafi verulega dregið
úr tollskoðun á fragtsendingum á
síðari árum og erfiðlega gengið að ná
settum markmiðum. Það markmið
að skoða 1% póstsendinga frá út-
löndum hafi hins vegar náðst.
Þetta er meðal þess sem kemur
fram í nýrri stjórnsýsluendurskoðun
á tollframkvæmd. Úttektin var tak-
mörkuð við tollstjórann í Reykjavík
og sýslumannsembættin í Hafnar-
firði og Vestmannaeyjum.
Hjá tollembættunum liggja al-
mennt ekki fyrir nákvæmar og að-
gengilegar upplýsingar um árangur
tollendurskoðunar, tollgæslu og ann-
arra eftirlitsaðgerða. Að mati ríkis-
endurskoðunar er hins vegar nauð-
synlegt að skrá upplýsingar um
árangur til að hægt sé að skipuleggja
tollgæsluna þannig að hún skili há-
marksárangri fyrir þá fjármuni sem
er varið til hennar.
Dregið úr eftirliti með
inn- og útflutningi
Þá telur Ríkisendurskoðun að með
rafrænni tollafgreiðslu hafi að vissu
leyti dregið úr eftirliti tollyfirvalda
með inn- og útflutningi. Þar kemur
fram að þegar tollskýrslu var skilað
á pappír þurfti jafnframt að framvísa
vörureikningum og öðrum gögnum
til staðfestingar á upplýsingum í toll-
skýrslunni. Hver einasta skýrsla var
yfirfarin og borin saman við með-
fylgjandi gögn. Eftir að tollaf-
greiðsla varð rafræn fylgja toll-
skýrslum ekki lengur nein skrifleg
gögn. Þess í stað kalla tollyfirvöld
eftir gögnum ef ástæða þykir til eða
heimsækja viðkomandi aðila og
skoða bókhald. Eftirlitinu er því
sinnt með úrtaksathugun.
Í fyrra voru heimsótt 42 fyrirtæki
í Reykjavík. Um 8.000 tollskýrslur
voru skoðaðar sem eru um 2,27% af
heildarskýrslufjölda ársins.
Ríkisendurskoðun segir að þrátt
fyrir að horfið hafi verið frá því að
endurskoða allar tollskýrslur hafi
tollyfirvöld ekki sett sér samræmd
markmið um hversu umfangsmikið
tolleftirlitið þurfi að vera. „Eins og
þessum málum er háttað enn sem
komið er, þá hafa engin eiginleg eft-
irlitsmarkmið verið sett heldur
ræðst eftirlitið af mati starfsmanna
einstakra tollembætta á þörfinni fyr-
ir eftirlitsaðgerðir.“
Tollgæsla mjög takmörk-
uð þegar á heildina er litið
VART hefur orðið við áhuga á stofn-
un svonefndra samlagshlutafélaga í
tengslum við eignarhaldsfélög er-
lendra aðila hér á landi sem sett eru
á laggirnar fyrst og fremst vegna
skattalegs hagræðis sem því getur
verið samfara.
Ekkert samlagshlutafélag er
skráð hjá hlutafélagaskrá enn sem
komið er, samkvæmt upplýsingum
sem Morgunblaðið fékk þar og þessa
félagaforms er að litlu getið í lögum
að öðru leyti en því að í 134. gr. laga
um einkahlutafélög segir að lögin
taki til samlagshlutafélaga eftir því
sem við á.
Samlagshlutafélög skera sig frá
öðrum hlutafélögum að því leyti að
minnsta kosti einn félagsmaður ber
ótakmarkaða ábyrgð, en aðrir í sam-
ræmi við framlagt hlutafé. Félagið
stendur þannig á milli hlutafélaga-
formsins annars vegar og sameign-
arfélagsformsins hins vegar og hefur
það skapað vangaveltur um hvort út-
tektir eigenda með ótakmarkaða
ábyrgð úr samlagshlutafélagi séu án
skattgreiðslu eins og gildir um sam-
eignarfélög. Engin ákvæði eru um
samlagshlutafélög í gildandi skatta-
lögum, en úr því er bætt í frumvarpi
til laga um tekju- og eignarskatt sem
lagt var fram á Alþingi í haust. Þar
er samlagshlutafélögum skipað á
bekk með öðrum hlutafélögum.
Áhugi á
stofnun
samlags-
hlutafélaga
Möguleikar/6
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra átti í gær langan fund með
hinum rússneska starfsbróður sín-
um, Igor Ivanov, en Halldór er nú í
opinberri heimsókn í Rússlandi.
Að sögn Halldórs voru þeir Ivanov
sammála um að stefna að auknum
viðskiptum milli landanna svo og
pólitískri samvinnu.
Halldór sagði í samtali við Morg-
unblaðið að mestur hluti fundarins
hefði farið í að ræða um hryðju-
verkastarfsemi og ástandið í Afgan-
istan. „Það var mjög fróðlegt að fá
upplýsingar hjá honum um þær við-
ræður sem átt hafa sér stað milli
Bandaríkjanna og Rússlands að und-
anförnu. Rússar meta það svo að ár-
angur hernaðarins í Afganistan sé
ekki mikill og nauðsynlegt sé að leita
nú að pólitískum lausnum sem felast
fyrst og fremst í því að ná samstöðu
um hvers konar ríkisstjórn eigi að
taka við í Afganistan. Á þeim grund-
velli telja Rússar að hægt sé að ná
meiri árangri.“ Halldór sagði að
einnig hefði verið rædd á fundinum
nauðsyn þess að endurskoða og end-
urskipuleggja samskipti Rússlands
og Atlantshafsbandalagsins. „Ég
lýsti yfir þeirri skoðun minni að ég
teldi það nauðsynlegt í ljósi nýrra að-
stæðna og í því skyni að varðveita þá
miklu samstöðu sem er nú í barátt-
unni gegn hryðjuverkum þar sem
Atlantshafsbandalagið hlyti að
gegna mikilvægu hlutverki í þeirri
baráttu.“
Utanríkisráðherrarnir voru jafn-
framt sammála um að flýta þyrfti
endurskipulagningu innan Samein-
uðu þjóðanna, sérstaklega öryggis-
ráðsins, svo ráðið gæti leikið afger-
andi hlutverk í baráttunni gegn
hryðjuverkum og uppbyggingu í
Afganistan. Þá ræddu ráðherrarnir
um eldflaugavarnarkerfi Bandaríkj-
anna. „Það er ljóst að Rússar eru til-
búnir til áframhaldandi viðræðna í
þeim málum, en það lítur ekki út fyr-
ir að þar sé að nást samkomulag.“
Halldór segir fundinn, sem stóð í
rúma tvo klukkutíma, hafa verið
gagnlegan og hreinskiptinn.
Heimsókn Halldórs lýkur í dag.
Itar Tass/Konstantin Kyjel
Halldór Ásgrímsson átti fund með Ivanov, utanríkisráðherra Rússlands, í gær
Rússar efast um árangur
hernaðar í Afganistan
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og Igor Ivanov, rússneskur
starfsbróðir hans, koma af fundi í gær þar sem þeir ræddu m.a. hryðju-
verkastarfsemi og ástandið í Afganistan.
EKIÐ var á hross við bæinn Húns-
staði í Torfalækjarhreppi í A-Húna-
vatnssýslu seint á föstudagskvöld.
Hrossið drapst við áreksturinn en
ökumaður og farþegi sluppu ómeidd-
ir. Bifreiðin er mikið skemmd eftir
áreksturinn.
Að sögn lögreglunnar á Blönduósi
er lausaganga búfjár ekki bönnuð á
þessu svæði. Engu að síður á búfé að
vera innan girðingar en girt er
beggja megin vegar.
Ekið á hross
við Húnsstaði
♦ ♦ ♦